Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 43
endur og það sem við eigum sameiginlegt hefur
meira að segja en þeir hagsmunir sem eru ólíkir.
Stjórnvöld þurfi að taka sig á og standa við gefin
loforð en einstaklingarnir geti lagt mikið af mörk-
um. Í bók sinni tekur hann mýmörg dæmi af ein-
staklingum sem hafa látið til sín taka, allt frá hjón-
unum Bill og Melindu Gates til barna í New York.
Fólk geti gefið ýmist fé eða tíma en allir geti gert
eitthvað. Warren Buffett, næstríkasti maður
Bandaríkjanna á eftir Bill Gates, ákvað að gefa
næstum alla sína peninga og fela Gates-stofnun-
inni að ráðstafa þeim. Clinton kveðst í bókinni
hafa spurt Buffett hvers vegna hann hefði tekið
þessa ákvörðun: „Mín gjöf er ekki neitt. Ég get
veitt mér allt sem ég þarfnast fyrir minna en eitt
prósent af auðæfum mínum. Ég fæddist í réttu
landi á réttum tíma og launin fyrir vinnu mína
hafa verið í miklu ósamræmi við laun kennara og
hermanna. Ég er bara að borga til baka umframfé
sem er mér einkis virði en getur gert heilmikið
fyrir aðra. Fólkið sem ég dáist að í raun eru þeir
sem gefa lítið og neita sér um að sjá kvikmynd eða
fara út að borða til að hjálpa þeim sem þarfnast
þess meira.“
Heill heimur þarfnast ykkar
Í
lok bókarinnar vegur Clinton að hugs-
unarhætti nútímans: „Mikið af samtíma-
menningu okkar einkennist af frásögn-
um af firringu og sjálfstortímingu.
Mikið af pólitík samtímans snýst meira
um persónulegar árásir en ærleg skoð-
anaskipti. Mörgum fjölmiðlum nútímans ráða
menn sem maka krókinn á að niðurlægja aðra,
sýna þá þegar verst stendur á og nýta sér sárs-
auka þeirra. Hver er hamingjusamastur? Sá sem
sameinar eða sá sem sundrar? Sá sem byggir upp
eða sá sem rífur niður? Sá sem gefur eða sá sem
tekur?
Ég held að þið vitið hvert svarið er. Það er heill
heimur sem þarfnast ykkar, hvort sem það er neð-
ar í götunni eða hinum megin við hafið. Gefið.“
Clinton hefur orðið mikið ágengt í góðgerðar-
málum. Hann fær fólk til að opna vasa sína og hef-
ur getað lagt mönnum lið sem tilbúnir eru að
leggja vinnu í uppbyggingu og aðstoð, meðal ann-
ars til að ráða niðurlögum alnæmis. Honum hefur
því tekist vel að finna sér hlutverk og ná sér á strik
eftir að forsetatíð hans lauk og breyskleikar hans
og niðurlæging hefur gleymst. Clinton hefur alltaf
verið vinsæll stjórnamálamaður, meira að segja
þegar repúblikanar á þingi hugðust koma honum
frá vegna meinsæris þegar hann átti í tygjum við
Monicu Lewinsky. Hann nýtur meiri vinsælda
meðal demókrata um þessar mundir en þegar
hann fór úr embætti. 88% þeirra líta hann nú með
velþóknun.
Hillary Clinton og
arfleifð eiginmannsins
Ý
mislegt bendir til þess að hann gæti
verið á leið í Hvíta húsið að nýju,
nú sem eiginmaður forseta. Á for-
síðu nýjasta tölublaðs vikuritsins
The Economist er mynd af Clint-
on-hjónunum og vísar fyrirsögnin
til þess að þau hafi þann eiginleika að geta alltaf
náð sér á strik á ný þótt á móti blási. Um þessar
mundir virðist allt ganga Hillary Clinton í haginn.
Hún hefur 33 prósentustiga forskot á Barak
Obama samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Wash-
ington Post og ABC og 40 prósentustiga forskot á
John Edwards. Á þriðja fjórðungi þessa árs tókst
henni að safna meira fé en Obama sem fram að því
hafði staðið sig betur en hún og gekk mun betur en
Edwards. Kannanir sýna einnig að hún myndi
sigra frambjóðendur repúblikana yrði kosið nú,
þar á meðal Rudy Giuliani.
