Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 284. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Má bjóða
þér sæti? >> 45
Leikhúsin í landinu
ENGA STEYPU
LÖGÐUST Í FERÐALÖG Í STAÐINN
FYRIR AÐ KAUPA SÉRBÝLI >> 24
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
HJÁ tveimur stærstu lögregluemb-
ættum landsins, lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu og lögreglunni á
Suðurnesjum, gegna lögreglunemar
í starfsþjálfun algjöru lykilhlutverki
og í raun er vandséð að embættin
gætu án þeirra verið.
Undanfarið hefur mikið verið
fjallað um manneklu hjá lögreglu og
m.a. komið fram að á þessu ári hafi
40 lögreglumenn tilkynnt uppsagnir
auk þess sem 13 eru í launalausu
leyfi en slíkt er oft fyrsta skrefið að
því að menn láti af störfum. Til þess
að reyna að stöðva þetta brottfall
var fyrir þremur vikum ákveðið að
lögreglumenn fengju 30.000 króna
álagsgreiðslu á mánuði. Samkvæmt
upplýsingum frá Landssambandi
lögreglumanna virðist sem auka-
sporslan hafi haft áhrif, þótt of
snemmt sé að segja til um það.
Manneklan hefur bitnað harðast á
almennu deildunum en þar eru laun-
in lægst (a.m.k. ef vaktaálag er ekki
tekið með) og þaðan sækja menn
upp á við í betur launuð störf, s.s. í
sérsveit og í rannsóknardeildum. Á
höfuðborgarsvæðinu eru nemar nú
um 30% þeirra sem ganga vaktir í al-
mennri deild og á Suðurnesjum er
fjórðungur lögreglumanna á al-
mennri deild nemar og hvorki meira
né minna en 15% allra lögreglu-
manna. Reynt er eftir megni að
tryggja að vanir lögreglumenn séu
með þeim að störfum en komið hefur
fyrir að t.d. nemi og afleysinga-
maður séu saman á lögreglubíl. Yf-
irleitt er það í lagi en þeir geta þurft
að sinna bráðaútköllum, s.s. að veita
bílum eftirför eða stöðva átök, og þá
skiptir reynsla miklu máli.
Að sögn Arnars Guðmundssonar,
skólastjóra Lögregluskólans, eru
nemar fullnuma í atriðum á borð við
handtökur og valdbeitingu þegar
þeir hefja starfsnámið og fyllilega í
stakk búnir til að takast á við öll al-
menn lögreglustörf. Neyðarakstur
sé á hinn bóginn ekki kenndur sér-
staklega og langan tíma taki að öðl-
ast góða færni í honum.
Morgunblaðið/Júlíus
Löggæsla Skortur er á lögreglu-
mönnum í höfuðborginni.
Nemar
eru lykil-
menn
Manneklan mest á
almennum deildum
ÞAU Elíza og Guðmundur Péturs-
son fóru mikinn á sviðinu á Nasa á
fyrsta kvöldi tónlistarhátíðarinnar
Iceland Airwaves í gærkvöldi en
hátíðin er nú haldin í níunda skipti.
Fjöldi erlendra gesta kemur til Ís-
lands í tilefni hátíðarinnar en
neysluáhrifin eru talin nema 400-
500 milljónum. | 48-49 og Viðskipti
Morgunblaðið/Ómar
Iceland Airwaves í níunda sinn
LISTAVERKIÐ Fivefold eye eftir
Ólaf Elíasson seldist á margföldu
matsverði á uppboði hjá uppboðsfyr-
irtækinu Christie’s í London á sunnu-
dag. Verkið, sem er skúlptúr úr stáli
og speglum, var slegið á rúmlega 80
milljónir króna en var metið á 11 til 15
milljónir. Þetta er að öllum líkindum
hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir
verk eftir Íslending og slær þar með
út verkið Hvítasunnudag eftir Jóhann-
es S. Kjarval sem seldist á tæpar 20
milljónir fyrr á árinu.
Líklega dýrasta
íslenska listaverkið
Skúlptúr Fivefold Eye eftir Ólaf Elíasson.
