Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 41
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Jónshúsi kl. 19 og Garðabergi kl. 19.15.
Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund
kl. 10.30, umsj. sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Frá hádegi eru vinnustofur
opnar, m.a. myndlist og perlusaumur.
Á morgun kl. 10.30 er fjölbreytt leik-
fimi o.fl. í ÍR-heimilinu við Skógarsel, á
eftir er heitt á könnunni og málin
rædd. S. 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við
böðun kl. 9, smíðar. „Viltu vera
memm“-samverustund kl. 14, kaffi-
veitingar kl. 15. Á morgun er messa kl.
14.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg-
ismatur kl. 12, félagsvist kl. 14 og kaffi
kl. 15.
Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9,
leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13,
bingó kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9-
16 hjá Þorbjörgu, boccia kl. 10-11, fé-
lagsvist kl. 13.30, vinningar. Kaffiveit-
ingar í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hár-
snyrting.
Hæðargarður 31 | Müllers-æfingar
alla þriðjudaga kl. 9.15. World Class-
hópur 3 í viku. Ferð á Ljósmyndasafn
Rvk. mánudag kl. 13. Hjördís Geirs alla
fimmtudaga kl. 13.30. Miðar á Vín-
arhljómleika Sinfó 5. jan. 2008. Uppl.
568-4132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Listasmiðjan á
Korpúlfsstöðum er opin á morgun
föstudag kl. 9-12 og kl. 13-16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund og spjall kl. 9.45, boccia, karla-
klúbbur, kl. 10.30, postulínsmálun kl.
13, boccia, kvennaklúbbur, kl. 13.30,
kaffiveitingar kl. 14.30.
Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur,
Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara
kl. 11.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnu-
stofan í handmennt opin. Leirlist-
arnámskeið. Hugmynda- og listastofa.
Boccia kl. 10.
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handav. kl.
8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30, leik-
fimi kl. 9, boccia kl. 9.45, myndlist kl.
13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un, fótaaðgerð, jóga, morgunkaffi/
dagblöð, almenn handavinna, hádeg-
isverður, bókband. Bingó kl. 13.30.
Dalbraut 18-20 | Lýður mætir með
harmonikkuna. Leikfimi kl. 10. Postu-
línsnámskeið. Guðsþjónusta.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Færeyjafarar hittast á morgun
kl. 13. Námskeið í framsögn hefst 23.
október, leiðbeinandi Bjarni Ingvars-
son, skráning á skrifstofu FEB.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05 og kl. 9.55, rammavefnaður kl.
9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, ró-
leg leikfimi kl. 13, bókband kl. 13, mynd-
listarhópur kl. 16.30, stólajóga kl. 17,
jóga á dýnum kl. 17.50.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður
kl. 11.40, brids og handavinna kl. 13 og
jóga kl. 18.15.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Bókband kl. 10, gler og leir kl. 13,
vatnsleikfimi kl. 12, karlaleikfimi kl. 13,
boccia kl. 14, handavinnuhorn kl. 13 og
námskeið í bútasaumi og handavinnu
kl. 13. Leikhúsferð kl. 20, rúta fer frá
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Skák í kvöld í fé-
lagsheimilinu Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl, 9 boccia, kl. 9.15-14
aðstoð v/böðun, kl. 9.15-15.30 handa-
vinna, kl. 10-12 spænska, framh., kl.
11.45 hádegisverður, kl. 13 leikfimi og
kaffiveitingar kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, bókband kl. 9, morgunstund kl.
9.30, boccia kl. 10, hárgreiðslu- og
handavinnustofan opnar frá kl. 9, upp-
lestur kl. 12.30, mósaík kl. 13, frjáls
spilamennska kl. 13-16.30. Uppl. í síma
411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og
samvera kl. 10, leikfimi kl. 13.15 og fé-
lagsvist kl. 14.30.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja. | Starf með 6-9 ára
börnum (STN) kl. 15-16. Starf með 10-
12 ára börnum (TTT) kl. 16-17.
Áskirkja | Foreldramorgunn kl. 10,
kynning frá Rauða krossi Íslands,
söngstund með organista og kaffiveit-
ingar. Kl. 14 klúbbur 8 og 9 ára, kl. 17
TTT-starfið. Samkirkjuleg bænastund
kl. 16.30. Samverustund með nýbúum
kl. 17.30. Spjall, súpa og brauð.
Breiðholtskirkja | Biblíulestur í umsjá
dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 20.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl.
10-12, leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl.
12, 6-9 ára starf kl. 16-17. Æskulýðs-
starf Meme fyrir 8. bekk kl. 19.30-
21.30. Fræðsla fyrir foreldra kl. 20,
fjallað um bænina og barnatrúna.
