Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 26

Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UPPSAGNIR Í FINNLANDI Í frétt í Morgunblaðinu í gærsagði m.a.:„Nær 13 þúsund hjúkrunar- fræðingar í Finnlandi hafa hótað að láta af störfum í næsta mánuði vegna launadeilu. Stéttarfélag hjúkrunar- fræðinganna hefur krafizt þess að laun þeirra verði hækkuð um 24% á 28 mánuðum og hafnað tilboði um 12% hækkun.“ Síðan er haft eftir talsmanni stétt- arfélagsins að starfsemi stóru sjúkrahúsanna muni lamast og að þúsundir finnskra hjúkrunarfræð- inga hafi flutt búferlum til Svíþjóðar og Noregs frá því á síðasta áratug vegna þess að launin þar séu miklu betri. Af þessu er ljóst að það er víðar en á Íslandi sem menn standa frammi fyrir vandamálum af þessu tagi, sem okkur eru vel kunnug hér. En jafn- framt ætti þróun mála í Finnlandi að verða okkur hvatning til þess að taka á þessum vanda hér áður en stórfelld mótmæli brjótast fram í aðgerðum eins og þeim sem Finnar standa nú frammi fyrir. Það eru nokkrir starfshópar, sem inna af hendi mjög veigamikil störf í samfélagi okkar, sem hafa setið eftir í launum. Þar má nefna hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða og fólk sem starfar að umönnun aldraðra á dval- arheimilum þeirra. Þar má nefna kennara, ekki sízt leikskólakennara og grunnskólakennara. Það skiptir máli að þjóðfélagið við- urkenni að þeir sem starfa á ofan- greindum sviðum eru að sinna verk- efnum sem hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið. Störf kennaranna hafa gífurlega þýðingu og þótt þau hafi alltaf verið mikilvæg hafa þau aldrei verið þýðingarmeiri en nú. Hið sama má segja um þær heil- brigðisstéttir sem hér hafa verið nefndar. Við viljum halda uppi full- komnu heilbrigðiskerfi en það er óhugsandi að gera það nema með því að borga því fólki sem þar starfar við- unandi laun. Það er þeim mun erfiðara fyrir þetta fólk að skilja þau launakjör sem því eru boðin vegna þess að það er allt fljótandi af peningum í kringum okk- ur. Og alveg ljóst að samanburðurinn við svonefnd ofurlaun er að verða mjög áberandi í umræðum manna á meðal. Það er engum til hagsbóta að reiði þeirra stétta, sem hér hafa verið nefndar, brjótist fram í aðgerðum eins og þeim sem nú eru hafnar í Finnlandi. Þess vegna er ástæða til að hvetja nýja ráðherra, sem sitja í núverandi ríkisstjórn, og sveitarfélögin í þeim málum sem að þeim snúa að taka til hendi en fljóta ekki sofandi að feigð- arósi. Þetta eru verkefni sem þola enga bið. Vandinn, sem leikskólarnir hafa staðið frammi fyrir nú í haust, sýnir hvað er að gerast. Fólk er að fara í önnur og betur launuð störf og þarf engum að koma á óvart. ORÐASKAK UM ÍRAN Heimsókn Vladimírs Pútíns, for-seta Rússlands, til Teheran hef- ur valdið titringi í Washington og víð- ar. Pútín ræddi í heimsókninni bæði við Mahmoud Ahmadinedjad, forseta Írans, og Ali Khamenei erkiklerk og varaði meðal annars við því að beitt yrði valdi vegna ágreiningsins um kjarnorkuáætlun Írana. „Við ættum ekki aðeins að hafna valdbeitingu, heldur einnig því að valdbeiting sé nefnd sem möguleiki,“ sagði forseti Rússlands. George Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að hann teldi enn að Rússar vildu koma í veg fyrir að Íranar kæmu sér upp kjarnorku- vopnum og bætti við að tækist þeim það myndi hættan á þriðju heims- styrjöldinni aukast. Pútín hyggst greinilega nota heim- sókn sína til þess að auka áhrif Rússa í Mið-Austurlöndum. Hins vegar var hann varkár í yfirlýsingum sínum og forðaðist að veita skýr svör um stuðn- ing Rússa við Íran. 2003 kom í ljós að í 18 ár hafði Írön- um tekist að leyna áætlun um að auðga úran, sem hægt er að nota til að framleiða kjarnorkuvopn. Íranar segjast ekki hafa smíði kjarnorku- vopna á prjónunum, en upp frá 2003 hafa staðið yfir deilur um umfang eft- irlits með kjarnorkuáætlun þeirra. Upp á síðkastið hefur hitnað í kol- unum og vilja Bandaríkjamenn