Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 42

Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 42
42 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 9. október 1977: „Hafin er bygging framtíðarborgarleik- húss í nýja miðbænum í sam- vinnu við Leikfélag Reykja- víkur. Meginhluti byggingar- kostnaðar, eða yfir 90%, koma í hlut borgarinnar. – Mynd- listarhúsið á Kjarvalsstöðum, sem starfrækt hefur verið um árabil, er tvímælalaust full- komnasta myndlistarhús hér- lendis. Því er ætlað að kynna verk meistara Kjarvals og gefa sem flestum íslenzkum myndlistarmönnum tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri. – Listahátíð í Reykjavík hefur tvíþættan til- gang. Annars vegar að kynna landsmönnum listir og list- túlkendur, sem hátt ber í heimsmenningu, til uppbygg- ingar og örvunar hér heima. Hins vegar að kynna það bezta og ferskasta í íslenzkri list á hverjum tíma. – Reykja- víkurborg hefur greitt rúm- lega 20% af rekstrarhalla Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, en ríkissjóður og ríkisútvarp eft- irstöðvar. Önnur sveitarfélög hafa enn ekki lagt fram fjár- magn til þessarar menning- arstofnunar, hvorki sveit- arfélög á höfuðborgar- svæðinu né í öðrum lands- hlutum.“ . . . . . . . . . . 11. október 1987: „Þótt Sov- étmenn hafi lítið gert annað en að gangast inn á gamlar og nýjar tillögur Bandaríkja- manna og Vesturlanda frá fundinum í Reykjavík, er sú mynd gjarnan dregin upp, jafnvel af utanríkisráðherra Íslands, að Sovétmenn hafi betur í áróðursstríðinu. Slái menn lengi og oft á þessar nótur sannfærast þeir sjálfir að lokum og jafnvel fleiri. Sovétmenn töpuðu áróð- ursstríðinu um meðaldrægu eldflaugarnar á sínum tíma. Þeir vinna það ekki, þegar rætt er um fækkun flaug- anna, nema forvígismenn Vesturlanda haldi illa á mál- um.“ . . . . . . . . . . 12. október 1997: „Í um- ræðum á Alþingi sl. fimmtu- dag varpaði Guðný Guð- björnsdóttir, þingmaður Kvennalista, fram hug- myndum um leigu á veiði- heimildum til útlendinga. Í Morgunblaðinu í gær skýrði þingmaðurinn þessar hug- myndir nánar og sagði: „Það skiptir meginmáli, að arð- urinn renni til þjóðarinnar, sem á auðlindina, og gæti jafnvel verið skárra að leigja einum og einum útlendingi einhvern hluta auðlindarinnar heldur en að láta sægreifana fá hana fría á silfurfati. . .ef það væri ákveðið að leigja út afla frá ári til árs kæmi það allt eins til greina að leigja þá útlendingum, ef afrakstur auðlindarinnar skilaði sér þannig betur til þjóð- arinnar.““ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LEIÐ TIL LAUSNAR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonborgarstjóri opnaði leið tillausnar á hinni hörðu deilu, sem staðið hefur yfir síðustu daga í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Borgarstjóri segir í samtalinu að „hann sé tilbúinn að ræða þá stefnumörkun hvort OR eigi að draga sig út úr útrásinni og láta aðra sjá um hana.“ Þetta er lausnin. Orkuveita Reykjavíkur á að einbeita sér að því verki sem var meginverkefni þeirra veitufyrirtækja, sem voru undanfari Orkuveitunnar, þ.e. að sjá Reykvík- ingum og íbúum nokkurra nágranna- byggðarlaga fyrir rafmagni og heitu og köldu vatni. Þjónustufyrirtæki í almannaeigu eiga að einbeita sér að slíkum verk- efnum en ekki blanda sér í aðra starf- semi sem snertir á engan hátt helztu hagsmuni eigendanna eins og að byggja jarðvarmaveitur í löndum á borð við Filippseyjar og Indónesíu. Þar er um mikinn áhætturekstur að ræða og ekkert sjálfgefið hver nið- urstaðan verður. Slík útrás í orkugeiranum er verð- ugt verkefni eins og Morgunblaðið hefur vikið að og möguleikarnir í því séu miklir en það á ekki að vera hlut- verk opinbers þjónustufyrirtækis hér að taka þátt í því. Full ástæða er til að ætla að það verði