Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 23
„undir eitt þak og eina stjórn. Eftir
kosningarnar 9́8 mynduðu sjálfstæð-
ismenn og framsóknarmenn meiri-
hluta, en voru á öndverðum meiði í
skólamálinu og framsóknarmenn
mynduðu meirihluta með minnihlut-
anum um að hafna okkur Björn-
unum báðum sem skólastjóra.
Reyndar var það orðið ljóst fyrir
kosningarnar að svo myndi fara, en
við Björn höfðum rætt saman um
það, að yrði annar okkar skólastjóri,
myndi hinn kenna hjá honum. Af því
varð ekki af augljósum ástæðum.
Björn fór úr bænum og ég ákvað að
þessum kafla í mínu lífi væri lokið.“
– Var það erfið ákvörðun?
„Já, hún var það og ekki sárs-
aukalaus. Skólinn var mitt líf og
yndi.“
– En svo rættist úr?
„Já. Ég fékk nokkrar fyrirspurnir
en þær fengu mig ekki ofan af
ákvörðun minni. En svo kom upp á
borðið að það vantaði skólastjóra á
Hofsósi og þeir gerðu mér tilboð,
sem ég gat ekki hafnað. Ég fór
þangað og var þar skólastjóri í 7 ár.
Ekki fékk ég nú alveg að vera í
friði, því framsóknarmenn og vinstri
menn vildu mig burt og auglýstu
stöðu mína, en Hofsósbúar söfnuðu
þá undirskriftum mér til stuðnings
svo ég sat áfram til 2005 að ég komst
á 95 ára regluna. Ég hafði löngu lof-
að mér því að þá skyldi ég láta af
skólastjórn. Ég gældi eitthvað við þá
hugmynd að kenna áfram, en svo
féllst ég á að það sem einn ágætur
siglfirzkur skólastjóri sagði, því að
„það eina sem ég kunni var að
kenna, en eftir að hafa verið skóla-
stjóri um árabil þá var það flest
gleymt og þessvegna er aflagður
skólastjóri til lítils gagnlegur og eig-
inlega fátt eins ömurlegt.““
– Hvernig lögðust þessi skóla-
stjóramál í þig?
„Ég ber mig ekkert illa út af þeim.
Pólitíkin getur oltið á ýmsa vegu.
Mér finnst mestu skipta að vera
hreinskiptinn og fyrir öllu að koma
heill út úr málum. Það finnst mér að
mér hafi tekizt.“
– Þú varst á móti sameiningu skól-
anna. Var það ekki næg ástæða þess
að þú fékkst ekki skólastjórastöð-
una?
„Ég hefði ekki sótt um stöðuna ef
ég hefði ekki ætlað að sinna henni af
fullum heilindum.
Svo vel áttu menn að þekkja mig,
að þeir þurftu ekki að hafa efasemd-
ir um það. Þær voru bara yfirvarp,
það var pólitík sem réð ferðinni.
Annars hefðu þeir getað talað hreint
út og sagt að ekki þýddi að sækja
um.“
– Hvernig finnst þér svo samein-
ingin hafa gengið?
„Það er ekkert gaman fyrir mig að
segja nú að ég hafi haft rétt fyrir
mér, en varðandi sameininguna hef-
ur allt farið á versta veg. Minn gamli
barnaskóli er enn í fullum notum
með tveimur lausum kennslustofum,
þó að stefnt hafi verið að því að allt
starf þar væri aflagt innan tveggja
til þriggja ára..“
Komdu þá bara í
peysu í skólann
– Hvaða aðferðum beittir þú við
skólastjórnina?
„Minn stjórnunarstíll, ef ég hef þá
haft einhvern stjórnunarstíl, hefur
alltaf verið sá að vilja vera einn af
hópnum, vinna með fólkinu og vera
félagi þess.“
– Og allt gott í skólanum?
„Það jafnast fátt á við það að sjá
nemandann þroskast og komast til
manns. Blessunarlega hef ég notið
þess að sjá marga fara þá leiðina.
