Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 35
Ásgeir er byrjaður að gera kvik-
mynd í samvinnu við Leikfélag
Fljótsdalshéraðs, sem tekin verður
m.a. á Eiðum, Eskifirði og í Beru-
firði. Hún er í grunninn sögur sem
Ásgeir skrifaði úti, Þrjár dauðasög-
ur, sem vefjast inn í hver aðra með
því að sögupersónur búa saman í
gömlum leiguhjalli og eru und-
irlagðar af glæp, háska og samvisku
sín í hverju lagi. Ásgeir segir að
þetta séu skakkar sögur og myrkar
og myndin verði frumsýnd næsta
haust.
Hluti af endurkomu skálds
21. september kom svo út bókin
„Á flótta undan vindinum, lífs-
reynsluskáldsaga,“ eftir Ásgeir. Um
er að ræða frásagnir af ferðalögum
hans ytra, m.a. siglingu á seglbát yf-
ir Atlantshafið og ferðum í Skandin-
avíu.
„Bókin er mjög þýðingarmikil fyr-
ir mig“ segir Ásgeir. „Hún er frá-
sögn af því af hverju ungur maður
leitar útrásar og að hverju þessi
maður leitar. Hann upplifir margt
mjög athyglisvert, létt og skemmti-
legt og er að skoða, læra og skilja.
Bókin er hluti af endurkomu minni
heim og með henni held ég áfram
þar sem frá var horfið. Ég er búinn
að fá málið aftur. Ég er fullur af sög-
um. Þær streyma út núna af því ég
er búinn að vera svo lengi í málleysi.
Bókin er minn stíll í hápunkti. Ég
hef alltaf verið að þroska sjálfan mig
í að geta skrifað nákvæmlega þenn-
an stíl.“
Seinna bindið mun m.a. fjalla um
Katmandu í Nepal og Woodstock.
Hún spannar ferðir Ásgeirs allt til
Íslands og endar á ferðalaginu með
Norrönu frá Danmörku til Egils-
staða.
Eins og að vakna til lífsins
Ásgeir segist helst veita því at-
hygli í íslensku þjóðfélagi hversu
verðbréfabraskið sé orðið umfangs-
mikið.
„Það er bara flott. Íslendingar eru
stórir í dag, sterkir og duglegir, eins
og þeir hafa alltaf verið. Við höfum
verið kúguð en nú eru menn að
vakna og sýna styrk sinn.
Ísland tekur æðislega vel á móti
mér, hér eru allar dyr opnar. Ég fæ
að skrifa eins og mér er lífsnauðsyn,
í blöðin, er að koma út með þessa
bók, selja mynd í íslenska sjón-
varpið, er að gera kvikmynd með
leikfélaginu og það er bara eins og
ég sé að vakna til lífsins úr gröfinni.
Tíminn úti fór í að læra gott hand-
verk og þroskast. Nú kann ég mitt
fag, er öruggur um mitt myndmál og
fullur af sögum. Hér get ég gert
stóra hluti án þess að hafa mikla
peninga ef ég skipulegg mig vel. Svo
sit ég ofan í jörðinni á daginn og hvíli
hugann, dunda líka við að smíða
seglskútu og spila stundum golf. Og
svo er ég að skapa.“
Jóhanna og drengirnir koma heim
til Ásgeirs þegar hún er orðin örugg
um að sagnasmiðurinn ætli að festa
rætur á ný á Íslandi.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Víðsýni Ásgeir Hvítaskáld kemur reynslunni ríkari heim til Íslands og hefur strax tekið til óspilltra málanna við
kvikmyndagerð og skriftir.
»Ég er búinn að fá
málið aftur. Ég er
fullur af sögum. Þær
streyma út núna af því
ég er búinn að vera svo
lengi í málleysi. Bókin
er minn stíll í hápunkti.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 35
Viltu selja eða
kaupa fyrirtæki?
Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík,
GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665,
Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is
Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög-
giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er
með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem
rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef-
andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára-
hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum
fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting.
(magnus@firmaconsulting.is)
Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er
ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við
kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.
N1 BÍLAÞJÓNUSTA WWW.N1.IS
Tilboðið gildir í október eða á meðan birgðir endast. Þetta tilboð gildir ekki með öðrum tilboðum.
HAUSTTILBOÐ
Á FELGUM
Þú færð felgurnar á eftirtöldum stöðum:
14“ Verð áður: 11.490,- Verð nú: 8.990,-
15“ Verð áður: 13.490,- Verð nú: 9.990,-
16“ Verð áður: 15.490,- Verð nú: 10.990,-
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
2
9
5
6
Hafðu vetrardekkin klár á flottum felgum frá N1
N1 Réttarhálsi 2, Reykjavík, hjólbarða- og smurþj. 587 5588
N1 Fellsmúla 24, Reykjavík, hjólbarða- og smurþj. 530 5700
N1 Ægisíðu 102, Reykjavík, hjólbarða- og smurþj. 552 3470
N1 Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólb.- og smurþj. 566 8188
N1 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþj. 555 1538
N1 Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Útflutningsráð heldur ráðstefnu um viðskipti og möguleg
viðskiptatækifæri í Jórdaníu og Mið-Austurlöndum. Fyrirtæki
sem hafa áhuga á viðskiptum og eru í viðskiptum á svæðinu eru
hvött til þess að nýta sér þetta tækifæri.
Dagskrá:
• Samir Hasan,
ræðismaður Jórdaníu á Íslandi
• Dr. Maen Nsour,
forstjóri, Jordan Investment Board (JIB)
• Jóhanna Kristjónsdóttir,
formaður Vináttu- og menningarfélags Mið-Austurlanda
• Rakan N. Rshaidat,
framkvæmdastjóri, Arab Pharmaceutical Company
• Kolbeinn Arinbjarnarson,
forstöðumaður sölu- og markaðsmála, Calidris
• Mazen Abu Hamdan,
framkvæmdastjóri, Arab Bank
Fundarstjóri: Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs
Að loknum erindum verður boðið upp á léttar veitingar.
Skráning á ráðstefnuna er í síma: 511 4000 eða með tölvupósti
á utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar veita
Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is
og Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is.
Jórdanía
Lykillinn að viðskiptum
við Mið-Austurlönd
Miðvikudaginn 10. október 2007
kl. 14.00-16.30 á Radisson SAS Hótel Sögu
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
18
89