Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 83

Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 83 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 -1 0 7 3 NÝ ÍSLENSK DAGSKRÁRGERÐ Í SJÓNVARPINU – Á HVERJUM DEGI Í VETUR SILFUR EGILS Stjórnmálamenn, stjórnmálaskýrendur, fjölmiðla- fólk og fleiri sem eitthvað hafa til málanna að leggja ræða um landsins gagn og nauðsynjar í Silfri Egils. SUNNUDAGA KL. 12.30 ÞRÁTT fyrir að söng- og leik- konan Jennifer Lopez hafi neitað orðrómi þess efnist að hún gengi með barn undir belti virðist það þó vera satt. Lopez hélt tónleika í Connecti- cut á miðvikudagskvöldið, hún var klædd í víðan topp og þegar vind- hviða blés honum upp var ekki um að villast að þar leyndist óléttub- umba undir. „Hún var mjög snögg að ýta toppnum niður. En síðan talaði hún um það að þetta ár virtist vera ár nýjunga hjá henni,“ sagði einn tónleikagesta. Giskað er á það að Lopez ætli að tilkynna óléttuna á tónleikum í Madison Square Garden í kvöld. Barn á leiðinni? Reuters Lopez Á tónleikum í lok september í Taj Mahal spilavítinu í Atlantic City. SEXTÁN MÁNAÐA sonur Gwen Stefani kann að „slamma“. Stefani segir að Kingstone, sonur hennar og Gavin Rossdale gítarleikara Bush, hafi erft tónlistarhæfileika foreldra sinna. Hún sagði InStyle tímaritinu: „Hann syngur mikið með sjálfum sér og hlustar á tónlist. Hann er líka búinn að læra að slamma.“ Söngkonan segir að hún reyni að eyða eins litlum tíma fjarri Kings- ton og hún geti. „Ég elska hann svo mikið, hann er það besta sem hefur komið fyrir mig.“ Hún tók hann með sér í The Sweet Escape tón- leikaferðina og hefur innréttað hljómleikarútu sína með tilliti til þarfa hans. Reuters Sonurinn slammar SEAN Ono Lennon er kominn til landsins til að vera við vígslu frið- arsúlunnar í Viðey á afmælisdegi föður síns, Johns Lennons, 9. október. Hann flaug frá New York í gærmorgun. Mikið hefur verið rætt um það seinustu daga hvort Bítillinn Ringo Starr muni mögulega verða viðstaddur einnig. Það ýtir ef til vill enn frekar undir þennan orð- róm að í tölvupósti Icelandair til félaga á breskum póstlista fyr- irtækisins voru ferðamenn hvattir til að koma til Íslands í október „þegar áætlað er að Paul McCart- ney og Ringo Starr afhjúpi frið- arsúlu Yoko Ono í Viðey“. Sam- kvæmt upplýsingum frá Icelandair á Íslandi var það skrifstofa Ice- landair í London sem skrifaði póstinn. Morgunblaðið/Ómar Friðarsúla Sean Lennon er kominn til landsins til að vera viðstaddur vígslu friðarsúlunnar í Viðey. Bítlar og bítlabörn ALLS söfnuðust 150 milljónir á minningartónleikunum um Díönu prinsessu sem haldnir voru í Lond- on í sumar. Þetta var tilkynnt í gær. Það voru synir Díönu, Harry og William, sem stóðu fyrir tónleik- unum í tilefni þess að 10 ár eru síð- an hún lést. Tónleikarnir voru haldnir 1. júlí, á afmælisdag Díönu, en hún hefði orðið 46 ára hefði hún lifað. Tónleikunum var sjónvarpað til 140 landa og mun peningunum sem söfnuðust verða skipt á milli 8 góðgerðarsamtaka. Heimilislausu fólki í London mun meðal annars verða hjálpað, alnæmisveikum og munaðarlausum börnum í Lesotho og krabbameinssjúkum á Royal Marsden-sjúkrahúsinu í London. Söfnuðu 150 milljónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.