Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 67

Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 67 VW árg. '06 ek. 15 þús. km. Grár, diesel, filmur, ssk, ek.15000 km. Áhvílandi gott bílalán, um 2,2 m. Mán. afb. er 35-37 þús. Verðhug- mynd: 2.950 þús. Mjög vel með fa- rinn, reyklaus bíll. Engin skipti. Uppl. í síma 895 0648. Helgi. Toyota árg. '92 ek. 113 þús. km Nýskoðuð Corolla, 5 dyra, hvít. Lítið ekin. Í sömu fjölsk. frá upphafi. Verð/tilboð. Uppl. Hannes 660-1000. Nissan árg. '00 ek. 107 þús. km. Nissan Almera Luxury, ´00, ek. 107 þ. Beinsk., nýskoðaður og smurður, 1,8 vél. Verð 600.000, 550.000 stgr. Upplýsingar í síma 690-6143. M. Benz árg. ‘03, 220 CDI dísel. Vel búinn aukabúnaði. Verð 3.490, stgr. 3,1.lán getur fylgt. Sími 893 5005. Bílasala.is, sími 533 2100 Hyundai Santa Fe árg. '05 ek. 71.000 km. Vel með farinn Hyundai Santa Fe 2005 (2,4 bensín, 71 þ km) til sölu á tilboðsverði 2 millj. Áhv. er 1.920 þús. Fæst á yfirtöku + 80.000. Uppl. í síma 662 0435 Bílar Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 5691100 AÐ LOKNU Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fór í smábænum Sibinek í Króatíu seinni hluta sept- embermánaðar geta Íslendingar sennilega nokkuð vel metið stöðu sína á alþjóðvettvangi skákarinnar hvað varðar þennan aldurshóp. Fremstu skákþjóðir heims með Rússa í broddi fylkingar sendu mik- inn fjölda keppenda til mótsins en alls voru þátttakendur 758 talsins og var teflt í fimm aldursflokkum pilta og stúlkna. Þar af voru Rússar með 78 keppendur. Austurblokkin er hin endanlega viðmiðun í skákinni og í Króatíu var mikill meirihluti þátttak- enda úr þeirri áttinni. Þó Rússar beri ægishjálm yfir aðrar þjóðir eftir að Sovétríkin liðu undir lok hafa þeir átt i harðri samkeppni við Úkraínu- menn, Armena og jafnvel Azera á al- þjóðmótum. Fulltrúar Íslands á mótinu voru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Sverrir Þorgeirsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Hallgerður tefldi í flokki stúlkna 16 ára og yngri og var sennilega yngst þátttakenda því hún verður 15 ára í árslok. Hún varð í 43. – 50. sæti af 70 keppendum og hlaut 4 vinning af níu mögulegum. Sverrir tefldi í flokki pilta 16 ára og yngri og hafnaði í 38. – 52. sæti af 92 keppendum með 4 ½ vinning af níu mögulegum. Hjörvar Steinn Grét- arsson tefldi í flokki pilta 14 ára og yngri. Hjörvar varð í 6. – 15. sæti í sínum flokki, hlaut 6 vinninga úr 9 skákum. Keppendur voru 84 talsins. Samtals hlutu þau 14 ½ v.af 27 mögulegum Sá sem þessar línur ritar var fararstjóri og þjálfari. Það sem blasir við á jafn stóru móti og því sem fram fór í Króatíu er hvernig tölubyltingin hefur umbylt skákinni. Upplýsingar hrúgast upp í miklu magni; vandinn að skilja kjarn- ann frá hisminu. Hér í eina tíð voru menn að rogast með þetta 10–15 kíló af bókum á milli móta. Stundum þurfti að toga út úr mönnum bulletin sem svo voru kölluð, skrár yfir tefld- ar skákir á einhverju móti sem fram hafi farið vikum eða mánuðum fyrr. Friðrik Ólafsson vann Kavalek í Las Palmas í apríl 1974 með miklum glæsibrag og beitti leikaðferð sem hann hafði séð í skák sem tefld var í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar sama ár. Í dag er hægt að fylgjast með öll- um helstu mótum beint á netinu og alls ekki hægt að gera ráð fyrir að koma andstæðingi sínum á óvart með nýjustu upplýsingum. Að mörgu er að hyggja þegar und- irbúa þarf viðureign dagsins. Dag- skráin var í stuttu máli þessi: Kl. 9– 10 morgunverður Kl. 10–12. farið yfir líklegar byrjanir 12–13. Hádegis- verður. 13.–14.30. Meiri undirbún- ingur og hvíld. 15–20. Taflmennska og eftirárannsóknir. 22–23.30. Skákbyrjanir kvíslast í allar áttir og aldrei hægt að taka alla möguleika með í reikninginn en sennilega hægt að byggja upp aðferðir til að mæta hinu óvænta. Hér á eftir fara tvær sigurskákir Sverris og Hjörvars þar sem undirbúningur gekk að öllu leyti upp. Í þeirri fyrri leikur Sverrir 18. g3, sem við höfðum undirbúið fyrir skákina. Samanburðarfræði og ein- hverjar óljósar hugmyndir um fyrir- brigði sem kalla má leikþröng í mið- tafli og setning sem Spasskij lét falla eftir sigurskák við Curt Hansen á af- mælismóti SÍ árið 1985 kom okkur á bragðið: „Ég tefli eins og Tsjígorin,“ sagði heimsmeistarinn fyrrverandi og horfði fast á viðstadda. Hvað meinar maðurinn? Ívitnun í viðtal nokkrum árum síðar: „Ég kann best við þær skákbækur sem skrifaðar voru í Rússlandi fyrir byltingu.