Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 39
vantar páfuglsfjaðrir? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 39 Ímannfagnaði um daginnheyrði ég því fleygt að tilstæði jafnvel að breytaíþróttahúsnæði einu hér í borg í ævintýrahöll í anda 1001 nætur. Slíkt sýnist í fljótu bragði næsta erfitt verkefni en á þó að fróðra manna sögn ekki að vera óvinnandi vegur. Einhver kann að spyrja til hvers þetta verk skuli unnið. Svarið er að einhver pen- ingastofnun, það fygldi ekki sög- unni hver á í hlut, muni á þennan hátt ætla að gera vel við sína helstu viðskiptavini. Á meðan allur almenningur styn- ur og svitnar undan háum vöxtum og alls kyns þjónustugjöldum fjár- málastofnana virðast þær hinar sömu stofnanir ekki vera á nástrái og eru fullar þakklætis við sína „helstu viðskiptavini“ sem þær að gömlum og góðum sið vilja þakka sem vert er. Nú, það er nú svo sem ágætt að einhver hefur það gott í þessum heimi og persónulega sé ég ekki of- sjónum yfir því þótt góðir við- skiptavinir fái gott að borða og drekka í fallegu umhverfi. En samt læðast að mér efasemdir – væri ekki hægt að verja þessum pen- ingum betur? Til dæmis að bjóða einhverjum öðrum umsvifaminni viðskiptavinum til veislunnar, sem væri kannski meira nýnæmi í svona flottheitum en „helstu viðskiptavin- unum“ – þeir eru sjálfir vísir til að gera að jafnaði vel við sig í mat og drykk og hafa þægilegt og fallegt umhverfi í kringum sig. – En það verður víst ekki fyrr en í himnaríki sem hinir síðustu verða fyrstir. Annað mál er það að mér finnst að úr því að verið er að eyða pen- ingum í svona veislur fyrir þessa „helstu viðskiptavini“ – af hverju er þá skrefið ekki stigið til fulls? Hví skipuleggur ekki eitthvert stöndugt fjármálafyrirtæki almennilega veislu í anda gamla Rómaveldis. Þar mun hafa tíðkast að gestir hefðu sérstaka legubekki til að halla sér út af í eftir að hafa inn- byrt allar þær krásir sem þeirra tíma kokkar gátu upphugsað, svo var gestum séð fyrir hæfilega löngum páfuglsfjöðrum svo þeir gætu ælt upp góðgætinu og borðað og drukkið svo aðeins meira. Þess- ar athafnir fór fram í glæsilegum marmarahúsakynnum og gestirnir voru í fögrum kyrtlum með ilskó á fótum og lokkað hár og ræddu bók- menntir og bitastæðar slúðursögur „undir rós“, þaðan kemur orðatakið að tala undir rós (og að hafa rósett- ur í loftum). Þeir sem mesta pen- inga áttu á þeim tímum og vildu gera sérlega vel við gesti sína öttu saman þrælum og ljónum og létu berjast á hringleikvöllum. Við Íslendingar höfum þegar flutt inn fullt af verkafólki og stúlk- um til að dansa fyrir áfjáð karl- mannsaugu, kannski gætu starfs- mannaleigurnar fundið einhverja sem væru tilbúnir fyrir góða borg- un til að taka slaginn við ljón. Það hefur að vísu ekki verið mikið um ljón á Íslandi en það væri ábyggi- lega gerlegt að flytja þau dýr inn. Byrja mætti á einu og geyma það í þar til gerðu búri í Húsdýragarð- inum milli þess sem stöndug fyr- irtæki þyrftu á þjónustu þess að halda. Það mætti svo endurnýja ljónabirgðirnar eftir því sem tilefni gæfist til. Ekki væri ástæða til að hafa stórar áhyggjur af fæðiskostnaði ljónsins eða ljónanna, það eru svo margir orðnir vel stöndugir á Íslandi svo annaðhvort dræpu þau sér til matar eða dæju sjálf. Ég slæ nú þessu svona fram; – til hvers að láta sér nægja það næstbesta þegar hægt er að bjóða upp á það tilkomumesta sem sagt hefur verið frá í veraldarsögunni í þessum efnum. Það væri ekki slæmt fyrir orðspor Íslendinga að þeir yrðu kunnir meðal annarra þjóða sem Litla-Rómaveldi. Það eina sem ég óttast er að við þetta kynnu hvers kyns þjónustugjöld að hækka enn meir, en það er nú einu sinni svo með almenning að hann virðist bara vera til þess gerður að einhver geti nýtt hann til að græða á honum. Þannig hefur það í það minnsta alltaf virst vera. En kannski er ég á villigötum, kannski að almenningi verði umbunað með „brauði og leikjum“ eins og í hinu forna og lífsreynda Rómaveldi sjálfu. Þegar allt var komið í hnút og almenningi farið að gremjast verulega hlutskipti sitt þá þótti það þjóðráð að efna til „brauðs og leikja“. En einmitt þá gæti ljónið í húsdýragarðinum komið enn einu sinni að gagni og kannski íþróttahúsnæðið líka, það þyrfti jafnvel ekki að leigja innflutta menn til að berjast við ljónið, – kannski gætu komið þar til sögunnar íslenskir sjálfboðaliðar sem sæju þannig leið út úr greiðsluerfiðleikum sínum – gætu orðið skuldlausir með því að sigra ljónið. Þetta er hugmynd? Í það minnsta er ekki ólíklegra að sigra ljónið en að vinna í lottói sem er hinn möguleiki þeirra sem komnir eru á kaf í skuldafenið. Ég hef ekki sérhæft mig í að útbúa veislur sem eiga að slá við veislum annarra sem eru í góðum efnum en hverjum og einum er velkomið að nýta þessar hugmyndir ef þeir telja þær einhvers virði. Litla Rómaveldi! ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Fágun, glæsileiki og framúrskarandi aksturseiginleikar einkenna nýjan Mercedes-Benz C-Class. Aksturstilfinningin er töfrum líkust – fullkomin kyrrð í bland við hárfína snerpu. Komdu og reynsluaktu! Upplifðu töfra Mercedes-Benz C200 K sjálfskiptur, verð 4.090.000 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.