Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 45
“ÍS-MYND”, GRILL,ÍS,DVD
NÝJU VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI HVERAGERÐI
MIKIL VELTA
ORRAHÓLAR- 3. HERBERGJA
STÓRKOSTLEGT ÚTSÝNI Í 3 ÁTTIR
STÓRAGERÐI- 3. HERBERGJA
STÓRKOSTLEGT ÚTSÝNI
Mikið endurnýjað fjölbýli. Bílskúrsréttur.
Upplýsingar í sala@firmus.is eða í 694 3401
Frábært verð : kr. 22.900.000,-
Skiptu tímanlega,
vertu öruggur og
forðastu biðraðirnar!
Umhverfisvænn valkostur í stað nagladekkja
Harðskeljadekk - Umhverfisvænni lausn!
Frá framleiðanda ársins árið 2007 kemur byltingarkennt
ofurdekk sem hentar við hörðustu vetraraðstæður líkt og ríkja
gjarnan á Íslandi. TOYO nýtir sér eiginleika valhnetuskelja, eins
harðasta efnis sem fyrirfinnst í náttúrunni. Þannig næst á
umhverfisvænni hátt aukið öryggi, minni loftmengun og
lágmarks malbiksskemmdir.
Í fyrstu hálku ár hvert verður fjöldi árekstra sem flesta hefði
mátt koma í veg fyrir. Að setja vetrardekkin undir snemma losar
þig við biðraðir og stress, og eykur öryggi þitt til muna.
Settu TOYO harðskeljadekkin undir strax í dag. Ekki bíða!
TOYOHarðskeljadekkByltingarkennt svar viðauknum kröfum umumhverfisvænni dekk ogaukið öryggi í
vetrarakstri!
Fiskislóð 30
Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000
Ha
rð
sk
el
ja
de
kk
in
se
ld
us
t u
pp
í f
yr
ra
!
EFTIR að nýr meirihluti Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
tók við stjórn í OR voru þau útrás-
arverkefni sem í vinnslu hafa verið
hjá Orkuveitunni færð í sérstakt
dótturfélag, Reykjavík Energy In-
vest (REI). Hinn 11. september var
svo óvænt tilkynnt á blaðamanna-
fundi, án samráðs við minnihlutann
og án þess að stjórn Orkuveitunnar
hefði fjallað um málið, að Bjarni Ár-
mannsson hefði keypt hlut í REI
fyrir 500 milljónir. Síðan þá hefur
Bjarni gegnt stjórnarformennsku í
REI en með honum í stjórn sitja
þeir Björn Ingi Hrafnsson og Hauk-
ur Leósson.
Minnihluti stjórnar OR hefur ekki
átt neina aðkomu að stjórn REI og
því ekki haft nein tök á að hafa eft-
irlit með hraðri framvindu mála í
dótturfélaginu. Með nokkurra
klukkustunda fyrirvara var svo boð-
að til stjórnar- og eigendafundar hjá
OR síðastliðinn miðvikudag. Minni-
hluti stjórnar fékk að morgni síðast-
liðins miðvikudags fund með stjórn-
arformanni OR og forstjórum OR og
REI til að fara yfir efni boðaðs fund-
ar. Á þeim fundi var minnihlutanum
gerð grein fyrir því að síðar um dag-
inn stæði til að sameina íslensku fé-
lögin sem starfa að íslensku orkuút-
rásinni, Geysir Green Energy og
REI.
Forkaupsréttarsamningar
samþykktir á laun
Á þessum undirbúningsfundi fór
minnihlutinn fram á ýmis gögn um
REI, meðal annars var gengið hart
eftir því að lagður yrði fram listi yfir
lykilstarfsmenn og stjórnendur sem
stjórn REI hafði þá samþykkt að
veita forkaupsrétt í félaginu. Þegar
sá listi var á endanum lagður fram
er óhætt að segja að mönnum hafi
brugðið. Enda kom í ljós að þeir
kaupréttarsamningar sem stjórn
REI hafði samþykkt að gera við
starfsmenn og tímabundna ráðgjafa
voru langt út fyrir öll velsæm-
ismörk. Fyrir utan almenna furðu á
slíkum kaupréttarákvæðum í op-
inberu eða hálfopinberu fyrirtæki
var bent á að forkaupsréttur sumra
einstaklinga á listanum gæti skapað
beina hagsmunaárekstra milli per-
sónulegra hagsmuna og hagsmuna
OR. Þessi gagnrýni varð til þess að
ákveðið var að fjarlægja sex nöfn af
listanum en önnur látin haldast, þar
á meðal nafn kosningastjóra Björns
Inga frá því í síðustu kosningum en
hann hefur nýlega verið ráðinn til
REI sem skemmtanastjóri (Event
manager) og nýtur þar kaupréttar.
