Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 57
samstarfsháskólanna. Á þessum
fyrstu vikum haustannarinnar hefur
verið gríðarmikil eftirspurn eftir
þjónustu félagsins þar sem fjöldi
frumkvöðla hefur leitað til Innovit og
viðbrögðin farið langt fram úr von-
um.
Gefið hefur verið út tímarit um ný-
sköpun- og frumkvöðlastarfsemi,
kynningar haldnar í kennslu-
stundum, félagið kynnt á göngum há-
skólanna, tugum frumkvöðla veitt
ráðgjöf og hinn 10. október stendur
Innovit fyrir alþjóðlegri ráðstefnu
um frumkvöðlastarfsemi og stofnun
fyrirtækja. Af því tilefni verður ein-
um helsta sérfræðingi heimsins á
þessu sviði boðið til landsins, Ken-
neth P. Morse raðfrumkvöðli og
framkvæmdastjóra frumkvöðlaset-
urs MIT-háskóla í Boston.
Hver er sérstaðan?
Sérstaða Innovit liggur fyrst og
fremst í sérhæfðri þjónustu og
stuðningi við frumkvöðla úr íslensku
háskólaumhverfi sem eru á byrj-
unarstigum þess að stofna ný þekk-
ingarfyrirtæki. Auk þess er enginn
aðili á Íslandi sem sérhæfir sig sér-
staklega í að styðja við þekkingarfyr-
irtæki á allra fyrstu stigum, sem þó
búa yfir miklum vaxtar- og útrás-
armöguleikum í framtíðinni. Eins og
ítrekað hefur komið fram í al-
þjóðlegri samanburðarrannsókn á
frumkvöðlastarfsemi Íslendinga
(Global Entrepreneurship Monitor)
er frumkvöðlastarfsemi með mesta
móti á Íslandi. Hlutfall frumkvöðla-
starfsemi háskólamenntaðra Íslend-
inga er hins vegar með minnsta móti,
og telja þeir einungis um þriðjung
frumkvöðla. Til samanburðar er
þetta hlutfall yfir 60% í Bandaríkj-
unum, Bretlandi og á Norðurlönd-
unum. Markmiðið með stofnun Inn-
ovit er að hækka þetta hlutfall svo
um munar og leggja okkar af mörk-
um til að byggja upp hátækni- og
þekkingarþjóðfélag í fremstu röð.
» Innovit var stofnaðnú á haustdögum í
sinni endanlegu mynd
og með stofnun
félagsins eru kraftar
einkaframtaksins nýttir
á nýjum vettvangi á
Íslandi.
Höfundar eru stofnendur Innovit.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 57
Frábær staðsetning á þessari 87 fm 2-3ja herberja íbúð á jarðhæð
með sérinngangi. Íbúðin er björt og mjög snyrtileg. Baðherbergið er
með flísum og hvítri innréttingu. Úr stofu er útgengt á sérstaklega
skjólgóðan sólpall sem fylgir íbúðinni.
Þessa borgar sig að skoða strax
Vesturbrún 14 - 104 Reykjavík
Ágúst R. Pétursson
Sölufulltrúi
agust@domus.is
s. 664 6025/440 6025
Sölusýning í dag
milli kl. 15-15:30
VERÐ 25,9 M.
Falleg 82 fm 4ra herbergja íbúð að Njálsgötu. Tvær stofur, endur-
nýjað eldhús, parket á gólfum í stofu og holi, flísar á baðherbergi
og dúkur í eldhúsi og herbergjum. Sameign tekin í gegn og hús ný-
málað. Mjög sjarmerandi íbúð með mikinn karakter, verður að
skoða.
Njálsgata 80 - 101 Reykjavík
Ágúst R. Pétursson
Sölufulltrúi
agust@domus.is
s. 664 6025/440 6025
Sölusýning í dag
milli kl. 14 - 14:30
Gullfalleg nýstandsett 94,4 fm. 3ja herb. íbúð í miðbæ Reykjavíkur.
Tvö rúmgóð herbergi með parket á gólfi. Eldhúsið er opið inn í
stofu með nýrri fallegri háglans innréttingu. Innbyggður ísskápur og
uppþvottavél fylgir. Frábær eign sem vert er að skoða
Grettisgata - 101 Reykjavík
Elsa Björg
Þórólfsdóttir
Viðskiptastjóri
elsa@domus.is
s. 664 6013/440 6013
Ný uppgerð og
glæsileg eign
VERÐ 29,9 M.
Björt og rúmgóð 2ja herbergja 51,9 fm. íbúð ásamt stæði í bíla-
geymslu samtals 78,6 fm innangengt er í stigagang frá bílageymslu.
Útgengt er út á svalir í suður frá stofu. Sameign mjög snyrtileg.
Stigahús nýlega tekið í gegn. Tilvalin fyrstu kaup.
Rekagrandi - 107 Reykjavík
Elsa Björg
Þórólfsdóttir
Viðskiptastjóri
elsa@domus.is
s. 664 6013/440 6013
Bókaðu skoðun
VERÐ 19,9 M.
Glæsileg 4ra herbergja 128,5 fm endaíbúð á efstu hæð með stór-
kostlegu útsýni í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Eikar-
innréttingar, parket og flísar á gólfum.
Stutt í skóla og leikskóla.
Álfkonuhvarf - 203 Kópavogi
Halldór Jensson
Viðskiptastjóri
halldor@domus.is
s. 840 2100/440 6014
Frábært útsýni
VERÐ 25,9 M.
Opið hús sunnudaginn 7. okt.
milli klukkan 15 og 16 í tveimur
glæsilegum íbúðum að Strandvegi 23
Stórglæsileg 3ja herbergja, 128 fm, íbúð á efstu hæð með gluggum á þrjár hliðar og frá-
bæru útsýni við Strandveginn. Hvert smáatriði í þessari íbúð er útfært af natni og útsjónar-
semi. Allt tréverk í íbúð er sér smíðað og úr hnotu, innihurðir eru með aukinni hæð og
gegnheil hnota er á gólfum að mestu. Íbúðin einkennist af opnum og björtum rýmum. Mjög
ríkuleg innfelld og óbein lýsing í stofu þar sem gluggasetningin er sérlega falleg og loft-
hæðin nær mest 5 metrum. Innréttingar í eldhúsi og baðherbergi eru vel útfærðar þar sem
granít er á borðum og vönduð Miele tæki í eldhúsi. Víðsýnt er og fallegt útsýni til Bessa-
staða og Borgarinnar. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir. Verð 58,9 milljónir.
Falleg og björt íbúð sjávarmegin við Strandveginn í Sjálandshverfinu. Íbúðin er 104 fm og
vel skipulögð með stórri stofu og eldhúsi í sameiginlegu rými, tveimur góðum svefnher-
bergjum, vel búnu baðherbergi og þvottaherbergi í íbúð. Allar innréttingar eru úr eik og þá
eru flísar og eikarparket á gólfi. Fallegt útsýni til sjávar. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir
ásamt stórum svölum með timburpalli. Verð 37,9 milljónir.
Allar frekari upplýsingar veitir Albert Björn Lúðvígsson sölumaður í síma 617-1818.
Íbúð 402
Íbúð 203
Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali