Morgunblaðið - 27.09.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 51
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
Miðasala á
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
www.haskolabio.is Sími - 530 1919
Chuck and Larry kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Hairspray kl. 5:30 - 8
Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
Astrópía kl. 6
The Bourne Ultimatum kl. 10:20 B.i. 14 ára
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
eeee
- JIS, FILM.IS
eee
- FBL
ÞAR SEM REGLURNAR
BREYTAST
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 10:20 B.i. 14 ára
Sagan sem mátti ekki segja.
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
eeee
- B.B., PANAMA.IS
eeee
- E.E., DV
eeee
- S.G., Rás 2
eeee
- R.H., FBL
eeee
- VJV, TOPP5.IS
eeee
- R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ - T.V., KVIKMYNDIR.IS
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 12 ára
Hversu langt
myndiru ganga
fyrir besta
vin þinn?
Sýnd kl. 5:45 og 10:20
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
eeee
- R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
Hversu langt
myndiru ganga
fyrir besta
vin þinn?
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 6
Verð aðeins600 kr.
Sýnd með
íslensku tali
16:00
Tjarnarbíó
Bræður munu berjast
Shotgun Stories
18:00
Tjarnarbíó
Ferð Isku
Iska’s Journey
Regnboginn
Haltu kjafti og syngdu
Shut up and Sing
Greipt í minni! Brand
Upon the Brain
Norræna húsið
Á flugi
Flying: Confessions of a
Free Woman
20:00
Tjarnarbíó
Stjórn Control
Regnboginn
Aleksandra
Innflutt útflutt
Import Export
Híena Hyena
Háskólabíó
Öskrarar Screamers
22:00
Regnboginn
Himinbrún
The Edge of Heaven
Skuggasveitir
Shadow Company
Háskólabíó
Heima
Útlegð The Banishment
22:15
Tjarnarbíó
Andlit fíkjutrésins
Faces of a Fig Tree
22:30
Háskólabíó
Ský á reiki
Drifting Clouds
Nöturlegt og dimmt, en jafnframt sterkt og
snilldarlegt drama sem hefur vakið athygli, lof og
viðbjóð gagnrýnenda og hátíðargesta um allan heim.
Innflutt útflutt
Import Export
Regnboginn, kl. 20:00
27. SEPTEMBER
7. OKTÓBER
2007
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Dagskrá, fimmtudagur 27. september
ABSÚRD samskipti virðast jap-
önsku leikkonunni Kaori Momori
hugleikin í fyrstu myndinni sem hún
skrifar, leikstýrir og leikur aðal-
hlutverkið í. Hún er móðirin í fjöl-
skyldu sem lifir kaótísku fjölskyldu-
lífi. Hún er alltaf að elda og snúast.
Einhvern veginn minnti hún mig á
pirruðu húsmóðurina í Á hjara ver-
aldar sem var alltaf að kaupa í soðið.
Momori liggur greinilega mikið á
hjarta og vill koma öllu að í frum-
raun sinni sem leikstjóra. Óræður
symbólismi, sérviskuleg framvinda,
útúrdúrar – ofhleðslan ætlar hrein-
lega að drekkja myndinni. Það er
ekki að hún væri ekki ágætis
skemmtun á köflum, eða illa unnin.
Langt því frá. Samvinna hennar við
Saburo Ishikura í hlutverki fyrsta
eiginmannsins er t.d. prýðileg. Stíll-
inn hæfir líka efninu ágætlega. Súr-
realískt í bland við hið jarðtengda.
Samt er niðurstaðan einfaldlega sú
að eftir að hafa horft á myndina líður
manni eins og þegar jólamáltíðinni
með stórfjölskyldunni er lokið.
Andlit fíkjutrésins –
Ichijiku no kao
Leikstjóri: Kaori Momori. Aðalleikarar:
Kaori Momori, Hanako Yamada, Saburo
Ishikura, Katsumi Takahashi, Hisoyuki.
93 mín. Japan. 2007.
Sýnd í Tjarnarbíói 27.9, 30.9 og
2.10.
Anna Sveinbjarnardóttir
DICKENSLEG drulla í Austur-
Evrópu er fyrstu hughrifin af þess-
ari ungversku verðlaunamynd. Tólf
ára gamalt barn klórar í moldinni
eftir molum í svakalega fátæku kola-
námuþorpi í Rúmeníu. Laun Iszku
(Varga) fyrir að vera úræðagóð eru
svik og barsmíðar frá fullorðna fólk-
inu. Þannig er þunglyndislegur
tónninn sleginn fyrir myndina. Það
birtir aðeins til þegar hin einbeitta
Iszka fer um stund á upptökuheimili
og kynnist þar ungum dreng (Ru-
sache). Bollók fangar alveg ein-
staklega fallegt samspil á milli
þeirra. Krakkarnir eru alveg sér-
staklega grípandi. En þeim var ekki
skapað nema að skilja og ferð Iszku
heldur áfram.
