Morgunblaðið - 18.10.2007, Page 29
út í loftið
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 29
máli fyrir alla, bílstjór-
ann sjálfan og vegfar-
endur, hjólandi, gang-
andi eða akandi.
Og að þessum orðum
sögðum er spáð sunn-
anátt næstu daga, hlý-
indum og rigningu.
Ekkert sérstakt útivist-
arveður í Hvalfirðinum,
þótt á hinn bóginn sé
alls ekki leiðinlegt að
vera þar á ferli í rign-
ingu, sé maður rétt bú-
inn og með allt á hreinu.
x x x
Ekki þurfa borgar-búar að fara upp í
Hvalfjörð til að komast í gott útivist-
arsvæði, því Geldinganesið í miðri
höfuðborginni er gott svæði líka.
Nokkuð er um að þangað sæki fólk
að næturlagi, leggi bílum á eiðinu og
stundi þar nautnalíf. Um þetta vitna
bjórdósir, sígarettustubbar og
smokkar sem fleygt er á jörðina. Þeir
sem vilja bæta um betur, koma með
heilu ruslasekkina af garðaúrgangi
og fleygja þarna á veginn. Aðrir láta
hunda skíta á veginn og fjöruna. Vík-
verja er ekki kunnugt um að nokkur
hafi fengið tiltal eða sektir fyrir brot
á lögreglusamþykktum Reykjavíkur-
borgar á þessu svæði, en það segir
ekkert.
Fyrsti vetrardagurer 27. október og
senn er haustið á enda.
Víkverji fann vægt
frostið bíta í eyrna-
sneplana í gærmorgun,
miðvikudagsmorgun
og fannst það satt að
segja hressandi, enda
veður stillt og fallegt.
Það var ekki fyrr en að
lokinni 70 sekúndna
gönguferðinni að bíln-
um sem Víkverji datt
úr þessari skemmti-
legu stemningu, því þá
hófust skyldustörfin
gagnvart klárnum,
skafa rúður og fá mið-
stöðina til að gera eitthvert gagn.
Síðan hófst aksturinn og nú var sólin
ekki lengur vinsamleg, heldur með
einbeittan vilja til að blinda bílstjór-
ann í gegnum bílrúðurnar og stríða
honum eins og mögulegt var. Og
morgunumferðin var ekki til að
hressa neinn eða kæta.
Ó, hvað Víkverji hefði viljað vera
kominn upp í Hvalfjörð með kaffi á
brúsa til að njóta kyrrðar og haust-
sólarinnar án þess að þurfa að píra
augun á móti henni í gegnum óhrein-
ar bílrúður. Það eru engar ýkjur að
hreinar bílrúður á svona sólríkum
vetrardögum, að ekki sé talað um
hrein sólgleraugu geta skipt höfuð-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
ÖLL göngum
við á umhverfi
okkar og nátt-
úru með einum
eða öðrum hætti
enda hafa
vestrænir
lifnaðarhættir
undanfarna áratugi verið býsna
kröfuharðir við móður jörð. Þetta er
þó að breytast og flest erum við að
vakna til vitundar um nauðsyn þess
að draga úr þessum umhverfis-
spjöllum okkar.
Það getur þó verið erfitt að taka
sig á þegar ekki liggur ljóst fyrir
hvar skórinn kreppir, né hversu um-
hverfisvæn eða -slæm við erum í
raun.
Á Netinu má finna fjölmörg
hjálpartæki til að komast nær þess-
um sannleik. Heimasíðan sustain-
ability.publicradio.org/consumer-
consequences/ býður þannig
notendum sínum að reikna út
hversu margar jarðir þyrfti ef allir
höguðu lífi sínu eins og þeir. Þessi
síða miðar reyndar við bandarískan
veruleika svo gott getur verið að
hafa mælieiningabreyti við höndina
til að umreikna kílómetra í mílur
o.s.frv. Slíkan mælieiningabreyti er
t.d. að finna á www.onlineconver-
sion.com
Þeir sem eru sleipari í skandi-
navísku gætu reynt heimasíðuna
www.gronnhverdag.no/miljospeilet.
Í þessum umhverfisspegli er hægt
að sjá hversu vel maður stendur sig
gagnvart umhverfinu að teknu tilliti
til ýmissa þátta í lífinu, s.s. íbúðar-
húsnæðis, orkunotkunar, innkaupa,
ferðalaga og sorpflokkunar, svo eitt-
hvað sé nefnt. Gefin eru stig upp að
100 fyrir hvern flokk þannig að með
því að fara í gegnum prófið á síðunni
fær maður nokkuð góða mynd af því
hvar maður getur bætt ráð sitt.
Á heimasíðu norska dagblaðsins
VG, á slóðinni www2.vg.no/
klimatesten, má taka annað próf
sem er nokkuð einfalt og fljótlegt en
með því má reikna út hversu mörg
kíló af gróðurhúsalofttegundum við-
komandi lætur frá sér árlega með
lífsstíl sínum. Athugið að á þessari
síðu þarf að gefa upp fjögurra tölu-
stafa norskt póstnúmer til að fá að-
gang að prófinu. Allar tölur milli
0000 og 9999 virka.
Morgunblaðið/Ásdís
Vafrað á veraldarvefnum Á netinu er að finna fjölmörg hjálpartæki til að
sjá hversu vel eða illa maður stendur sig gagnvart umhverfinu.
Hversu mikið
mengar þú?
sustainability.publicradio.org/
consumerconsequences/
www.onlineconversion.com
www.gronnhverdag.no/
miljospeilet
www2.vg.no/
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Kringlan Sími 533 4533
Smáralind Sími 554 3960
SKIN CAVIAR LUXE EYE LIFT CREAM
Bjóðum 10%
kynningarafslátt
og kaupauka.
Vinnur á öllum sjö þáttum öldrunar á augnsvæðinu:
• Styrkir • þéttir • mýkir • verndar
• dregur úr þrota og dökkum baugum.
Gefur augnsvæðinu lyftingu og ljóma!
Vertu velkomin á kynningu
til okkar á eftirtöldum
dögum milli kl. 13-17
Í dag fimmtud. 18. okt.
í Hygeu Kringunni
og föstudaginn 19. okt.
í Hygeu Smáralind