Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 63

Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 63 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir, mágur og barnabarn, GUÐJÓN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, Vesturhólum 17, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krýsuvíkur- samtökin, banki 545 26 991 og kt. 560991 1189. Eva Lind Guðjónsdóttir, Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Ásthildur Guðmundsdóttir, Stephan Huber, Brynjar Karl Guðmundsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Guðjón Björgvin Jónsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, HJÖRDÍS PÉTURSDÓTTIR, Sörlaskjóli 32, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 2. október. Jarðaförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. október kl. 13.00. Gunnsteinn Magnússon, Ingibjörg Bjarnadóttir, Hannes Erlendsson, Ágúst Bjarnason, Guðrún C. Emilsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, barna og barnabarnabörn. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Björn Jónssonfæddist í Skóg- um í Öxarfirði 12.5. 1914. Hann andaðist á Vífilsstöðum 17.9. 2007. Foreldrar Björns voru hjónin Jón Björnsson bóndi í Skógum, fæddur 10.9. 1876, dáinn 4.3. 1917, og Krist- rún Þórarinsdóttir, fædd 24.10. 1885, dáin 28.2. 1917. Jón faðir Björns var sonur Björns bónda í Skógum og konu hans Arnþrúðar Jónsdóttur frá Laxárdal í Þistilfirði. Kristrún móðir Björns var dóttir hjónanna í Saurbæ á Langanesströnd, Önnu Rögnvaldsdóttur og Þórarins Jó- hannessonar frá Leifsstöðum í Öxarfirði. Systkini Björns voru: Þórarinn, fæddur 1908, dáinn 1931, og Gunnþórunn, fædd 1911, dáin 1920. Fósturforeldrar Björns voru Gunnþóra Þórarinsdóttir og Óli G. Árnason, bóndi á Bakka í Kelduhverfi. Fóst- ursystkini Björns voru: Sigurveig, Jón, Ragnar og Gunnar. Þau eru öll látin. Björn var í Bændaskólanum á Hvanneyri árin 1932-1934. Hann vann á búi fóstur- foreldra sinna uns hann flutti með fóst- urforeldrum sínum til Akureyrar um 1940. Þar vann hann við bókband hjá POB. Hann flutti svo suður fyrir jökla og starfaði eftir það lengst af hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík eða um 30 ár. Þegar leið á 10. áratuginn fór heilsu hans hrakandi og flutti hann í þjónustuíbúð Reykjavíkurborgar við Dalbraut á haustmánuðum ár- ið 1999. Hann flutti svo á Vífils- staði árið 2004 og lést þar. Útför Björns fórm fram í kyrr- þey í Fossvogskapellu 24. sept. 2007. Það var í apríl 1957 sem fundum okkar Björns bar fyrst saman. Kappsamir félagsmenn í Byggingar- samvinnufélaginu Framtaki voru að puða í grunni lóðar að Sólheimum 27. Þá kom í ljós að nýr félagi hafði bæst í hópinn, grannholda, dökkur á brún og brá og kvikur í hreyfingum. Hann lagði vart orð í belg, en fylgdist vel með orðræðum manna, sem einkum snerust um framvindu byggingar- framkvæmda á framtíðarhúsnæði þeirra sem í grunnvinnunni voru. Það kom á daginn að Björn var með allra bestu starfsmönnum bygging- arinnar. Hagleiksmaður á tré jafnt sem múrverk. Hann gekk í öll þau störf, sem til féllu. Hann var mér strax ákaflega hjálplegur. Við vorum nágrannar í Vesturbænum og fékk ég oft að fljóta með honum, í svarta Skódan- um, til og frá vinnu. Og eins að skjót- ast með honum í kvöldmat í Mjólk- urbarinn eða Sælakaffi. Okkar kunningskapur hélst æ síð- an. Við hjónin áttum oft erindi við hann, einkum þegar við bjuggum í sama húsi. Það var algeng sjón að sjá Björn sitja í sæti sínu með tvær eða þrjár bækur liggjandi