Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 44
44 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Lágmúla 4 • 585 4000 • www.uu.is
Bókaðu strax á www.uu.is/golf
Golfferð með öllu í viku!
99.900kr.*
Vikuferðir til El Rompido á
Spáni 16. og 23. október.
Lúxus gisting, morgunverður,
kvöldverður og ótakmarkað
golf á tveimur 18 holu völlum
við hótelið.
*Verð á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, flugvallarskattur, akstur
milli flugvallar og hótels erlendis,
gisting, morgun- og kvöldverðarhlað-
borð, fararstjórn og ótakmarkað golf á
2 glæsilegum 18 holu völlum (nema
komu- og brottfarardag).
Sértilboð í vikuferðir 16. og 23. október
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
R
V
3
92
83
0
9/
07
KÆRI Össur. Það er ekki langt
um liðið síðan við sátum á ritstjórn
gamla DV, þú sem yfirmaður, allra
manna hugljúfi, vel liðinn, sanngjarn
og samvinnufús.
Það er aðallega þess vegna sem ég
sendi þér nú línur til að reyna á þol-
inmæði þína í nýju embætti við að
svara nokkrum spurningum sem
brenna á mér og mörgum öðrum um
hversu mikil alvara býr að baki hjá
þér um að veita sérleyfi fyrir olíu-
borunum, sem þú segir í undirbún-
ingi. Og leyfi mér að treysta því, að
þú eigir við svæðið við Norðaust-
urland Íslands. Ekki
„norðausturhluta
landhelginnar“ – við
Jan Mayen!
Frétt frá iðn-
aðarráðuneyti
Í frétt á netmiðl-
inum vísi.is, 26. sept.
sl. er haft eftir þér, að
nú sé unnið að tillögu
um útboð á rannsókn-
arborunum eftir olíu.
Og ennfremur: „Það
er mikil vinna sem
liggur að baki útboði sem þessu. Það
þarf meðal annars lagabreytingu til
og einnig þarf að ákveða með hvaða
hætti ríkissjóður fái
greitt fyrir þessar bor-
anir ef olía finnst.“
Netmiðillinn visir.is
hefur ekki fleira eftir
þér orðrétt, en bætir við
til frekari skýringar, að
þú hafir tekið fram, að
þetta mál sé ekki nýtt af
nálinni, því það hafi ver-
ið rætt á Alþingi, síðast
árið 1991. Á þeim tíma
hafi olíuverð verið of
lágt til að slík vinnsla
gæti borgað sig og tækni
heldur ekki til staðar þar sem bora
þarf niður fyrir 1000 metra sjáv-
ardýpi.
„Norðausturhluti
landhelginnar“?
Netmiðilinn visir.is greinir svo
sjálfur frá því, að svæðið sem hér um
ræðir sé í norðausturhluta íslensku
landhelginnar kallist „Drekasvæðið“,
og liggi að miðlínunni við Jan Mayen.
– Og bætir við í lokin, að reikna megi
með að töluverður áhugi sé til staðar
á að fá leyfi fyrir rannsóknarbor-
unum í kjölfar fregna um mikinn ol-
íufund úti fyrir ströndum Austur-
Grænlands!
Áhugamenn um fullkönnun setlag-
anna við norðausturströnd Íslands
fullyrða, að ekkert sé skylt með olíu-
leit eða könnun á setlögum á marg-
nefndu „Drekasvæði“ við Jan Mayen
og þeim setlögum sem fundust á
svæðinu út af Eyjafirði og Skjálfanda
fyrir tilstuðlan SHELL Int-
ernational árið 1970.
Frá þeim tíma til ársloka 1974 bár-
ust íslenskum stjórnvöldum óskir frá
25 erlendum aðilum um leyfi til leitar
að olíu og gasi hér við land. Ekki
þótti rétt að veita þeim jákvæða af-
greiðslu, utan hvað leyfi var veitt til
SHELL International í Haag í Hol-
landi til að framkvæma jarð-
fræðilegar mælingar á landgrunni
Íslands.
Feluleikurinn um landgrunnið
Málið liggur svo í skúffum ís-
lenskra ríkisstjórna og ráðuneyta allt
til ársins 1996, að 6 þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, undir forystu Guð-
mundar Hallvarðssonar alþm.,
leggja fram tillögu til þingsályktunar
um að fela ríkisstjórninni að stuðla
að því að hefja markvissar rann-
sóknir á því hvort olía eða gas finnist
á landgrunni Íslands með vísan til
þeirra svæða á landgrunninu sem
fyrri rannsóknir benda til að líkleg-
ust séu til að geyma slíkar auðlindir
og leitað samstarfs við erlenda aðila
um rannsóknirnar. Ekkert gerðist og
líklegt að málið hafi hreinlega verið
svæft.
Þessi feluleikur virðist enn á fullu,
samanber þögnina og takmarkaða
umræðu ráðamanna – og fjölmiðla –
um gas og olíusetlög hér við land.
Frétt vísis.is 26. sept. sl. sýnist ein-
mitt því marki brennd.
Ég á bágt með að trúa því að þú
hafir verið alls kostar sáttur við þesa
takmörkuðu umfjöllun vísis.is undir
fyrirsögninni Sérleyfi fyrir olíu-
rannsóknir í undirbúningi. – Þar sem
sífellt er klifað á „Drekasvæðinu“ við
Jan Mayen eins og það sé mikilvæg-
asta hafsvæðið til olíuleitar fyrir okk-
ur Íslendinga!
