Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 28
alþjóðamál
28 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
H
ans Blix var í heims-
fréttunum þegar inn-
rásin í Írak vofði yfir.
Hann stjórnaði vopna-
eftirliti Sameinuðu
þjóðanna og hafði það verkefni að
leita gereyðingarvopna í Írak. Hann
fann engin vopn og þau hafa ekki
fundist til þessa dags.
Blix verður áttræður á næsta ári,
en hann hefur ekki látið af málflutn-
ingi fyrir afvopnun og var tilbúinn að
setjast niður í anddyri Hótel Færeyja
í Þórshöfn til að ræða málin.
Blix hefur mikið talað um hlýnun
loftslags upp á síðkastið og notaði
tækifærið í Færeyjum til að koma á
framfæri boðskap sínum þótt svalt
veðrið og rigningin bæri loftslags-
breytingum ekki beinlínis vitni. Hann
hefur meðal annars talað um að
kjarnorka sé ein leiðin til að draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
„Ég held að hlýnun loftslags reki
okkur í örvæntingu til að leita að
orku, sem ekki losar slíkar loftteg-
undir,“ segir Blix. „Ég segi ekki að
hættan sé engin, lítum til dæmis á
kjarnorkuúrgang, en ég hef minni
áhyggjur af að gramm af plútóníumi
leki eftir tíu þúsund ár en af öllu
koltvíildinu, sem er dælt út á hverjum
degi. Kjarnorka er ekki allrameina-
bót og ekki verður hægt að styðjast
við hana eina og sér, en það eru þrjár
leiðir til að taka á vandanum: í fyrsta
lagi kjarnorka, í öðru lagi meiri skil-
virkni í framleiðslu orku og neyslu
orku og í þriðja lagi að hætta að
höggva regnskóga.“
Að losna við hina ímynduðu
þörf fyrir gereyðingarvopn
Blix vill gera átak í afvopn-
unarmálum. „Nálgun Evrópu í af-
vopnunarmálum er að koma því til
leiðar að að lönd telji sig ekki lengur
þurfa á gereyðingarvopnum að halda,
það er að segja stefna slökunar,“ seg-
ir Blix. „Það besta sem gerst hefur í
þessum efnum eru lok kalda stríðsins.
Kjarnorkuvopnum fækkaði úr um 55
þúsund í 27 þúsund eftir að kalda
stríðinu lauk og átökum og ágreiningi
linnti víða um heim. Hins vegar erum
við nú því miður í annarri stöðu. Það
má sjá hvernig spenna eykst og nýtt
vopnakapphlaup er að hefjast. Bretar
hafa ákveðið að framlengja kjarn-
orkukafbátaáætlun sína, Trident-
áætlunina, Bandaríkjamenn vilja búa
til nýja gerð kjarnorkuvopna, Kín-
verjar hafa skotið niður gervihnött til
veðurathugunar, sem þeir áttu sjálfir,
til að sýna getu sína komi til átaka í
geimnum, Rússar sögðu um daginn
að myndu Bandaríkjamenn koma fyr-
ir vopni úti í geimnum yrðu þeir ekki
einir um það, Rússarnir hafa einnig
hafið að nýju langflug í eftirlitsskyni
með kjarnorkuvopn um borð og
Bandaríkjamenn virðast ætla að láta
slag standa með að setja upp eld-
flaugaskildi í Póllandi og Tékklandi.
Svo má benda á að um 1,3 trilljónum
dollara var árið 2006 varið til hermála
í öllum heiminum og Bandaríkja-
menn áttu helming útgjaldanna.“
Blix segir að þarna séu nokkur
dæmi um vopnakapphlaup og um leið
hafi spenna aukist milli ríkja, einkum
Bandaríkjanna og Rússlands. Eitt-
hvað af því megi rekja til þess að
stjórnarhættir hafi breyst í Rúss-
landi, stefnu frjálslyndis sé ekki leng-
ur fylgt eftir, höft sett á fjölmiðla,
aukin glæpastarfsemi og skorður við
starfsemi óháðra félagasamtaka.
„Það er hluti af vandanum, en ég
held ekki að það skýri allt,“ sagði
hann. „Rússar og Kínverjar hafa
áhyggjur af kjarnorkuskildinum, sem
þeir óttast að komi í veg fyrir að þeir
geti svarað fyrir sig verði gerð kjarn-
orkuárás. Þeir óttast að skjöldurinn
geri Bandaríkjamönnum kleift að
gera árás, en þeim ókleift að svara.