auðvelt að selja hlut Orkuveitunnar í hinu sameinaða útrásarfyrirtæki. Borgarstjórn Reykjavíkur á ekki að draga þá ákvörðun heldur ganga strax til þess verks að selja hlutinn. Talið er að mestu jarðhitasvæðin í heiminum sé m.a. að finna í Banda- ríkjunum, Indónesíu og á Filippseyj- um. Í Bandaríkjunum má gera ráð fyrir að jarðvarmavirkjanir sem þar verði byggðar á næstu árum selji orku inn á hið almenna kerfi. Öðru máli gegnir á Filippseyjum og í Indónesíu. Þar má búast við að orkan frá jarðvarmavirkjunum verði m.a. seld til stóriðju. Stjórnarfarið í tveimur síðastnefndu löndunum er ótryggt. Ein af ástæðunum fyrir því að álfyrirtæki sækjast svo mjög eftir að byggja álver hér er hið stöðuga stjórnarfar sem við búum við. Hið sameinaða útrásarfyrirtæki sem nú er að verða til hér á m.a. eftir að kljást við þá áhættu sem fylgir ótryggu stjórnarfari í sumum þeirra landa sem athygli fyrirtækisins mun beinast að. Það er ekkert vit í því að þjónustufyrirtæki í almannaeigu hér á Íslandi sem á að sjá fólki hér fyrir ákveðnum grunnþörfum taki slíka áhættu. Það á heldur ekki við að slíkt þjón- ustufyrirtæki blandist inn í umræður um kauprétti af því tagi sem upp hafa komið síðustu daga og engar full- nægjandi skýringar liggja fyrir um. Það ber að fagna þeirri yfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík sem nú liggur fyrir um vilja hans til að draga Orkuveitu Reykjavíkur út úr hinu sameinaða útrásarfyrirtæki. Jafn- framt ber að fagna afdráttarlausri yf- irlýsingu hans um að ekki komi til greina að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur. Um það segir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson í samtali við Morgunblaðið í gær: „En Orkuveita Reykjavíkur verður ekki einkavædd og hún á að vera í eigu okkar Reykvíkinga. Hún fram- leiðir vöru sem er svo mikilvæg fyrir okkur og varðar öryggi okkar og lífs- skilyrði og á að vera í okkar eigu.“ Þegar þetta tvennt liggur fyrir; vilji borgarstjóra til að Orkuveitan hverfi frá aðild að útrásarfyrirtækinu nýja og afdráttarlaus afstaða gegn einkavæðingu verður auðvelt fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðis- manna að sameinast á ný um grund- vallarafstöðu til þeirrar þjónustu við borgarbúa sem Orkuveitan veitir. Útrásin er spennandi verkefni og fjármagn mun koma úr öðrum áttum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ B ill Clinton hefur verið líkt við rokk- stjörnu þegar hann fer um heim- inn, slíkar eru móttökurnar. Fær- eyjar voru á mánudag á valdi Clintons. Þegar forsetinn fyrrver- andi kom til eyjanna beið hans hópur fólks hjá flugvellinum og hann gaf sér tíma til að tala við það og veita eiginhandaráritanir. Fyrir utan Hótel Færeyjar beið einnig hópur; blaðamenn, nokkrir leikskólakrakkar í pollagöll- um, grunnskólabekkur sem æfði sig á ensku að segja: Velkominn til Færeyja, herra forseti, og ung stúlka með rautt litað hár klædd í þunnan, hnésíðan bláan kjól í nepjunni. Einhverjir blaða- menn nefndu nafn Monicu Lewinsky og veltu fyrir sér hvort blái kjóllinn væri tilvitnun í atburða- rásina, sem næstum varð Clinton að falli þegar hann sat á stóli forseta, en aðrir töldu ákaflega hæpið að þessi unga stúlka hefði pólitískt minni til að átta sig á því að flíkina mætti túlka sem skila- boð. Þegar bílalest Clintons kemur að hótelinu legg- ur hún beint fyrir framan innganginn en nokkuð frá staðnum þar sem hópnum hefur verið leyft að standa. Clinton gefur sér hins vegar tíma til að rölta í rólegheitum til fólksins, sem hefur beðið í rigningunni, svara nokkrum spurningum og taka í hendur barna og fullorðinna. Fyrir fimmtán árum átti bréfritari þess kost í tvígang að fylgjast með Clinton á kosningafund- um. Í fyrra skiptið stóðu forkosningar yfir og allir frambjóðendur demókrata komu fram