(www.digraneskirkja.is )
Dómkirkjan | Opið hús í safn-
aðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 14-
16. Kaffi og spjall. Kvöldkirkjan er opin
kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og
21.30. Hægt er að eiga samtal við
prest, taka þátt í bænastundum.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar
kl. 10-12. Fræðandi samverustundir,
ýmiss konar fyrirlestrar. Kaffi, djús og
brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára
kl. 15-16, í Víkurskóla.
Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl.
18.15, Þorvaldur Halldórsson leiðir
söng.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Orgelleikur, íhugun, bænir. Málsverður
í safnaðarsal eftir stundina.
Háteigskirkja | Íhugunartónlist, orð
Guðs, bænir, kvöldmáltíð Drottins, fyr-
irbæn með handayfirlagningu og
smurningu kl. 20. Vinafundur eldri
borgara kl. 14, í Setrinu í október og
nóvember.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM.
Farið verður í heimsókn til Knatt-
spyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði
sem stofnað var af KFUM árið 1931.
Hugleiðing: Ásgeir M. Jónsson. Mæt-
ing í íþróttahús Hauka á Ásvöllum kl.
20.
Kristniboðsfélag kvenna | Háaleit-
isbraut 58-60. Fundur í Kristniboðs-
salnum hefst með bænastund kl.
16.30. Gestur fundarins er Kristín
Bjarnadóttir kristniboði.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12,
orgeltónlist í kirkjuskipi kl. 12-12.10, að
bænastund lokinni, kl. 12.30, er máls-
verður í boði í safnaðarheimilinu. Adr-
enalín gegn rasisma kl. 17, (9.-10. bekk-
ur), umsjón hefur Hildur Eir Bolladóttir
prestur.
Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10.
Sjónarhorn föður ungbarna, kaffi og
spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir.
Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðs-
félagi Selfosskirkju kl. 20. Leiðtogi er
stud. theol. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Biblíu-
fræðsla kl. 20, sr. Ólöf Ólafsdóttir
fjallar um ,,Brúðkaupið í Kana og þátt
kvenna í Jóh.guðspjalli“. Anna J. Guð-
mundsdóttir verslunarmaður tjáir sig
um sama efni og kemur af stað um-
ræðum. Fyrirbænastund kl. 21. Mola-
sopi á eftir.
80ára afmæli. Í dag 18.október er Jón Helga-
son, fyrrv. framkvstj. Lífeyr-
issjóðs Sameiningar, Mýr-
arvegi 111, Akureyri, áttatíu
ára. Jón og kona hans Snjó-
laug Þorsteinsdóttir halda
daginn hátíðlegan í faðmi fjöl-
skyldunnar.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 18. október, 291. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. (Lk. 6, 32.)
Samtökin ’78 halda Málþing umhjónabandið og staðfesta sam-vist 19. október næstkomandi. Flutt verða fjögur erindi:
dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræð-
ingur talar fyrir því sjónarmiði að
hjónabandið skuli standa opið öllu full-
veðja fólki sem lifa vill saman í skuld-
bindandi ástartengslum. Hulda Guð-
mundsdóttir guðfræðingur fjallar um
umræðuna sem átt hefur sér stað um
hjónavígslumál síðustu misseri og ár og
Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur lýsir
lagaumhverfi hjónabands og stað-
festrar samvistar. Loks munu feðg-
arnir Kristján Kolbeins og Eyjólfur
Kristopher Kolbeins lýsa samskiptum
sínum, en Eyjólfur er samkynhneigður.
Hulda Guðmundsdóttir segir um-
ræðu síðustu missera hafa einkennst af
töluverðum misskilningi: „Rugling-
urinn hlýst ekki síst af því að á Alþingi
komu á sama tíma fram tvær breyting-
artillögur, annars vegar breyting á lög-
um um staðfesta samvist sem veitti trú-
félögum heimild til að framkvæma
vígsluna, og hins vegar tillaga um að
hjúskaparlögunum yrði breytt þannig
að þau næðu til allra para óháð kynja-
samsetningu,“ segir Hulda.
