Morgunblaðið - 18.10.2007, Page 34

Morgunblaðið - 18.10.2007, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóna FanneyGunnarsdóttir fæddist í Fellsaxl- arkoti í Skilmanna- hreppi í Borgarfirði 7. desember 1913. Hún lést á Drop- laugarstöðum 9. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís Halldórs- dóttir, f. 1878, d. 1941, og Gunnar Bjarnason bóndi í Kjalardal og síðar Fellsaxlarkoti, f. 1878, d. 1943. Systur Fanneyjar voru Guðrún, Halldóra, Sigríður Lilja og Ársæl Gróa, sem eru látnar, og Guðný Lára. Fanney giftist 6. maí 1937 Helga Jónssyni frá Stað í Grindavík, f. 29. mars 1910, d. 8. mars 1946. Synir þeirra eru: 1) Jón, f. 1939, kvæntur Salóme Halldóru Magn- úsdóttur, sonur þeirra er Helgi, kvæntur Hrönn Nielsen og eiga þau tvö börn. 2) Gunnar Þórhallur, f. 1942, kvæntur Ingu Arndísi Ólafsdóttur. Börn þeirra eru: Helga Þórdís, gift Arnari Jónssyni og eiga þau þrjú börn, og Ólafur Arnar, kvæntur Söndru Huld Jóns- dóttur. Fanney giftist í annað sinn 24. júní 1949 Halldóri Bjarnasyni. Þau skildu 1951. Dóttir þeirra er: 3) Sigríð- ur, f. 1949, gift Þor- birni Gíslasyni. Börn þeirra eru: Sigrún, gift Steinþóri Ingi- bergssyni, eiga þau tvær dætur og Stein- þór á son frá fyrra hjónabandi, Guðni og Berglind, gift Lúkasi Sloncík. Fanney ólst upp í Fellsaxlar- koti, fór í Laugarvatnsskóla um tvítugt og lærði síðan til kjóla- meistara í Reykjavík og bjó í Reykjavík frá þeim tíma. Vann hún lengi sem kjólameistari sam- hliða húsmóðurstörfum en síðar við afgreiðslustörf hjá Mjólkur- samsölunni þar sem hún var lengst af forstöðukona í mjólkur- búð eða þar til þær voru lagðar niður. Útför Fanneyjar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ung kynntist ég yngri syni Fann- eyjar. Vinátta okkar og samvera spannar því nokkra áratugi. Amma Fanney, eins og allir kölluðu hana í fjölskyldunni minni, var alltaf tilbúin að spila við barnabörnin þegar þau voru lítil og í sveitinni okkar að fræða þau um plöntur og fugla. Hún var mikill náttúruunnandi og hafði gaman af að ferðast um Ísland og þar var nú ekki komið að tómum kofunum með staðarheiti. Minni hennar var ótrú- legt. Á fullorðinsárum tók hún upp á því að læra á bíl, keypti sér lítinn bíl og ók honum í nokkur ár og ferðaðist þá nokkuð um landið. Fanney var snillingur í höndunum. Þær eru ófáar flíkurnar sem hún saumaði á börnin mín og mig eða hjálpaði mér við að breyta og laga. Óteljandi vettlingar og sokkar á börn, barnabörn og barnabarnabörn. Og margir eiga peysur sem hún prjónaði. Á hverjum jólum sérpakki til mín með hvítum, mjúkum ullarsokkum og allt- af enduðu aðfangadagskvöldin með því að ég var komin í sokkana hlýju. Hún vissi að þetta var besta gjöfin sem hún gat gefið mér. Tengdamóðir mín var afskaplega kærleiksrík manneskja og vildi allt fyrir aðra gera. Allt sem gert var fyrir hana þurfti hún að endurgjalda. Þakklæti sitt lét hún ætíð í ljós með hlýjum orðum. Það hef ég svo sann- arlega fundið þessa síðustu mánuði hennar þegar hún var orðin veik- burða og þurfti mikla umönnun. Kær- leikur og þakklæti var það sem ein- kenndi hana þrátt fyrir mjög svo þverrandi lífsgæði. Fanney var alltaf mikill dugnaðar- forkur og þurfti svo sannarlega á því að halda í lífinu. Það var sama hvort hún var með saumnál, hamar eða málningarpensil í hönd, alltaf var allt jafn vel af hendi leyst. Hún missti ung mann sinn. Þá voru þau nýbúin að festa kaup á íbúð. Með mikilli vinnu og sparsemi tókst henni að borga upp íbúðina og þar bjó hún börnum sínum hlýlegt og gott heimili. Það var henni mikið kappsmál að börnin menntuðu sig vel og til þess studdi hún þau á ýmsan hátt. Sjálf hafði hún brotist til mennta upp á eigin spýtur eins og al- gengt var á þeim tíma þar sem efni voru lítil. Hún fór í Héraðsskólann á Laugarvatni, lærði síðan kjólasaum í Reykjavík og seinna bókhald. Hún hafði gaman af tölum og var lengi gjaldkeri húsfélagsins þar sem hún bjó. Fyrir tveimur áratugum keypti hún íbúð í húsi aldraðra við Bólstað- arhlíð. Hún bjó við þá gæfu að vera hraust og geta annast um sig sjálf að mestu og farið ferða sinna þótt vissu- lega væri aldurinn orðinn hár og hún hafi verið farin að finna fyrir því síð- ustu árin. Stór hluti af lífi mínu hefur verið samtvinnaður lífi Fanneyjar. Ég tel það mikla gæfu að hafa fengið að kynnast náið þessari heiðarlegu dugn- aðarkonu og börnum hennar sem svo sannarlega bera móður sinni vitni og hafa fengið allt það besta frá henni. Í fjölskyldunni allri ríkir mikil sam- heldni, vinátta og kærleikur. Þetta hefur gefið mér mikið og kennt mér margt. Fyrir það vil ég þakka sérstak- lega. Blessuð sé minning kærrar tengda- móður minnar. Inga Arndís Ólafsdóttir. Þá skilur leiðir. Amma Fanney er búin að kveðja. Góðar minningar flögra um hugann og af nógu er að taka. Þegar ég var lítil var mjög spennandi að fá að gista hjá ömmu ásamt Sigrúnu frænku minni. Við lág- um í kræsingum og amma spilaði tím- unum saman við okkur, kenndi okkur vísur og leyfði okkur að syngja inn á spólur. Á þessum tíma var amma líka mikið hjá okkur og átti hún sérherbergi í sumarbústaðnum okkar. Þegar hún var með var mikið spilað og farið í göngutúra. Í seinni tíð fór hún að segja mér sögur úr sveitinni og lífi sínu og voru það dýrmætar stundir. Amma fékk það erfiða hlutskipti að verða ung ekkja og ala ein upp þrjú börn. Það tókst henni hins vegar ein- staklega vel og á hún góð börn og heil- steypta fjölskyldu. Hún var dugnaðarforkur og vildi allt fyrir alla gera. Gerði allt sem hún gat til að styðja okkur barnabörnin í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún fylgdist vel með okkur öllum og var dugleg að hringja og vita hvernig fjölskyldulífið gengi. Þá var hún mjög ern og fylgdist vel með öllu og hafði skoðanir á hlutunum. Hún prjónaði á alla fjölskylduna og það var gott að geta leitað til hennar til að bjarga prjónaskapnum eða saumaskapnum þegar verið var að myndarskapast. Þá hafði hún óbilandi áhuga á ætt- fræði og var fljót að segja mér hverra manna maðurinn minn væri þegar við kynntumst áður en ég vissi nokkuð um hann. Ég kveð hlýja og góða ömmu og sé þegar ég horfi til baka hvað ég var heppin að kynnast konu eins og henni. Það var margt í fari hennar sem ég get tekið mér til fyrirmyndar. Minn- ing hennar er ljós í lífi okkar. Helga Þórdís. Er við setjumst niður saman systk- inin til að setja saman nokkur minn- ingarorð um ömmu okkar, er ýmislegt sem rifjast upp. Amma var algjör forkur enda var lífshlaup hennar ekki auðvelt. Hún missti manninn sinn ung að árum, þá nýbúin að festa sér kaup á íbúð. Á þeim tíma var ekki auðvelt að fá hjálp, en hún barðist áfram af dugnaði til að koma börnum sínum á legg og halda húsnæðinu. Það kom henni til góða að hún hafði lært kjólasaum og sniða- gerð og gat unnið heima við. Hún lagði alla tíð mikla áherslu á menntun og þá ekki síst stúlkna, því ekki væri vitað hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þegar við vorum krakkar fengum við stundum að gista hjá ömmu. Var þá eins og maður væri á fimm stjörnu hóteli, svo mikið var stjanað við mann. Aldrei vorum við svöng, því það var eldað og bakað ofan í okkur og ósjald- an fengum við appelsín og síríus- lengju í eftirrétt. Sérlega minnisstætt er það þegar við fórum að sofa, undir þykkri dúnsæng og svo tvö ullarteppi þar yfir þannig að maður næstum bráðnaði. Okkur átti ekki að verða kalt. Og amma sá líka til þess að eng- um í stórfjölskyldunni væri kalt, því hún prjónaði handa öllum vettlinga, lopapeysur og heimsins bestu ullar- sokka. Hún saumaði líka margar flík- urnar, enda kjólameistari, og var alla tíð mjög nýtin á föt og breytti gjarnan á árum áður gömlum flíkum til að nýta þær upp. Hún hugsaði líka um það að allar þær gjafir sem hún færði okkur væru nytsamlegar. Og alltaf fengum við afmælisgjafir frá henni nokkrum sinnum á ári, því þegar eitthvert okk- ar átti afmæli mátti ekki skilja