Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 29

Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 29
kljúfar og við flytjum úranið inn. Þeir gætu haldið því fram að ástæðan sé sjálfstæði, að hætta væri á að lokað yrði á aðgang þeirra að úrani, en að öðru leyti held ég að hægt sé að leysa vandamálið um aðgang Írana að elds- neyti og þeir hafi ekki sterk rök. Hins vegar er undarlegt að Bandaríkja- menn skuli hafa í hótunum við land, sem á mörg ár í að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir segjast munu nota hervald vegna mögulegs ásetn- ings Írana. Þeir héldu því fram að Írakar væru að koma sér upp kjarna- vopnum, þótt það reyndist á röngum upplýsingum byggt, en þar var einnig langt í að þeir kæmu sér upp kjarn- orkuvopnum og í raun lengra en hjá Írönum nú. Raunveruleikinn er sá að hefji þeir auðgun að einhverju marki geta þeir einnig framleitt auðgað úr- an í vopn. En hvenær er ofbeldi rétt- lætanlegt? Ef litið er á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna þá er það annað hvort þegar öryggisráðið samþykkir það eða í sjálfsvörn gegn vopnaðri árás. Eiga Bandaríkjamenn eða ein- hverjir aðrir á hættu að verða fyrir vopnaðri árás Írana? Nei. Condo- leezza Rice sagði um Írak að það væri ekki ástæða til að bíða eftir svepplaga kjarnorkuskýi. Það voru mörg ár í að það gæti gerst og Íranar eru einnig langt frá því að vera komnir svo langt. Það er því verið að tala um hernaðarárás vegna mögulegs ásetn- ings Írana. Er hægt að fallast á það?“ Þegar Blix er spurður hvort rétt- lætanlegt sé að beita valdi til að steypa einræðisherrum, sem kúga þjóð sína og beita hana valdi, kveðst hann vilja halda sig við sáttmála Sam- einuðu þjóðanna. „Þar eru þessi tvö skilyrði fyrir því að beita valdi,“ segir hann. „En ör- yggisráðið þarf ekki að einskorða sig við ógn vegna árásar heldur einnig ógn við friðinn og það er mun víðtæk- ara. Öryggisráðið gæti því komist að þeirri niðurstöðu að friði stafaði ógn af framferði einræðisherra, en árás er allt annar hlutur og miklu áþreif- anlegri. Ég held einnig að fallast megi á að yfirvofandi árás myndi réttlæta notkun valds. En ef árás vof- ir ekki yfir er tími til þess að leita til öryggisráðsins. Sumir myndu segja að öryggisráðið geri ekki neitt, en það þarf ekki annað en að líta til Íraks. Rétt er að Bandaríkjamenn leituðu til ráðsins, reyndu að knýja fram álykt- un, en tókst það ekki vegna eftirlits míns og sögðu þá að það sannaði getuleysi þess. En ég held að það að Bandaríkjamenn fengu ekki sínu framgengt hafi sýnt visku örygg- isráðsins. Ráðið neitaði að gefa leyfi til að fara í stríð, sem hefði ekki átt að eiga sér stað.“ Um ári eftir innrásina í Írak gaf Blix út bók um leitina að gereyðing- arvopnum í Írak, Disarming Iraq. Í lok bókarinnar segir hann að innrásin í Írak hafi ekki styrkt rökin fyrir fyr- irbyggjandi íhlutun. Ríkin, sem vildu ráðast inn í Írak, hefðu getað farið að óskum öryggisráðsins um að veita meiri tíma til vopnaeftirlits: „Þess í stað var aðgerðin goldin hærra verði: grafið var undan löggildi aðgerð- arinnar, trúverðugleiki ríkisstjórn- anna, sem stóðu að henni, beið skaða og vald Sameinuðu þjóðanna beið hnekki.