Bandaríkjamenn gætu ráðist á hvern
sem er, hvar sem er í heiminum og
enginn gæti svarað. Þetta er hluti af
óttanum. Síðan er kjarnorku-
samkomulag Bandaríkjamanna við
Indverja, sem ég held að sé æskilegt
frá umhverfissjónarmiði því að það
mun auðvelda Indverjum að komast
yfir nýjustu kjarnorkutækni og þar
með að nýta kjarnorku, sem ekki
blæs út koltvíildi, í meira mæli. Á
hinn bóginn munu margir líta á sam-
komulagið sem tilraun Bandaríkja-
manna til að halda Kínverjum niðri
og reisa múr milli þeirra og Indlands,
Ástralíu, Kóreu og Japans.“
Sjálfur telur Blix að þetta sé að
hluta til forsenda Bandaríkjamanna
fyrir því að gera samkomulagið, en
hins vegar sé hann ekki viss um að
Indverjar láti setja sig í það hlutverk
að verða hluti af tilraunum til að
halda Kínverjum í skefjum.
„Indverjar vilja halda í sjálfstæða
utanríkisstefnu og þeir hafa mjög
góða ástæðu til að vilja friðsamleg
samskipti við Kína,“ sagði Blix. „Það
er því ekki víst að þetta takist, en það
er erfitt að fá ekki á tilfinninguna að
þetta sé ætlun þeirra.“
En hvernig stendur á því að hlut-
irnir fóru úr böndunum eftir að kalda
stríðinu lauk?
„Árið 1991 rann stund Sameinuðu
þjóðanna í heiminum upp. Þá fór
Bush eldri fyrir öryggisráðið og fékk
heimild til að hrinda innrás Íraks í
Kúveit og fékk með sér stórt banda-
lag ríkja til að gera það. Þarna kom
öryggisráðið að málum, aðgerðin
gekk upp og fólk sagði að þetta væri
dásamlegt, öryggisráðið og stofnskrá
Sameinuðu þjóðanna væru nú farin
að gegna því hlutverki, sem þeim
hefði verið ætlað. En svolítið annað
gerðist í upphafi tíunda áratugarins.
Hernaðarmáttur Sovétmanna hrundi
og Bandaríkjamenn urðu eina hern-
aðarstórveldið í heiminum. Ég held
að í Pentagon, bandaríska varn-
armálaráðuneytinu, hafi menn ákveð-
ið: svona ætlum við að hafa þetta.
Þeir héldu áfram að halda uppi sama
umfanginu í hernaðarmálum. Þegar
síðan kom að Írak sögðu þeir: við
þurfum ekki á Sameinuðu þjóðunum
að halda, við getum séð um hlutina
sjálfir. Við þurfum ekki eftirlitsmenn,
við höfum okkar eigin upplýsingar.
Ég held það hafi verið svolítið dramb-
læti, þeir héldu að þeir gætu endur-
innréttað heiminn og breytt Írak í
lýðræðisríki.“ Hér hlær Blix hæv-
ersklega og endurtekur orðið dramb-
læti. „En eftir stríðið í Írak og hina
misheppnuðu innrás Ísraela í Líb-
anon hafa menn komið niður á jörðina
í Bandaríkjunum og nú má heyra
menn segja að fyrst þurfi að fara
samningaleiðina í Íran, en á sama
tíma eru þrjú bandarísk flugmóð-
urskip í Persaflóa – þar er beitt tang-
arsókn – en í Norður-Kóreu er ein-
göngu samningaleiðin farin.“
Í kringum Bush var hópur svokall-
aðra nýíhaldsmanna (e. neocons),
sem taldi að Bandaríkin ættu að nýta
hernaðarlega yfirburði sína til að
knýja fram stefnu fyrirbyggjandi
íhlutunar. „Nýíhaldsmennirnir biðu
lægri hlut og það var heppilegt,“ seg-
ir Blix. „Ég held að þeir hafi verið
fullir ofdrambs. En ef þú lest orð
Rudys Giulianis, sem vill verða for-
setaframbjóðandi repúblikana, sérðu
að þeir eru ekki horfnir. Hann vill fá
tíu herdeildir til viðbótar og segir að
Sameinuðu þjóðirnar dugi til ein-
hverrar friðargæslu og mann-
úðarverka, en ekki meira. Svo segir
hann að kannski þurfi einhverjar al-
þjóðlegar stofnanir, en reynslan sýni
að þær séu bestar þegar Bandaríkja-
menn leiði þær. Þetta er enn sama
dramblætið.“
Bandaríkjamenn
eiga að leiða hjörðina
Blix telur að Bandaríkjamenn eigi
að taka að sér forystu í heiminum.
„Einu sinni voru Bandaríkjamenn
úlfurinn, sem leiddi hjörðina, en síðan
breyttust þeir í úlfinn einförula, en
við vildum að þeir tækju aftur að sér
hlutverk forustuúlfsins.
