Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 23
LANDIÐ
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16
Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6
Fjarðarkaupum
Lífsinslind í Hagkaupum
Heilsuhúsið Selfossi
Kelp
Fyrir húð, hár og neglur
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Þjónusta Þær svara hjá Umferðarstofu; Eva Guðbrandsdóttir, Oddrún
Sverrisdóttir, Hanna María Björgvinsdóttir og Guðrún Svana Pétursdóttir.
Eftir Gunnlaug Árnason
Stykkishólmi | Umferðarstofa
hefur opnað þjónustuver í Stykk-
ishólmi og verða þar til fjögur ný
störf. Starfsstöðin er til húsa í
flugstöðinni við Stykkishólm.
Eftir að áætlunarflug lagðist af
til Stykkishólms hafa verið lítil not
fyrir húsnæðið í flugstöðinni. Fyr-
ir nokkrum árum flutti þangað
skrifstofa rannsóknarnefndar sjó-
slysa og með komu Umferðarstofu
nýtist húsnæði flugstöðvarinnar
enn betur. Þarna eru ríkisstofn-
anir að nota húsnæði sem er til
staðar og á þann hátt sparast fjár-
munir.
Verkefni aukin
Þjónustuver Umferðarstofu mun
taka yfir alla símsvörun fyrir Um-
ferðarstofu og jafnframt svara fyr-
irspurnum líkt og þjónustuverið í
Borgartúni í Reykjavík hefur gert.
Það mun geta svarað fyrir öku-
tækjasvið og eitthvað fyrir örygg-
issvið líka en jafnframt taka við
upplýsingum og vísa áfram til ann-
arra starfsmanna á Umferðarstofu
í Reykjavík. Einnig munu öll eig-
endaskipti og afskráningar sem
gerðar eru út á landi verða sendar
í Stykkishólm og skráðar í úti-
búinu hér.
Siggerður Þorvaldsdóttir, verk-
efnastjóri ökutækjaskráningar,
segir að til hafi staðið að ráða tvo
starfsmenn í byrjun. Þegar störfin
voru auglýst sóttu margir hæfir
umsækjendur um. Því var ákveðið
að flytja þangað fleiri verkefni og
fjölga störfum. Það voru ráðnir
fjórir starfsmenn, sem nú hafa
hlotið starfsþjálfun og hafa hafið
störf. Hjá stofnuninni í heild eru
um það bil sextíu starfsmenn.
„Þetta leggst vel í okkur,“ segir
Siggerður og er ánægð með að á
þennan hátt er verið að færa störf
út á landsbyggðina. Störf sem
jafngott er að sinna í Stykkishólmi
og á höfuðborgarsvæðinu. Þessi
þjónusta fer fram í gegnum síma
og tölvur og fjarlægðin frá
Reykjavík skiptir ekki máli.
Þjónustuver Umferðar-
stofu opnað í flugstöðinni
Í HNOTSKURN
»Umferðarstofa var stofnuðfyrir fimm árum með sam-
einingu Skráningarstofunnar
og Umferðarráðs.
»Hlutverkið er að auka lífs-gæði fólks með því að efla
öryggi í umferðinni.
Nýtt hlutverk Flugstöðin í Stykkishólmi kemur að góðu gagni. Hún hýsir
nú starfsemi rannsóknarnefndar sjóslysa og útibú Umferðarstofu.
Grímsey | Það var stór stund í lífi
Árna Snæs Brynjólfssonar, sextán
ára gamals Grímseyings, þegar
hann flug út í Grímsey í sínum síð-
asta flugtíma í einkaflugmanns-
námi. Foreldrar og vinir söfnuðust
saman á flugvellinum til að fagna
flugmanninum unga sem þó þarf að
bíða fram í febrúar, eftir sautján
ára afmælisdeginum sínum, til að fá
flugmannsskírteinið afhent.
„Það hefur alltaf verið draumur
minn að verða flugmaður, alveg frá
því ég var lítill,“ segir Árni Snær og
telur að draumurinn hafi orðið til
áður en hann byrjaði í grunnskóla.
Ekki veit Árni Snær nákvæmlega
hvernig hann fékk þessa flugu í
höfuðið. Viðurkennir að ef til vill
hafi það átt einhvern þátt að hann
hafi oft farið með föður sínum,
Brynjólfi Árnasyni, umsjónarmanni
flugvallarins, í flugturninn og haft
gaman af því að sjá flugvélarnar
lenda.
Hann byrjaði ungur að safna fyr-
ir flugnámi, meðal annars fóru
fermingarpeningarnir í sjóðinn.
Námið byrjaði hann síðan um versl-
unarmannahelgina á síðasta ári,
þegar hann var fimmtán ára. Tók
bóklega hlutann um veturinn og
byrjaði síðan í flugtímum fyrir al-
vöru í vor, í Flugskóla Akureyrar.
Hann á nú bara eftir einn upprifj-
unartíma og svo sjálft prófið. Þessu
hyggst hann ljúka fyrir afmælið til
þess að geta tekið við skírteininu
þann dag.
