Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ TUNGUMÁL OG SAMFÉLAG lenzku, líkt og samskipti Finna eru á finnsku og Tékka á tékknesku.“ Ársskýrsla Straums er gefin út á íslenzku og líka ensku. Um það segir Jóhanna Vigdís: „Við erum með gríðarlega stóran hluthafahóp, 21 þúsund hluthafa, sem inniheldur bæði stóra erlenda og íslenzka fjárfesta, sem og smærri hluthafa. Okkur hefur því fundizt það vera sjálfsögð þjónusta við þennan stóra hluthafahóp að gefa ársskýrslu okkar líka út á ensku. Í þessum hópi er nokkuð um eldra fólk og maður getur einfaldlega ekki gefið sér að allir tali og lesi ensku. Við leggjum áherzlu á að það sem frá okkur fer sé skrifað á mjög góðri íslenzku. Enskan er hagkvæmt vinnumál, en Einar Benediktsson sagði líka að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Ég held hann hafi haft nokkuð til síns máls.“ Íslenzk fyrirtæki í fjármálum, tölvum og vísindum eru mörg hver þegar tvítyngd eða enskan er þeirra vinnumál. Í grein Silju Bjarkar Huldudóttur í Morgunblaðinu 18. september sl. kom fram, að vinnu- málið hjá deCode er enska og einnig Actavis; vinnuskjöl eru á ensku og formleg samskipti fara fram á því máli, þótt gera megi ráð fyrir að Ís- lendingar tali íslenzku sín í milli. Fundir hjá deCode þar sem fund- armenn eru allir Íslendingar fara fram á íslenzku. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sagði að vinnumál hvers fyrir- tækis hlyti að taka mið af þörfum fyrirtækjanna sjálfra; að enska sé töluð þar sem við á. Af sjálfu leiði þá að Íslendingum standi til boða þjón- usta á móðurmálinu, líka í bönk- unum og þeim fyrirtækjum þar sem enskan er vinnumál. Þannig verður töluð íslenzka í bankaútibúunum, eins og Sigurjón Þ. Árnason tekur fram, en ekki enska, hvað sem höf- uðstöðvunum líður. hafi verið tekin fyrir rétt tæplega tveimur árum að gefa út ársskýrslu einungis á ensku og hafa ársskýrsl- urnar fyrir 2005 og 2006 komið þannig út. „Þar réð mestu að enska er ráðandi mál á alþjóðlegum fjár- málamarkaði sem Glitnir starfar á og sækir t.a.m. 80% fjármögnunar sinnar þangað. Þetta endurspeglast einkum í því að eftirspurn eftir árs- skýrslu hefur að mestu, ef ekki öllu leyti, komið erlendis frá.“ Vala segir, að bankanum hafi ekki borizt kvörtun frá íslenzkum hlut- hafa um að upplýsingagjöf bankans sé ófullnægjandi. William Fall, forstjóri fjárfesting- arbankans Straums, er Breti og það hefur áhrif á samskiptin innan bank- ans, að sögn Jóhönnu Vigdísar Guð- mundsdóttur, forstöðumanns Sam- skiptasviðs bankans. „Líkt og aðrir starfsmenn bank- ans tala ég ensku nokkuð stóran hluta vinnutímans og það segir sig sjálft að öll samskipti við forstjórann eru á ensku. En það þvælist ekki á neinn hátt fyrir starfsmönnum, enda kann meginþorri starfsmanna bank- ans góða ensku. Þar sem um 80% af starfsmönnum Straums búa fyrir utan Ísland geng- ur ekki upp að senda póst á alla starfsmenn á íslenzku. Ef við skoð- um starfsmannafjölda bankans út frá þjóðerni þá starfa hlutfallslega flestir Finnar hjá Straumi, eða rúm- lega 170 af um 450 starfsmönnum. Ef við hugsuðum samskiptatungu- mál bankans út frá þessum hlut- föllum starfsmanna mætti halda því fram að við ættum að senda tölvu- pósta á alla á finnsku, vegna þess að flestir starfsmenn bankans eru finnskir! En þó að finnskan sé, líkt og íslenzkan, ákaflega fallegt tungu- mál skilja hana fáir aðrir innan Straums en Finnarnir. Þess vegna sendum við tölvupósta sem fara á alla starfsmenn á ensku, en vit- anlega eru samskipti Íslendinga á ís- af leiðandi sé vinnumálið víða orðið enska. „Það er til dæmis regla í sumum fyrirtækjum að tölvupóstur er skrif- aður á ensku, jafnvel þó að hann fari á milli tveggja Íslendinga, því ef hann er áframsendur til einhvers sem ekki talar íslenzku verður við- komandi að geta lesið forsöguna.“ Einnig bendir hann á að árs- skýrslur margra fyrirtækja séu ein- ungis á ensku og Landsbankinn hafi verið síðastur bankanna til að taka upp þann sið. En Sigurjón segist ekki hafa áhyggjur af íslenzkunni. „Menn munu áfram tala íslenzku sín á milli. Það væri til dæmis fárán- legt ef við töluðum ensku núna. Og þannig verður það áfram, til dæmis í útibúum Landsbankans, þar sem engin þörf er fyrir samskipti á er- lendu tungumáli. Ég held að menn ættu frekar að taka upp hinn punkt- inn í umræðunni, sem er að Íslend- ingar þurfa að tala góða ensku til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Og til þess þarf að efla enn frekar enskukennslu í skólum.