hin út- undan. Amma var einstaklega ættfróð og gat rakið heilu ættirnar upp fyrir okk- ur. Það var stundum eins og að lesa Íslendingasögur þegar hún var að segja manni frá. Það kom iðulega langur kafli af ættarfróðleik á undan sögunum. Hún var líka hnyttin í orða- vali og kom oft orðunum skemmtilega frá sér. Ljóðin hennar bera vott um það, en hún dundaði sér við að skrifa þau og las þau fyrir okkur. Einnig eru jólaboðin á jóladag sérlega minnis- stæð. Þá var amma alltaf heima hjá foreldrum okkar, ásamt Nennu ömmu og Edda frænda. Þar var alltaf mikið fjör í spilamennskunni og voru ömm- urnar alltaf saman í liði á móti pabba og Edda. Þar gátum við setið og horft á og skemmt okkur konunglega og fengu ýmsar athugasemdir að fjúka og mikið var hlegið. Eitt af því sem einkenndi ömmu var að þegar við kvöddum hana eftir heimsóknir, þá fór hún alltaf út í glugga eða út á svalir, og veifaði okkur og horfði á eftir okkur. Nú erum það við sem horfum á eftir henni, vitandi það að henni var hvíldin kærkomin. Guð blessi minningu ömmu. Sigrún Þorbjörnsdóttir, Guðni Þorbjörnsson, Berglind Þorbjörnsdóttir. Fanney Gunnarsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HERBERTS S. SVAVARSSONAR, Holtsgötu 41, Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á deild 11G og á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Guð blessi ykkur. Margrét S. Karlsdóttir, Svavar Herbertsson, Jóna K. Herbertsdóttir, Guðbjartur K. Ingibergsson, Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbjörg E. Gunnarsdóttir, Ásta M. Guðbergsdóttir, Brynjar V. Steinarsson, Margrét Ó. Guðbergsdóttir, Karen Ö. Guðbjartsdóttir, Herbert Már Sigmundsson, Gunnar Már Sigmundsson. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir minn, SIGURÐUR TRYGGVASON, Heiðargerði 86, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 19. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á hjálparstarf kirkjunnar. Steinunn Ástvaldsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Ástvaldur Tryggvason. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG PÉTURSDÓTTIR frá Bót, Furuvöllum 5, Egilsstöðum, andaðist 11. október á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 20. október kl. 14.00. Hermann Eiríksson, Björn Eiríksson, Sigríður Eiríksdóttir, Pétur Eiríksson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. ✝ Hjartkær systir, mágkona, föður-, afa- og langafa- systir okkar, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR (Síta), sem andaðist á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili 10. október, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 22. október kl. 13.00. Baldur Jónsson, Bjarni Bragi Jónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Jón Bragi Bjarnason, Ágústa Guðmundsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigurður Axel Benediktsson, Guðmundur Jens Bjarnason, Vigdís Sigurbjörnsdóttir, bróðurafabörn og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ELÍNAR STEINÞÓRU HELGADÓTTUR, frá Kárastöðum í Þingvallasveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Foldabæjar og Hjúkrunarheimilisins í Víðinesi. Gunnlaugur Geir Guðbjörnsson, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Böðvar Guðmundsson, Erla Guðbjörnsdóttir, Kristinn Víglundsson, Einar Guðbjörnsson, Hugrún Þorgeirsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Kári Guðbjörnsson, Anna María Langer, og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN EGGERTSDÓTTIR, Búhamri 21, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðviku- daginn 10. október síðastliðinn, verður jarð- sungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 20. október og hefst athöfnin kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á samtökin Barnaheill. Jósúa Steinar Óskarsson, Steinunn Ásta Jósúadóttir, Ásmundur Kristberg Örnólfsson, Óskar Jósúason, Guðbjörg Guðmannsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.