opnar á sófa- borðinu. Björn var mikill lestrar- hestur, en las helst þjóðlegan fróð- leik og góðar bækur. Kvæði kunni hann utanbókar og bækur Halldórs Laxness voru í uppáhaldi hjá Birni. Hann var smekkmaður á íslenskt mál og hafði góðan orðaforða, en not- aði stundum önnur orð um hluti en við höfðum vanist. „Er hann úfinn núna,“ spurði hann eitt sinn þegar við komum til hans í leiðindaveðri. Hann var grandvar maður til orðs og æðis. Hann var vinsæll og jafnan ávarpaður „Björn minn“ af vinum og samstarfsmönnum. Björn unni útiveru og íslenskri náttúru. Hann hafði gaman hestum og á meðan hann bjó á Akureyri átti hann nokkra gæðinga. Hann ræktaði kartöflur til heimilisbrúks og hafði gaman af að renna fyrir fisk og hjálpaði oft vinum og vandamönnum við verk úti sem inni. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri og ætl- aði hann sér að gerast bóndi í Öx- arfirði, en heilsubrestur kom í veg fyrir þá fyrirætlun hans. Nokkur síðustu æviár Björns voru honum erfið. Líkamlegur þróttur hans var þrotinn og varð hann að dveljast á sjúkrastofnunum síðustu árin. Hann fékk gott atlæti hjá starfsfólkinu þar og hann kunni það vel að meta. Minni hans og frásagn- argáfa hélst góð þar til yfir lauk. Við hjónin komum ætíð ánægð af fundi hans og söknum nú vinar í stað. Gerða Ásrún Jónsdóttir og Ólafur Jóhannesson. Björn Jónsson inn í pappír. Loðnar augabrúnir og dreymandi augu og hvernig hann sagði „Jane mín“. Þorsteinn Bernharðsson var um- hyggjusamur maður. Ef hann ætlaði sér að gera eitthvað, þá framkvæmdi hann það. Ég verð ævinlega þakklát fyrir blaðagreinar og ýmsar aðrar upplýsingar sem hann sendi mér í gegnum tíðina, bæði vegna þess að þær voru áhugaverðar fyrir mig, og ekki síður fyrir þá fyrirhöfn sem hann lagði á sig við að senda þær til mín. Ég heyri röddina hans, sé hann fyrir mér klæða sig í útiskóna, sitja í stól með gleraugun í hönd, tala hlý- lega um barnabörnin. Ég heyri rödd hans í símanum. Ísland, Selvogs- grunn og pabbi vekja með mér til- finningar sem ég reyni nú að fanga, halda í, skilja og minnast. Það eru komin 36 ár sem pabbi hef- ur alltaf sent mér íslenskt dagatal um jólin. Allan þennan tíma hafa þessi dagatöl blasað við mér við skrifborðið mitt og minnt mig daglega á hugs- unarsemi hans, landið, þjóðina og fjölskylduna sem ég hef lært að elska. Jane Patrick, Boulder, Colorado, USA Nú þegar haustar að eftir bjartasta sumar í manna minnum lést pabbi á heimili sínu aðfaranótt 20. september sl. Hann átti langa og sumarbjarta ævi að baki og skilur eftir sig fallegar minningar í hjörtum fjölskyldu og vina. Pabbi fæddist á Vöðlum við Ön- undarfjörð 1. febrúar 1915 og var stoltur Önfirðingur alla tíð. Bernskuár mín í Selvogsgrunninu einkenndust af öryggi og gleði. Um- hverfið var algjör paradís fyrir krakkana í götunni, þar sem við höfð- um „holtið“ til okkar einkanota. Segja má að pabbi hafi svo sannar- lega unnið hörðum höndum fyrir fjöl- skylduna og mamma var heimavinn- andi að passa stelpuna. Báðar ömmur mínar bjuggu á heimilinu síðustu æviár sín og þegar litið er til baka voru það mikil forréttindi að fá að hafa þær hjá okkur. Í Selvogsgrunni eignuðumst við góða vini; þannig vini að vináttan endist ævilangt. Fráfall mömmu í febrúar 1984 var pabba afar þungbært og það var ótrúlegt að fylgjast með hvernig hann lærði að búa einn og vera alveg sjálfbjarga. Alla tíð síðan bjó pabbi í Selvogsgrunni. Þar réð hann ríkjum, en honum þótti afskaplega vænt um húsið sem þau mamma höfðu byggt saman skömmu