Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í KJÖLFAR niðurskurðar á þorskkvóta skerðast lífskjör margra og mest á landsbyggð- inni. Talsmenn sveitar- félaga og landshluta hafa þungar áhyggjur og kalla eftir aðgerðum til mótvægis og senda samþykktir og tillögur til ríkisvaldsins. Í flest- um þessara tillagna er óskað eftir að reist verði netþjónabú á þeirra svæði, því nú vilja allir fá netþjóna- bú. Iðnaðarráðherr- ann, blessaður, talaði um að fara yrði með gætni í virkjanir, til að eiga ónotaða virkjanakosti þegar netþjónabúin koma. Netþjónabú virðist vera lausnarorð líkt og fiskeldi og loð- dýrarækti voru á sínum tíma. Þær lausnir kostuðu þjóðfélagið milljarða og leiddu harm og upplausn yfir margar fjölskyldur. Það er því eðli- legt að spurt sé hvað fáist með þessum net- þjónabúum. Um hvað eru Vestfirðingar og Norðlendingar að biðja? Til hvaða starf- semi vill iðnaðarráð- herra spara virkj- anakosti? Hvað koma mörg stöðugildi með netþjónabúi? Þrír húsverðir Mér er sagt að við hvert netþjónabú séu sárafá störf, því allur daglegur rekstur sé fjarstýrður. Þurfi tæknilegt viðhald eða stækk- un, þá senda eigendur búanna sína eigin sérfræðinga. Það nægi því að ráða tvo til þrjá húsverði eða gera samning við góða öryggisþjónustu. Sé þetta rétt, sem ég tel mjög lík- legt, þá væri afar óskynsamlegt að sóa virkjanakostum í landinu til svo arðlítilla verkefna. Það á að nýta orkulindir landsins til að skapa íbú- um þess störf og verðmæti. Ef Íslendingar næðu að nýta af- gangsorku og þyrftu ekki að fórna virkjanakostum, þá gæti orkusala til netþjónabúa orðið vitlegur kost- ur. Absorptions-kælikerfi Mest af orkunni, sem netþjóna- búin þurfa, fer til að framleiða kæl- ingu. Nú vill svo til að í Hellisheið- arvirkjun er verið að þrýsta ónotaðri spilliorku aftur ofan í jörðina. Sú orka er í affalls-gufu frá raf- orkuvinnslunni. Mikið væri nú fróðlegt og þakk- arvert ef Orkuveita Reykjavíkur kannaði afköst og arðsemi þess að knýja „absorptions-kælikerfi með þeirri affalls-gufu. „Absorptions-kælikerfi eru drifin með hita. Þau er t.d. í gaskyntum kæliskápum og Electrolux og Sie- mens framleiddu „absorptions- kæliskápa, sem þóttu afar góðir. Sé hægt að nota orku úr affalls- gufu á Hellisheiði til að framleiða kælingu, þá fæst markaður fyrir ónýtta orku og fín staðsetning fyrir netþjónabú, þar sem húsverðirnir eru þegar á svæðinu. Eru netþjónabú tálsýn? Birgir Dýrfjörð skrifar um ný- sköpun og orkunýtingu » Þá fæst markaðurfyrir ónýtta orku og fín staðsetning fyrir netþjónabú, þar sem húsverðirnir eru þegar á svæðinu. Birgir Dýrfjörð Höfundur er rafvirkjameistari. Ásgarður 2 - Endaraðhús m/aukaíbúð og bílskúr - Laust! BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Mjög skemmtilegt, 181,9 fm endaraðhús ásamt 23,4 fm bílskúr við húsið. Samt. 205,3 fm. Húsið skiptist í hæð, efri hæð og kjallara sem nú er innr. sem 2ja herb. aukaíbúð m. sérinng. og er í útleigu. Komið er inn í forstofu m. gestasnyrtingu. Eldhús er rúmgott með góðum borðkrók. Tvær bjartar stofur m. svölum og stiga út í garð með nýlegum sólpalli, grasbletti og trjám. Parket og flísar á gólfum. Efri hæð: 3 svefnherbergi og baðherb./þvottahús. Herb.gólf eru með parketdúk og parketi. Innang. er niður í kjallara. Bílskúr er við húsið m. gönguhurð út í garð. Verið er að endurn. rafmagn, nýl. skólp út í götu, gaflar einangr. og múraðir f. 2 ár- um. Skemmtileg eign með mikla möguleika í vinsælu hverfi. Verð 41,8 millj. Nánari upplýsingar veitir Inga Dóra Kristjánsdóttir sölumaður, s. 899 3367. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Nýkomin í einkasölu stórglæsileg 130 fm 3ja-4ra herb. íbúð á neðri hæð í vönduðu fjórbýli á þessum vinsæla stað í Áslandinu. Glæsilegar innréttingar frá HTH. Vönduð gólfefni. Allt fyrsta flokks. Stórar svalir í suður og vestur. Geymsla og sérbílastæði í kjallara. Glæsileg lúxus íbúð þar sem hvergi hefur verið til sparað. V. 36,4 millj. M bl 9 19 10 1 Þrastarás m/bílskýli - Hfj. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Glæsileg algerlega endurnýjuð sérhæð ásamt bílskúr í góðu steinsteyptu húsi. Stærð 134,3 fm. Ný gólfefni og innihurðar. Nýjar vatns- og frárennslislagnir. Allt nýtt í eld- húsi og baði. Bjartar og rúmgóðar stofur. FRÁBÆR STAÐSETNING MEÐ MIKLU SJÁVAR ÚTSÝNI. LAUS STRAX. VERÐ 49,0 MILLJ. TEKIÐ VERÐUR Á MÓTI ÁHUGASÖMUM Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 14 - 16. jöreign ehf OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG KL. 14 - 16 SÖRLASKJÓL 94 -VESTURBÆR. Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 SAMGÖNGURÁÐHERRA. Mig langar að beina til þín nokkrum spurningum. Í Fréttablaðinu 3.9. sl. er grein um vegalagningu yfir Hellisheiði. Í þeirri grein er nokkuð vitn- að í samtal við þig. Þar má m.a. lesa eft- irfarandi „Spurður í ljósi þess hvort ekki hefði verið nær að halda áfram með lagningu 2+1 vegar, segir Kristján: „Sú ákvörðun hefur ein- faldlega verið tekin að horfa miklu lengra til framtíðar í þessu máli.““ Ó já, stórhugur er vart löstur, en hver skyldi nú vera munurinn á 1+2 vegi og 2+2 vegi? Á báðum gerðunum er því meginslysavarn- armarkmiði náð að aðskilja akst- ursstefnur, en það er und- irstöðuatriði í öryggisumræðunni. Það er þvílíkt undirstöðuatriði að það skyggir í raun á allt annað sem hægt er að gera til að fyr- irbyggja slys á vegum sem okkar, vegum sem ekki hafa náð 15.000 til 20.000 bíla umferð á dag. Hins vegar mun 2+2 vegur vera nálega þrisvar sinnum dýrari en 1+2 vegurinn. Og í sumum til- fellum verulega meira en það. Ég hlýt að mega reikna með að þér sé fullljóst að ef áætlanir Vegagerðarinnar um áframhald- andi vinnu við að gera 1+2 veg um Hellisheiði hefðu náð fram að ganga, hefði mátt hafa tilboð í gerð þannig vegar á leiðinni Rauðavatn- Hveragerði tilbúin fyrir áramót og þar með hefði mátt hafa veginn tilbúinn fyrir lok næsta árs. Og þar með hefði síðla árs 2008 verið búið að aðskilja akstursstefnur á veginum þeim. Herra samgönguráðherra. Við Kögunarhól eru 52 krossar – ein- um pínulitlum betur – í minningu þeirra sem farist hafa á veginum til Reykjavíkur. Staðreyndin er að á árunum 2000 til 2005 fórust 7 manns á þessari leið. Krossunum við Kögunarhól mun víst óhjá- kvæmilega fjölga meðan beðið er eftir alvöru aðgerðum sem fækka slysum. Herra samgönguráðherra, allir þeir sem ég hef spurt – menn innan sem ut- an Vegagerðarinnar – eru á einu máli að bið eftir 2+2 vegi umfram þá bið sem orðið hefði eftir 1+2 vegi verður í árum talin. Í fyrr- nefndu blaðaviðtali stendur ennfremur: „Kristján neitar því ekki að mikið starf sé óunnið og segir að um óhemju flókna fram- kvæmd sé að ræða.