á Plaza- hótelinu í Boston til að sýna sig kjósendum. Við- staddir sátu við hringlaga borð og í miðjum sal hafði nokkrum myndatökuvélum verið komið fyrir á palli. Clinton átti í vandræðum í kosningabarátt- unni þegar fundurinn átti sér stað. Kona að nafni Gennifer Flowers hafði greint frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við ríkisstjórann í Arkansas og lagt fram upptökur því til sönnunar. Reyndar dró úr trúverðugleika hennar að hún hafði fengið greitt fyrir framburð sinn en engu að síður voru þessi mál alls staðar í fréttum. Hins vegar var ekki að merkja að frambjóðandinn ætti á brattann að sækja þegar hann steig í pontu og bar hann af hin- um frambjóðendunum. Þegar hann hafði lokið máli sínu tóku allir myndatökumennirnir nema einn niður myndavélarnar sínar og héldu í humátt á eftir Clinton. Jerry Brown, fyrrverandi ríkis- stjóri í Kaliforníu, var næstur í ræðustól og byrj- aði á að skamma fulltrúa fréttastofanna fyrir að sýna ekki öllum frambjóðendum sömu virðingu og grafa þar með undan lýðræðinu. Framboð Browns var andvana fætt og það sást á þessum fundi. Á meðan Brown talaði mátti sjá Clinton á hliðarlín- unni umkringdan myndavélum. Spurningarnar snerust ekki um stefnumál hans, heldur fyrr- nefnda Flowers. Clinton tókst hins vegar að standa af sér þessa orrahríð og nokkrum mánuðum seinna var hann aftur kominn til Boston, búinn að tryggja sér út- nefningu demókrata til forsetaframboðs af hálfu flokksins og kosningabaráttan við George H.W. Bush, föður núverandi forseta, í algleymingi. Í þetta sinn var umgjörðin allt önnur en á hótelinu, fundurinn fór fram undir berum himni og blöðrur og borðar úti um allt. Clinton náði vel til við- staddra, en því má ekki gleyma að Massachusetts er eitt af höfuðvígjum demókrata í Bandaríkjun- um og þess því ekki að vænta að áheyrendur yrðu erfiðir. Eftir ræðuna dembdi frambjóðandinn sér út í þvöguna fyrir framan sviðið til að hitta tilvon- andi kjósendur sína í eigin persónu og var augljóst að hann naut sín í þessari umgjörð, virtist sækja kraft og næringu úr hverju handabandi, hverju augnaráði frá fólkinu, hin fullkomna pólitíska vera. Clinton var allt annar að sjá nú en árið 1992. Hárið er silfurgrátt, andlitið teknara en hann er einnig grennri og jafnvel léttari á fæti. Það er kannski ekki að furða að hann hafi látið á sjá eftir átta stormasöm ár í Hvíta húsinu. En aðdrátt- araflið er enn til staðar. Á gönguferð í miðbæ Þórshafnar nam hann staðar hjá móður með barn í fanginu og tók hana tali. Eftir nokkrar sekúndur teygði barnið fram hendurnar og vildi komast í fangið á honum. Áhyggjur af mannfjölgun og loftslagsmálum C linton kom til Færeyja fyrir atbeina færeyska vinnuveitendasam- bandsins og átti Jóhan Páll Joen- sen, formaður þess, frumkvæði að því að fá hann. Von hans er að Færeyingar verði stórhuga við að fá Clinton í heimsókn. Clinton var í það minnsta fljótur að ná salnum á sitt band þegar hann tók til máls í Norðurlanda- húsinu í Þórshöfn. Hann byrjaði á að fjalla um færeyskan búfénað og vatt sér síðan yfir í torfþök- in sem víða má sjá á færeyskum húsum. „Ég horfði á grasþökin með gamla laginu og hugsaði um hvað þið væruð nú þegar langt á undan okk- ur,“ sagði hann. „Um öll Bandaríkin keppast menn nú hver um annan þveran um að setja gróð- ur á húsþökin hjá okkur til að draga úr rafmagns- kostnaði og útblæstri koltvíildis.