Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 19 Heimsóknavinir Rauði krossinn í Mosfellsbæ auglýsir eftir sjálfboða- liðum í heimsóknaþjónustu. Markmið verkefnisins er að rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks. Boðið er uppá hefðbundnar heimsóknir inná einkaheimili en einnig heimsóknir á stofnanir. Sjálfboðaliðar þurfa að hafa áhuga á mannlegum sam- skiptum og skuldbinda sig til að heimsækja gestgjafa sinn reglulega í samræmi við samkomulag þeirra á milli. Nánari upplýsingar í síma 565 2425 og á raudikrossinn.is styrkir þetta verkefni Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur steinunnolina@mbl.is Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói kl. 19.30 í kvöld verður frumflutt ein- leiksverk fyrir altsaxófón og sinfón- íuhljómsveit sem ber nafnið Rætur. Höfundur verksins er Veigar Mar- geirsson tónskáld sem hefur um árabil starfað í Los Angeles. Morgunblaðið hringdi í Veigar til að grennslast fyrir um tilurð verks- ins sem og samstarf hans við Sigurð Flosason saxófónleikara sem mun frumflytja verkið með hljómsveit- inni. Það er kannski eðlilegt að byrja á því að spyrja Veigar hvaða þýðingu það hafi fyrir hann að frum- flytja verk á Íslandi. „Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að láta til mín taka á Íslandi,“ segir Veigar. „Það er bara partur af því að vera Íslendingur. Ég held að svo sé um marga Íslendinga sem eru búsettir og starfa í útlöndum.“ Nafnið gefur til kynna að hér sé um einhverskonar óð til Íslands að ræða. Er það svo, eða ertu að gera upp sakirnar við gamla landið? „Nei, þetta er alls ekki uppgjör, ég held að það sé nú nærri lagi að kalla þetta óð til Íslands. Þar er ég fæddur og þangað liggja mínar ræt- ur. En tilurð verksins var sú að sumarið 2006 kom Sigurður Flosa- son að máli við mig og bað mig að semja fyrir sig konsert. Hann lagði upp tvær forsendur; að íslensk þjóð- lög væru hluti af efniviðnum og að hann hefði tækifæri til að takast á við bæði spuna og skrifað efni með hljómsveitinni.“ Þú hefur sagt að þig hafi lengi langað til að vinna með íslensku þjóðlögin, hvað er það sem heillar þig helst við þá tónlist? „Það er kannski hvað hún er barnsleg, einföld og hrá. Íslensk þjóðlagatónlist er mikið byggð á ein- söng og tvísöng og ef við berum hana saman við tónlist nágranna okkar í Skandinavíu eða á Írlandi eða Englandi er okkar tónlist öllu frumstæðari. Yrkisefnið er oft í þyngri kant- inum, til dæmis eins og í ljóðinu al- kunna Sofðu unga ástin mín, sem er einmitt uppistaða í einum kafla verksins. Íslensk þjóðlagatónlist hefur oft heldur dökkan tón, kannski ofurlítið þunglyndislegan.“ Veigar skoðaði mikið magn af lög- um til að finna heppilegan efnivið. Hann segir að af nægu hafi verið að taka þar sem Íslendingar eigi mikl- ar gersemar í þjóðlagakistu sinni. Honum fannst þó mikilvægt að vera trúr uppruna þjóðlaganna og segir að í sumum tilfellum hafi nánast um útsetningu verið að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þið Sigurður Flosason vinnið saman. Þið spiluðuð báðir með stórsveitinni, ekki satt? „Jú, og leiðir okkar hafa oft legið saman áður og mér finnst alveg ein- staklega gaman að vinna með Sig- urði. Hann er alveg frábær tónlist- armaður. Þrátt fyrir sameiginlegan bak- grunn okkar Sigurðar í djasstónlist ákváðum við að gera þetta ekki að djasstónverki, þó spuni komi mikið við sögu í einleiksröddinni. Engin