Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 41

Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 41
sjónspegill MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 41 Merking hugtaksins For-um nær yfir vítt svið ogháleitt, skarar meðalannars margfrægt torg í rómverskri borg til forna. Hverjir muna til að mynda ekki eftir að hið hljómmikla heiti, Forum Romanum, hafi náð eyrum og skilningarvitum þeirra í bernsku, jafnvel áður en þeir höfðu lært að lesa eða vissu fyrir hvað það stóð. Einhvern veginn hafði það náð að síast inn í vitundina, sem tákn stórbrotins og yfirhafins mikilleika úr fortíð, eða svo var því í það minnsta farið um mig. En heitið getur einnig náð yfir stað ætlaðan opinberum umræðum og fundum, dómstól, lögsagnarumdæmi, varn- arþing, loks dómstól í óeiginlegri merkingu, „the forum of public op- inion“. Kemur þannig á ýmsan veg heim og saman við hugtakið Alþingi. Engan skyldi því undra að hin gamla og mikla tónlistar-, kaup- stefnu- og sýningarhöll á Friðriks- bergi í Kaupmannahöfn skyldi fá nafnið Forum. Byggð 1926, end- urbyggð og stækkuð 1947, eftir hermdarverk 1943, og endurnýjuð 1997, reis einmitt upp á þeim tímum er aðdáun á hinu forna var enn mikil á Norðurlöndum og afhelgun list- hugtaks endurreisnar langt fjarri … Mál að herma frá að í byggingunni fer fram árleg listakaupstefna, hin mikilvægasta í Danmörku og kannski á öllum Norðurlöndum. Í ár var hún haldin 21.-23. september og þangað var mér óvænt boðið á dög- unum, og sjálfsagt að kvitta fyrir að bragði. Hef áður náð að skoða fyr- irbærið nokkrum sinnum en þó ekki svo að ég hafi fylgst nákvæmlega með framgangi þess, nema úr fjar- lægð, veit þó að upphaflega var um að ræða listakaupstefnu sem ein- angraðist við Stórkaupmannahöfn, víkkaði svo út sviðið er frá leið. Svo komið taka þannig öll Norðurlönd þátt í henni, Færeyjar meðtaldar, en Ísland lætur sig enn vanta þótt full- ur hugur hafi verið á að taka þátt í henni í ár. Þetta rímar ekki alls- kostar við hina margfrægu, sumir segja alræmdu, útrás íslenskrar myndlistar, en alveg má ganga út frá því að Kaupmannahöfn muni ekki of- arlega á óskalista hins einsýna liðs sem að henni stendur. Þó má telja afar mikilvægt að við ræktum sam- bandið við nágrannaþjóðirnar, sjálf- ar heimaslóðirnar, sem gæti ekki annað en styrkt grunnstoðir ís- lenskrar myndlistar og gert hana sýnilegri, sem er mál málanna í dag. Fyrir nokkrum árum urðumiklar deilur varðandi fram-kvæmd kaupstefnunnar, sem sumum helstu og framsæknustu listhúsum borgarinnar var farið að þykja of „próvensial“ og létu sig vanta í mótmælaskyni. En nú eru þau öll mætt aftur og um leið hefur framkvæmdin fengið á sig al- þjóðlegri og fjölþættari svip, jafnvel svo að skoðandinn verður fljótlega gáttaður í öllu kraðakinu. Þannig tekur nokkurn tíma að átta sig á hlutunum og farsælast að nálgast staðinn aftur vilji maður fá skýra heildarmynd og vera með á nót- unum. Öll er framkvæmdin til muna viðameiri en þegar ég sá hana síðast, eiginlega allt annar handleggur og munar miklu að öll efri hæðin hefur verið tekin í notkun sem og hinir rúmu svalargangar beggja megin og endanna á milli. Fleiri veit- ingabásum komið fyrir og þjónusta aukin, ásamt því að ýmsum þæg- indum hefur verið bætt við sem svo sannarlega veitti ekki af. Mikilvægi framkvæmdarinn-ar ótvírætt, eykur almennavitneskju á því hvað er að gerast í myndlist á Norðurlöndum, og hér mögulegt að nálgast margar stefnur og strauma, mynda sér skoð- anir af eigin raun, meður því að hér er samankomið úrval frá þekktustu listhúsum í Danmörku, þó einkum Kaupmannahöfn. En með hverju ári bætast fleiri listhús frá Norð- urlöndum við, nú síðast Finnlandi, og Íslandi á næsta ári ef allt gengur eftir, stefnan verður þá dagana 19.