Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Páll stóð ekki lengi við í Aþenu. En svo fór hann það-
an, að nokkrir menn, þar af tveir nafngreindir, karl
og kona, höfðu orðið sannfærðir um boðskap hans,
tekið kristna trú.
En næst fór hann til Korintuborgar.
Þar eru miklar rústir, sem sú borg var á þeim dög-
um.
Steinarnir þar, eins og víðar á Grikklandi, vitna um
horfna vegsemd, sem á sinni tíð reis hátt yfir jafn-
lendið á ferli mannkyns.
Þar má líta handbragð á marmara og í leir, sem
ekkert fólk á jörð gerði fegurra.
En einu orðin með lífi, sem tengd eru glæstri fortíð
þessarar borgar eru geymd í tveimur bréfum frá Páli
til þess kristna safnaðar, sem var ávöxtur af þessari
heimsókn hans þangað.
Korinta forna var auðug borg með marglitu mann-
lífi. Háborgin gnæfði yfir og bar við himin sjálfan.
Þar uppi má enn sjá eitt hið mesta og glæstasta
hof, helgað ástargyðjunni Afrodítu.
Það hús var einn hinna frábæru ávaxta listrænnar
gáfu. En um leið vitnisburður og umgjörð um trú og
guðsdýrkun, sem fól í sér dýpstu niðurlægingu mann-
eskjunnar: Gyðju lostans var þjónað með vændi.
Við þetta fagra musteri voru meira en þúsund
ánauðugar stúlkur, alls vesalar ambáttir gyðjunnar
og blindaðra manna.
Ekki hefur þetta virki heiðninnar verið árennilegt
á að sjá, þegar það blasti við augum Páls í allri sinni
prakt.
Sigurbjörn Einarsson
Hvað viltu, veröld? (20)
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
MEGINNIÐURSTAÐA áhættu-
mats vegna Urriðafossvirkjunar er
sú að bygging hennar leiðir ekki til
aukinnar áhættu á svæðinu. Líkur á
að Þjórsá flæði upp fyrir bakka sína
minnka og líkur á stíflurofi eru tald-
ar litlar.
Starfsmenn Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen kynntu áhættu-
matið fyrir íbúum Flóahrepps í gær-
kvöldi en sveitarstjórnin fékk
kynningu í liðinni viku.
Guðlaugur V. Þórarinsson, verk-
efnastjóri á verkfræði- og fram-
kvæmdasviði Landsvirkjunar, sagði
í samtali við Morgunblaðið að líkur á
því að Þjórsá flæddi úr farvegi sínum
vegna flóða minnkuðu með tilkomu
Urriðafossvirkjunar. Að sama skapi
minnkuðu líkur á að Þjórsá flæddi úr
farvegi sínum vegna ísstíflna. Flóða-
hættan minnkaði bæði vegna þess að
með virkjun væri hægt að stýra
rennsli í farvegi Þjórsár auk þess
sem árbakkinn myndi hækka en
þannig yrði til meira rými í árfarveg-
inum.
Þá myndi ísstíflan sem myndast
við Urriðafoss, svokölluð Urriðafoss-
hrönn, verða úr sögunni eftir bygg-
ingu virkjunarinnar. Ástæðan væri
sú að vatnið í Urriðafosslóni myndi
leggja við ákveðnar aðstæður en af
þeim sökum myndi vatnið í lóninu
kólna minna en hefði það runnið eftir
farveginum.
Áhættan minnkar sem sagt að
þessu leyti en í staðinn kemur lón og
stífla sem hugsanlega getur rofnað.
Guðlaugur sagði að samkvæmt
áhættumatinu væru litlar líkur tald-
ar á slíku. „Líkur á stíflurofi eru litl-
ar og flóð af þess völdum yrði lítið og
fólki stafar hvergi hætta af slíku
flóði,“ sagði hann.
Flæðir ekki upp fyrir hlöðin
Áhrif af þremur mismunandi stífl-
urofum voru reiknuð út. Í einu þeirra
var gert ráð fyrir að stíflan rofnaði í
gilinu en í slíku tilvik myndi flóðið
einfaldlega skella í farveginn en ekki
fara út fyrir hann, að sögn Guðlaugs.
Í hinum tilvikunum tveimur var gert
ráð fyrir að stíflan rofnaði upp með
vestanverðu lóninu. „Þá kemur
ákveðin vatnsgusa sem stefnir inn á
tvær jarðir þar, Skálmholt og
Skálmholtshraun, en hún leitar til
Þjórsár aftur. Fyrstu klukkutímana
kemur smávatnsgusa þarna og
flæðir fram að þessum bæjum en
ekki upp fyrir bæjarhlöðin sjálf,“
sagði hann. Fólk á bæjunum yrði
ekki í hættu en stæði fólk við stífluna
yrði það að forða sér.
Margrét Sigurðardóttir, sveitar-
stjóri Flóahrepps, sagði að á sínum
tíma hefði verið ákveðið að bíða með
ákvörðun um hvort virkjunin yrði
sett inn á aðalskipulag þar sem
áhættumat hefði ekki legið fyrir.
Málið yrði nánar rætt í sveitarstjórn
og við íbúa.
Gert er ráð fyrir að áhættumat
fyrir fyrirhugaðar virkjanir í neðri
hluta Þjórsár verði tilbúið um ára-
mót. Áhættumati Urriðafossvirkjun-
ar var flýtt vegna óska Flóahrepps.