“ 97% hluthafa Glitnis eru íslenzkir, en 40% starfsmanna bankans eru af erlendu bergi brotnir. Vala Páls- dóttir hjá Glitni segir að Glitnir gefi bæði út reikninga bankans og frétta- tilkynningar um uppgjör bankans á íslenzku og ensku við ársfjórðungs- uppgjör, þ.m.t. ársuppgjör bankans. Það gefur ítarlegustu mynd af rekstri bankans og horfum hverju sinni. Ársreikningar bankans eru einnig bæði gefnir út á íslenzku og ensku. „Bankinn hefur kappkostað að miðla öllum upplýsingum og fréttum úr starfseminni jafnt á ís- lenzku og á ensku, og ef eitthvað er mætti kannski halda því fram að heldur hallaði á erlenda aðila sem skilja ekki íslenzku.“ Ársskýrsla bankans er hins vegar aðeins gefin út á ensku. Ársskýrslan er samantekt á starfi bankans yfir árið og segir Vala, að sú ákvörðun Í kjölfar ummæla Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, um að óhjá- kvæmilegt kunni að vera fyrir íslenzk fjármálafyrirtæki í út- rás að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum á Ís- landi og Ágústs Ólafs Ágústssonar, formanns viðskiptanefndar Alþingis, að við eigum að huga að tvítyngdri stjórnsýslu, íslenzkri og enskri, hafa orðið nokkrar umræður um stöðu ís- lenzkunnar sem móðurmáls, heima- brúksmáls og vinnumáls. Forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, sá ástæðu til þess að leggja höf- uðáherzlu á gildi móðurmálsins í ræðu sinni við setningu Alþingis í vikunni; „Engin efnisrök eru fyrir því að nú verði að víkja íslenzkunni til hliðar ef háskólar og fyrirtæki eiga að ná í fremstu röð og hæpið að halda því fram að íslenzkan geti ekki áfram verið jafnoki heimsmálanna í þekkingarsköpun og atvinnulífi,“ sagði forsetinn m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að þótt útrásin sé eftirsóknarverð eigi hún ekki að setja íslenzkuna í annað sæti. Íslenzkan er lykillinn að okkar lífi, hún er líka lykillinn að útrásinni og á að undirstrika sérstöðu okkar í alþjóðasamfélaginu. Það eigi ekki að líðast að alþjóðasamfélagið tali ís- lenzkuna niður frekar en krónuna. Vinnumálið tekur mið af þörfunum Það segir sína sögu að Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, er í leigubíl á erlendri grundu þegar blaðamaður nær tali af hon- um. Hann segir umræðuna í fjöl- miðlum í kjölfar yfirlýsingar sinnar bera keim æsifréttamennsku, reynt hafi verið að blása þau upp. Mörg fyrirtæki á Íslandi hafi vaxið mikið á undanförnum árum, starfsemin sé orðin alþjóðleg og margir starfs- menn af erlendu bergi brotnir. Þar Háskólarnir tals- vert tvítyngdir Í raun eru háskólarnir komnir anzi langt áleiðis að vera tvítyngdir. Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslusviðs HÍ sagði við Silju Björk, að kennslutungumál skólans væri íslenzka, en fjöldi námskeiða er kenndur á ensku; flest á meist- arastigi. Það er hins vegar hrein og klár stefna Háskólans í Reykjavík að verða tvítyngdur fyrir 2010, því skól- inn þurfi að tryggja nemendum sín- um alþjóðlega færni. Steinn Jó- hannsson, forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík, segir að nú sé allt MBA-nám í skól- anum á ensku og allt að helmingi meistaranámsins í viðskiptadeild. Í grunnnáminu sé myndin allt önnur; þar séu örfá prósent námsins kennd á ensku; þetta 10-15 námskeið. Svafa Grönfeldt rektor sagði að ís- lenzkan yrði alltaf í hávegum höfð við skólann. „Við munum ekki gefa neinn afslátt á íslenzkunni,“ segir hún. Háskólinn á Akureyri er búinn að samþykkja stefnu sem gildir frá 2007 til 2011 og þar segir: „Opinbert tungumál háskólans er íslenska, en tryggt verði námsframboð á ensku sem svarar þörfum alþjóðlegs um- hverfis í háskólanum.“ Einnig hefur verið skipaður starfshópur um tungumálastefnu háskólans, þar sem á að útfæra stefnuna nánar. „Við höfum þetta tvíþætta hlut- verk, annars vegar að rækta skyldur okkar við íslenzkt samfélag og þar með þróun íslenzkrar tungu, en hins vegar þurfa kennarar háskólans að geta komið fram á alþjóðavett- vangi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. „Og við erum einnig að hugsa um skiptinemendur sem við fáum er- lendis frá og ekki er hægt að ætlast til að geti nýtt sér íslenzkuna, þann- ig að við þurfum að hafa framboð á Morgunblaðið/Frikki ÍSLENZKA ER ÞAÐ, HEILLIN! Til skamms tíma voru íslenzkir flugmenn ein- ir um að hafa annað vinnumál en móð- urmálið. Nú er öldin önnur. Með útrás og al- þjóðavæðingu ís- lenzkra fyrirtækja hef- ur þeim fjölgað sem starfa í alþjóðlegu um- hverfi og nota þar ann- að tungumál en ís- lenzku. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Pétur Blöndal pebl@mbl.is 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.