“ Hann sagði að Færeyingar yrðu að gera sér grein fyrir því að ör- lög þeirra væru samtvinnuð örlögum heimsins og áhrif hækkandi olíuverðs hefðu ekki síður áhrif á þá en aðra. Nú væri hann hins vegar orðinn óform- legur sendiherra Færeyja. Í ávarpi sínu gerði Clinton mikið úr því að ógerningur væri að leiða hjá sér vandamál annarra þjóða. Yfirleitt væri orðið hnattvæðing notað til að lýsa stöðu heimsins í dag en hann vildi fremur tala um að þjóðir heims væru innbyrðis háðar hver annarri. Hætturnar væru margar. Loftslagsbreytingar gætu valdið því að byggð á láglendi væri stefnt í hættu, ekki yrði hægt að ganga að sjávarfangi vísu og Golf- straumurinn gæti stöðvast. Hann rakti hvernig maðurinn væri að ganga á náttúrulegar auðlindir, hvort sem það væri vatn, fiskur, plöntur eða dýr, sem væri áhyggjuefni hvað hyrfu hratt. Fólksfjölgunin í heiminum var honum sérstakt áhyggjuefni: Frá því að fyrsti maðurinn kom fram fyrir 15 þúsund árum til þessa dags hefði mann- inum fjölgað í sex og hálfan milljarð. Nú væri því spáð að árið 2050 yrðu jarðarbúar níu milljarðar og mest yrði fjölgunin í löndum sem þegar væru í vandræðum. Hann sagði að þau innflytjenda- vandamál sem heimurinn ætti nú við að stríða væru ekkert miðað við það sem koma skyldi, yrði ekkert að gert. Það hefði verið synd að frumvarpið um ný innflytjendalög í Bandaríkjunum hefðu ver- ið felld. Það hefði verið eitt af fáum málum sem hann hefði stutt Bush í. Hins vegar hefðu útlend- ingafælnir hægrimenn og vinstrimenn með áhyggjur af lífskjörum og launum snúið bökum saman um að fella lögin sem hefði verið misráðið. Að mati Clintons er ein leið til þess að hægja á fjölguninni að leggja áherslu á að gefa börnum um allan heim kost á að ganga í skóla. Ef það tækist og sérstaklega væri hægt að koma stúlkum á skólabekk myndu þær eiganst börn síðar og það gæti haft gríðarleg áhrif. Clinton sagði að einnig þyrfti að fara rækilegar yfir það hvernig fé væri varið til þess að skapa jafnvægi í heiminum. Stríðið í Írak kostaði Banda- ríkjamenn nú 12 milljarða dollara á mánuði. Ef Bandaríkjamenn myndu axla sinn hlut af árþús- undamarkmiðunum, sem Sameinuðu þjóðirnar settu í framkvæmdastjóratíð Kofis Annans, þyrftu þeir að láta 40 milljarða af hendi rakna á ári og myndu hafa áhrif á líf tveggja milljarða manna. Clinton sagði að stríð væri dýrasti kosturinn og bætti við að ekki væri hægt að drepa alla sem gætu viljað gera okkur mein. Mikilvægi góðgerðarmála C linton hefur beitt sér mikið í góð- gerðarmálum á undanförnum ár- um og sagði í ræðu sinni að ein- staklingurinn hefði aldrei verið betur í stakk búinn til þess að láta gott af sér leiða en á okkar dögum. Fyrr á þessu ári gaf hann út bókina Að gefa eða Giving. „Í öllum krókum og kimum Bandaríkjanna og heimsins alls er gáfum og krafti deilt jafnt nið- ur en það sama á ekki við um möguleika, fjárfest- ingar og skilvirkt skipulag,“ skrifar hann í bók- inni. „Afleiðingarnar eru að á hverju ári er milljörðum manna neitað um að fá það út úr lífinu sem þeir hafa burði til og milljónir láta lífið að þarflausu.“ Hann segir að við getum ekki leitt vandamál annarra hjá okkur: „Það er vaxandi viðbragð gegn hinu hnattvædda efnahagslífi bæði í ríku og fá- tæku löndunum þar sem hagvöxturinn sem því hefur fylgt hefur aðeins lent í vösum hinna fáu. Um helmingurinn af íbúum jarðar lifir enn af minna en tveimur dollurum á dag. Í Bandaríkj- unum hefur verið hagvöxtur í fimm ár, framleiðni eykst og undanfarin 40 ár hafa fyrirtæki okkar verið rekin með hagnaði en meðallaunin eru óbreytt og fleiri manneskjur eru án heilsutrygg- ingar. Alltumlykjandi verktaka á framleiðslu og þjónustu hefur skerpt óvissuna. Meginhlutinn af efnahagslegum ábata undanfarinna tíu ára hefur farið til þeirra tíu prósenta sem hafa hæstar tekjur. Og mitt í ríkidæmi okkar eru manneskjur sem svelta, eru heimilislausar, atvinnulausar, veikar, fatlaðar, örvæntingarfullar, einangraðar og sniðgengnar. Það eru börn með drauma sem munu deyja geri enginn neitt.“ Clinton segir að stærsta verkefni nýrrar aldar sé að skapa þjóðfélag þar sem allir eru þátttak- Laugardagur 6. október Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.