Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 65
því að margir iðnaðarmenn fóru til
Svíþjóðar þar sem eftir þeim var
sótt. Reynir var einn í þeim hópi.
Einn morguninn skömmu eftir að
hann kom til Málmeyjar og vinna
skyldi hefjast spurði sænski verk-
stjórinn hvort einhver hér gæti ekki
talað svolítið í skandinavísku. Bönd-
in bárust strax að Reyni og fyrr en
varði var hann orðinn flokkstjóri í
hópi Íslendinga.
Þau hjónin, Reynir og Hólmfríður
undu sér vel í Svíþjóð, náðu strax
svo góðum tökum á málinu að inn-
fædda grunaði ekki að Reynir væri
útlendingur. Í Veddinge á Skáni
reistu þau sér einbýlishús með góð-
um garði. Þangað var gott að koma
og gisti ég þar ófáar nætur. Son-
urinn Baldur undi líka hag sínum vel
og býr hann enn í Svíþjóð.
En römm er sú taug er rekka
dregur föðurtúna til – og þegar hillti
undir starfslok Reynis árið 1998
fluttu þau hjónin heim til Íslands.
Fyrstu tvö árin bjuggu þau á Sauð-
árkróki en síðan á Akureyri þar sem
þau áttu ljúft ævikvöld. Eftir að
Hólmfríður dó, í desember 2006, tók
heilsu Reynis verulega að hraka þótt
minni héldi hann til hinstu stundar.
Í sumar hitti ég þennan góða
æskuvin tvisvar sinnum á Akureyri,
í seinna skiptið rétt viku áður en
hann dó. Þá leyndi sér ekki hvað í
vændum var.
Eftir því sem árin liðu var okkur
kærara að minnast æskudaganna við
Arnarfjörð og nú kveð ég þig með
söknuði, kæri vinur og frændi og bið
þér allrar blessunar. Fjölskyldu
þinni færi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Sigurjón Einarsson.
Fjölskylduvinur er fallinn frá.
Eftir langa og litríka ævi, þar sem
sannarlega skiptust á skin og skúrir,
mætti ætla að Reynir Ragnarsson
hafi verið hvíldinni feginn. Hann tók
á sig nokkrar langferðir yfir heims-
ins höf um ævina en nú er komið að
þeirri síðustu.
Upp kemur fjöldi minningabrota
frá æskuárunum þegar Reynir og
Hólmfríður voru tíðir gestir á Hóla-
veginum, jafnvel þó að þau kæmu
um lengri veg en flestir gestir á
þeim árum, alla leið frá Svíaríki. Þau
voru trygg vinum sínum og slepptu
ekki heimsókn á Hólaveginn í Ís-
landsferðum sínum, þá gjarnan um
jól og áramót er þau komu „heim“ að
halda upp á afmælisdaga sína í faðmi
fjölskyldu og góðra vina.
Fyrir ungan og ósigldan dreng
voru þetta spennandi og framandi
gestir, þó svo hlýleg, lífsglöð og
heimilisleg. Skemmtilegast fannst
mér að hlusta á sögurnar sem Reyn-
ir sagði svo skemmtilega, með sínum
sænska hreim, og litlu skipti þó að
maður skildi ekki alltaf allar
sænskusletturnar.
Reynir var ákaflega hlýr maður
og með létta lund, hafði frábæra frá-
sagnargáfu og algjört stálminni þeg-
ar kom að gömlum tímum og horfn-
um samferðamönnum.
Reynir og faðir minn heitinn,
Björn Guðnason, kynntust á Krókn-
um er Reynir flutti þangað sem ung-
ur maður til smíðastarfa. Úr varð að
þeir stofnuðu ásamt Braga Jósafats-
syni og fleirum Byggingafélagið
Hlyn árið 1954, sem kom að bygg-
ingu fjölda húsa á Sauðárkróki á
uppgangstímum þess bæjarfélags. Á
milli Reynis og pabba mynduðust
sterk vinar- og tryggðabönd, sem
héldust vel þó að Reynir flytti til
Svíþjóðar, og slitnuðu ekki fyrr en
pabbi dó fyrir 15 árum. Missir okk-
ar fjölskyldunnar var mikill en ég
veit til þess að missir Reynis var
litlu minni, hann þá kominn á átt-
ræðisaldur og farinn að huga að
heimferð frá Svíþjóð til að eyða efri
árunum á ættjörðinni. Söknuður
eftir góðum vini var sár og honum
þótti erfitt að geta ekki verið við-
staddur útförina.
Því miður urðu samskiptin ekki
jafn mikil eftir að Reynir og Hólm-
fríður fluttu heim til Íslands, jafnvel
þó að þau byggju á Króknum um
tíma, enda „litli drengurinn“ þá
löngu fluttur að heiman. En gaman
þótti mér að fá símtal frá Reyni fyr-
ir fáum árum, er hann var kominn
aftur til Akureyrar, á sína endastöð,
og leitaði aðstoðar við að finna grein
í frumskógi veraldarvefsins. Í ljós
kom að hann hafði fylgst með „litla
drengnum“ úr fjarlægð og það var
gott að heyra þessa hlýju rödd aft-
ur, þar sem enn örlaði á sænska
hreimnum, en því miður urðu sam-
tölin ekki fleiri. Leiðir hefur skilið í
bili og eftir lifa æskuminningar um
góðan mann.
