Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 6

Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 6
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 6 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fáðu 50% afslátt af pylsu og 0,5 l Coke með afmæliskorti Olís Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. Ávöxtinn af andlegum átökum Gyðinga er að finna í helgum ritningum þeirra. Þar átti sú þjóð þann Vitaðsgjafa, sem síst varð ófrær í rysjum og harðindum aldanna. En því aðeins gat það akurlendi skilað þeirri upp- skeru, sem álfur og aldir hafa saðst og auðgast af, að Jesús nam það undir sig, plægði það upp og sáði að nýju. Og það gerði hann í þeirri vissu, að hann hefði full- komið umboð til þess að hreinsa, vinsa, velja og hafna. Og köllun og mátt til þess að segja: „Ég gjöri alla hluti nýja.“ Hann þekkti lífsfræin, sem var ætlað að bera þús- undfaldan ávöxt. Hann sagðist vera kominn til þess að fullkomna það, sem fyrir var. En til þess þurfti hann að ganga í berhögg við margar hefðbundnar hugmyndir og hugsanaforsendur samtíma síns. Í þessu var hann einbeittur og óvæginn. Þeir, sem blekktu sig og aðra með mikillátu sjálfsáliti, brynj- uðu sig með storknuðum orðum og tilhaldssömum háttum, með hugsunarlausu eða fölsuðu tali og fram- komu, fóru enn naktari og smærri af fundi hans en þeir urðu, sem Sókrates gekk á hólm við. En jafnframt sneri Jesús sér af dæmalausri tiltrú til fólks af öllu tagi, þar á meðal til manna, kvenna og karla, sem Sókrates hefði ekki lagt á sig að sinna og Platón tæpast virt viðlits. Jesús varði tiltölulega miklu af tíma sínum og kröftum til þess að huga að og hjálpa þess háttar einstaklingum, sem í hverju mannfélagi þeirra tíma og víðast, bæði fyrr og síðar, hafa verið taldir vonarpeningar eða vonlausir með öllu. Og hann hafði mið af þeirri vissu, að sá væri eng- inn til, enginn svo beygður af böli, blekktur af lygi né lemstraður af vondum áhrifum og illum lifnaði, að ekki gæti gerst kraftaverk með hann, það krafta- verk, að hann eða hún yrði nýr maður, heill á sál, heilskyggn hið innra, hólpinn lífs og liðinn. Þetta traust sitt byggði hann ekki á tiltrú til eig- inleika mannsins, duldum eða bældum innstu hæfi- leikum hans út af fyrir sig, heldur á óbuganlegri vitn- eskju sinni um mátt þess Guðs, sem hann nefndi föður sinn í himnunum og föður allrar tilveru og hann sagðist vera kominn til að sýna, birta, opinbera með orðum sínum og verkum, viðhorfum og fram- komu Sá faðir leitar uppi týnda til þess að bjarga þeim, vill ekki að neinn smælingi sinn glatist, tekur vega- villta, sjúka, sára, saurgaða í faðm sinn, ef þeir leyfa honum það, vill gera kærleik sinn að endurskapandi afli í lífi hvers manns. Jesús leitaði oft í einveru til þess að tala við þenn- an föður sinn og fá ráð hjá honum. Hann bað líka í áheyrn annarra. Þær bænir sumar hafa varðveist og ávaxtast öld af öld, ásamt öðrum þeim orðum hans, sem hafa verið sífersk nýung í reynsluheimi manna í tvö þúsund ár. Þessi Jesús var dæmdur til ennþá bráðari og grimmilegri afdrifa en Sókrates eða aðrir þeir menn, konur og karlar, sem hafa notið mestrar aðdáunar eftir sinn dag – og verðskulda það. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (8) Björn Jóhann Björnsson skrifar frá Qingdao BALDUR Guðnason, forstjóri Eim- skips, segir að opnun frysti- og kæli- geymslunnar í Qingdao í gær sé stór áfangi í sögu félagsins og verði horn- steinn í frekari uppbyggingu þess á Kína- og Asíumarkaði. Gríðarlegur viðbúnaður var við opnunina í Kína í gærmorgun en viðstödd voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Dorrit Mousaieff forsetafrú, borg- arstjóri Qingdao og ritari komm- únistaflokksins þar í borg, auk stjórnenda og starfsmanna Eim- skips og fjölda annarra Íslendinga sem staddir eru í borginni af þessu tilefni. Þá voru einnig viðstaddir starfsmenn hafnarinnar og geymsl- unnar, sem höfðu stillt sér upp á hafnarbakkanum líkt og herlið væri. Eftir að klippt hafði verið á borða var pappírsskrauti skotið á loft úr fallbyssum. Borgaryfirvöld í Qingdao hafa samið um að Eimskip taki á leigu geymsluna og nærliggjandi athafna- svæði til næstu 30 ára. Geymslan er sú stærsta sinnar tegundar í Kína, sem og gervallri Asíu, og stendur á góðum stað við höfnina í Qingdao, sem er þú þriðja stærsta í Kína og meðal tíu stærstu nafna heims. Fyrri áfangi frystigeymslunnar er fullklár- aður, tekur við um 55 