fyrir 1960. Eftir að ég og mín fjölskylda fluttum burt úr kjallaranum haustið 1984 var hann þar með leigjendur og vildi hag þeirra alltaf sem bestan. Úr þeirra hópi eignaðist hann marga góða vini. Tómas bróðir hans flutti til hans á árinu 1993 og bjó þar uns hann veikt- ist 2002, en hann dvelur nú í góðu yf- irlæti á Hjúkrunarheimilinu í Sóltúni. Það mikilvægasta í lífi pabba var þó fjölskyldan. Hann var óumræði- lega stoltur af barnabörnunum Auði Kristínu, Þóreyju Vilborgu, Þorsteini Ara, Hjördísi Ernu, Valdísi Helgu og fjölskyldum þeirra og fylgdist fullur áhuga með öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur í leik og starfi. Þau voru ófá símtölin frá honum sem hófust á orðunum: „Er ekki allt í góðu gengi?“ Í kjölfarið var síðan farið yfir það helsta sem í gangi var hjá fjölskyld- unni á hverjum tíma. Hann var alltaf jákvæður, hvetjandi og tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Hann fylgdist vel með uppvexti barnabarna- barnanna, Höllu Karenar, Jökuls, Stefáns Frosta og Kötlu, sem fæddist hinn 7. september sl. Pabba þótti sér- staklega vænt um að ná að fagna fæð- ingu Kötlu litlu, að sjá hana og dást að henni. Hann spurði líka alltaf um ferfætlingana og átti þá við heimilis- kettina, en þeir voru honum afar kærir. Fráfall pabba skilur eftir sig stórt skarð. Hann var þó sjálfur viðbúinn kallinu og tilbúinn að fara þegar það kæmi. Hann var mjög þakklátur fyrir þau forréttindi að ná að halda allgóðri heilsu fram á síðasta dag. Eftir að hafa verið með hitavellu í tvo daga lést hann í svefni heima á Selvogs- grunni. Nákvæmlega eins og hann vildi hafa það. Pabbi, þú getur treyst því að hjá okkur verði „allt í góðu gengi“. Blessuð sé minning pabba og hafi hann þökk fyrir allt. Halla Kristín. Ýmsar ljúfar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til míns kæra tengdaföður, Þorsteins Bern- harðssonar. Kynni okkar ná allt aftur til ársins 1973, þegar samband okkar Höllu hófst. Þorsteinn var ættaður úr Önund- arfirðinum og vafalítið hafa uppvaxt- arárin fyrir vestan meitlað þá ein- stöku persónutöfra sem hann bjó yfir alla ævi. Hann var lánsamur maður, en sú auðna byggðist fyrst og fremst á hans eigin dugnaði og hyggjuviti. Þorsteinn fæddist 1. febrúar 1915 og náði því að fylgjast með og taka þátt í mótun og breytingum íslensks sam- félags í næstum heila öld. Hafði hann ætíð gríðarlegan metnað fyrir land og þjóð, lá aldrei á skoðunum sínum í þeim málum sem voru efst á baugi í þjóðfélaginu á hverjum tíma og fylgdist grannt með gangi þjóðmála. Samhliða því að reka innflutnings- fyrirtæki af miklum myndarskap í rúmlega hálfa öld, tók hann þátt í margs konar félagsstörfum á sviði íþrótta og stjórnmála. Þorsteinn var sjálfstæðismaður af gamla skólanum og starfaði í Sjálfstæðisflokknum um áratuga skeið. Íþróttafélagið hans var ÍR, en þar var hann var heiðurs- félagi síðustu árin. Hann bar hag ÍR alltaf mjög fyrir brjósti og þótti vænt um að ná því að fagna 100 ára afmæli félagsins fyrr á þessu ári. Þorsteinn var líka mjög ánægður þegar við Halla helltum okkur í störf fyrir körfuknattleiksdeild ÍR fyrir nokkr- um árum og eftir alla leiki „símaði“ hann til okkar og úrslit kvöldsins voru rædd til hlítar. Þegar horft er til baka eru margar dyggðir sem prýða Þorstein. Sú sterkasta er líklega heiðarleikinn. Allt sem hann sagði stóð eins og staf- ur á bók og þennan eiginleika hefur hann náð að innræta öllum sínum af- komendum. Eins einkenndi hann hversu hlýr og hjálpsamur hann var í samskiptum