rytmasveit er notuð, heldur gegnir hljómsveitin sjálf því hlutverki. Hugmyndin er að hljómsveitin og spuninn mætist milliliðalaust. En að vissu leyti er verkið rammi utan um spuna Sigurðar, samið með hans spunarödd í huga. “ Segðu mér eitt að lokum. Ég hlustaði á frábærar útsetningar eftir þig í Hollywood Bowl í sumar á tón- leikum hjá Jamie Cullum en ég veit að þú varst eitthvað að sýsla í Prag – ertu nokkuð kominn í fjárfesting- arbransann? „Nei,“ segir Veigar og hlær. „Ég kom nýverið á fót hálfgerðum gagnagrunni til að auðvelda við- skiptavinum mínum að nálgast tón- listina mína. Þá tónlist tók ég alla upp í Prag. Kröfurnar í mínu fagi um aðgengi og hraða í vinnslu eru orðnar svo miklar að nauðsynlegt er að hafa aðgengilegt safn fyrir nú- verandi viðskiptavini sem og nýja aðila sem sækjast eftir verkum mín- um.“ Þú ert semsagt búinn að opna banka – tónlistarbanka? „Já, það má segja það. Að vísu getur ekki hver sem er lagt inn en allir geta fengið lán hjá mér.“ Rætur Veigars Margeirssonar Rætur Veigar Margeirsson og Sigurður Flosason skoða konsertinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á HVÍTMÁLUÐUM veggjum Gall- erís Ágústs má nú sjá verk Huldu Stefánsdóttur. Þau dreifast óreglu- lega um sýningarrýmið og eru mis- stór og af ýmsum toga: ljósmyndir, ljósrit, ljósgeislar (úr myndvarpa) eða myndbandsverk, málverk á ál- plötu, tré, pappír eða striga. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Hlutlaus. Á hreyfingu“. Rými gallerísins er mikilvægur hluti af sýningunni þar sem hér er um innsetningu að ræða. Listamað- urinn vekur m.a. athygli á innsetn- ingarforminu sem slíku: sviði og at- höfn þar sem hlutir eru settir tímabundið inn í rými gallerísins, svo úr verður merkingarsamspil og nýtt listrænt samhengi. Einn þáttur sýningarinnar lýtur að sjón- eða skynrænni rannsókn sem tengist hverfulleika, hreyfingu og afstæði sjónarhornsins. Lista- maðurinn veltir fyrir sér eigin- leikum fölra eða grárra lita, svo- nefndra „hlutlausra“ tóna, og leggur litinn varlega á flötinn og ber saman ólíka litatóna, efni, áferð. Hún skoð- ar einnig mismunandi aðferðir við að leggja lit, ekki bara í málverki held- ur t.d. í vélrænni ljósritun á pappír eða í gegnum skráningu myndavélar á ljósi. Með myndbandsverkunum minnir hún á hvernig ljósgeislar sól- arinnar falla á hluti og breyta ásýnd þeirra, þ.á m. lit, þó að dagsljósið í verkinu sé auðvitað umritað yfir á rafrænt form og því svo varpað á vegg. Með þessu beinir hún jafn- framt athyglinni að veggjum gall- erísins sem mikilvægum hluta af heildarinnsetningunni – og að sýn- ingarrýminu sjálfu. Innsetningin felur í sér athygl- isverðar vangaveltur – sem mættu þó vera markvissari og áræðnari – um mögulegt „hlutleysi“ í lit og þá ekki síst hins hvíta sýningarrýmis. Einstök verk eru óhlutbundin eða afstrakt en um leið er rýmið sjálft í vissum skilningi eða orðaleik „hlut- bundið“ – og því ekki „hlutlaust“ (eða án hlutar) líkt og ósýnilegur bakgrunnur, heldur er það virkur og sýnilegur hluti innsetningarinnar. Hlutir/verk og rými bindast saman í merkingarheild sem er á stöðugri „hreyfingu“ í tengslum við ferðalag sýningargesta um gallerírýmið og hughrif sem þetta tiltekna, tíma- bundna samhengi getur vakið. Merkingarsamspil MYNDLIST Gallerí Ágúst Til 10. nóvember 2007. Opið mi.