“ Eftir þér er og haft í sömu grein: „Þetta er flókinn ferill og enginn getur sagt um hvað þetta tekur langan tíma.“ Já. Hér er boðuð bið. Hugsanlega löng bið eftir aðgerðum. 5 ár? 7 ár? Kannski 8-10 ár? En ég hlýt að spyrja hvað er ásættanlegt að fórna mörgum mannslífum í bið eftir 2+2 vegi? Samgönguráðherra. Það liggur fyrir að tæknilega og samkvæmt fullunnum áætlunum Vegagerð- arinnar hefði mátt reisa þessa feiknalegu slysavörn yfir Hellis- heiði á árinu 2008, en þú ákveður „að horfa til miklu lengri fram- tíðar“, og þú hefur sjálfur undir- strikað í blaðaviðtali að taki lengri tíma. Samt hefur þú tekið þá ákvörðun að sóa þeim mannslífum sem munu liggja í valnum á mis- munatímanum. Krossunum við Kögunarhól mun fjölga. „Horfa til miklu lengri framtíðar“ og vita vel hverjar afleiðingarnar verða með- an beðið verður. Ég get ekki með nokkru móti skilið forsendur þeirr- ar ákvörðunar. Af hverju er þörf á að bíða mán- uði og ár eftir aðskilnaði aksturs- stefna yfir Hellisheiði. Af hverju má ekki ráðast í framkvæmdir strax á næsta ári, sem koma munu í veg fyrir örkuml og dauða. Herra samgönguráðherra, þú hefur af stórhug ákveðið að fara að tilmælum Sunnlendinga og heimila þeim sem hæst hrópa þar að bíða og horfa á svo sem 3-8 dauðaslys og annað eins af stóráföllum öðrum áður en unnt verði að bæta um- ferðaröryggi með gerð 2+2 vegar. Því spyr ég. Hvað er ásættanlegt að bíða mörg ár, eða marga mánuði, auka- lega umfram stystu mögulegu bið, eftir því að aðskildar verði akst- ursstefnur yfir Hellisheiði ? Hvað er ásættanleg að margir láti lífið meðan beðið er? Er hægt að fá frá þér grein- argóða skýringu á þessari ákvörð- un þinni, skýringu sem tekur mið af þeim hörmungum og dauða sem ákveðið hefur verið að horfa framhjá í ótiltekinn tíma? Samgönguráðherra. Ég bý á Kjalarnesi, þar er líka beðið eftir bótum á umferðaröryggi. Þar eru líka krossar við veginn, þar þurf- um við líka að bíða og horfa á eftir mönnum farast og horfa á aðra ör- kumlast. Ég er að spyrja um Hellisheið- ina vegna þess að svörin við því aðkallandi máli gefa mér hugs- anlega vísbendingu um hvers er að vænta á leiðinni Reykjavík- Borgarnes. Kaldhæðni örlaganna er sem sagt sú að á þeirri leið fór- ust 7 á árabilinu 2000-2005. Sami fjöldi og á Hellisheiðinni. Samgönguráðherra. Ég spyr af eigingjörnum hvötum. Enn sem komið er hafa þessi slys ekki lent innan minnar fjölskyldu. En sam- gönguráðherra. Ég spyr vegna þess að ég er hræddur. Spurningar til samgönguráðherra Þór Jens Gunnarsson skrifar um samgöngubætur » Samgönguráðherrahefur ákveðið að leggja 2+2 veg um Hellisheiði í stað 2+1.Það mun taka veru- lega lengri tíma. Á þeim tíma munu verða mann- skæð slys. Þór Jens Gunnarsson Höfundur er vegfarandi sem býr á Kjalarnesi. Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.