MIKLAR breytingar verða á gatna-
kerfinu í kringum Smáralind og
Smáratorg með tilkomu nýrra húsa
á svæðinu. Umferðarþungi er mikill
á Fífuhvammsvegi og Dalvegi og
framkvæmdir eru hafnar til að létta
umferðarálagið. Má þar m.a. nefna
brú (ramp) sem mun tengja Reykja-
nesbraut sameiginlegu bílastæði
Smáralindar og Smáratorgs. Lind-
arvegur liggur ofan atvinnu-
húsnæðis, sem fasteignafélagið
Smáragarður ehf. er að reisa við
Skógarlind, og í bígerð er að fram-
lengja Lindarveg og tengja hann við
frárein frá Reykjanesbraut upp á
brúna milli Mjóddar og Breiddar.
Skógarlind mun liggja frá Lindar-
vegi, fara í göng undir Reykjanes-
braut, þar sem nú er göngustígur, og
tengjast Dalvegi.
Í atvinnuhúsnæðinu sem Smára-
garður er að reisa munu verða, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
m.a. verslanirnar Elko, Intersport
og Krónan. Þessar verslanir, auk
Byko, eru í eigu Norvik. | 20
Götubylting
í Kópavogi
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
SAMRÁÐSNEFND um húsaleigu-
bætur hefur lagt til við Samband ís-
lenskra sveitarfélaga að framlög til
húsaleigubóta hækki um rúmar 200
milljónir króna á næsta ári og um aðr-
ar rúmar 200 milljónir kr. á árinu
2009. Stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga lýsti sig á síðasta fundi
sínum tilbúna til viðræðna við ríkis-
valdið um hækkun húsaleigubóta, en
forsenda þeirra viðræðna er að sá
kostnaðarauki sem af þessu hlytist
fyrir sveitarfélögin yrði að fullu bætt-
ur.
Í bréfi samráðsnefndarinnar kemur
fram að grunnfjárhæðir húsaleigu-
bóta hafi ekki hækkað frá árinu 2001
og í sumum tilvikum jafnvel ekki frá
1999. Á sama tíma hafi húsaleiga
hækkað verulega þannig að hlutfall
bótanna af húsaleigu hafi lækkað mjög
mikið og er vísað til þess að á þessu
tímabili hafi húsaleiguvísitalan hækk-
að um 110% á sama tíma og almennt
verðlag hafi hækkað um tæp 48%.
Vandinn á húsnæðismarkaði hefur
aukist síðustu misserin, meðal annars
í kjölfar mjög hækkaðs fasteignaverðs
og aukinnar greiðslubyrði vegna
vaxtahækkana á langtímalánum. Um
2.700 manns eru á biðlistum eftir fé-
lagslegu húsnæði nú. Nefnd á vegum
félagsmálaráðherra, sem skipuð var í
sumar, vinnur að tillögum um úrbæt-
ur í húsnæðismálum. Ráðherra lagði
fyrir nefndina að skila tillögum um
næstu mánaðamót en óvíst er hvort
það tekst, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Þá hefst ársfundur
Alþýðusambands Íslands í dag og
verða þar m.a. til umræðu áherslur
sambandsins í velferðarmálum. Í hús-
næðismálum eru tillögur um t.a.m. að
taka upp eitt kerfi húsnæðisbóta í
stað núverandi kerfis húsaleigu- og
vaxtabóta og að veita þeim sem eru að
kaupa fasteign í fyrsta skipti sérstaka
fyrstukaupastyrki. Er gert ráð fyrir
að húsnæðismál verði ofarlega á
baugi í kjarasamningunum sem eru
framundan.
Vilja hækka húsaleigubætur
um rúmar 400 milljónir kr.
Í HNOTSKURN
»Deilur um kostnaðarskipt-ingu húsaleigubóta hafa
staðið milli ríkis og sveitarfé-
laga í mörg ár.
»Hjón eru bara 12% af þeimsem fá húsaleigubætur og
44% bótaþega eru með minni
tekjur en 1,1 milljón.
ASÍ vill að þeir sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta skipti fái sérstaka styrki
Leigumarkaðurinn | Viðskipti