-lau. kl. 12-17 og eftir samkomulagi. Ókeypis að- gangur. Hlutlaus. Á hreyfingu – Hulda Stef- ánsdóttir Anna Jóa Morgunblaðið/Frikki Hlutlaus á hreyfingu „Innsetningin felur í sér athyglisverðar vanga- veltur,“ segir gagnrýnandi í umfjöllun sinni. FYRIRGEFNING syndanna, fyrsta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, er komin út í Hollandi í þýðingu Mie- beth van Horn. Gagnrýni í hollenskum fjölmiðlum er almennt jákvæð. Ólafur er sagður hafa góða frásagnargáfu og koma vel til skila kaldri, hatursfullri persónu Péturs Péturssonar. Lesandinn er sagður finna fyrir þrúgandi sekt- arkenndinni sem yfirtekur líf Péturs eftir leyndardómsfullan atburð sem hann átti hlutdeild í sem ungur mað- ur. Aletta Schweigmann-Snoekc skrif- ar í dagblaðið Leeuwarder Courant og segir að Ólafi takist vel að skapa spennu og eftirvæntingu með því að gefa upp aðeins lítið í einu um hinn örlagaríka atburð. Þannig verði spurningin um hvað raunverulega gerðist stöðugt áleitnari. Ólafi Jó- hanni takist vel að svara þeirri spurningu í spennandi sögu. Í kynningu tímaritsins Camé á bókinni segir að í Fyrirgefningu syndanna takist Ólafi Jóhanni að draga smám saman upp mynd af leyndardómsfullri fortíð aðalpersón- unnar á þann hátt að sagan endi í fáguðum hápunkti í stígandi atburða- rás. Ræður vel við verkefnið Lies Schut, gagnrýnandi dagblaðs- ins De Telegraaf, segir í upphafi um- sagnar sinnar að Ólafur Jóhann sé þúsundþjalasmiður; hann starfi sem aðstoðarforstjóri hjá Time Warner á daginn, þar sem milljónasamningar séu gerðir, en bregði sér í líki hins einmana rithöfundar á morgnana og skrifi þá verðlaunasögur. Hún segir Ólaf Jóhann vinna sam- kvæmt vel þekktri aðferð – maður fer yfir líf sitt og endursegir minn- ingar sínar. Hins vegar ráði hann einstaklega vel við það; láti uppi at- riði um veigamikið leyndarmál með þeim hætti að lesandinn sé hrifinn inn í heim sama svartnættis, haturs og kulda sem þjakar aðalpersónu sögunnar. Lies Schut segir Ólaf Jó- hann skrifa frábærlega um persónu sem byggt hafi rammgerða múra í sálarlífi sínu en á bak við leynist brot- hættur maður Dagblaðið Trouw birtir langan dóm eftir Harriet Salm. Hún segir Ólaf Jóhann vera Íslending sem búi í New York, líkt og aðalpersónan í sögunni, en vonar að þar með sé sam- líkingu þeirra lokið, þar sem Pétur Pétursson sé kaldlyndur, háðskur gamall maður sem líti til baka á mis- heppnað líf sitt. Í gangrýninni segir að allt frá fyrstu blaðsíðu sé ljóst hvar rætur óhamingju aðalpersónunnar liggi. Hins vegar séu ekki látin uppi nema lítil brot í einu af válegum atburði, þannig að heildarmyndin sé ekki ljós fyrr en í lokin. Í gagnrýninni segir að ætla mætti að ást, svik og hefnd væri undirstaða fyrir góða spennusögu, sem sé þó ekki rétta skilgreiningin á bókinni. Fyrirgefning syndanna fjalli raunverulega um eitthvað allt annað: hún sýni hvernig sektarkennd geti eitrað og eyðilagt líf manneskju. Ólafur Jóhann er sagður hafa góða frásagnargáfu og finna megi margar tilvísanir í norrænan uppruna hans – sagan andi dimmu og köldu. Snjall endir sögunnar sé jafn kaldhæðinn og aðalpersónan. Gangrýnandi vikuritsins Veronica gefur Fyrirgefningu syndanna fjórar stjörnur og segir að sterk uppbygg- ing og frásagnarstíll Ólafs Jóhanns fái lesandann til að finnast hann vera jafnþjáður af sektarkennd og að- alpersónan. Fágaður hápunktur í stígandi atburðarás Ólafur Jóhann Ólafsson Fyrirgefning syndanna komin út í Hollandi Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.