Nú eru þeir Reynir og pabbi
áreiðanlega farnir að bauka eitt-
hvað saman á æðri tilverustigum og
rifja upp gömul bernskubrek. Ef til
vill hefur Hlynur verið endurreistur
og hamarshöggin farin að dynja á
ný!
Fjölskyldan á Hólaveginum send-
ir syni Reynis og systur innilegar
samúðarkveðjur, með þökk fyrir
vináttu hans og hlýhug alla tíð.
Björn Jóhann.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 65
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
BIRGIS BRANDSSONAR,
Heiðarbrún 36,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til lögreglu- og sjúkraflutninga-
manna á Selfossi og starfsfólks Heilsugæslunnar í
Hveragerði.
Jóhanna Þórhallsdóttir,
Þórhallur Birgisson, Ingibjörg Helga Baldursdóttir,
Lárus Stefán Þráinsson,
Kristján Stefán Þráinsson,
Þorsteinn Birgisson, Guðbjörg Konráðsdóttir,
Birgir Þór Þorsteinsson,
Konráð Þór Þorsteinsson.
✝
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar dóttur okkar, systur, mágkonu
og barnabarns,
EDDU SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Álftamýri 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og fyrrum samnemenda í Kvenna-
skólanum í Reykjavík, einnig til starfsfólks leikskólans Hofs fyrir
ómetanlega aðstoð sem vart á sér hliðstæðu.
Anna Reynisdóttir, Jón Baldvin Sveinsson,
Halldór Jónsson, Helena H. Júlíusdóttir,
Guðbjörg R. Jónsdóttir, Brynjar Ingason,
Sigurður R. Jónsson, Svala Hilmarsdóttir,
Kristinn S. Jónsson, Hólmfríður E. Gunnarsdótti,
Kjartan V. Jónsson, Olga B. Bjarnadóttir,
Svandís E. Jónsdóttir, Ólafur Þráinsson,
Hrefna V. Jónsdóttir, Tómas Rúnarsson,
Anna Sigurjónsdóttir, Kristján J. Ólafsson.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
konu minnar og móður okkar,
HELGU DAGBJARTSDÓTTUR,
Syðstu- Mörk,
undir Eyjafjöllum.
Guðjón Ólafsson,
Pétur Guðjónsson,
Björgvin Guðjónsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
föður, tengdaföður, afa, langafa og vinar,
GUÐBJARTS GUÐMUNDSSONAR,
Árskógum 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima-
hlynningar Landspítala og líknardeildar Landspítala Landakoti fyrir
kærleiksríka umönnun.
Linda Guðbjartsdóttir, Magnús Ársælsson,
Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir, Erlendur Magnússon,
Pétur Guðbjartsson, Birna Margrét Guðjónsdóttir,
Jónína Guðbjartsdóttir, Kolbeinn Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Anna Kristín Linnet.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
FANNEYJAR JÓNSDÓTTUR,
Dalbraut 20,
Reykjavík.
Kærar þakkir til allra þeirra er önnuðust hana og
studdu í erfiðum veikindum.
Guð blessi ykkur öll.
Arngrímur H. Guðjónsson,
Haraldur B. Arngrímsson, Klara Sæland,
Guðjón Þ. Arngrímsson, Brynhildur J. Gísladóttir,
Sólveig G. Arngrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug, styrk og stuðning við andlát og
útför okkar áskæru eiginkonu, móður, dóttur,
systur, mágkonu, tengdadóttur og barnabarns,
INGERAR TÖRU LÖVE ÓMARSDÓTTUR,
Hjallahlíð 29,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir sendum við stjórnendum EJS og
leikskólanum Huldubergi, Mosfellsbæ.
Vignir Steindórsson, Gréta Guðný Snorradóttir,
Vignir Ómar Vignisson,
Ómar Másson, Þóra Löve,
Sigrún Helga Löve Rud, Svein Erik Rud,
Þórhildur Löve,
Guðlaug Elíasdóttir, Sigurjón H. Valdimarsson ,
Steindór Gunnarsson, Þorbjörg Gísladóttir,
Helga Guðbrandsdóttir
og fjölskyldur.
Litli bróðir, þú fórst áður en ég
gat kvatt þig.
Þín systir,
Ásthildur.
Fyrirgefningin.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast þér, Guðjón Björgvin
Guðmundsson.
Frá myrkri til ljóss.
Frá lygi til sannleika.
Frá dauðleika til ódauðleika.
(Mantra úr sanskrít.)
Við kynntumst Guðjóni sem lífs-
glöðum ungum dreng. Lífið blasti
við í minningunni þegar hann ásamt
dóttur minni, barnsmóður sinni, ók í
burt á nýkeyptum gömlum Audi og
fjölskyldan stóð í dyrunum og veif-
aði. Hún var öðruvísi kveðjustundin
sem við áttum fyrir skömmu þegar
við kvöddumst í hinsta sinn. Sorgin
er ómæld, ekki síst sorgin yfir því
sem hefði getað verið. Með því að fá
að syrgja þökkum við þér einnig það
sem þú hefur gefið okkur dýrmæt-
ast, hana elsku dóttur þína. Þú gafst
okkur einnig aðra hluti sem er erf-
iðara að horfast í augu við, tilfinn-
inguna fyrir eigin vanmætti.
Vertu Guð faðir faðir minn
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Við skoðum hver sitt hjarta og
biðjum Guð og góðu englana að
geyma þig og leiða þig áfram til
ljóssins.
Lind Völundardóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður
hún að berast fyrir hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Minningargreinar