Að sögn Huldu má hins vegar rekja
umræðuna allt aftur til 1994, þegar
nefnd forsætisráðuneytis um afnám
misréttis gagnvart samkynhneigðum
setti fram þá ósk að lög um staðfesta
samvist gerðu ráð fyrir bæði borg-
aralegri og kirkjulegri vígslu: „Við-
bragð biskups Íslands var að árið 1998
heimilaði hann svokallaða blessunar-
athöfn, en þjóðkirkjan hefur í raun
aldrei fjallað um þann möguleika að
vígja pör í staðfesta samvist,“ segir
Hulda. „Hafa þarf í huga að á Íslandi
búum við við þá ríku hefð að langflest
hjón eru gefin saman með lögformlega
bindandi hætti af presti og þar sem sú
blessunarathöfn sem kirkjan hefur
boðið samkynhneigðum upp á hefur
ekki haft lagalegt gildi er skiljanlegt að
samkynhneigðir skuli gera þá kröfu að
þeirra sambúðarvígsla fái nákvæmlega
sömu meðferð innan kirkjunnar og
vígsla gagnkynhneigðra para.“
Málþing föstudagsins hefst kl. 13.30
og stendur til 16.30 og fer fram í Þjóð-
minjasafninu. Að loknum erindum
verða pallborðsumræður. Á dagskrá er
einnig tónlistaratriði Páls Óskars
Hjálmtýssonar og Moniku Abendroth.
Fundarstj. er Ólafur Stephensen ritstj.
Jafnréttismál | Málþing um samkynhneigð og kirkjulega vígslu 19. okt.
Að gifta, eða blessa?
Hulda Guð-
mundsdóttir fædd-
ist á Fitjum í
Skorradal 1960.
Hún lauk stúdents-
prófi frá MH 1980.
Hún starfaði við
bókhaldsstörf sem
gjaldkeri og hús-
móðir þar til hún
hóf nám við Háskóla Íslands. Þaðan
lauk hún BA-gráðu djáknanáms 2004
og meistaranámi í guðfræði 2007.
Hulda er ekkja og á þrjú börn.
Tónlist
Fríkirkjan í Reykjavík | Tónleikar í kl. 20,
með Vox Femine. Hannan El-Shemouty frá
Kaíró, Steingrímur Guðmundsson á slag-
verk og Hilmar Örn Agnarsson á orgel.
Flutt verða þjóðlög úr ýmsum áttum þar á
meðal íslensk þjóðlög sem leikin verða í
nýjum búningi.
Langholtskirkja | Finnski stúlknakórinn
Larte Youthchoir ásamt Gradualekór Lang-
holtskirkju heldur tónleika kl. 19. Aðgangur
ókeypis.
Myndlist
Galleri Thors | Linnetsstíg 2, Hafnarfirði.
Rósa Helgadóttir hönnuður opna sýningu í
dag kl. 17-19. Sýningin er opin daglega kl. 11-
18 og laugardaga kl. 11-16. Sýningin stendur
til 1. nóvember.
Grensáskirkja | Sýning á vatnslitamyndum
eftir Björgu Þorsteinsdóttur stendur yfir.
Sýningin verður opin á sama tíma og kirkj-
an mánudaga-föstudaga kl. 10-15, fyrir og
eftir messur og við aðrar athafnir og sam-
verustundir í kirkjunni. Sýningin stendur til
15. nóvember.
Fyrirlestrar og fundir
Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur þeirra sem
þjást af kvíða er starfræktur á fimmtudög-
um kl. 18, í húsi Geðhjálpar að Túngötu 7,
101 Reykjavík.
Landakot | Fræðslufundur Rann-
sóknastofu í öldrunarfræðum RHLÖ, verð-
ur kl. 15, í kennslusalnum á 7. hæð. Ársæll
Jónsson öldrunarlæknir fjallar um hrum-
leika meðal aldraðra. Sent út með fjar-
fundabúnaði.
Samtökin ́78 | Arna Gunnarsdóttir flytur
fyrirlestur kl. 21, í Regnbogasal Samtak-
anna ’78 sem nefnist Táknmál líkamans. Í
honum er áhorfendum sýnt hvernig lesa
má viðhorf og hugsanir annarra og þeir
jafnframt vaktir til umhugsunar um eigið
táknmál og líkamstjáningu.
Fréttir og tilkynningar
Siglufjörður | Dagana 18.-20. október fer
fram ljóðahátíðin Glóð á Siglufirði. Á dag-
skrá eru ljóðakvöld, námskeið, leiksýning
o.fl. Gestir eru m.a. Sigurður Skúlason leik-
ari og ljóðskáld, Þórarinn Torfason ljóð-
skáld og Elfar Logi Hannesson leikari. Umf.
Glói og Herhúsfélagið á Siglufirði standa
fyrir hátíðinni.
Start Art listamannahús | Start Art Lista-
mannahús, Laugavegi 12b, kvöldopn-
unarganga, Skorrdal kynnir nýja línu „Ull á
köldum klaka“ kl. 17-21. Myndlistarsýningar
Hjartar Hjartarson og Steingríms Eyfjörðs
eru einnig opnar þetta kvöld.