Morgunblaðið/Guðmundur Karl
Kynning Áhættumat vegna Urriðakotsvirkjunar var kynnt íbúum Flóahrepps á fundi í félagsheimilinu Félagslundi í gærkvöldi. Þar mættu um 60 manns.
Minni hætta er á flóðum og
líkur á stíflurofi taldar litlar
!
! Í HNOTSKURN
» Flóahreppur hefur ekkigert ráð fyrir Urriðafoss-
virkjun á aðalskipulagi.
» Aðrir aðliggjandi hreppargera ráð fyrir virkjunum.
» Líkur á stíflurofi vegnajarðskjálfta og sprungu-
myndunar voru metnar
1:10.000 á ári.
» Ekki er hægt að útilokastíflurof en til þess að það
gæti átt sér stað þyrfti ólík-
lega atburði, s.s. mikla sprun-
gugliðnun þvert á stífluna.
ÞEGAR húsleit var gerð hjá tveim-
ur mönnum sem leituðu hælis hér á
landi fyrir nokkrum vikum og kváð-
ust þá vera frá Hvít-Rússlandi,
kom í ljós að þeir lumuðu á tékk-
neskum vegabréfum. Öðru hafði
verið stolið en uppruni hins er
óljós, að sögn lögreglunnar á Suð-
urnesjum.
Frá því mennirnir, sem eru á þrí-
tugsaldri, leituðu hælis hafa þeir
dvalið á gistiheimili í Reykjanesbæ.
Eftir að brotist var inn í bæjar-
skrifstofur Reykjanesbæjar um
liðna helgi féll grunur á mennina
tvo og í kjölfarið var ráðist í hús-
leitina. Þeir hafa verið yfirheyrðir
nokkrum sinnum en síðdegis í gær
hafði þó ekki fengist botn í málið.
Auk þess að vera grunaðir um inn-
brotið eru þeir sakaðir um að hafa
villt á sér heimildir þegar þeir ósk-
uðu eftir hæli enda ríma nöfnin sem
þeir gáfu þá upp ekki við nöfnin á
tékknesku vegabréfunum. Viku-
langa gæsluvarðhaldið sem menn-
irnir voru úrskurðaðir í byggist á
þessu meinta broti, þ.e. að hafa villt
á sér heimildir en ekki fyrir að hafa
brotist inn.
Lumuðu á tékkn-
eskum vegabréfum
Grundarfjörður | Nú er síldin komin
aftur inn á Grundarfjörð og mikið
af henni. Krossey SF frá Horna-
firði sótti 650
tonn af
ágætri síld
um síðustu
helgi og
strax eftir
helgi var
Bjarni Ólafs-
son AK 70
mættur inn á
fjörðinn. Að
sögn Gísla
Runólfssonar
skipstjóra á
Bjarna Ólafs-
syni köstuðu þeir á mánudags-
kvöldið og fengu strax 650 tonn
og luku síðan við að fylla skipið á
þriðjudagsmorgninum en sigldu
síðan með fullfermi, 750 tonn, til
Neskaupstaðar.
Þrjátíu tíma sigling
„Þetta er 30 tíma sigling,“ sagði
Gísli, „en vonandi fáum við að
koma hingað aftur því fjörðurinn
er fullur af síld og hún er betri
hér en við Vestmannaeyjar, sem
er hitt veiðisvæðið,“ sagði Gísli.
Á miðvikudagsmorgun voru tvö
skip að veiðum á firðinum þar var
Krossey SF öðru sinni og náði 800
tonnum í einu kasti og Áskell EA
sótti 650 tonn í fjörðinn og það
fréttist af þremur skipum til við-
bótar sem voru á leiðinni til veiða
á Grundarfirði á miðvikudags-
kvöld.
Það sem veiðst hefur til þessa
og á eftir að veiða er þó líklegast
aðeins brot af því síldarmagni sem
er í firðinum ef miðað er við þær
mælingar sem Hafró gerði seinni-
hluta vetrar á síldinni sem gekk
inn á fjörðinn sl. haust, en þá voru
um 600 þúsund tonn í firðinum.
Ætið tekið frá þorskinum?
Sumir sjómenn sem fréttaritari
heyrði í eru uggandi yfir því að
með þessum veiðum sé verið að
taka fæðu frá þorskinum og jafn-
vel að hrekja síldina á brott. En
það eru fleiri en þorskurinn sem
sækja í ætið því hafnarstjórinn í
Grundarfirði sá æðarkollu koma
upp með síld í gogginum við
bryggjusporðinn.
Mokveiði á
Grundarfirði
Veiði Mikið af síld er
núna við Grundarfjörð.
♦♦♦
ÓSKAÐ var eftir aðstoð lögregl-
unnar á Suðurnesjum í fyrrakvöld
vegna hunds sem hafði verið skilinn
eftir í óupphituðum og rafmagns-
lausum bílskúr. Er lögreglumenn
komu á staðinn kom í ljós að hund-
urinn, sem er af rottweiler-tegund,
var mjög illa haldinn. Ekkert fóður
eða vatn var í skúrnum og mun eig-
andinn vera fluttur. Hundurinn var
tekinn í vörslu lögreglu og mun
málið verða rannsakað með tilliti til
dýraverndunarlaga.
Illa farið
með hund