sínum við fjölskylduna og aðra samferðamenn sína. Allir þessir góðu kostir byggðust auðvitað á því hversu afburðagreindur hann var. Var hann vel að sér um ótrúleg- ustu hluti og mjög fljótur að setja sig inn í flókin vandamál við ýmsar að- stæður. Hann skipti aldrei skapi og öll hans ráð og skoðanir voru sett fram af mikilli yfirvegun. Af þessum sökum naut hann mikils trausts allra þeirra sem hann þekktu. Þorsteinn var mikill fjölskyldu- maður og tók virkan þátt í uppvexti afkomenda sinna, en barnabörnin eru fimm talsins og barnabarnabörnin orðin fjögur. Var hann alltaf tilbúinn að hlusta, gefa góð ráð og veita alla mögulega aðstoð ef á þurfti að halda. Hann ræktaði einnig góð vináttu- tengsl við Jane Patrick, en hún dvaldi sem skiptinemi á heimili þeirra Auð- ar 1971-1972 og leit hann alltaf á Jane, Barry og Noru sem hluta af fjölskyldunni sinni. Þau reyndust honum alltaf frábærir vinir. Það er með miklum trega og sökn- uði að við kveðjum nú tryggðatröllið Þorstein Bernharðsson. Hann gerði heiminn betri. Megi hann hvíla í friði. Þorgeir. Elsku afi. Þrátt fyrir að þú hafir verið orðinn 92 ára bjuggumst við ekki við því að þurfa að kveðja þig strax. Þú bjóst ennþá einn í Selvogsgrunni 25, sjálf- stæður og virkur. Sumir voru hálf hissa þegar þeir komust að því að þú keyrðir enn sjálfur, maður á þessum aldri, en þú sýndir og sannaðir getu þína og styrk þegar þú fékkst bílpróf- ið þitt endurnýjað aftur í sumar. Þannig munum við eftir þér, dugleg- ur, skarpur og alltaf samkvæmur sjálfum þér. Ekkert var þér ofviða. Það mikilvægasta í lífi þínu var fjölskyldan. Þú varst besti faðir og fyrirmynd sem mamma hefði getað átt, enda hefur hún erft mikið af þín- um mannkostum. Þessir kostir birt- ust meðal annars í ómetanlegri hlýju, umhyggju og stuðningi, en þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur. Það leið varla sá dagur í lífi okkar sem þú hringdir ekki til að athuga hvernig allir hefðu það og hvort það væri eitt- hvað sem okkur vantaði. Þér var alla tíð hjartans mál að við barnabörnin gengjum menntaveginn og þú varst ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd, hvort sem það fælist í að borga skóla- gjöld eða bjóða okkur lærdómsað- stöðu með fullri þjónustu í notalegri kyrrðinni í Selvogsgrunninum. Þú tengdist pabba okkar strax sterkum böndum, sem og eiginmönn- um systra okkar í seinni tíð, þú varst duglegur að hringja í þá og bróður okkar með allskonar verkefni og spurningar. Það gat verið allt frá því að slá garðinn þinn, fræða þig um lyf eða bara minna á að kjósa, sem þér þótti ákaflega mikilvægt. Undarlegt verður að hafa þig ekki hjá okkur á jólunum, páskunum, í af- mælum og öðrum fjölskylduviðburð- um. Undarlegra verður þó að taka ekki lengur á móti nær daglegum símtölum, að heyra ekki röddina þína, fulla af áhugasemi og ótak- markaðri umhyggju. En við varðveit- um minningarnar í hjörtum okkar og munum alltaf getað hlýjað okkur við myndirnar sem voru teknar af okkur þremur saman vorið 2006. Tilefni myndatökunnar var stúdentaútskrift annarrar okkar, Hjördísar, sem þrjóskaðist við að fara í formlega myndatöku, en þegar þú stakkst upp á því að mæta líka, auk litlu systur, voru öll vopn slegin úr hendi. Auðvit- að vildum við fara með þér, enda full- ar af stolti, aðdáun og þakklæti í þinn garð. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir. Þínar, Hjördís og Valdís.  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Bernharðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.