Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 2
Morgunblaðið/Júlíus
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu hafði afskipti af nítján manns
sem brutu gegn lögreglusamþykkt
Reykjavíkurborgar í fyrrinótt. Þá
voru fimm minniháttar líkams-
árásir kærðar til lögreglu auk þess
sem sex voru teknir ölvaðir við
akstur.
Að sögn lögreglu var talsverð
ölvun í miðborginni en færra var af
fólki en vanalega enda nokkuð kalt
í veðri.
Kalt í veðri en
töluverð ölvun
2 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
„ÉG HELD að enginn á þessu landi gæti staðið
frammi fyrir foreldrum svona langveiks barns og
sagst vera stoltur af því hversu vel hafi verið stutt
við bakið á fjölskyldunni. Svarið er alveg skýrt að
svo er ekki, við getum ekki verið stolt af því,“ segir
Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Um-
hyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.
Hún segir gagnrýnina á félagslega stoðkerfið
réttmæta, þar vanti margt upp á og ekki síst fjár-
hagslegan stuðning til foreldra vegna hins mikla
vinnutaps sem óhjákvæmilega fylgir því að eiga
langveikt barn. „Veruleikinn er bara sá að það er
mjög algengt að annað foreldrið verði að leggja nið-
ur vinnu, fólk hefur ekkert val. Og þá er hægt að
leggja saman tvo og tvo um hvernig ástandið er hjá
einstæðum foreldrum.“
Ragna bendir þó á að eitt og annað standi þess-
um fjölskyldum til boða, s.s. hvíldar- og hjúkrunar-
heimilið Rjóður auk þess sem sveitarfélög reyna
gjarnan að bjóða upp á liðveislu en erfitt hefur
reynst að manna þær stöður.
„Við hjá Umhyggju höfum verið að leggja
áherslu á að fólk fái aðstoð inn á heimilið, ýmist til
að sjá um veika barnið eða þá heilbrigðu systkinin,
því þau eru náttúrlega þarna líka og eru gjarnan
vanrækt. Ef maður er svona mikið á spítala verður
þetta eins og tvö heimili svo þetta veldur miklu rofi
sem er ofboðslega erfitt fyrir þessi systkini.“
Umhyggja hefur jafnframt bent á mikilvægi þess
að innan Barnaspítalans sé föst staða sálfræðings
til að sinna fjölskyldum langveikra barna, en sveit-
arfélögin hafa auk þess komið til móts við þær með
niðurgreiðslum á sálfræðiþjónustu.
Ragna segist þó eiga von á betri tíð. „Það er núna
fulltrúi á vegum félagsmálaráðherra sem vinnur
með ráðuneytinu og stefnt er að því að foreldrar
sem þurfi að hætta vinnu fái mánaðargreiðslur frá
ríkinu. Ráðherra hefur lofað breytingum svo ég er
bjartsýn á að kerfið fari að taka við sér þannig að
maður þurfi ekki lengur að lesa svona sorgarsögur í
blöðunum.“
Getum ekki verið stolt af
hjálpinni við langveik börn
Fjölskyldur langveikra barna hafa allar svipaða sögu að segja um gallað stoðkerfi
Í AÐSENDRI grein til Morg-
unblaðsins í gær lýstu for-
eldrar langveiks barns
reynslu sinni af gríðarlegu
álagi vegna þess að félagslegt
stoðkerfi og aðstoð utan
sjúkrahúss vantar fyrir fjöl-
skyldur þessara barna.
„Það sem grætir okkur
mest hjá Umhyggju er að fjöl-
skyldur eins og þessi sem lýsir sínu lífi, eru ekki
svo ofboðslega margar. Þess vegna er þetta al-
veg réttmæt spurning hjá henni, hvað vill ríkið
og þetta ríka samfélag gera fyrir þessar fjöl-
skyldur,“ segir Ragna Marinósdóttir, fram-
kvæmdastjóri Umhyggju. Félagið Umhyggja
heyr réttindabaráttu fyrir þessar fjölskyldur og
geta foreldrar alltaf leitað þangað eftir upplýs-
ingum.
Hvað vill ríkið gera?
FJÓRIR menn voru fluttir á sjúkra-
húsið á Ísafirði eftir tvær bílveltur í
umdæmi lögreglunnar á Ísafirði að-
faranótt laugardags. Ekki er talið
að um alvarleg meiðsli sé að ræða.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu varð fyrri bílveltan um klukk-
an 2.30 á Hnífsdalsvegi. Þrennt var
í bílnum og slasaðist lítillega. Síðari
veltan var í Holtahverfi á Ísafirði
um klukkustund síðar. Mikil mildi
er að ekki skyldi þar illa fara en bif-
reiðin hafnaði úti í á. Einn var í
bílnum.
Að sögn lögreglu er ekki talið að
ökumenn hafi haft áfengi eða vímu-
efni um hönd en fremur er hálku
um að kenna. Töluvert hefur snjóað
á Vestfjörðum og var umtalsverð
hálka á vegum þegar slysin áttu sér
stað.
Umferðarslys
í hálkunni
mörgum tölvubréfum, smáskilaboð-
um og símtölum sem henni hefðu
borist undanfarna daga vegna
ákvörðunar meirihluta borgar-
stjórnar.
