Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 16
BANDARÍKJAÞING veitti í gær
Dalai Lama, andlegum leiðtoga
Tíbeta, gullorðuna svokölluðu en
meiri virðingu getur þingið ekki
veitt einstaklingi. Athygli vakti
að George W. Bush Bandaríkja-
forseti kom fram opinberlega
með Dalai Lama, en það er í
fyrsta skipti sem forseti Banda-
ríkjanna gengur svo langt í sam-
skiptum sínum við hinn 72 ára
gamla handhafa friðarverðlauna
Nóbels. Raunar afhenti Bush
Dalai Lama orðuna. Kínverjar
eru allt annað en sáttir við fram-
göngu forsetans, en þeir líta á
Dalai Lama sem aðskilnaðar-
sinna. Áður hafði Bush hitt Dalai
Lama í fyrradag en þá var lögð
sérstök áhersla á að engin mynd
af þeim Bush og Dalai Lama sam-
an bærist út.
Kínverjar
ósáttir við Bush
Reuters
16 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
LÍNURNAR í forkosningabaráttu
bandarísku stjórnmálaflokkanna eru
farnar að skýrast og virðist fátt geta
komið í veg fyrir að Hillary Clinton
verði frambjóðandi demókrata í for-
setakosningunum að ári og Rudy
Giuliani frambjóðandi repúblikana.
Könnun, sem CNN-fréttasjón-
varpsstöðin birti í fyrradag, sýnir, að
Giuliani er með gott forskot á keppi-
nauta sína meðal repúblikana, er
með 27%, en næstur honum er kvik-
myndaleikarinn Fred Thompson
með 19%. Hann mældist raunar með
27% í síðasta mánuði en nú þykir
ljóst, að hann hefur ekki staðið undir
þeim vonum, sem margir bundu við
hann. Hafa málflutningur hans og
kosningabarátta þótt heldur líflaus.
Samkvæmt CNN-könnuninni er
John McCain með 17%, Mitt Romn-
ey 13% en aðrir með miklu minna.
Meðal demókrata hefur Hillary
Clinton algera forystu. Í síðasta
mánuði hafði hún 23 prósentustig
umfram Barack Obama, sem kom
næstur henni, 46% á móti 23%, en nú
er munurinn 30 prósentustig, 51% á
móti 21%.
John Edwards er með 15% en aðr-
ir varla í augsýn.
Giuliani í vandasamri stöðu
Stuðningur við demókrata er al-
mennt 13 prósentustigum meiri en
við repúblikana en þegar spurt er
beint um stuðning kjósenda við lík-
legustu forsetaefni flokkanna fær
Clinton stuðning 49% en Giuliani
47%. Munurinn er sem sagt ekki
marktækur.
Fréttaskýrendur eru sammála
um, að mikið fylgi við Giuliani megi
skýra með því, að hann er ekki hinn
dæmigerði repúblikani og höfðar því
betur en ella til hófsamra og óháðra
kjósenda. Þeir munu þó ekki tryggja
honum sigur í forkosningunum og af
þeim sökum hefur Giuliani verið að
færa sig nær hinum hefðbundnu
gildum flokksins. Það getur aftur á
móti orðið til að draga úr sigurlíkum
hans í forsetakosningunum.
Clinton og Giuliani eru
komin með örugga forystu
ÞESSI afganska stúlka var að reyna að koma flugdrek-
anum sínum á loft uppi á hæð fyrir ofan Kabúl en til-
efnið var, að í gær var alþjóðlegur baráttudagur gegn
fátækt. Þá var skorað á afgönsk stjórnvöld að gera allt,
sem í þeirra valdi stæði, til að auka atvinnu. „Burtu
með fátæktina“ stendur á flugdrekanum.
AP
„Í burtu með fátæktina“
OFFITA er ekki aðeins sök þeirra,
sem af henni þjást, heldur líka sam-
félagsins. Kemur þetta fram í opin-
berri, breskri skýrslu.
Í skýrslunni er hvatt til þess, að
unnið verði gegn „offituumhverfinu“
með því að skipuleggja bæi og borgir
þannig, að fólk geti farið flestra
ferða sinna gangandi eða hjólandi.
Þá verði að stórauka áróður fyrir
hollu mataræði.
Offita hefur tvöfaldast í Bretlandi
á 25 árum en 2004 hrjáði hún nærri
fjórðung fullorðinna í landinu. Talið
er, að það muni taka að minnsta kosti
30 ár að vinda ofan af þessari þróun.