Skemmtanir
Fóstbræðraheimilið | Forsala að-
göngumiða á árshátíð Dýrfirðingafélagsins
í Reykjavík verður í Fóstbræðraheimilinu
v/ Langholtsveg í dag kl. 18- 20. Ath. að
ekki er hægt að greiða með korti. Nánari
uppl. á www.thingeyri.is
ÞESSI tyrknesku börn eru á heimleið í þorp sitt nálægt Cizre í Sirnak-héraði í Tyrklandi. Í
baksýn má sjá fjöllin sem marka landamæri Tyrklands og Íraks.
FRÉTTIR
Lýsa vantrausti á
Margréti Sverrisdóttur
STJÓRN Landssambands
kvenna í Frjálslynda flokkn-
um, harmar að sundrung
skyldi verða í Frjálslynda
flokknum sl. vetur þegar
Margrét Sverrisdóttir og
nokkrir stuðningsmenn henn-
ar kusu að segja sig úr
Frjálslynda flokknum eftir að
hafa tapað í varaformanns-
kjöri fyrir Magnúsi Þór Haf-
steinssyni, segir í ályktun frá
sambandinu.
Þar segir ennfremur m.a.:
„Landssamband kvenna í
Frjálslynda flokknum bendir
á að Margrét Sverrisdóttir
benti réttilega á hversu óeðli-
legt það er að kjörinn fulltrúi
stjórnmálaflokks skipti um
flokk á miðju kjörtímabili og
sitji áfram í þeirri trún-
aðarstöðu sem hann var kos-
inn til upphaflega. Þegar
Gunnar Örlygsson sem kosinn
var á Alþingi fyrir Frjáls-
lynda flokkinn gekk í Sjálf-
stæðisflokkinn lýsti Margrét
Sverrisdóttir því yfir að þetta
væri bæði ólöglegt og ósið-
legt að Gunnar skyldi ætla að
halda þingsætinu sem með
réttu tilheyrði Frjálslynda
flokknum. Hún kærði athæfi
Gunnars síðan til umboðs-
manns Alþingis. Nú er Mar-
grét Sverrisdóttir í sömu
stöðu og situr áfram í sæti
sem tilheyrir Frjálslynda
flokknum í borgarstjórn
Reykjavíkur þó að hún hafi
sagt sig úr flokknum. Það er
sama siðleysið og hjá Gunnari
Örlygssyni á sínum tíma.
Landssamband kvenna í
Frjálslynda flokknum lýsir
vantrausti á Margréti Sverr-
isdóttur og öll vinnubrögð
hennar þar sem hún gekk úr
flokknum en situr samt í
umboði hans í borgarstjórn.
Margrét var ekki kosin per-
sónukjöri heldur voru það
atkvæði flokksins sem veittu
henni setu sem varamanni í
nafni Frjálslynda flokksins.
Landssamband kvenna í
Frjálslynda flokknum skorar
á Margréti Sverrisdóttur að
fylgja því siðferði sem hún
áður boðaði að ætti að gilda
í stjórnmálum og segja af
sér sem varaborgarfulltrúi
þannig að raunverulegur
fulltrúi Frjálslynda flokksins
setjist í borgarstjórn í stað
þeirra sem farnir eru úr
flokknum.“
Útsýni til Íraks Námskeið Norræna félagsins
NORRÆNA félagið á Íslandi hefur nýlega haldið upp á 85 ára af-
mæli sitt og hefur verið í örum vexti síðustu árin. Félagið hefur frá
upphafi verið virkur vettvangur til að efla fjölbreytt menningar-
tengsl milli Norðurlandanna og móta norrænt samstarf. Hér má
nefna Nordjobb, lýðháskólatengsl, símaþjónustu fyrir þá sem
hyggja á flutning á milli Norðurlanda og einnig fjölbreytt nám-
skeið í tungum frændþjóðanna.
Í fréttatilkynningu segir að námskeið Norræna félagsins séu lif-
andi og skemmtileg; oft óhefðbundin kennsla og samvera fyrir al-
menning. Það sem ber hæst er íslenskunámskeið fyrir Norð-
urlandabúa bæði fyrir nýbyrjendur og fyrir þá sem vilja
„fínpússa“ íslenskuna.
Haustnámskeið hefst mánudaginn 22. október kl. 18 hjá Nor-
ræna félaginu á Óðinsgötu 7, Óðinstorgi.
Önnur áhugaverð námskeið í boði hjá Norræna félaginu að
þessu sinni eru samtalsnámskeið í sænsku og dönsku, dönsku-
námskeið fyrir börnin, byrjendanámskeið í pólsku og einnig ís-
lenskunámskeið fyrir Pólverja.