Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 39

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 39 um aflað okkur gríðarlegrar þekk- ingar á sviði ál- og virkj- anaframkvæmda sem og viðskiptasambanda sem er grunn- forsenda góðs gengis í útrásinni. Með tilkomu fjárfestingarfyr- irtækja í okkar iðnaði og fjárfest- ingarvilja bankanna er komin upp ný staða. Tækifærin liggja því í samþættingu fjármagns og sérfræðiþekkingar í bland við stórhug, áræði og nýsköpun. Svo mæltu Skapti Valsson stjórn- arformaður og Kolbeinn Björnsson framkvæmdastjóri í samtali við Ís- lenska orku. Verkfræðistofurnar Línuhönnun og Afl hönnuðu eina öfl- ugustu háspennulínu Evrópu. Línan getur flutt 4.500 MW en uppsett afl íslenskra virkjana er um 1.600 MW. Verkefnið fékkst í útboði franskra og pólskra verktaka. Ásamt Raf- teikningu stofnuðu stofurnar verk- fræðifirmað Adison um línuhönnun í Rússlandi og opnuðu skrifstofu í Pétursborg. Gunnar Ingi Gunnars- son, einn stofnenda, kvað mögu- leikana gífurlega, enda raflínur í Rússland margfalt lengri en ís- lenska byggðalínan: Áhrifavaldar Frá vinstri Emanuel R. Meyer, Paul Müller og Thor Jensen. Kerfin eru orðin 50-60 ára gömul og kominn tími á almenna end- urnýjun. … Þetta er gríðarleg verkefni því Rússar þurfa að byggja og endurnýja mörg þúsund kílómetra af háspennulínum á næstu árum. Til þess að setja hlut- ina í samhengi er byggðalínan á Íslandi um það bil 1.500 til 2.000 kílómetra löng.5 Og nú eru það djúpboranir. Ís- lensk orkufyrirtæki hyggjast verja milljörðum í djúpboranir. Með jarð- varmavirkjunum hafa Íslendingar náð dýrmætu forskoti á aðrar þjóðir. Iðnaðarráðherra boðar stórfellda út- rás hins íslenska orkugeira. Forseti Íslands er óþreytandi að kynna sér- stöðu Íslands. Erindi Íslands á 21. öld verður að færa heiminum þekk- ingu íslenskra orkufyrirtækja; þekk- ingu sem hefur skapast með öflugum heimamarkaði sem tók að þroskast þegar Neil Armstrong spókaði sig á tunglinu; „Lítið skref fyrir mann en risaskref fyrir mannkyn.“ Arfleifð Meyers, Müllers og Thors Jensen Engir útlendingar hafa haft meiri áhrif á íslenskt atvinnulíf en Em- anuel Meyer og Paul Müller. Helst til að jafna föðurlaus danskur piltur sem sumarið 1878 steig á land á Borðeyri, lærði íslensku, varð Ís- lendingur. Thor Jensen stóð í stafni fyrstu atvinnubyltingar íslenskrar þjóðar. Hann setti öðrum viðmið. Meyer og Müller eru frumkvöðlar að annarri atvinnubyltingu þjóðarinnar. Hvað ef það hefði verið skýjað þenn- an haustdag í október 1960 þegar þeir flugu yfir landið? Hannes Haf- stein dreymdi um kraft úr fossa skrúða, stritandi vjelar, starfsmenn glaða og prúða. Einar Benediktsson hvatti þjóðina til þess að reisa viljans merki – vilji væri allt sem þyrfti. Skáldjöfurinn var sannspár: Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör – 1 Http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/ Thjodarbuskapurinn/Thjodarbuskap- urinn_Sumar_2007.pdf 2www.samorka.is/Apps/WebObjects/ Samorka.woa/1/wa/dp?deta- il=1000294&id=1000091&wo- sid=lzhgXn8xov8ouhZXmx5Kkg 3 Íslensk orka, 1. tbl. 2007. Útgefandi Land og saga. 4 Morgunblaðið 18. júní. 5 Morgunblaðið 16. júlí 2007. Morgunblaðið/RAX Í þágu friðar Verður friðarsúlan táknmynd um frið og vistvæna orku? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express BORGARFERÐ Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 9.–12. nóvember Fararstjóri: Hjálmar Sveinsson Helgarferð til Berlínar Verð á mann í tvíbýli 53.900 kr. OPIÐ HÚS VEGHÚSUM 31 í dag sunnudag kl. 17 - 18 Stórglæsileg 3. herbergja íbúð, nr. 903 Kristján sölufulltrúi, 896 3867 VINNUVERND vellíðan í vinnu Vinnuverndarvikan 22.-26. október 2007 Vinnuvernd ehf • Brautarholti 28 • 105 Reykjavík • sími 578 0800 • www.vinnuvernd.is Líkamsbeiting og vinnutækni – “hæfilegt álag er heilsu best” Í tengslum við Vinnuverndarvikuna dagana 22. - 26. október mun Vinnuvernd ehf. bjóða uppá sérstakan fræðslufund fyrir vinnustaði um líkamlegt álag við vinnu. Sjúkraþjálfarar Vinnuverndar munu annast fræðsluna og er miðað við að hún taki 40 - 60 mínútur. Skráning og nánari upplýsingar í síma 578 0800 Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki á sviði vinnu- og heilsuverndar og sinnir fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum á því sviði. Meðal þeirrar þjónustu sem Vinnuvernd veitir er þjónusta trúnaðarlækna, fjarvistaskráning, heilsufarsskoðanir og -mælingar, vinnustaðaúttektir, áhættumat, ráðgjöf sálfræðinga og fjölbreitt fræðsla á sviði vinnu- og heilsuverndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.