ekki útiloka að þeir muni gera árás á Íran láti þeir ekki að kröfum þeirra. Bandaríkjamenn hafa einnig viljað herða refsiaðgerðir á hendur Írönum vegna málsins og njóta stuðnings Breta, Frakka og Þjóðverja, en Rúss- ar og Kínverjar hafa staðið gegn þeim í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Öryggisráðið samþykkti refsi- aðgerðir í desember í fyrra og aftur í mars á þessu ári. En hver er hættan? Samkvæmt mati sérfræðinga tæki það Írana tvö til átta ár að auðga nægilegt magn af úrani til þess að smíða kjarnorku- sprengju. Hættan er því ekki yfirvof- andi og augljóst að Bandaríkjamönn- um hefur hvorki tekist að sannfæra umheiminn né Bandaríkjamenn um að svo sé. Stjórn Bush reynir hins vegar núorðið að láta líta út fyrir að átökin í Írak séu refskák milli hennar og Írana og það á ekkert að gefa eftir. Tilboði Írana um samstarf, sem mið- aði að því að lægja öldurnar í Írak, var hafnað. Bandaríkjamenn vilja greinilega ekki að Íranar nái auknum völdum í Mið-Austurlöndum. Óttast margir að Bandaríkjamenn hafi þeg- ar ákveðið að ráðast á Íran og ekki verði aftur snúið fremur en í Írak í mars 2003. Innrás Bandaríkjamanna í Írak hefur verið dýrt klúður og ráð- ist þeir á Írana mun það aðeins verða til að hella olíu á eldinn. Bush talaði í gær um hættuna á þriðju heimsstyrj- öldinni næðu Íranar að smíða kjarn- orkuvopn. Vill hann leysa hana úr læðingi sjálfur? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MARKAÐUR fyrir leikföng á Íslandi er að taka stakkaskiptum þessa dagana. Framboð á leikföngum stóreykst þegar tvær risastórar leikfangaverslanir verða opnaðar á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Báðar stórverslanirnar boða mikl- ar verðlækkanir og harða samkeppni. Báð- ar ryðja þær sér til rúms undir enskum nöfnum. Toys’R’Us sem útibú alþjóðlegrar verslanakeðju og í kynningu á leikfanga- versluninni sem ber heitið Just4Kids er þetta rökstutt með þeim orðum að hún sé íslensk verslun í alþjóðlegri samkeppni, hérlendis og væntanlega erlendis á næst- unni. Þess vegna heiti hún þessu enska nafni. Toys’R’Us er stærsta leikfangaverslun- arkeðja heims og opnar í dag stórverslun við Smáratorg í Kópavogi. Í lok mánaðar- ins svara eigendur Leikbæjar fyrir sig og opna verslunina Just4Kids í 6.000 fer- metra húsi við Kauptún í Garðabæ, skammt frá IKEA. Þetta verður ævintýra- veröld með leikföng, barnaföt, barnahús- gögn og ungbarnavörur, segir Elías Þor- varðarson, framkvæmdastjóri Just4Kids. Yfir 1.200 verslanir í 35 löndum Toys’R’Us-verslunin við Smáratorg er umboðsverslun í eigu danskra umboðs- aðila (Top Toy a/s) Toys’R’Us-alþjóða- verslananna á Norðurlöndum. Toys’R’Us- keðjan er bandarísk, hún rekur 586 leik- fangaverslanir í Bandaríkjunum og 670 verslanir í 35 löndum um allan heim. Þar af eru 37 verslanir á Norðurlöndunum og í næsta mánuði verður gert strandhögg í Kína þegar fyrsta Toys’R’Us-verslunin verður opnuð í Sjanghæ. Svo umfangsmik- il og áhrifarík er verslanakeðjan að þegar fyrsta stórverslunin með leikföng var opn- uð í Japan gerði forseti Bandaríkjanna sér sérstaklega ferð til að vera viðstaddur at- höfnina. Samruni smærri leikfangabúða vegna harðnandi samkeppni Leikfangaverslunum hefur fækkað á umliðnum árum. Litlu sjálfstæðu leik- fangabúðirnar hafa margar hverjar smám saman horfið af sjónarsviðinu. Just4Kids er í eigu tveggja bræðra, Bjarna og Elíasar Þorvarðarsona, sem eiga jafnframt og reka Leikbæ. Stóru að- ilarnir á markaði með leikföng eru Hag- kaup og Leikbær sem rekur 8 leikfanga- verslanir í dag. Bæði Dótabúðin og Liverpool hafa verið sameinaðar Leikbæ á seinustu misserum. ,,Samruninn er okk- ar leið til að takast á við harðnandi sam- keppnisumhverfi sem framundan er og núna bætist við enn stærri verslun,“ segir Elías. Íslensk leikfangaverslun hefur ekki verið fyrirferðarmikil á smásölumarkaðin- um. Liðurinn leikföng og spil vega aðeins 0,4% í vísitölu neysluverðs sem mælir