Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NÚ STENDUR yfir rannsóknaverk- efni í veiðitækni í samstarfi Hafrann- sóknastofnunarinnar og HB Granda. HB Grandi bauð stofnuninni að leggja til Örfirisey RE 4 við rann- sóknirnar sem fara fram þessa dag- ana. Verið er að gera tilraunir með að aðskilja þorsk og ýsu í botnvörpu þannig að tegundirnar hafni í sitt hvorum vörpupokanum. Hófust í Ísafjarðardjúpi Er rannsóknin framkvæmd þannig að þil úr neti er sett í endilanga vörp- una þannig að fiskur sem heldur sig ofarlega í vörpunni safnast í annan hluta poka en sá sem heldur sig í neðri hluta vörpunnar. Þannig má t.d. aðgreina ýsu og þorsk því þekkt er að þessar tegundir sýna mismun- andi atferli gagnvart botnvörpu. Rannsóknirnar hófust í Ísafjarðar- djúpi og voru gerðar þar meðan verið var að gera þær breytingar á vörp- unni sem þurfa þótti. Örfirisey er nú komin á hefðbundna togaraslóð þar sem rannsóknirnar halda áfram út vikuna. „Náist tilætlaður árangur standa vonir til að nota megi mismunandi möskvastærð í aftasta hluta vörpunn- ar þannig að hámarka megi veiðni hennar með því að nota eina möskva- stærð til að halda ýsu skv. gildandi reglum um undirmál. Um leið má nota aðra möskvastærð til að sleppa t.d. smáþorski út úr vörpunni,“ segir um rannsóknirnar á heimasíðu Haf- rannsóknastofnunarinnar. Mikil óánægja Mikil óánægja er með rannsókn- irnar meðal Vestfirðinga og hefur Elding, félag smábátaeigenda, meðal annars sent frá sér ályktun vegna þeirra. „Stjórn Eldingar harmar þau mis- tök að leyfa eitt þúsund tonna verk- smiðjutogara, b/v Örfirisey RE-4, að toga inn eftir öllu Ísafjarðardjúpi í heila viku. Djúpið er eitt af aðal upp- eldissvæðum nytjastofna við Ísland. Fullvíst má telja að þessar botn- trollsveiðar á grunnsævi hafi nú þeg- ar valdið miklum skaða. Stjórn Eld- ingar mótmælir harðlega að þúsund tonna verksmiðjutogara sé leyft að eyðileggja lífsbjörg smærri báta, sem stundað hafa þessa veiðislóð þegar veður eru válynd utan Djúpsins. Stjórn Eldingar mótmælir enn fremur öllum botnvörpuveiðum inn- an 12 mílna. Elding lýsir yfir furðu sinni á að Hafrannsóknastofnun standi að botn- vörpuveiðum vegna veiðarfærarann- sókna á þúsund tonna skipi innfjarð- ar. Veiðarnar eru í hróplegri mótsögn við þær friðunaraðgerðir sem stofn- unin hefur staðið fyrir undanfarið. Bent skal á að ekki hefur verið unnt að hleypa bátum til rækjuveiða á þessum tíma vegna mikils magns seiða og smáfisks í Djúpinu nú nýlega þegar m/b Dröfn RE stundaði rann- sóknir þar á vegum stofnunarinnar,“ segir meðal annars í ályktun elding- ar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að Örfiririsey hafi verið inni á Ísa- fjarðardjúpi í þrjá sólarhringa. „Að- stæður til rannsókna af þessu tagi eru taldar góðar á þessum slóðum, þarna er mjúkur botn og tegunda- og stærðarsamsetning á fiskinum heppi- leg. Þarna var líka verið var að gera betrumbætur á veiðarfærinu við samvinnu við Fjarðarnet á Ísafirði. Við kappkostum að sjálfsögðu að valda ekki skaða á lífríkinu við rann- sóknir okkar og reynum að gera þær í sátt við heimamenn á hverjum stað. Það var ætlunin að vera utar við Djúpið en þar voru línubátar á veið- um og því var ákveðið að fara innar. Sérfræðingar okkar á svæðinu voru við stjórnvölinn og ég tel ólíklegt að skaði hafi hlotizt af þessum tilraun- um. Það er því miður að einhverjum hafi mislíkað þetta, enda tilgangurinn góður“ segir Jóhann Sigurjónsson Reyna að aðgreina þorsk og ýsu Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Rannsóknir Tilraunaveiðar togarans Örfiriseyjar inni á Ísafjarðardjúpi hafa gert mönnum fyrir vestan gramt í geði.  