Hitt er aftur að ég hef nokkrar
áhyggjur af því að undirstöðurnar
kunni að vera farnar að digna. Það
er búið með ofskipulagningu að taka
allt frumkvæði frá krökkunum, þau
fara í leikskóla til þess að læra að
umgangast önnur börn og leika sér,
það er krafa um að allt eigi að vera
skemmtilegt í grunnskólanum, for-
eldrar eru búnir að setja allan tíma
krakkanna inn í ramma; „Langar
þig, elskan í skátana? Viltu æfa
frjálsar? Hvað með tónlistarskól-
ann?“ og svo framvegis. Allt nið-
urnjörvað og blessuðu barninu má
aldrei leiðast. Það þarf alltaf að vera
búið að finna eitthvað fyrir það til að
gera. Enda geta börn ekki leng-
„Í vor veitti ég kosningaskrifstofu Sjálfstæð-
isflokksins hér forstöðu og kynntist þá Einari
Oddi Kristjánssyni upp á nýtt. Ég sagðist muna
eftir honum í MA og spurði hvenær hann hefði
orðið stúdent. Þú kemur illa við mig núna, sagði
hann á sinn sérstaka hátt. Ég kláraði aldrei. Ég
fékk svo gott atvinnutilboð að ég hætti. Það ligg-
ur enn á mér, að þessi hvíld sem ég ætlaði að
taka í eitt ár varð svo miklu lengri, af því að ég
lofaði Þórarni því að koma aftur, og við tókumst
í hendur uppá það, en því miður ég stóð ekki við
það og sé alltaf eftir því.“
„Ég var að glugga í dagbókina mína um dag-
inn og rakst þá á þetta: Gangaslagur. Lenti í Ein-
ari Oddi. Þarf að fara með leðurjakkann til
Odds.
Oddur var skósmiður og Einar Oddur hand-
takagóður, eins og hann var
jafnan!“
„Þremur dögum fyrir kosn-
ingarnar frétti ég af því að
ágætur bóndi hér í Skagafirði
væri eitthvað stúrinn og hefði
sagzt líklega ekkert mundi
kjósa. Ég dreif í að fá Einar
Odd til að hafa við hann sam-
band. Einar kom manninum
fyrir sig og sagðist myndu
hringja. Skömmu seinna hringdi hann aftur og
spurði hvað kona mannsins héti. Kona? sagði ég.
Það skiptir ekki máli. Þú átt að tala við manninn.
Og þá sagði Einar. En ef hún svarar, þá ávarpa
ég hana auðvitað með nafni, vinur. Hálftíma síð-
ar hringdi hann og sagði: þetta verður í lagi.
Hann kunni þetta svo vel, hann Einar Oddur.
Hann var eins og sópur.“
„Guðbjartur Hannesson Samfylking-
arforkólfur sagði mér að hann hefði hitt Einar
Odd á Ísafjarðarflugvelli nokkru eftir myndun
ríkisstjórnarinnar og sagt við hann að fyrst
svona væri nú komið að þeir væru orðnir sam-
herjar í ríkisstjæórn yrðu þeir að fara að tala vel
hvorir um aðra og flokkana hvors annars. Og þá
kom svarið: „Er búinn að vera að æfa mig í þrjá
morna í að segja: Hún er góð, - hún er góð, - hún
er bara ágæt hún Ingibjörg Sólrún.“
„Ég veit að það er hægt að segja að allir séu
góðir þá gengnir. En ég segi það satt að ég
harma það að hafa misst af Einari Oddi síðan á
menntaskólaárunum og þar til í vor.“
Einars þáttur Odds
Einar Oddur
Kristjánsson
Íslenskur raforkumarkaður
Einkavæðing - skipulagsbreytingar - samkeppni
Opinn morgunfundur Samtaka iðnaðarins
þriðjudaginn 16. október á Grand Hótel
Samtök iðnaðarins efna til morgunfundar um íslenskan raforkumarkað á
Grand Hóteli þriðjudaginn 16. október næstkomandi.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:15 og stendur til 10:30.
Ræðumenn:
Katrín Júlíusdóttir
formaður iðnaðarnefndar Alþingis
Árni Sigfússon
bæjarstjóri Reykjanesbæ
Bryndís Skúladóttir
verkfræðingur hjá SI
Friðrik Sophusson
forstjóri Landsvirkjunar
Tómas Már Sigurðsson
forstjóri Fjarðaáls og
stjórnarmaður í SI
Fundarstjóri:
Sveinn Hannesson
framkvæmdastjóri SI
Fundurinn er öllum opinn
Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að sækja fundinn