Morgunblaðið - 27.09.2007, Síða 46

Morgunblaðið - 27.09.2007, Síða 46
Fleiri flytjendur sem komnir eru til ára sinna eiga lög á listanum … 53 » reykjavíkreykjavík Eftir Önnu Sveinbjarnardóttur Alþjóðlega kvikmyndahátíðin íReykjavík býður í ár upp á myndirsem beina sjónum sínum að stríð-inu í Írak. Þarna eru á ferðinni al- veg einstaklega frambærilegar heimild- armyndir. Glænýjar myndir sem nálgast átökin frá ólíkum sjónarhornum og fjalla um þau á mismunandi hátt. John Grierson, maðurinn sem Bretar nefna föður heimildarmyndarinnar, taldi nauðsynlegt að slíkar myndir hefðu mennt- unargildi eða félagslegan tilgang. Hann gerði sér samt líka grein fyrir því að heimild- armyndir eru listsköpun. Kvikmyndagerð- arfólk raðar saman brotum til að ná fram áhrifum og endurskapa raunveruleikann. Heimildarmynd er meðhöndlaður raunveru- leiki, en það má einnig segja um sagn- fræðibók eða ævisögu og fréttir líðandi stundar. Þetta eru tæki til að koma að sjón- arhornum. Stríð einkavædd En er það ekki að bera í bakkafullan læk- inn að horfa á heimildarmyndir um Írak eft- ir alla fréttatíma síðustu ára? Endalausar fréttir af stríðinu þar. Sprengingum í Bag- dad. Bush með yfirlýsingar. Allir hættir að hlusta og horfa, ekki satt? Ef fólk er að sofna yfir kvöldfréttunum þá ætti það að skella sér á mynd Nick Bicanic og Jason Bourque, Skuggasveitir (Shadow Company). Hún vekur það örugglega til um- hugsunar. Í henni er farið yfir stöðu málalið- ans í stríðsrekstrinum í Írak. Ráðamenn í ríkisstjórn Bush vilja reyndar ekki kannast við málaliða – það er talað um að ráða einka- öryggisfyrirtæki. Sjálfsagt að einkavæða stríð eins og allt annað! Þessi fyrirtæki sjá um hluti eins og þjálfun, fylgd, gæslu og eft- irlit. Þau eiga á pappírunum að hjálpa við uppbyggingu. Eins og allir vita er staðan ótrygg í Írak og í því umhverfi haga ,,ekki málaliðarnir“ sér eins og hermenn. Útkoman hefur oft á tíðum ekki verið falleg. Félagarnir Bicanic og Bourque fara um víðan völl í heimildarmynd sinni. Þeir reyna að gæta jafnvægis í framsetningu sinni á sögu og hlutverki málaliðans. Þeir ræða við marga sem hafa starfað á þessu sviði, eða tengjast því á einhvern hátt. Svo að viðtals- stíllinn, með talandi hausum, verði ekki alls ráðandi krydda félagarnir myndina með fréttamyndum frá atburðum í Írak, tölvu- pósti frá vini þar, stubbum úr vídeóleikjum, og sjónvarpsþáttum eins og The A-team, svo eitthvað sé nefnt. Hin upphafna hetjusýn á stríðsmanninn slær mann óþyrmilega í ná- vígi við brennd líkin af starfsmönnum Blackwater-öryggisfyrirtækisins. Skuggasveitir er mynd sem tengist beint því sem er að gerast í heiminum í dag. Þing- menn Demókrata á Bandaríkjaþingi hafa lýst yfir áhyggjum vegna stefnu rík- isstjórnar Bush að nota einkaöryggisfyr- irtæki í Írak þegar óljóst er hver beri ábyrgð á þeim. Nú er bara um að gera að halda áfram að fylgjast með fréttunum! Ekki bara stríðssvæði Já, það er um að gera að fylgjast með, en hvaða upplýsingar fær maður? Í heimild- armyndinni Mótstöðu mætt (Meeting Rest- istance) fær maður aðgang að heimi sem hefur verið okkur að mestu lokaður. Molly Bingham og Steve Connors hófu tökur á efni í Bagdad í ágúst 2003, sem fæstur tryðu að væri hægt. Þau fengu venjulegt fólk til þess að tjá sig um þátt sinn átökunum í Írak. Hvernig Írakar upplifa að hafa bandaríska hermenn gráa fyrir járnum í kringum sig. Fólk kemur auðvitað ekki fram undir nafni og andlit eru oftast hulin. Samt er líkams- burður mjög auðþekkjanlegur og látbragð mjög persónulegt, og maður veltir fyrir sér öryggi fólksins. Viðtölin setja atburðarásina í samhengi fyrir venjulegt fólk. Írakar eru að reyna að lifa sínu oftast nær hversdagslega og stund- um óvanalega lífi samkvæmt sinni bestu vit- und. Mér datt oft franska andspyrnan í hug þegar ég horfði á Mótstöðu mætt. Hvað hef- ur maður horft á margar kvikmyndir um hana þar sem