- 21. september. Í ár hafa nokkur ný- stofnuð og framsækin gallerí (list- hús) bæst við, sem er í samræmi við þá sprengingu sem hefur orðið á fjölgun slíkra í Kaupmannahöfn á undanförnum árum, einkum í ná- grenni Íslandsbryggju (!) á Amager, en nú virðist vera að sjá í endann á veislunni auk þess sem nokkur hafa lagt upp laupana. Um að ræða list- hús sem fengið hafa viðurkenningu og eru rekin af metnaðargjörnum einstaklingum sem styðja við bakið á hinum ýmsu stefnum og stíl- brögðum, þó einkum samtímalist í málverki og grafík um þessar mund- ir, og halda sínum samningabundnu listamönnum fram. Hverju einstöku listhúsi er að sjálfsögðu frjálst að kynna hvað sem því sýnist, því hér er ekki um að ræða neina norræna miðstýringu eins og við þekkjum hana og framkallar galtóm hús utan hinna hátíðlegu opnana; ræðuhöld- um, söng og sítarspili. Þegar ég var viðstaddur opnun framkvæmdarinn- ar fyrir nokkrum árum var tilstandið ekki meira en svo að borgarstjórinn, að ég held, flutti stutta tölu og dreypt var á þurru hvítvíni og stóð athöfnin varla í meira en 20 mínútur, hins vegar flutu droparnir eitthvað áfram, einkum í básunum. Að því best var séð mun sala nokkur og ein- stakir básar hinna 74 listhúsa með rauða punkta við hlið allra mynd- verkanna. Einkum þótti mér mikils- vert að góð velta var í sölubás Sö- rens Ellitsgaards sem nú rekur litógrafíska verkstæðið í Valby; Hostrup-Pedersen og Johansen, hvar skrifari hefur gert nokkra tugi steinþrykkmynda. Grafík hefur nefnilega átt erfitt uppdráttar í kjöl- far stormflóðs einþrykkja eftir að þau voru viðurkennd fullgild við hlið klassísku aðferðanna. Ungir leituðu nú í einföldustu aðferðirnar og um leið auðveldustu áfangana að list- söguprófi og urðu við það mikil hvörf, í fyrra fallinu lá við að klass- ísku grafíkinni yrði rutt út af borð- inu en í því seinna varð fljótlega skortur á vel menntuðu fólki í deildir klassískra fræða á listasöfnum. Listakaupstefnur eru markaðs- setning myndlistar af öllu tagi, mis- stórar og misvel að þeim staðið og hér hefði verið til bóta að skera nið- ur auk þess sem sum helstu listhúsin voru ekki endilega með ásana sína, og/eða úrvalsverk eftir slíka. Art Co- penhagen/The Nordic Art Fair er enn í mótun og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu, einkum ef Íslendingar verða reglulegir þátt- takendur sem meira en sjálfsagt er að stefna að. En vel að merkja er þetta svo sannarlega ekki eina listakaup- stefnan í Danmörku, ekki einu sinni sú stærsta, allar mikilsverðari borg- ir landsins hafa sína eigin en þetta er ótvírætt sú langsamlega mikilvæg- asta. Ætli Danir eigi hér ekki heims- metið, svona eins og um listhópa sem hafa jafnvel starfað í meira en heila öld, eins og den Frie, við Øster- port, Austurhlið. Loks er rétt að geta þess að gestir í ár voru fleiri en í fyrra og komu að meðaltali rúm fjögur þúsund dag hvern … (Meira) Forum og fleira Kaupstefna Séð yfir neðri sal Listakaupstefnunnar. Bragi Ásgeirsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.