Hún kemst að því að lengi getur
vont versnað. Því miður fyrir hana
og líka fyrir áhorfandann því mynd-
in missir fókus um leið og Iszka yf-
irgefur Rúmeníu.
Síðasti hlutinn þegar grimmd
heimsins á að þyrma yfir hana og hið
ráðvillta stúlkubarn áttar sig á því
að það hefur farið úr öskunni í eldinn
er hálfmáttlaus. Ég get ekki séð að
hún hafi þurft að fara til útlanda til
að komast að því að konum er
nauðgað og heimurinn er vondur og
við getum öll lagst í þunglyndi yfir
því. Eiginlega hálfósmekklegt
hvernig saklaust barnasambandið
var notað sem uppbygging á undan
til þess eins að vera andstæða við
niðurlægingu kvennanna á bátunum.
Býst við að ég eigi erfitt með að
sætta mig við þá sýn að ekkert eigi
eftir að liggja fyrir hinni seigu Iszku
annað en staða fórnarlambsins.
Ferð Iszku – Iszka Utaza’sa
Leikstjóri: Csaba Bollók. Aðalleikarar:
María Varga, Marion Rusache. 93 mín.
Ungverjaland. 2007.
Sýnd í Tjarnarbíói 27.9, 28.9 og
30.9.
Anna Sveinbjarnardóttir
Iszku „Þannig er þunglyndislegur
tónninn sleginn fyrir myndina.“
HVAR liggja mörk persónufrelsis
nútímakvenna? Bandaríska kvik-
myndagerðarkonan Jennifer Fox
veigrar sér ekki við spyrja sig og
aðra áleitinna spurninga í þessari
heimildarþáttaröð. Í henni beinir
Fox vægðarlaust sjónum að sjálfri
sér þegar hún uppgötvar á fimm-
tugsaldri að hana langar eftir allt
saman í barn. Hún ferðast líka vítt
og breitt um heiminn til að bera
saman það sem henni, sjálfstæðri
New York-dömunni, finnst sjálfsagt
við hlutskipti annarra kvenna. Í
þessari naflaskoðun á maður
kannski erfiðast með að trúa því að
hún hafi verið svona gjörsamlega
ómeðvituð fyrir fertugt! Á hún aldr-
ei að hafa áttað sig á femínisma fyrr
en hún vill verða mamma? Samt er
hún búin að vera sjálfstætt starfandi
kvikmyndagerðarkona í 20 ár og
þekkir allar þessar kjarnakonur úti
um allan heim. Jæja, efninu er alltaf
eitthvað hagrætt fyrir góða sögu. Þó
að Fox leyfi sér að framreiða efnið
full einfeldningslega á köflum getur
maður ekki hætt að horfa. Samt sat
ég sérstaklega með aulahroll yfir
framsetningunni á ástarsambandi
hennar við kvænta skáldið í Suður-
Afríku. Þá kom alltaf upp hugsunin
,,þetta hlýtur að vera skrifað af
sápuhöfundi!“
Ferðir Fox um heiminn, viðtöl
hennar við vinkonur og endurskoðun
á samskiptum við nánustu fjölskyldu
eru unnin af mikilli natni. Að sögn
Fox verður kvikmyndatökuvélin
nánast ein af konunum í trún-
aðarsamtölum. Þannig er vélin látin
ganga á milli til að skapa traust og
öryggi. Með þessu móti náist oft
meiri hreinskilni og eðlilegri samtöl
en með hefðbundnari notkun kvik-
myndatökuvélarinnar. Samtölin
taka á ýmsu samkvenlegu og -mann-
legu, og fléttast þannig inn í sögu
Fox á margvíslegan hátt svo úr
verður fjölbreytt mósaík.
Á flugi: játningar frjálsrar
konu – Flying: Confessions
of a Free Woman
Leikstjóri: Jennifer Fox. Framleiðandi:
Claus Ladegaard, Jennifer Fox. 352 mín.
Danmörk/Bandaríkin. 2006.
Sýnd í Norræna húsinu 27.9 og
7.10.
Anna Sveinbjarnardóttir