út- gjöld heimilanna og leikföng finnast ekki sundurliðuð sem sérstakur vöruflokkur í tölum Hagstofunnar yfir veltu fyrirtækja. „Það er gott fyrir neytendur ef það kemur meiri samkeppni í þessa grein. Þrír aðilar talsvert stórir, [Leikbær, Hagkaup og Toys’R’Us], eru komnir til og svo eru smærri aðilar líka sem keppa á markaðin- um. Það verður líka áhugavert að sjá hvort það dregur úr innkaupum Íslend- inga í útlöndum,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ. Boða 20% verðlækkanir Toys’R’Us boðar 20% verðlækkun, kynnir fjölda opnunartilboða í dag og lýsir verslunin yfir að hún ábyrgist „besta verðið“: „Ef þú finnur vöru sem er auglýst á lægra verði, þá færðu vöruna á því verði ef þú kemur innan 14 daga,“ segir í aug- lýsingabæklingi Toys’R’Us. Eigendur Just4Kids lofa líka 20% verð- lækkun þegar opnað verður um mánaða- mótin. Jólaverslunin er að ganga í garð og má búast við að samkeppnin verði áber- andi og hörð strax í upphafi. „Við erum með mörg leikföng sem hafa ekki sést hér áður. Þetta er risamarkaður með leik- föng,“ segir Guðrún Kr. Kolbeinsdóttir, verslunarstjóri Toy’R’Us á Íslandi. Guðrún hefur langa reynslu af störfum við leikfangaverslun og er þeirrar skoð- unar að innkoma Toys’R’Us muni leiða til töluverðrar lækkunar á verði leikfanga og aukinnar samkeppni, þó hún segist ekki eiga von á beinu verðstríði. Spurð um verðstefnu verslunarinnar segir Guðrún að hún verði í samræmi við verðstefnu Norðurlön verðlag á l róli og í ver ,,Við eru verslun me með hingað margt ann ur, húsgög rauninni al þeirra og þ son um ver ,,Við höfu Leikfanga- markaður springur út Tvær stórverslanir með leikföng opnaðar í sama mánuði og boða samkeppni og verðlækkanir Opnað í da Opnað í lok veröld. Svo Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BRESKI Verkamannaflokkurinn hefði sigrað í þingkosningum í haust ef Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, hefði látið slag standa og rofið þing eins og um tíma var fastlega reiknað með að hann gerði. Þetta er mat Neils Parish, þingmanns breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, en Parish var á Ís- landi fyrr í þessari viku. Parish segir að Brown hafi verið kominn langt með allan undirbúning fyrir kosningar en skoðanakannanir höfðu sýnt að staða fjármálaráð- herrans fyrrverandi var mjög sterk og að almenn ánægja var með frammistöðu hans fyrstu þrjá mán- uði hans sem forsætisráðherra. Engin þörf var að vísu á því fyrir Brown að boða til kosninga, umboð- ið sem Verkmannaflokkurinn vann í kosningum 2005 gildir til fimm ára. Vitað var hins vegar að Brown hafði áhuga á að fá sitt eigið umboð til að stjórna landinu. „Við vissum að Brown fundaði með drottningu þriðjudaginn fyrir viku,“ segir Parish, „hann var búinn að bóka útsendingartíma í sjónvarpi og útvarpi og við vissum því að kosn- ingar voru í vændum. En svo sýndu skoðanakannanir eftir landsfund okkar sem haldinn var þá helgi að fylgi Íhaldsflokksins fór á flug og Brown missti móðinn.“ Gott að kosningar dragist Parish telur að Brown hafi þarna gert slæm mistök, hveitibrauðs- dögum hans í embætti hafi lokið „með látum“ enda sé hann nú sak- aður um kjarkleysi andspænis skoð- anakönnunum og um að vera ving- ulslegur leiðtogi – en fyrir þ uppákomu höfðu flestir talið Brown hefði sýnt umtalsver myndugleika á fyrstu 100 dö embætti. „Ekki þannig að ég hafi v ganga til kosninga núna en é að hann hefði átt að láta slag Núna hefur hann misst tiltr almennings, venjulegu fólki sem sama en breska pressa eftir að láta hann í friði. Með framgöngu sinni hef fært okkur vopn í hendurna þurfum að vísu að vinna mör til baka eigi okkur að takast meirihluta á þingi en núna e þó möguleika á því; áður var að heilsa, að mínu mati. Ég Brown hefði unnið hefði han kosningar núna.“ Parish segir að því lengur Brown bíði með að boða kos Mistök hjá Gordon Br að boða ekki kosninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.