Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 51

Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 51  Skyndibitakeðjur með hreinlætis- vandamál  Borgin hyggst selja hlut sinn í REI  Innbrotum fækkar ár frá ári  Morð íVesturbænum  Ein af hverjum sex konum missir fóstur  DV særir Dorrit - kemur þér við Að vera fjórtán og koma út úr skápnum Þvagleggsmálið í þingsölum Stórmarkaðir undir- búa sölu á ódýru öli Konur fleiri í nefndum borgarstjórnar iP d-tollurinn er kominn til að vera Bernskir borgarfull- trúar, segir Jón Sig. Hvað ætlar þú að lesa í dag? Starf í athvarfi Rauði krossinn í Kópavogi auglýsir eftir sjálfboða- liðum í athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir, auka á lífsgæði gesta og hjálpa þeim til virkrar þátttöku í samfélaginu. Sjálfboðaliðar þurfa að hafa náð 18 ára aldri og sækja undirbúningsnámskeið. Hlutverk þeirra er meðal annars að hafa athvarfið opið á laugardögum. Þeir taka þátt í starfsemi athvarfsins og veita gestunum félagsskap. Nánari upplýsingar í síma 554 6626 og á raudikrossinn.is styrkir þetta verkefni BLESER leggings MOORE hásokkar Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu Kynningar á n‡ju vetrarvörunum frá Oroblu í Lyf og heilsu Fimmtudag, kl. 13-17 á Melhaga Föstudag, kl. 13-17 í Mjódd Laugardag, kl. 13-17 í Kringlunni Laugardag, kl. 13-17 í Austurveri ÞEGAR tón- listarmenn hafa verið að eins lengi og Rúnar Júl- íusson og gert eins marga geisladiska og hann er stundum eins og diskarnir séu bara að koma út af gömlum vana og þörfin fyrir að skapa sé ekki leng- ur drifkrafturinn. Rúnar sannar að þetta á alls ekki við hann á nýjustu plötu hans Snákar í garðinum, þótt þetta sé líklega hans 15. sólóplata og hann hafi einnig gert tugi annarra platna með félögum sínum í Hljóm- um, Trúbroti og mörgum öðrum sveitum. Á nýjustu plötunni fær hann hina og þessa listamenn til að semja texta við lög sín eða lög við texta sína og samvinnan er langoftast mjög vel heppnuð. Fyrsta lag plötunnar, sem heitir einfaldlega ,,Segðu mér frá ást- inni“, er með texta Einars Más Guð- mundssonar við lag Rúnars og er það örlítið dularfullt en jafnframt gríp- andi og flott. Það er eins og örli að- eins á GCD-áhrifum í þessu lagi og mætti segja að það töffaralegasta úr GCD sé hér í bland við eitthvað sér- Rúnarískt. Annað gott dæmi um þetta er titillag plötunnar sem er al- veg ofursvalt, og sérstaklega ber að hrósa mjög flottum munnhörpuleik KK sem gerir lagið endanlega alveg skothelt. Nokkur lög til viðbótar eru með smá GCD-fíling og Bjartmar Guðlaugsson semur einmitt svona GCD-slagara við ákaflega fyndinn og skemmtilegan texta Rúnars. Þetta er lagið ,,Stemning í stíl“ og í því má finna æðislegar textalínur eins og: ,,Hér er glímt við alþekktar hvatir, hér er þrýst á geggjun inn á við. Menn eru ýmist hressir eða latir er þeir virkja hin ótrúlega dimmu og djúpu svið – þá á ég við Stemningu í stíl …“. Ekki eru öll lögin 13 þó jafn skemmtileg, og lagið ,,Ástin hjálpar þér“ eftir Jóhann Helgason er til að mynda fullvæmið fyrir minn smekk. Það er reyndar ótrúlegt hvað Rúnar kemst