baráttan er hafin upp til skýjanna sem hetjudáð? Svona snúast sjón- arhornin. Það sem er mest heillandi við myndina eru götumyndirnar frá Bagdad. Menn sitja á te- húsum í Adhamiya-hverfinu og ræða málin. Maður sem var farinn að halda að það væri bara ein ljót hraðbraut í borginni og ekkert annað. Í Mótstöðu mætt eru myndbrot af borg þar sem fólk á heima. Ekki eingöngu stríðssvæði þaðan sem stöðugt berast fréttir af sprengingum og dauðsföllum. Til þess að raunveruleg umræða geti átt sér stað og allar raddir fái tækifæri til að heyrast þá eru svona heimildarmyndir bráð- nauðsynlegar. Molly Bingham og Steve Con- nors benda á athyglisverðan punkt í þessu samhengi á kynningarsíðu myndarinnar á Netinu. Þau náðu til fólksins og gátu unnið að viðtölunum í 10 mánuði. (Þau urðu loksins að hætta þegar Abu Ghraib-hneykslið reið yfir.) Það sem hjálpaði þeim mikið var að þau notuðu enga öryggisverði, voru ekki á sérstökum bílum, eða álíka. Eftir að hafa horft á tilburðina í Skuggasveitum þá skil ég vel að það hafi gert gæfumuninn. Einu sinni var allt fallegt Þriðja heimildarmyndin sem ég sá um Írak er frábrugðin í framsetningu. Verð- launamyndin Írak í brotum (Iraq in Frag- ments) hallar sér meira að ljóðræna stílnum í heimildarmyndagerð. Myndinni er skipt í þrjá hluta. Skiptingin tekur fyrir þá hópa sem sumir álíta að geti klofið Írak þ.e.a.s. Suníta, Sjíta, og Kúrda. Fyrsti hlutinn er um hinn 11 ára Mohammed. Hann er lærlingur á bílaverkstæð í Bagdad þegar sagan hefst. James Longley vinnur greinilega mjög markvisst með sögu Mohammeds og mótar efnið. Hann fylgdi viðmælendum sínum í Írak í brotum eftir yfir um tveggja árabil til að hafa úr nógu að moða. Þannig að hér verður úr dramatísk saga um mótlæti lítils drengs á aðra röndina, en á hina má lesa táknrænar vísanir í stærri viðburði í heim- inum í kring. Annar hlutinn fjallar um upp- gang strangtrúaðra Sjíta sem fylgja Muq- tada Sadr. Lokahlutinn er um bændafjölskyldu í Kúrdistan, þar sem menn dreymir um sjálfstæði. Hér er ekki raðað upp sérfræðingum til að segja áhorfendum að allt geti farið í bál og brand. Ekki heldur verið að tala yfir myndir og línurit af alvöruþunga til að útskýra flókna hluti. Fólkið talar sjálft, og Longley leyfir sér að sníða formið á mismunandi hátt. Í fyrsta hlutanum er það leitandi auga barnsins sem er látið ráða útlitinu. Eins og Mohammed segir þá var einu sinni allt fal- legt, en ekki lengur. Augu hans leita upp og hann hlustar eftir veröldinni í kringum sig. Í öðrum hlutanum er allt annað tempó. Klippingin tekur kipp. Hraði mynda breytist. Hér eru átök í uppsiglingu. Enda verður Longley vitni að því. Í lokahlutanum tekur síðan sveitaró við að mestu. Þó að við fyrstu sýn haldi líklega flestir að þarna brenni stríðsvélar líkt og í Bagdad. Það reynist þá vera ofn fyrir múrsteinagerð. Í sveitinni fara menn um í friðsemd, en hin stóíska ró bónd- ans og örlagatrú kemur samt ekki í veg fyrir brennandi sjálfstæðishyggju. Heimildarmyndir hjálpa Eins og sjá má af lýsingunum hér að ofan eru heimildarmyndirnar um Írak og stríðs- brölt Bandaríkjastjórnar afar ólíkar inn- byrðis. Þær færa okkur fleiri leiðir til að nálgast hvað er að gerast í þessu stríðs- hrjáða landi. Þær opna umræðuna og vekja upp spurningar um atburðina sem þarna eru að gerast. Er jafnvægi í fréttunum sem okk- ur eru sagðar daglega af stríðinu í Írak? Hvernig er hægt að ná yfirsýn? Heimild- armyndirnar hjálpa áhorfendum að sjá ástandið í bæði persónulegra og víðara sam- hengi. Í brennidepli kvikunnar Molly Bingham/WorldPictureNews Mótstöðu mætt Í myndinni fær áhorfandinn að kynnast því hvernig Írakar upplifa að hafa bandaríska hermenn gráa fyrir járnum í kringum sig. »Er jafnvægi í fréttunumsem okkur eru sagðar dag- lega af stríðinu í Írak? Hvernig er hægt að ná yfirsýn? Fjórar myndir um Írak sýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.