„Ég hef fengið hvatningu frá
fólki sem ég hef hvorki hitt né séð
og það er greinilegt að fólki er al-
gjörlega misboðið. Maður finnur
svo sterkt fyrir því að þessi gjörn-
ingur sem þarna fer fram er tákn-
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HEITAR umræður fóru fram á opn-
um fundi Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs um sameiningu
Geysir Green Energy og Reykjavík
Energy Invest. Svandís Svavars-
dóttir, fulltrúi Vinstri grænna í
stjórn Orkuveitunnar, hélt fram-
söguerindi og gerði m.a. grein fyrir
aðdraganda sameiningarinnar og
fyrirhugaðri málshöfðun.
„Þegar Reykjavíkurborg sest við
samningaborð með Hannesi Smára-
syni og Bjarna Ármannssyni og
mönnum af þeirri vigt, sérfræði-
þekkingu og fagmennsku í hagn-
aðarhugsun; hver sér þá um hags-
muni Reykjavíkurborgar?“ spyr
Svandís og bætir sjálf við að nóg sé
til af mönnum sem eigi fjármagn.
„En það eru ekki margir sem
hafa þekkingu í orkumálum, og sú
þekking sem þarna er komin inn í
þetta nýja félag er í raun og veru
gefin auðmönnum.“
Svandís sagði einnig frá fjöl-
rænn fyrir svo margt. Hann er
táknrænn fyrir spillingu í stjórn-
málum og menn sem fara með völd
almennings sem sín eigin.“
Fyrirhuguð málshöfðun
rædd á fundinum
Einnig var rætt um fyrirhugaða
málshöfðun en Svandís heldur því
fram að eigendafundur Orkuveit-
unnar hafi verið ólögmætur, enda
hafi ekki verið boðað til hans með
réttum fyrirvara.
Hún segir að um leið og ljóst sé
hvaða aðila eigi að stefna verði far-
ið með stefnuna í Héraðsdóm
Reykjavíkur.
„Síðan geri ég ráð fyrir að óska
eftir flýtimeðferð í ljósi þess hvaða
hagsmunir eru í húfi og eðlis máls-
ins. Svo verður þetta að fara sína
leið.“
„Fólki er
algjörlega
misboðið“
Mikil stemning á opnum fundi Vinstri grænna um málefni Orkuveitunnar og REI
Morgunblaðið/Sverrir
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
JÓN G. Snædal læknir tók í gær við embætti
forseta Alþjóðafélags lækna, World Medical
Association (WMA), og gegnir því starfsárið
2007-2008. Hann var kjörinn forseti samtakanna
á aðalfundi WMA í Pilanesberg í Suður-Afríku í
fyrra og er fyrsti Íslendingurinn sem gegnir
starfinu.
Siðfræðin rædd
WMA var stofnað eftir síðari heimsstyrjöld til
að styrkja siðfræðilegan grundvöll lækna um
víða veröld og hindra þátttöku þeirra í mann-
réttindabrotum og ann-
arri mannlegri niðurlæg-
ingu og ofbeldi. 58.
aðalfundur samtakanna
fór fram í Kaupmanna-
höfn í gær. Helsinki-sátt-
málinn varðandi læknis-
fræðilegar rannsóknir
var meðal annars til um-
ræðu og kom fram hjá
formanni siðanefndar
WMA að almenn ánægja
væri með sáttmálann en endurskoða þyrfti
nokkur ákvæði. Ýmsar tillögur til úrbóta lægju
fyrir og næsta skref væri að fara yfir þær og
meta hverju ætti að breyta. Sáttmálinn var sam-
þykktur 1964 og endurskoðaður 1975, 1983,
1989, 1996 og 2000 auk þess sem skýringum var
bætt við 2002 og 2004.
Aðalfundur WMA verður
haldinn í Seoul í október
Vinnuhópur skipaður fulltrúum læknasam-
takanna í Brasilíu, Þýskalandi, Japan, Suður-
Afríku og Svíþjóð kemur til með að undirbúa
breytingartillögur í vetur og verða þær teknar
til umræðu á fundi siðanefndarinnar í maí á
næsta ári. Hugsanlega verða endanlegar breyt-
ingatillögur lagðar fyrir aðalfund WMA í Seoul í
október á næsta ári.
Kemur fram á ýmsum vettvangi
Jón er klínískur dósent og starfar sem sér-
fræðingur í öldrunarlækningum á Landspítal-
anum. Hann segir að hann komi til með að koma
fram fyrir hönd Alþjóðafélags lækna á ýmsum
vettvangi á komandi starfsári, eins og til dæmis
á ráðstefnum og ársfundum læknafélaga og
vinna að ýmsum verkefnum. Í því sambandi
nefnir hann fyrst og fremst mannréttindaverk-
efni sem felur í sér að draga sem mest úr illri
meðferð og pyntingum á fólki sem hafi aukist
víða um lönd. Ennfremur segir hann að annað
verkefni tengist samvinnu við lyfjafræðinga um
lyfjameðferð og svo megi lengi telja.
Jón Snædal forseti Alþjóðafélags lækna
Félagið stofnað til að styrkja siðfræðilegan grundvöll lækna um víða veröld og hindra þátttöku þeirra
í mannréttindabrotum og annarri mannlegri niðurlægingu og ofbeldi Jón fyrsti íslenski forseti WMA
Jón G. Snædal
AÐ gefnu tilefni vil ég undirrit-
aður, Ragnar Axelsson, ljósmynd-
ari á Morgunblaðinu, taka fram að
blogg merkt Raxi á mbl.is er mér
algerlega óviðkomandi.
Virðingarfyllst,
Ragnar Axelsson.
Yfirlýsing