Margir sérfræðingar segja, að í
raun komi ekkert nýtt fram í skýrsl-
unni. Fyrir löngu hafi verið ljóst í
hvað stefndi en stjórnvöld hafi ekk-
ert gert.
Hleypt hefur verið af stokkunum
herferð fyrir heilbrigðu lífi í bresk-
um skólum en nú er áætlað, að verði
ekkert að gert, muni 86% karla þjást
af offitu eftir 15 ár og 70% kvenna
eftir 20 ár. Með öðrum orðum: Hálf
þjóðin mun þá eiga erfitt með hreyfa
sig úr stað.
Unnið gegn
„offituum-
hverfinu“
ÞEIR eiga ekki margt sameigin-
legt, þeir Barack Obama, sem sæk-
ist eftir því að verða forsetaefni
demókrata, og Dick Cheney, vara-
forseti Bandaríkjanna. Í pólitíkinni
eru þeir á öndverðum meiði og ekki
sviplíkir. Annar dökkur á brún og
brá en hinn bjartur yfirlitum. Samt
eru þeir frændur. Lynne, eiginkona
Cheneys, hefur skýrt frá því. Faðir
Obama var frá Kenýa en móðir
hans var af frönskum húgenotta-
ættum. Þar koma ættir Obama og
Cheneys saman í áttunda lið.
Fátt er líkt
með skyldum
Ankara. AFP. |
Þing Tyrklands
samþykkti í gær
að heimila stjórn
landsins að senda
hermenn til
Norður-Íraks til
að leita uppi
Kúrda, sem gert
hafa árásir í
Tyrklandi, þrátt
fyrir andstöðu stjórnvalda í Írak og
Bandaríkjunum við slíkan hernað.
Heimildin gildir í eitt ár og
stjórninni er það í sjálfsvald sett
hvenær hún lætur til skarar skríða
og hversu mörgum hermönnum
verður beitt. 507 þingmenn af 550
samþykktu heimildina og aðeins
nítján greiddu atkvæði gegn henni.
Áður hafði George W. Bush
Bandaríkjaforseti skorað á Tyrki að
hefja ekki hernað í Norður-Írak.
„Við gerum Tyrkjum það ljóst að
við teljum ekki að það þjóni hags-
munum þeirra að senda hermenn til
Íraks,“ sagði Bush á blaðamanna-
fundi í Washington.
Forseti Sýrlands, Bashar al-Ass-
ad, kvaðst hins vegar styðja innrás
Tyrkja í Norður-Írak til að „upp-
ræta starfsemi hryðjuverkamanna“.
Tyrknesk stjórnvöld segja að
3.500 vopnaðir liðsmenn Verka-
mannaflokks Kúrdistans eigi örugg-
an griðastað á yfirráðasvæði Kúrda
í Norður-Írak og notfæri sér það til
að gera árásir í Tyrklandi. Tyrkir
og mörg fleiri ríki líta á Verka-
mannaflokk Kúrdistans sem hryðju-
verkahreyfingu og hann hefur bar-
ist fyrir sjálfstjórn Kúrda í suð-
austanverðu Tyrklandi frá árinu
1984. Sú barátta hefur kostað yfir
37.000 manns lífið.
Forsætisráðherra Íraks, Nouri
al-Maliki, skoraði í gær á Tyrki að
senda ekki hermenn yfir landamær-
in og kvaðst hafa fyrirskipað yf-
irvöldum á sjálfstjórnarsvæðum
Kúrda í Norður-Írak að láta til
skarar skríða gegn liðsmönnum
Verkamannaflokks Kúrdistans.
Stjórn Kúrda í Norður-Írak for-
dæmdi samþykkt tyrkneska þings-
ins og sagði að innrás í landið væri
brot á þjóðarétti og gæti kveikt
ófriðarbál á svæðum Kúrda.
Recep Tayyip Erdogan, forsætis-
ráðherra Tyrklands, hefur gefið til
kynna að stjórnin bíði með að fyr-
irskipa hernað í Norður-Írak til að
láta á það reyna hvort þarlend yf-
irvöld láti til skarar skríða gegn
liðsmönnum Verkamannaflokks
Kúrdistans.
Þing Tyrkja
heimilar árásir
Tayyip Erdogan
Írakar mótmæla yfirvofandi innrás