Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 12

Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 12
12 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ TUNGUMÁL OG SAMFÉLAG námskeiðum á ensku, sem þeir geta fylgzt með. En við höfum rætt um að íslenzka sé grunnur að samskiptum innan há- skólans. Það kemur vissulega til greina af praktískum ástæðum að hafa þýðingar á helztu skjölum á ensku. Hluti af okkar kennurum er erlendir ríkisborgarar og þeim gengur misjafnlega að ná valdi á ís- lenzkunni – það tekur auðvitað tíma. En grunnskjölin sem við vinnum með eru á íslenzku og fundir fara fram á íslensku.“ Þorsteinn segir það tvímælalaust vera hlutverk háskóla að leggja rækt við íslenzkuna. „Við höfum ákveðnar skyldur við íslenzkt sam- félag í okkar þekkingarleit. Ég tel að íslenzkum háskólum beri sérstök skylda til þess að þróa áfram ís- lenzkt tungumál, þannig að það sé tæki til að koma nýjustu vísindalegri þekkingu á framfæri við almenning í landinu.“ – Þannig að það kom aldrei til greina að enska yrði opinbert tungu- mál háskólans? „Nei,“ svarar Þorsteinn Gunn- arsson afdráttarlaust. „En þegar við erum með erlenda kennara og þeim lætur betur að kenna á ensku en ís- lenzku, fá þeir fullt frelsi til þess." Íslenzk tunga íslenzk hugsun „Ég horfi náttúrlega á þetta út frá sjónarhóli háskóla, en ekki al- þjóðlegra samskipta í viðskiptum eða stjórnsýslunni,“ segir Guð- mundur H. Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. „Í íslenzku háskólaumhverfi fer al- þjóðlegt samstarf nánast allt fram á ensku, en það sem maður skrifar er ýmist á íslenzku eða ensku, að minnsta kosti í hug- og félagsvís- indum, og kennslan fer fyrst og fremst fram á íslenzku. Þetta eru þær aðstæður sem íslenzkir háskóla- kennarar búa við.“ Guðmundur segir hlutverk há- skóla margþætt, en háskólar hafi að minnsta kosti ákveðnar skyldur við íslenzkt samfélag. „Ég held að aðal- skylda háskóla sé að þroska og efla þekkingu og vitund nemenda á því fræðasviði sem um er að ræða. Og það er bezt gert með því að fá þá til að hugsa um viðfangsefnin á ís- lenzku. Ég held að það muni varla koma til að öll kennsla í flestum greinum verði á ensku. Ef við lend- um í þeim ógöngum held ég að ís- lenzkir háskólar væru að bregðast því umhverfi sem þeir hrærast í.“ Og Guðmundur Heiðar spyr: „Af hverju eiga Íslendingar í íslenzkum háskóla að búa við það að öll sam- skipti séu á ensku? Það er ekki minnsta ástæða til að þeir búi við það. Maður á ekki að loka augum fyrir því hvar svona stofnun er staðsett og hver greiðir allan kostnað af henni. Ef menn horfa raunsætt á hvar við erum og hvers vegna kemur ekkert annað til álita en að íslenzka sé sú tunga sem notuð sé í öllum venjuleg- um samskiptum fólks. Það kemur ekki í veg fyrir það að allir stúdentar og kennarar þurfi að lesa á ensku megnið af því sem þeir lesa. Það eru- þær aðstæður sem allir búa við nú á dögum. En ég held að menn þurfi ekkert að halda að íslenzkan sé að deyja út eða hverfa, þó að menn þurfi að velta fyrir sér hvort hag- kvæmt sé við vissar aðstæður að nota ensku sem samskiptamál í sum- um stofnunum. Ég spái því nú, að í íslenzkum aðstæðum gangi það ekki til lengdar.