“ Sameinuðu þjóðirnar virkuðu Nú segir Blix að sumir myndu segja að öryggisráðið hafi beðið skaða vegna þess að Bandaríkjamenn virtu það að vettugi. Þeir hefðu sagt að öryggisráðið skipti ekki máli vegna þess að það hefði ekki greitt at- kvæði með þeim. „Um leið spyr ég: hverjum augum myndum við líta öryggisráðið í dag hefði það leyft stríðið í Írak,“ segir hann. „Hvað myndum við segja um al- þjóðlegt eftirlit í dag hefðum við sagt að við hefðum ekki fundið neitt, en við vissum að upplýsingar leyniþjónust- unna væru mjög góðar og við hefðum enga ástæðu til að efast um það sem þær segðu? Ég held því að bæði af- staða öryggisráðsins og eftirlitsmann- anna sýni að Sameinuðu þjóðirnar virkuðu eins og þær áttu að gera, en því miður voru þær hunsaðar.“ Mikill þrýstingur var á Blix þegar hann stjórnaði vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna (UNMOVIC) í Írak. Í viðtali þremur mánuðum eftir innrásina sagði hann að „óþverr- arnir“ í Washington hefðu reynt að grafa undan sér. Síðar gekkst hann við að hafa notað orðið, en ekki hafa átt von á að það yrði sett á prent. Á ráðstefnunni í Færeyjum sagði Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja- forseti, að hefði Blix fengið að ljúka starfi sínu hefði stríðið í Írak aldrei orðið. En hvernig fór hann að því að standast þrýstinginn og halda trú- verðugleika sínum? „Í raun var þetta einfalt,“ sagði hann. „Við litum á okkur sem al- þjóðlega erindreka almennings. Stjórnmálamennirnir voru með lýð- ræðislegt umboð og ákveða hvað þeir vilji gera í samræmi við sín gildi og það er þeirra mál. Þeir þurfa hins vegar að hafa staðreyndir málsins, málskjölin, í höndunum. Þessi mál- skjöl þurfa að vera eins hlutlaus og hægt er. Enginn getur verið alger- lega hlutlægur í þessum heimi, en skiptir ansi miklu máli ef maður reyn- ir að vera hlutlægur og óhliðhollur. Við reyndum að vera faglegir og vor- um það. Enginn hefur gagnrýnt okk- ur, ekki einu sinni Bandaríkjastjórn. Undir lokin var þrýstingur, sem gekk út yfir það, sem leyfilegt er sam- kvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna, en Bandaríkjastjórn í heild gagnrýndi okkur ekki, heldur huns- aði. Við störfuðum í umboði örygg- isráðsins og fengum enga gagnrýni þaðan. Bandarískir fjölmiðlar fláðu okkur hins vegar lifandi og rifu okkur í tætlur, en ekki öryggisráðið.“ En sér hann fyrir sér að hægt sé að koma á yfirþjóðlegu kerfi, sem tryggi frið í heiminum? „Það er langt ferli, en hefur gengið nokkuð hratt. 1889 var fyrsta frið- arráðstefnan í Haag. Þá var engin al- þjóðleg stofnun og stríð var ekki bannað. Síðan kom Þjóðabandalagið, sem bannaði heldur ekki stríð, en sagði að fyrst yrði að leita frið- samlegra leiða til að jafn ágreining. 1945 eftir síðari heimsstyrjöld var beiting valds gerð útlæg nema örygg- isráðið leyfði það eða í sjálfsvörn. Við höfum því komið langan veg og ég held að Persaflóastríðið 1991 hafi ver- ið gott dæmi um aðgerð undir merkj- um Sameinuðu þjóðanna og Bush eldri fékk með réttu heiðurinn af því. Innrásin í Írak 2003 var hræðilegt bakslag, en ég held að Bandaríkja- menn séu aftur að hverfa til þess að fara samningaleiðina og snúa til Sam- einuðu þjóðanna. Ég er ekki frið- arsinni og ekki heldur stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna, því að hún leyfir notkun valds í ákveðnum tilfellum. Ég er hlynntur samningaleiðinni. Sagt er að diplómatar hugsi sig um tvisvar áður en þeir segja ekki neitt. En það er betra að gera það, en hugsa alls ekki neitt og gera eitthvað heimskulegt.