Árni er á fyrsta ári í félagsfræði í
Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Og Árni Snær veit hvað hann ætlar
að verða þegar hann verður stór:
„Ég ætla að klára stúdentsprófið og
fara svo í atvinnuflugsnám,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Ungur flugmaður Árni Snær Brynjólfsson er að ljúka flugnámi. Stoltur afi
hans, Sigfús Jóhannesson, tók á móti honum á Grímseyjarflugvelli.
Verið draumurinn
frá því ég var lítill
LANDIÐ
Eiðar | Andi Sigfúsar Sigfússonar
þjóðsagnaritara og sagnamanns
sveif yfir vötnum á tveggja daga
löngu Sigfúsarþingi sem haldið var í
Kirkjumiðstöðinni á Eiðum um liðna
helgi. Að þinginu stóðu Minjasafn
Austurlands, Gunnarsstofnun, Hér-
aðsskjalasafn Austurlands, Árna-
stofnun, Félag þjóðfræðinga og Mið-
stöð munnlegrar sögu og var
tilgangur þess að heiðra og halda á
lofti nafni Sigfúsar og minna á þann
auð sem við eigum í þjóðsagnaarf-
inum.
Á þinginu var boðið upp á fyrir-
lestra og þrjú stutt námskeið og far-
ið í kynnisferð á fornar slóðir Sigfús-
ar á Seyðisfirði þar sem flutt var
klukkustundarlöng dagskrá, Sigfús-
arvaka, þar sem stiklað var á stóru í
ævi hans og lesnar þjóðsögur sem
hann skráði. Var Seyðfirðingum boð-
ið til vökunnar, mættu þeir vel og
virtust kunna vel að meta þennan
fyrrum samborgara sinn.
Tillaga um Sigfúsarstofu
Þingið setti Vilhjálmur Hjálmars-
son frá Brekku og minntist hann
m.a. á heimsókn Sigfúsar til Mjóa-
fjarðar sem hann man vel frá æsku
sinni. Fyrirlesarar á þinginu voru
þau Helgi Hallgrímsson, náttúru-
fræðingur á Egilsstöðum, Rósa Þor-
steinsdóttir þjóðfræðingur, starfs-
maður Árnastofnunnar, Júlíanna
Magnúsdóttir, formaður Þjóðfræð-
ingafélagsins, Unnur María Berg-
steinsdóttir, forstöðumaður Munn-
legrar sögu og Ingi Hans Jónsson,
sagnamaður frá Grundarfirði.
Þjóðsagnasafn Sigfúsar telur alls
11 bindi og hefur lítið verið rannsak-
að. Varpaði Helgi Hallgrímsson
þeirri hugmynd fram í erindi sínu að
komið yrði á fót Sigfúsarstofu þar
sem yrði safn til minningar um hann
og aðstaða til rannsókna. Hafði hann
í farteskinu innbundna bók með
þremur fyrstu bindunum í frumút-
gáfu af sögum Sigfúsar og tilkynnti
að hann gæfi hana sem fyrsta hlut til
safnsins og er gjöfinni ætlað að
brýna menn til dáða. Bókina batt
Helgi þegar hann var barn að aldri
og notaði kakíefni í kjölinn, en þess-
ar sögur Sigfúsar sem til voru á
heimili hans voru þá svo þrautlesnar
að þær voru komnar í blöð. Á eftir
Helga fór í pontu Edda Björnsdóttir
frá Miðhúsum og sagði við hæfi að
kassi utan um bókina kæmi frá fæð-
ingarstað Sigfúsar á Miðhúsum og
myndi Listiðjan Eik leggja hann til.
Má því segja að kominn sé vísir að
Sigfúsarstofu.
Á námskeiðunum fór Rósa Þor-
steinsdóttir yfir hvernig safna skuli
þjóðfræðum, Unnur María Berg-
sveinsdóttir sagði frá aðferðum og
kynnti tækni við söfnun munnlegrar
sögu og Ingi Hans Jónsson og Sig-
urborg Kr. Hannesdóttir leiddu
þátttakendur í gengum listina að
segja sögu.
Lagt til að stofnuð verði sérstök Sigfúsarstofa til rannsókna og varðveislu rita
Andi þjóðsagnaritarans sveif
yfir vötnum á Sigfúsarþingi
Ljósmynd/Skúli Björn Gunnarsson
Sigfúsarstofa Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur gaf frumútgáfu af
þremur fyrstu bindum þjóðsagna Sigfúsar til stofnunar Sigfúsarstofu.
Í HNOTSKURN
»Á málþingi um Sigfús Sig-fússon þjóðsagnaritara
kom fram tillaga um að komið
yrði á fót sérstakri Sigfús-
arstofu til minningar um hann
og skyldi slík stofa einnig hýsa
aðstöðu til rannsókna.
»Á Sigfúsarþingi var fjallaðum ævi og störf Sigfúsar,
farið um slóðir hans, rýnt í
þjóðfræðisöfnun, varðveislu
munnlegrar geymdar og rifjuð
upp listin að segja sögur.
Fjarðabyggðarhafnir færðu málm-
deild Verkmenntaskóla Austurlands
nýjan fræsara að gjöf á dögunum.
Hér eru Helga M. Steinsson skóla-
meistari, Kristófer Ragnarsson
frkvstj., Helga Jónsdóttir bæjar-
stjóri og Jóhann Zoega deildarstjóri
málmdeildar við nýju vélina.
Nýr fræsari