“ Þröstur Helgason, blaðamaður og bókmenntafræðingur, hefur bent á hættuna af því, að menn hætti að hugsa á góðri íslenzku: „Íslenska lifir það af að banka- menn tali ekki íslensku nema í kaffi- tímanum. Verra er að bankamennirnir, sem læra bankafræðin sín hér á landi í viðskiptadeildum og -háskólum, gera það á fremur metnaðarlausri íslensku. Ég hef stundum komist í kennslu- efni – glósur, glærur og annað slíkt – frá íslenskum kennurum í þessum fögum og þeir leggja sig greinilega ekki fram um að kenna þau á ís- lensku nema að hluta til. Hugtök eru ekki íslenskuð, hin ensku eru notuð. Þegar kennarinn reynir að út- skýra hugtökin á íslensku gerir hann það oft á afar klaufalegu máli. Útskýringarnar eru iðulega bein þýðing úr ensku. Kennararnir hafa sem sé ekki fyr- ir því að orða hugsunina á íslensku. Fyrir vikið verður hugsunin ekki til á íslensku. Nemendurnir læra að nota hug- tökin á ensku en þeir geta ekki hugs- að um þau, gagnrýnt þau, að minnsta kosti ekki á eigin tungu- máli, nema að takmörkuðu leyti. Og nemendurnir geta ekki frekar en kennararnir hugsað jafn djúpt um fagið sitt á ensku og móðurmáli sínu. Þarna glatast eitthvað. Ekki bara notkunarsvið tung- unnar heldur líka tækifæri til þess að skapa nýja þekkingu, gagnrýna hugsun – á íslensku. Þarna liggur hættan. Íslenskan er í hættu um leið og við hættum að hugsa á íslensku. Kennarar eiga að kenna nem- endum sínum að hugsa á íslensku um fagið sem þeir kenna. Sé það gert skiptir ekki máli hvaða mál bankamennirnir nota síð- an til þess að hafa samskipti sín á milli á alþjóðlega sviðinu. En þeir kunna þá að hafa frá ein- hverju sérstöku að segja á því sviði. Þeir kunna að búa yfir sjónar- horni sem enginn annað býr yfir. Hinu íslenska.“ Engan afslátt á íslenzkunni Eina kennslan á ensku í fram- haldsskólunum, með heimild menntamálaráðuneytisins, er IB- braut til alþjóðlegs stúdentsprófs í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sigurborg Matthíasdóttir, rektor MH, segir, að þetta nám sé fyrst og fremst hugsað fyrir þá, sem hafa ís- lenzku ekki á valdi sínu, en íslenzkir nemendur geta stundað námið og leggja þá stund á íslenzku sem aðal- tungumál. Þetta IB-nám er um 8% af námsframboði skólans; nemendur um 100 af 1100 nemendum skólans. Ingi Ólafson, skólastjóri Verzlunar- skóla Íslands, segir að skólinn hafi sótt um að fá að taka upp náms- braut, þar sem kennt verður á ensku, en formlegt svar hefur ekki borizt úr menntamálaráðuneytinu. Ingi segir umsóknina gerða fyrir hvatningu viðskiptaráðs og að um hefðbundið fjögurra ára framhalds- skólanám yrði að ræða. Hann segir ýmsa framhaldsskóla í Danmörku kenna á ensku, en þar læri nem- endur móðurmálið líka. Hans skoð- un er að fáist leyfi til slíks náms myndi það efla íslenzkuna frekar en hitt. Það er hins vegar ekkert sjálf- Morgunblaðið/Golli Þ að truflar mig aldrei nokkur maður,“ seg- ir Haraldur Bessason fyrrverandi rektor hressilega í símann þegar hann er ónáð- aður í Kanada. Spurður af hverju fámenn þjóð eins og Íslendingar eigi að halda í sérstakt tungumál, þá er hann skjótur til svars: „Ég held að menn haldi ekkert í það. Þjóðtungan hefur verið okkar tungumál frá upphafi. Og ég geri ekki ráð fyrir að nokkur viti borinn maður vilji leggja hana niður.“ Hann segir varðandi það að enska sé lögleidd sem vinnumál í bönkum eða öðrum fyrirtækjum að það megi eins vel lögleiða ensku á hótelum og gistiheimilum út um land á sumrin. „Ég sé ekki nokkurt vit í því. Og ég er eiginlega hissa á því að lög mæli ekki gegn slíku. Það er ekki hægt að lögleiða það sem ekki er til. Það er einfaldlega ekki til tvítyngni á Íslandi eins og í Kanada, þar sem enska og franska hafa jafnan rétt sam- kvæmt landslögum.“ Hann leggur til að Íslendingar efli frekar ís- lenskukennslu og einnig enskukennslu. „Það er miklu skynsamlegra. Þó að banki taki upp þau lög að ekki megi brúka annað en ensku innan- dyra, þá þýðir það ekki að starfsfólkið verði fært í ensku. Mér líst illa á þetta að nokkur stofnun lýsi því yfir að enska sé tekin upp sem aðalmál – hvernig væri að reyna frönsku eða þýsku? Það er hægt að lögleiða ýmislegt, en ég sé ekkert vit í því.