Fyrirhuguð stjórnarlaun
Þá var formaður stjórnar OR og
stjórnarmaður í REI, Haukur Leós-
son, inntur eftir því hver stjórn-
arlaunin væru í stjórn REI og svar-
aði hann því til að þau hefðu verið
ákveðin 350 þúsund og tvöföld fyrir
formennsku. Nokkur umræða varð
um þetta á fundinum enda svona töl-
ur fyrir stjórnarsetu fáheyrðar.
Eftir að þessi stjórnarlaun kom-
ust í hámæli hafa menn reynt að
draga í land. Bent hefur verið á að
ekki hafi verið haldinn aðalfundur
eftir að Bjarni Ármannsson keypti
sig inn í REI og því hafi engar form-
legar breytingar verið gerðar á
stjórnarlaunum og því séu launin
enn þau sömu og þau voru, eða 120
þúsund. Það er gott ef umræðan
verður til þess að koma í veg fyrir að
stjórnarmenn í REI leggi í þann
leiðangur að skammta sér hærri
laun því 120 þúsund
hljóta að teljast mjög
rífleg stjórnarlaun.
Krafa um fagleg
vinnubrögð
Það er því ljóst að
ýmislegt vafasamt
hefur farið fram í
þessari eftirlitslausu
stjórn REI.
Á stjórnar- og eig-
endafundinum þar
sem samruninn var
samþykktur lögðu
borgarfulltrúar Sam-
fylkingar og Vinstri grænna í stjórn
OR því fram þá formlegu tillögu að
fulltrúar OR í stjórn REI verði vald-
ir út frá faglegum forsendum að
höfðu samráði við minnihlutann. En
til vara fór minnihlutinn fram á að
annar fulltrúi OR í stjórn REI kæmi
frá minnihlutanum, ef meirihluti
stjórnar OR kysi áfram að velja póli-
tíska fulltrúa til setu í stjórn REI.
Þessari tillögu var frestað til næsta
fundar stjórnar OR.
Samruni útrásarfyrirtækja
Augljóst er að þeir sem hafa setið
sem fulltrúar Orkuveitunnar í stjórn
REI hafa blindast af þeirri hagn-
aðarvon sem vissulega er í útrás-
arverkefnum OR. Það er mjög miður
hvernig græðgi, vinapot og pólitísk
spilling hafa sett ljótan svip á sam-
runa þessara útrásarfélaga. Því
samruni REI og GGE getur þrátt
fyrir allt verið skref í rétta átt í útrás
íslenskra orkufyrirtækja. Ekki leik-
ur vafi á því að sameinað fyrirtæki
stendur sterkar að vígi í verkefnum
sínum erlendis en fyrirtækin sitt í
hvoru lagi. Annað sem er ánægju-
legt við þennan samrunasamning er
að viðskiptavild og orðspor Orku-
veitu Reykjavíkur er metið í samn-
ingnum á 10 milljarða. Þessir 10
milljarðar eru þannig metnir til við-
bótar við framlag OR í peningum og
efnislegum eignum, meðan aðrir
eignast sinn eignarhlut í félaginu
með því að leggja eignir og peninga
inn í félagið. Í samningnum um sam-
runann er Orkuveita Reykjavíkur
því að njóta þeirrar þekkingar og
reynslu sem orðið hefur til í fyr-
irtækinu og íslenska orkuútrásin
byggist á.
Næstu skref
Nú bíður ærið verkefni við að end-
urvinna traust almennings. Sam-
fylkingin er tilbúin að taka þátt í því
að koma útrásarverkefnum Orku-
veitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt
horf þannig að almannahagsmuna sé
gætt og allir geti verið stoltir af.
Athafnastjórnmál í Orkuveitunni
Dagur B. Eggertsson og
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifa
um sameiningu Geysir Green
Energy og REI
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundar eiga sæti í stjórn og vara-
stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Dagur B.
Eggertsson
» Það er mjög miðurhvernig græðgi,
vinapot og pólitísk spill-
ing hafa sett ljótan svip
á samruna þessara út-
rásarfélaga.