Þú átt leik, Össur
Nú er mál að spyrja þig, Össur
Skarphéðinsson sem iðnaðarráð-
herra: Hvað finnst þér um þetta mál
allt? Er ekki nærtækara að láta full-
kanna hvað nærri 5 km þykk setlög á
Skjálfanda og Öxarfirði hafa að
geyma, frekar en Drekasvæðið við
Jan Mayen?
Ég á ekki von á að þú farir með
veggjum ef ég þekki þig rétt, vegna
þessa máls, en látir linna feluleiknum
um svo mikilvægt atriði sem setlögin
kunna að vera fyrir okkur Íslend-
inga. – Það er vísast enginn áhugi á
raunhæfum rannsóknum á marg-
nefndu Drekasvæði, hvað þá við
Austur-Grænland samkvæmt nýj-
ustu fréttum, en því meiri á rann-
sóknum hér við land.
Alþingi ályktaði að fela iðn-
aðarráðherra að skipa starfshóp með
þátttöku vísindamanna að meta
hvort rétt sé hefja markvissar rann-
sóknir á olíu eða gasi á landgrunni Ís-
lands. Þetta var samþykkt á Alþingi
13. maí 1997. – Nú átt þú leik, Össur.
Með kveðju til þín og óskum um
velgengni í nýju starfi.
Olíuvæn setlög við Norðausturlandið
Geir R. Andersen skrifar opið
bréf til iðnaðarráðherra »Er ekki nærtækaraað fullkanna hvað
nærri 5 km þykk setlög
á Skjálfanda og Öx-
arfirði hafa að geyma,
frekar en Drekasvæðið
við Jan Mayen?
Geir Andersen
Höfundur er blaðamaður.
FYRIR tveimur árum hafði ég for-
ystu um að flytja frumvarp á Alþingi
um reykleysi á veitinga- og skemmti-
stöðum. Urðu miklar og heitar um-
ræður um málið í sam-
félaginu í kjölfarið þar
sem sitt sýndist hverj-
um um ágæti málsins.
Héldu sumir því fram
að með samþykkt þess
væri vegið að frelsi ein-
staklinga, sem ættu
sjálfir að ákveða hvort
þeir reyktu eður ei á
veitinga-og skemmti-
stöðum. Einnig heyrð-
ust þau furðulegu sjón-
armiði að ekki væri
sannað að óbeinar
reykingar væru skað-
legar. Hið rétta er að
slíkt er búið að
margsanna. Margir
studdu frumvarpið,
s.s. ýmis félög á heil-
brigðissviði og mik-
ilvægir hags-
munaaðilar í
veitingarekstri, s.s.
stéttarfélagið Efling,
Matvæla- og veitinga-
samband Íslands
(Matvís) og Samtök
ferðaþjónustunnar
(SAF).
Vinnuvernd
Reykleysið var síðan samþykkt af
Alþingi nokkru síðar á grundvelli
vinnuverndar þ.a. starfsfólk á veit-
inga- og skemmtistöðum fékk þannig
sama rétt og annað starfsfólk á því að
anda að sér hreinu lofti í vinnunni,
laust við tóbaksreyk frá öðrum. Í vor
varð á ný umræða um reykleysið
vegna reglugerðasmíði um hvernig
búið skyldi að reykjandi gestum
skemmtistaðanna utandyra. Loks
var heit umræða um reykleysið nú í
haust í tengslum við tímabærar og
velheppnaðar aðgerðir lögreglunnar
við að stemma stigu við skrílslátum
og slæmri umgengni í
miðborg Reykjavíkur á
helgarkvöldum og nótt-
um. Í þeirri umræðu
var reynt að tengja
slæma umgengni á göt-
um úti í of miklum mæli
við reykleysið á
skemmtistöðunum, en
allir vita, sem til þekkja,
að umgengnin var orðin
slæm löngu áður en
reykleysið kom til.
Reykleysi vel tekið
Þótt umræðan hafi
oft á tíðum verið hörð
um nýja reykleysið á
skemmtistöðunum er
alveg ljóst að afar vel
hefur tekist til með hin-
ar breyttu reglur.
Skoðanakannanir hafa
sýnt um nokkurt skeið
að þorri almennings
tekur reykleysinu vel
og styður það. Nýjasta
könnunin var birt 2.
október sl. en hún sýnir
að um 82% styðja reyk-
leysið. Sú niðurstaða er
mjög gleðileg og sýnir að breið sam-
staða og almenn ánægja ríkir með hið
breytta fyrirkomulag. Nú geta allir,
bæði starfsfólk og gestir, notið við-
veru á veitinga- og skemmtistöðum
án þess að anda að sér skaðlegum
tóbaksreyk frá öðrum.
Reykleysi skemmtistaða
Siv Friðleifsdóttir skrifar um
reykingabannið á veitinga- og
skemmtistöðum
» Þótt umræðanhafi oft á tíð-
um verið hörð um
nýja reykleysið á
skemmtistöð-
unum er alveg
ljóst að afar vel
hefur tekist til
með hinar
breyttu reglur.
Siv Friðleifsdóttir
Höfundur er alþingismaður.