“ Hann ítrekar að hann sé hissa á því að þetta sé hægt. „Þetta myndi ekki ganga hér [í Kanada], til dæmis að portúgalska búðin við hliðina á mér lýsti því yfir að nú væri portúgalska eina tungu- málið sem þar væri talað. Ég held að þetta sé illa ígrundað. Bankarnir ættu að ráðfæra sig við lega er aldrei tekið til greina hjá þeim sem ætla að lögleiða enskt tungumál í stofnunum á Ís- landi, að virðing fyrir Íslandi út um heiminn tengist mjög tungumálsarfi okkar. Það á bæði við um bókmenntir og svo held ég að íslensku- kennsla sé á skrá hjá um 200 háskólum í heim- inum, þó að hún sé ekki kennd reglulega. Og það er ekkert smáræði sem erlendir menn hafa lagt til rannsókna á íslenskum fræðum í gegnum tíð- ina. Ef þjóðin ákvæði að leggja niður tunguna, þá myndi hún glata virðingu sinni út á við meðal skynsams fólks.“ Hann bætir við eftir stutta um- hugsun: „Ég veit ekki hvort nokkur þjóð hefur látið sér detta þetta í hug. Þetta er mjög einstakt. Ekki hafa Færeyingar gert þetta. Danska er lögboðin en samt halda þeir færeyskunni. Það væri vont fordæmi ef Íslendingar gerðu þetta, aðrar þjóðir kynnu að taka upp á því sama og hvað gerist þá?“ segir hann og dregur enga dul á það hversu fáránleg honum þykir umræðan. – En hvað um sjálfsvirðingu þjóðarinnar? „Ja, ég geri ráð fyrir að hún hljóti að vera far- in hjá því fólki sem leggur niður tunguna.“ – Hefur ekki íslenskan horfið smám saman hjá Vestur-Íslendingum? „Jú, hún er ekki lögvarin. Það eru engin tungumál lögvarin hér nema franska og enska. En hér eru Íslendingar svo fáir. Það má eig- inlega segja að íslensk tunga hafi lifað hér miklu lengur heldur en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Hún hefur verið býsna seig og töluvert er jafnvel eftir af henni ennþá. En þjóðbrotamál eiga alltaf í vök að verjast; þau hverfa með tíð og tíma ef ekki er stöðugur innflutningur frá gamla heim- inum.“ skynsamt fólk, jafnvel lögfræðinga eða þá sem kunna fyrir sér í málfræði og félagsfræði.“ – En til hvers að halda í þjóðtunguna? „Það geta allar þjóðir spurt sig að þessu,“ svarar Haraldur forviða á spurningunni. „Það hníga öll rök með því að svo sé gert. Ég hef að vísu hitt íslenskumælandi útlendinga, en ég held að það hljóti að vera einn þátturinn í því að vera Íslendingur að tala íslensku. Svo er eitt, sem lík- HISSA Á ÞVÍ AÐ LÖG MÆLI EKKI GEGN SLÍKU Tvítyngni Haraldur Bessason segir tvítyngni til í Kanada en ekki á Íslandi. „Ég var einmitt að monta mig í Montenegro af íslenskunni – þessu gamla víkingamáli,“ segir Gísli Gíslason, sem var með syni sína Gísla og Sigurjón í miðbænum. „Það þykir merkilegt að aðeins 300 þús- und tali tungumálið og ég veit að við munum ekki glutra því niður.“ „Má ég ekki bara bjóða ykkur í kaffi á vinnustofunni minni,“ spyr Matt- hildur Jóhannsdóttir. „Þar eru töl- uð þrjú tungumál, pólska, enska og íslenska! Annars fer íslenskunni því miður hrakandi hjá fólki og það er nokkuð sem skiptist bæði eftir kyn- slóðum og vinnustöðum.“ „Mér finnst að það mætti bæta ís- lenskukunnáttuna hjá fólki,“ sagði Dagur Bjarni Kristinsson. „Íslend- ingar tala íslenskuna ekki nógu vel og eru slappir í málfræði. Kannski er ráðið að auka lestur á íslenskum bókmenntum.“ „Íslenskan á sjálfsagt eftir að halda sér, en hún á eftir að breytast,“ seg- ir Halla Margrét Óskarsdóttir. „Mér finnst að það eigi að vera skylda fyrir þá sem setjast hér að að læra íslensku.“ Áhyggjur af stöðu íslenskunnar? „Ég hef vissar áhyggjur af íslensk- unni meðan þeir sem hafa atvinnu af því að nota hana alla daga eru ekki færir um það,“ segir Valdimar Tómasson. „En menn hafa óttast um íslenskuna í 200 ár og hún er ekki dauð enn.“ „Mér finnst bara fólki hafa hrakað almennt í íslensku,“ sagði bráð- hress kona sem ekki náðist nafnið á. „Kannski enskan sé að verða betri hjá unga fólkinu. En ég ætla að halda áfram að tala íslensku.“ 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.