“ » Sagt er að diplómatar séu menn, sem hugsi sig um tvisvar áður en þeir segja ekki neitt. En það er betra að gera það en hugsa alls ekki neitt og gera eitthvað heimskulegt. kbl@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 29 MANNAUÐUR er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins. VIÐBURÐIR Í OKTÓBER Nánari upplýsingar og skráning á mannaudur.hr.is HÁSKÓLI FJÖLSKYLDUNNAR Einn laugardagur í mánuði er tileinkaður foreldrum og börnum þar sem fjölskyldan fær fræðslu í bland við skemmtun. FRAMTÍÐARMARKMIÐ FJÖLSKYLDUNNAR 13. okt kl. 9:00 – 12:00 Hver eru framtíðarmarkmið þinnar fjölskyldu? Á námskeiðinu mótar fjölskyldan sína stefnu og að hvaða sameiginlegu verðmætum hún vill vinna að. Námskeiðið er ætlað unglingum á aldrinum 13 til 18 ára og foreldrum þeirra. HÁDEGISFYRIRLESTRAR Fyrirlestrar og hádegisverður fyrir þá sem vilja bæta við þekkingu sína og nýta tímann vel. SJÁLFHREINSANDI ELDHÚS ÁRIÐ 2030? – TÆKNI Á 21. ÖLDINNI 12. okt kl.12:00 – 13:30 Yngvi Björnsson, heimsmeistari í gervigreind, útskýrir á mannamáli hvaða tækifæri felast í notkun gervigreindar á 21. öld og hvaða tækni er verið að þróa sem mun koma fram í dagsljósið á næstu árum. SAMNINGAVIÐRÆÐUR VIÐ SAMSTARFSFÓLK 19. okt kl. 12:00 – 13:30 Fjallað verður um mismunandi nálganir að samningum og þær áskoranir sem við mætum í samningum við mismunandi samstarfsfólk. NÁMSKEIÐ Námskeið MANNAUÐS eru fjölbreytt og hafa ólíkar þarfir einstaklinga fyrir betri árangur og lífsgæði að leiðarljósi. EF ÉG VÆRI RÍK/UR – VERÐBRÉFAMARKAÐURINN 15., 17. og 22. okt kl. 19:30 – 22:00 Viltu fjárfesta á verðbréfamarkaði en vantar ítarlegri þekkingu á umhverfi markaðarins? Þá er þetta námskeiðið fyrir þig. HJALLASTEFNA FYRIR FULLORÐNA 27. okt kl. 13:00 – 18:00 Þátttakendur læra að þekkja sjálfa sig og maka sinn í gegnum fræðslu og leik þar sem að allar reglur eru brotnar hvað varðar meðfædd kynjahlutverk. UPPSPRETTA VIÐSKIPTATÆKIFÆRA 31. okt kl. 16:00 – 19:00 Á námskeiðinu verður fjallað um uppsprettur viðskiptatækifæra og hvernig greina megi góð tækifæri frá slæmum. FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR Fyrirtæki sem vilja ná árangri þarfnast öflugra einstaklinga innanborðs, einstaklinga sem hafa frumkvæði og vilja til að ná langt. En hvað þurfa fyrirtækin að gera til að standa sig betur í baráttunni um besta fólkið? SAMRÆMI VINNU OG EINKALÍFS – ER ÞAÐ TIL? 11. okt kl. 11:30 – 13:00 Ashley Braganza, Prófessor í Cranfield School of Management og kennari í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík, kynnir nýjar leiðir fyrir fyrirtæki til þess að skapa aðstæður á vinnustað sem gera starfsfólki kleift að samþætta fjölskyldulífið með vinnunni svo að allir hagnist. ÁSKORANIR STJÓRNENDA Á 21. ÖLDINNI 15. og 16. okt kl. 13:00 – 16:00 Á námskeiðinu verður varpað ljósi á nýjustu skrif sérfræðinga á sviði stjórnunar um áskoranir stjórnenda á 21. öldinni. Fjallað verður um það hvernig breytingar næstu ára munu kalla á nýjar stjórnunaraðferðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.