Togarinn Örfirisey í veiðarfæratilraunum inni á Ísafjarðardjúpi  Heimanenn ósáttir við tilraunirnar sem þeir telja að hafi valdið miklum skaða  Forstjóri Hafró segir miður ef mönnum mislíki þetta ÚR VERINU VERKEFNI munu færast til milli ráðuneyta ef frumvarp sem for- sætisráðherra mælir fyrir á Al- þingi í dag verður samþykkt. Markmiðið er að einfalda stjórn- sýsluna og hafa sömu málaflokk- ana undir einni stjórn. Ferðamál færast t.a.m. frá sam- gönguráðuneyti til iðnaðarráðu- neytis, Skógrækt ríkisins og Land- græðsla ríkisins fara frá landbúnaðarráðuneyti til umhverf- isráðuneytis og málefni Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins fara frá viðskiptaráðherra til iðn- aðarráðherra. „Þar sem frum- varpið varðar eingöngu tilfærslu verkefna milli ráðuneyta og hag- ræðingu sem því fylgir mun það fyrst og fremst hafa áhrif á stjórn- sýsluna sjálfa. Ætla má að hún verði almennt talað betur í stakk búin en fyrr til að sinna verk- efnum sínum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Breytingar á stjórnsýslunni Birkir Jón Jónsson 17. október Alfreð í heimsókn Ég borðaði með Alfreð Þorsteins- syni í hádeginu í dag í þinginu. Það hefur staðið lengi til að við hittumst en loksins varð það að veruleika […]. Ann- ars var gaman að sjá það í dag að Alfreð þekkir marga þing- menn þeirra flokka sem stóðu að R-listanum á sínum tíma … Meira: birkir.blog.is Björn Bjarnason 16. október Engin rök Mér heyrðist ágætur flokksbróðir minn og samþingmaður, Sigurður Kári Kristjánsson, rökstyðja aukið að- gengi að áfengi í verslunum á þann veg, að hér verði til einhver Miðjarðar- hafsdrykkjumenn- ing við breytingu í þá átt. Þessi rök voru notuð við breytingar á áfengislöggjöf í Bret- landi fyrir fáeinum árum. Allir virð- ast nú á einu máli um, að þar hafi drykkjumenning síður en svo færst í átt að Miðjarðarhafi. Meira: bjorn.is EINKAFRAMKVÆMDIR koma til greina við byggingu nýs fangelsis hér á landi og einnig í rekstri ákveðinna grunnþátta innan fang- elsisins. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Sivjar Frið- leifsdóttur, þingmanns Framsókn- arflokksins, á Alþingi í gær. Siv lýsti áhyggjum sínum af húsnæð- isvanda fangelsa hér á landi og sagði að loka þyrfti bæði kvenna- fangelsinu í Kópavogi og Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg. Siv sagði jafnframt að til greina kæmi að fela einkaaðilum að sjá um byggingu nýs fangelsis en varaði eindregið við því að einkaaðilar yrðu látnir sjá um rekstur. Fleiri þingmenn tóku undir með Siv en Björn nefndi aðeins að það kæmi til greina að bjóða út bygg- ingu og hugsanlega einhverja þætti í grunnrekstrinum. „Ég hef reynslu af því að standa að slíkri einka- framkvæmd í Iðnskólanum í Hafn- arfirði þar sem bæði var verið að bjóða út bygginguna en einnig grunnþætti í skólastarfinu án þess að væri farið inn á kennsluna sjálfa,“ sagði Björn en í máli hans kom jafnframt fram að hann ætti ekki von á að fangelsismál yrðu komin í varanlegt horf árið 2009 þegar undanþágan sem var veitt fyrir rekstri Hegningarhússins rennur út. Einkaframtakið í fangelsi? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hvað svo? Hegningarhúsið er rekið á undanþágu fram til 2009. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ er afar brýnt að setja sam- ræmdar reglur um töku þvagsýna, sagði Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra á Alþingi í gær en hann hefur nýlega skipað nefnd sem m.a. mun taka á því máli. „Það er lykil- atriði að gætt verði að virðingu og mannlegri reisn við framkvæmd þessarar sýnatöku,“ sagði Kristján. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi fyrir- spurn til hans í gær vegna frétta af því að lögreglan á Selfossi hafi tek- ið þvagsýni úr konu, sem var tekin fyrir ölvunarakstur, án hennar sam- þykkis. „Ég tel að þarna hafi verið beitt ofbeldi,“ sagði Katrín. Þorvaldur Ingvason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir með Katrínu og sagði ljóst að efnin sem leitað var að haldist í allt að tvo sól- arhringa í þvagi og valdbeiting hafi því ekki verið þörf og að auki hættuleg út frá heilbrigðissjónar- miðum. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi verknaðinn einnig harðlega: „Það er algjörlega augljóst í mínum huga og allra sem þekkja til slíkra mála að þetta inn- grip var brot á friðhelgi einkalífs sem varið er af stjórnarskránni,“ sagði hann. Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Frjálslyndra, var á sama máli en bætti við að það væri eðlilegara að hlutum væri þannig háttað að fólk sem ekki hlýddi lög- reglu gæti átt von á meiri refsingu. „Menn eiga ekki að geta bætt stöðu sína gagnvart sakhæfu athæfi með því að neita fyrirmælum lögreglu,“ sagði hann. Verði gætt að virðingu og mannlegri reisn Ráðherra telur brýnt að setja reglur um töku þvagsýna Dýr fiskur? Skuldastaða í sjávarútvegi var til um- ræðu á Alþingi í gær en Guðjón Arn- ar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, var málshefjandi í utandag- skráumræðum. Guðjón hafði þungar áhyggjur af auknum skuld- um í sjávarútvegi og sagði þær hafa nær þrefald- ast á tíu árum. Skuldasöfnunin væri að stórum hluta vegna kvótakerf- isins; kaupa og sölu á aflaheim- ildum. „Ætla menn bara að sitja og aðhafast ekki nokkurn skapaðan hlut?“ spurði Guðjón. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra sagði hins vegar að hlut- fallsleg skuldaaukning í sjávarútvegi væri minni en í mörgum öðrum at- vinnugreinum. Stóra spurningin væri hvort sjávarútvegurinn stæði undir þessu eða hvort hann væri að fara í þrot. „Við vitum að svo er ekki,“ sagði Einar og lagði áherslu á að það væri fyrirtækjanna að taka ákvarð- anir um þessi mál en ekki stjórn- málamanna. Stríð, dóp, klám og fiskur Atli Gíslason, þingmaður VG, deildi áhyggjum Guðjóns af skuldasöfnun og ekki síst af ársvöxtum sem fyrirtækin þurfa að greiða. „Svona vaxtaokur og vaxtabyrði gengur ekki upp nema í hergagnaiðn- aðinum, klámiðn- aðinum og fíkni- efnaiðnaðinum,“ sagði Atli. „Ég hef mestar áhyggjur af þessu vaxtaokri og ég hef mestar áhyggjur af fram- göngu einokunarbankanna sem fara fram án samfélagslegs tillits, hugsa bara um ofsagróða.“ Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og sautján mál eru á dagskrá, þar á meðal önnur umræða um frestun vatnalaga. Frumvarp um léttvín og bjór í búðir er á dagskrá í þriðja sinn í vikunni en fjórir þingmenn voru enn á mælendaskrá þegar þingfundi lauk sl. þriðjudag. Guðjón A. Kristjánsson ÞETTA HELST … Atli Gíslason ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.