Það er einhver tímaskekkja fólgin í
að beita hervaldi á okkar tímum. Þjóð-
ir heims eru orðnar svo háðar inn-
byrðis. Allir átta sig á að við þurfum að
vinna saman gegn hlýnun jarðar,
fuglaflensu og halda efnahagslífi
heimsins á réttum kili. Er þá svo und-
arlegt að við þurfum einnig að vinna
saman til að byrja ekki að skjóta hvert
á annað? Ég er einnig frekar vongóður
vegna þeirrar sögulegu þróunar, sem
er að eiga sér stað. Ef horft er aftur
um aldir vorum við á Norðurlöndum
nokkuð iðin við að efna til átaka, en
slíkt væri óhugsandi í dag. Sama gildir
um ríkin í Evrópusambandinu, enginn
trúir því að stríð muni brjótast út á
milli Frakklands og Þýskalands, menn
trúa því ekki einu sinni lengur að það
geti komið til stríðs við Rússa. Banda-
ríkjamenn og Mexíkanar fóru áður
fyrr í stríð, en ekki lengur. Í Suður-
Ameríku á enginn von á stríði lengur.
Það eru nokkur svæði í Mið-
Austurlöndum, Afríku, Indland og
Pakistan, stundum Taívan, en meg-
inþróunin hefur verið að eftir því sem
lönd tengjast nánar og viðskipti
aukast vænkast horfur á friði.“
Blix er þeirrar hyggju að það sé
ýmislegt sameiginlegt með aðdrag-
anda innrásarinnar í Írak og þeirrar
atburðarásar, sem nú eigi sér stað í
málefnum Írans, en einnig mik-
ilvægur munur.
„Líkindin eru fólgin í ásökunum
Bandaríkjamanna um að Írakar hafi
orðið berir að íhlutun, handtökur
manna með stöðu sendiráðsmanna í
Írak og yfirlýsingar um sprengjur á
vegum úti, sem komi frá Íran og því-
umlíku. Í þessu er stígandi, sem ótt-
ast má að eigi að nota til að gera árás.
Þá á ég ekki við að hermenn muni
ráðast inn í landið, heldur verði gerð-
ar sprengjuárásir á ýmsa staði.
Ég útiloka ekki að gerð verði árás,
en þegar allt er tekið held ég að svo
verði ekki. Ég held að bandarísk
stjórnvöld geri sér grein fyrir því að
almenningsálitið í Bandaríkjunum sé
þreytt á hernaðaraðgerðum og þau
muni vega það og meta með tilliti til
næstu kosninga – hvaða áhrif myndi
árás í dag hafa á forsetakosning-
arnar? Hvernig færu þeir að því að
sýna fram á að þetta væri aðferð til að
vernda heiminn og Ísrael sérstaklega
gegn árásargirni Írana.
Ég tel að sumt af því sem Evrópu-
sambandið hefur gert gagnvart Íran
sé jákvætt. Það hefur reynt að ýta
undir efnahagssamskipti, bjóða þeim
inn í Heimsviðskiptastofnunina hverfi
þeir frá áætlunum sínum um auðgun
úrans. Þá áætlun er ekki hægt að
réttlæta með efnahagsrökum. Í Íran
eru tveir kjarnakljúfar, 20 í Suður-
Kóreu. Suður-Kórea flytur auðgað
úran inn, í Svíþjóð eru tíu kjarna-
Hervald er tímaskekkja
Reuters
Gagnrýninn Hans Blix, fyrrverandi formaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ, er þeirrar hyggju að Bandaríkjamenn eigi
að taka að sér forustuhlutverk í samfélagi þjóðanna í stað þess að vera einfari, sem fer eigin leiðir.
Hans Blix var milli
steins og sleggju þegar
hann fór fyrir vopnaeft-
irliti Sameinuðu þjóð-
anna í aðdraganda inn-
rásarinnar í Írak árið
2003. Í liðinni viku var
hann í Færeyjum
ásamt Bill Clinton fyrr-
verandi Bandaríkja-
forseta. Karl Blöndal
ræddi við Blix.
Í HNOTSKURN
»Hans Blix á langan feril að baki bæði sem diplómat og stjórn-málamaður. Hann lærði í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi.
»Frá því að hann settist í sendinefnd Svía í afvopnunarviðræðunumí Genf árið 1962 hefur hann verið viðriðinn þann málaflokk.
»Hann var utanríkisráðherra Svíþjóðar frá 1978 til 1979.» Árið 1981 varð hann yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-innar og gegndi því starfi til 1997 þegar Mohamed ElBaradei tók
við af honum.
»Blix settist þá í helgan stein, en Kofi Annan, þáverandi fram-kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fékk hann árið 2002 til að
taka að sér að stjórna vopnaeftirliti SÞ í Írak og gegndi hann því
starfi fram á sumarið 2003.