“ Þessar þessar setningar fundust mér upplýsandi um Spasskij, fræðilegan bakgrunn hans og lífsaf- stöðu. Minnihlutaárás hvíts gekk full- komlega upp í þessari skák og eftir að Sverrir nær að mola varnir svarts 26. Rxf7 gat hann unnið skákina á hvern þann hátt sem hann lysti. EM Sibinek; 5. umferð: Sverrir Þorgeirsson – Filip Bek- arovsky (Makedonía) 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 e6 11. Bd2 Dc7 12. O-O-O Rgf6 13. Re4 Rxe4 14. Dxe4 Rf6 15. De2 O- O-O 16. c4 c5 17. Bc3 Bd6 18. g3 Hhe8 19. Re5 a6 20. f4 Bf8 21. Kb1 Hd6 22. dxc5 Hxd1+ 23. Hxd1 Bxc5 24. g4 He7 25. g5 Re8 26. Rxf7 Rd6 27. g6 b5 28. Be5 Hd7 29. cxb5 Db6 30. Dd3 – og svartur gafst upp. Meran-afbrigðið í slavneskri vörn og kennt er við bæinn Merano á Ítal- íu er eitt beittasta vopn svarts gegn drottningarpeðsbyrjunum. Hjörvar gat valið milli þess að leika 8. .. b4, 8. .. a6 eða 8. .. Bb7 en valdi síðast- nefnda leikinn. Staðan var í jafnvægi lengst af en Frakkanum sást yfir hinn snjalla leik, 33. .. Rc3. Í stað 33. Dxb3 gat hann leikið 33. Kg2 með hugmyndinni 33. .. b2 34. Db3! o.s.frv. EM í Sibinek; 8. umferð: Antoine Manouvre ( Frakkland ) – Hjörvar Steinn Grétarsson Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Rc3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. O-O a6 10. e4 c5 11. d5 Dc7 12. dxe6 fxe6 13. De2 c4 14. Bc2 Bd6 15. He1 Bc5 16. Bg5 O-O 17. Be3 Rg4 18. Bxc5 Rxc5 19. h3 Re5 20. Rxe5 Dxe5 21. a3 Bc6 22. De3 Hac8 23. Hf1 Hcd8 24. Had1 Hxd1 25. Hxd1 a5 26. g3 b4 27. f4 Dh5 28. g4 Dh4 29. Re2 Ba4 30. Bxa4 Rxa4 31. axb4 axb4 32. b3 cxb3 33. Dxb3 Rc3 34. Rxc3 Dg3+ 35. Kh1 Dxh3+ 36. Kg1 Dxg4+ 37. Kf2 Hxf4+ 38. Ke3 Df3+ 39. Kd4 Hxe4+ 40. Kc5 Dxc3+ - og hvítur gafst upp. Einvígi Guðlaugar og Hallgerðar Einvígi Guðlaugar Þorsteinsdótt- ur og Hallgerðar Helgu Þorsteins- dóttur um titilinn Íslandsmeistari kvenna 2007 hófst í gær en þær urðu jafnar á Íslandsmótinu á dögunum hlutu báðar 7 ½ vinning úr átta skák- um. Alls verða tefldar fjórar skákir en Guðlaug hafði hvítt í fyrstu skák- inni í gær. Ef jafnt verður eftir fjórar skákir fer fram bráðabani. Skákin á tímum tölvunnar helol@simnet.is Helgi Ólafsson Fulltrúar Íslands F.v. Sverrir Þorgeirsson, Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir og Hjörvar Steinn Grétarsson. SKÁK EM ungmenna Sibinek í Króatíu 13. – 24. september Pera vikunnar: 4 20 17 9 8 19 6 15 12 3 0 5 11 17 2 13 Byrjaðu í rúðunni með töluna 8. Þú getur fært þig þaðan til einnar af grannrúðunum 5 og svo áfram til annarra grannrúðna. Færðu þig nú frá rúðunni með tölunni 8 og yfir 4 aðrar rúður þannig að summan af tölunum 5 verði 50. ATH. grannrúður eru rúður sem snertast á hlið eða horni. Skilafrestur fyrir réttar lausn- ir er til kl. 12 mánudaginn 15. október. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli- .kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi þann 8. október. Frekari upplýsingar eru á vef skólans. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins NÝNEMASTYRKIR Háskólans í Reykjavík voru af- hentir í fyrsta sinn mánudaginn 1. október síðastliðinn, við hátíðlega athöfn. 34 nýnemar (16 piltar og 18 stúlkur) í grunnnámi við HR hlutu styrk, sem þýðir að þeir fá felld niður skóla- gjöld á fyrstu önn náms, auk þess sem þeir fá 150.000 króna framfærslustyrk. 19 þessara nema stunda nám í tækni- og verkfræðideild, 6 eru í viðskiptadeild, 6 í laga- deild, 2 eru við kennslufræði- og lýðheilsudeild og einn nemandi er úr tölvunarfræðideild. Landsbanki Íslands er bakhjarl þessara nýnemastyrkja og greiðir hvort tveggja, skólagjöld og framfærslustyrk nemanna. Sig- urjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, og dr. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, afhentu styrkþegunum viðurkenningarskjöl, en þeir voru valdir út frá umsóknum sem þeir sendu inn snemma í sumar. Valið byggðist á heildarmati á skólaumsókn þeirra, með sérstakri hliðsjón af árangri á stúdentsprófi. Framúrskarandi nýnemar heiðraðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.