þúsund tonn- um af vörum í einu, en til sam- anburðar tekur stærsta frystigeymslan á Íslandi við 3.500 tonnum. Í síðari áfanga mun geymsl- an í Qingdao geta tekið við um 110 þúsund tonnum af frystum og kæld- um afurðum. Að sögn Baldurs Guðnasonar er reiknað með að á næstu sex mánuðum verði geymslan komin í fulla nýtingu og á næstu 18- 24 mánuðum verði hafist handa við síðari áfanga geymslunnar. Eimskip er á heimsvísu með um 200 frysti- geymslur í notkun sem alls taka við 2 milljónum tonna af frystum og kæld- um vörum. Eins og áður segir hefur Eimskip þessa aðstöðu á leigu næstu 30 árin en í þeim samningi fylgir kaupréttur. Ritað var undir viljayfirlýsingu í gær um hvernig samstarfinu verður hátt- að og með hvaða hætti stækkun geymslunnar fer fram. Að þessu samstarfi við hafnaryfirvöld í Qingdao koma einnig Faxaflóahafn- ir, og fulltrúar þeirri rituðu einnig undir viljayfirlýsinguna. Sögulegur viðburður, segir forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímssom sagði í ræðu sinni við athöfnina í morgun að opnun geymslunnar væri sögulegur viðburður í samskiptum Kína og Ís- lands. Að athöfn lokinni sagði hann við Morgunblaðið að opnunin mark- aði skýr þáttaskil. Hann benti á að fyrir tíu árum hefðu margir efast um hans orð um að Kína yrði framtíðarviðskiptaland Íslendinga. Núna efaðist enginn um að Kína yrði helsta aflvélin í hagkerfi nýrrar aldar. ,,Okkur Íslendingum stendur nú til boða að búa til samstarf á mörg- um öðrum sviðum, hliðstætt þessu sem Eimskip er komið í. Það sam- starf mun taka mið af öllum heims- markaðnum og er þannig ákveðin fyrirmynd að því hvernig lönd geta unnið saman, líkt og forseti Kína lagði gríðarlega áherslu á í við- ræðum mínum við hann í vikunni. Sú yfirlýsing er svo mikilvæg að það er erfitt að útskýra hana fyrir Íslend- ingum. Kínverjar hugsa mikið í slíkri framtíðarsýn og það að þeir skuli hafa valið Ísland sem slíkan sam- starfsaðila, skapar gífurlega mikil tækifæri fyrir okkur. Eimskip hefur nú sýnt okkur öllum að það er hægt að framkvæma þetta. Þetta er ekki bara kenning, eða frómar óskir, heldur er á ótrúlega skömmum tíma hægt að hrinda svona metn- aðarfullum verkefnum í framkvæmd, sagði Ólafur Ragnar ennfremur. Samstarfið við Kínverja ekki sjálfgefið Aðspurður sagði hann það langt í frá hafa verið sjálfgefið að borgaryf- irvöld í Qingdao veldu Eimskip sem samstarfsaðila á þessum góða stað við höfnina. Hundruð skipafélaga hefðu viljað komast í þá stöðu, og þúsundir fyrirtækja um allan heim væru að keppa að því komast í sam- bærileg viðskipti við Kína. Þetta hefði komið skýrt fram í viðræðum hans við forystumenn í bandarísku og evrópsku efnahagslífi. ,,Þeir eru undrandi á þeim tæki- færum og leiðum sem Íslendingum eru opnar í Kína, og hafa fullyrt við mig í óformlegum samræðum að bandarísk fyrirtæki myndu greiða risaháar upphæðir til að fá þann að- gang að Kína sem Íslendingar hafa. Ólafur Ragnar sagði að í þessari Kínaheimsókn sinni hefði hann í fyrsta sinn fengið það á tilfinninguna að vera raunverulega staddur í heimsveldi. Sú eðlisbreyting hefði orðið, vegna árangurs Kínverja í efnahagslífinu, að forystusveit þeirra hefði fengið nýtt sjálfstraust og ör- yggi. Glæsileiki í byggingum og öll- um aðbúnaði bæri því merki, líkt og hann hefði orðið vitni að í Sjanghæ. ,,Hraðinn í þróuninni hér er miklu meiri og kröftugri heldur en nokkur hefur getað gert sér grein fyrir. Í mínum huga er þetta ekkert spurn- ing um að Kína verði efnahagslegt heimsveldi eftir 20 eða 30 ár, þeir eru orðnir það nú þegar. Líkti hann innkomu íslenskra fyr- irtækja á kínverskan markað nú við sambærilega áfanga sem náðust hjá íslenskum fisksölufyrirtækjum og flugfélögum í Bandaríkjunum fyrir 40-50 árum. Samstarfið við Kínverja gæti skilað Íslendingum; almenningi og þjóðinni allri, ótrúlegum efna- hagslegum ávinningi á komandi ár- um. „Stór áfangi í sögu Eimskips“ Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Fylking Starfsmenn frystigeymslu Eimskips í Kína raða sér upp við opnunarathöfnina. Ánægðir Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður og Baldur Guðnason for- stjóri fyrir utan frystigeymsluna ásamt fulltrúa Qingdao-borgar. Eimskip er með stærstu frystigeymslu Kínverja á leigu næstu 30 árin. Forseti Íslands segir Íslendinga geta haft gríðarlegan efna- hagslegan ávinning af frekara samstarfi við Kínverja. bjb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.