samt vel frá því lagi, en hann er líka alvöru töffari og slíkir töffarar komast upp með allt og eru bara sjaldnast væmnir. Fáir aðrir hefðu getað flutt lagið án þess að fara langt yfir strikið. Nokkur önnur lög eru virkilega skemmtileg, eins og til dæmis lag Torfa Ólafssonar við texta Rúnars, ,,Ég þrauka enn“, sem er hressilegt og lag Magga Kjartans við texta Rúnars, ,,Óskiljanlegt“, sem er falleg melódía. Blúsrokkarann ,,Ein- tómur blús“ eftir Tryggva Hübner við texta Rúnars er líflegur og flottur og lagið ,,Daginn í dag“ eftir strákana í Deep Jimi & the Zep Creams við texta eftir Júlíus Frey Guðmundsson er afar grípandi og flott lag en restin er slakari. Það er þó ekki þar með sagt að platan sé ekki góð því hún rennur vel í gegn og mér telst til að ég fíli nokkuð vel 8-9 lög af þrettán. Platan endar á bababa-laginu um- deilda ,,Ó, Keflavík“, eftir Jóhann Helgason, og verður að segjast að það er líklega hinn fullkomni popps- mellur sem á eflaust eftir að lifa vel og lengi hjá landsmönnum, hvort sem þeir telja sig vera frá Reykjanesbæ, Keflavík eða annars staðar frá. Al- vöru töffarar. Töffarinn TÓNLIST Geisladiskur Rúnar Júlíusson – Snákar í garðinum  Ragnheiður Eiríksdóttir EVA Longoria mun leika kyn- þokkafullan skólastjóra í nýrri gam- anmynd sem ber heitið Lower Le- arning og segir frá rannsókn á skóla sem er með lægstu einkunnir í ríkinu. Mótleikari hennar í mynd- inni er American Pie-leikarinn Jas- on Biggs, hann fer með hlutverk að- stoðarskólastjórans. Myndin verður í leikstjórn Marks Laffertys sem þreytir þarna frumraun sína í leik- stjórastólnum. Framleiðsla á mynd- inni hefst á næstunni en hún verður líklega frumsýnd seint á næsta ári. Þess má einnig geta að handrits- höfundur Aðþrengdra eiginkvenna hefur bannað Longoriu að verða þunguð eftir að þungun Marciu Cross flækti söguþráð sjónvarps- þáttanna nokkuð. „Tony og ég erum spennt fyrir því að eignast börn, en vegna þess að Marc hefur bannað mér að verða ólétt á þessu ári ætlum við bara að njóta þess að vera hjón og styrkja grunn sambands okkar áður en við fæðum barn í heiminn,“ sagði Lon- goria. Leikur skólastjóra Eva Longoria STJÖRNUSTRÍÐ er á leiðinni í sjónvarpið. Alls kyns varningur og sögur hafa vissulega ávallt fylgt hinum tvöfalda bíóþríleik George Lucas en nú mun hann sjálfur hafa hönd í bagga við gerð sjónvarps- þátta um Stjörnustríð. Þættirnir munu þó einbeita sér að ýmsum aukapersónum seríunnar og þegar hefur verið gefið út að Skywalker- fjölskyldan – en til hennar teljast Anakin/Svarthöfði, Luke og Leia – mun hvergi koma við sögu. Enn á þó eftir að sannfæra sjónvarps- stöðvarnar um ágæti hugmynd- arinnar, þrátt fyrir fáheyrða vel- gengni myndanna. „Þeir segja að þetta passi ekki í litlu kassana okk- ar. Og ég svara þeim: Þetta er Stjörnustríð. Auðvitað passar Stjörnustríð ekki inn í kassann ykk- ar,“ fullyrðir Lucas sem hlýtur þó að takast að selja hugmyndina á endanum. Lucas Virðist vera búinn að ná sér eftir misjafnar viðtökur seinni Stjörnustríðsþríleiksins. Sjónvarps- stríð vænt- anlegt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.