Í Færeyjum var hann spurður hvaða möguleika
Hillary Clinton kona hans ætti á að verða næsti
forseti Bandaríkjanna. Hann kvaðst telja líkur
hennar góðar en tók fram að enn væri ekki búið að
telja eitt einasta atkvæði. Hann sagði að hún væri
hæfari en andstæðingar henna úr röðum demó-
krata, þótt vissulega væru þeir hæfir, en kvaðst
óttast að meðal repúblikana væru frambjóðendur
sem væru færir um að framkalla minnisleysi með-
al þjóðarinnar um stjórnartíð George W. Bush.
Þar hefur hann ugglaust haft Giuliani í huga.
Margir eru þeirrar hyggju að það stór hluti kjós-
enda sé neikvæður í garð Hillary Clinton að það
muni standa henni fyrir þrifum sigri hún í for-
kosningunum. Hún sé sigurstranglegust í viður-
eign við aðra demókrata en eigi erfiðara uppdrátt-
ar en þeir þegar kemur að því að eiga við
andstæðing úr röðum repúblikana. Í könnun frá
Pew kom fram að 39% kjósenda líta hana með van-
þóknun. Karlar eru neikvæðari í hennar garð en
konur. Eins og The Economist bendir á hefur
George Bush hins vegar sýnt að það er hægt að
sigra í kosningunum þótt fjöldi manns hafi óbeit á
manni.
Hillary Clinton kemst ekkert undan arfleifð eig-
inmanns síns í kosningaherferð sinni frekar en
aðrir frambjóðendur demókrata – hvort sem þeim
líkar betur eða verr. Í nýlegri grein í tímaritinu
The New Yorker er því lýst hvernig hún fer með
pólitíska fortíð hans eins og hlaðborð, velur þá
rétti, sem henni líkar við og sniðgengur hina. Þótt
Clinton hafi verið í Færeyjum á mánudag og hald-
ið þaðan til Danmerkur helgar hann nú konu sinni
mestallan tíma sinn. Hann kemur fram á fundum
og fer í sjónvarpsviðtöl til að leggja konu sinni lið
og hvetur gamla vini sína til að styðja hana. Bill
Clinton verður því nálægur í baráttunni fyrir
næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Spurn-
ingin er hins vegar hvort það verður til trafala eða
ekki. Staða repúblikana er slæm eftir afleita
frammistöðu Bush í embætti. Eins og fram kemur
í The Economist var stuðningur við demókrata og
repúblikana jafn fyrir fimm árum og kenndu 43%
sig við hvorn flokk. Nú kenna 50% sig við demó-
krata, en aðeins 35% við repúblikana. Forseta-
frambjóðendur demókrata hafa safnað 70% meira
fé en keppinautar þeirra úr röðum repúblikana og
sýnir það á hvorn flokkinn þeir, sem eiga pen-
ingana, veðja næsta kjörtímabil.
Vitaskuld er rúmlega ár í kosningar og því ekki
hægt að slá neinu föstu en takist Hillary Clinton
að verða fyrsta konan til að verða forseti Banda-
ríkjanna yrði það einnig í fyrsta skipti sem hjón
næðu því að verða bæði kjörin forsetar. Síðastliðin
20 ár hafa forsetar Bandaríkjanna ýmist borið eft-
irnafnið Bush eða Clinton. Nú gæti Clinton-veldið
hafist til valda á ný.
»Mikið af samtímamenningu okkar einkennist af frásögnumaf firringu og sjálfstortímingu. Mikið af pólitík samtímans
snýst meira um persónulegar árásir en ærleg skoðanaskipti.
Mörgum fjölmiðlum nútímans ráða menn sem maka krókinn á
að niðurlægja aðra, sýna þá á sínum verstu augnablikum og
nýta sér sársauka þeirra. Hver er hamingjusamastur? Sá sem
sameinar eða sá sem sundrar? Sá sem byggir upp eða sá sem
rífur niður? Sá sem gefur eða sá sem tekur?
rbréf
Morgunblaðið/Karl Blöndal
Tekið eins og rokkstjörnu Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, talar við blaðamenn fyrir utan Hótel Færeyjar á mánudag. Clinton hélt erindi á viðskiptaþingi í Þórshöfn ásamt Hans Blix.