Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 43
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Roche
hefur tekið upp samstarfi við
Krabbameinsfélagið um að
vekja athygli kvenna á miklil-
vægi leitar að brjósta-
krabbameini í tilefni af árvekn-
isátakinu í októbermánuði.
Gerður hefur verið sýning-
arkassi þar sem raðað er upp
legókubbum í þrjár súlur, 2.000
kubbum fyrir þær konur sem
hafa greinst með brjósta-
krabbamein og eru á lífi, 175
kubbar tákna þær konur sem
greinast árlega og þriðja súlan
er úr 35 kubbum og táknar þær
konur sem látast á hverju ári.
Kubbar tákna fjölda kvenna
Morgunblaðið/Ómar
Sýningarkassinn í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins Á mynd-
inni eru Laufey Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri
Leitarstöðvarinnar, og Valdís Beck, markaðsfulltrúi hjá Roche.
Kassinn hefur vakið mikla at-
hygli og stendur til að gera eitt-
hvað svipað í Danmörku og
Lego hefur ákveðið að fram-
leiða bleika kubba í þessum til-
gangi.
Í dag, föstudag, og á laug-
ardag munu fulltrúar frá Roche
og Samhjálp kvenna verða við
sýningarkassann framan við Lyf
og heilsu í Kringlunni og dreifa
bæklingum og benda á helstu at-
riði varðandi brjóstaþreifingu
og brjóstaskoðun. Áður hefur
sýningarkassinn verið í Smára-
lind og víðar og verður m.a. í
World Class síðar í mánuðinum.
60ára afmæli. Hjónin Eygló Ey-mundsdóttir og Jakob Ólason
ætla að fagna sextugsafmælum sínum
sameiginlega laugardaginn 20. október.
Þau munu taka á móti vinum og vanda-
mönnum í Artes-salnum á Reykjavík-
urvegi 74 í Hafnarfirði, frá kl. 20 og von-
ast til þess að sjá sem flesta.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Leikfimi
kl. 8.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, útskurðarnámskeið
kl. 13. Myndlistarnámskeið kl. 13, vídeó-stund kl.
13.30, bingó kl. 14, söngstund við píanóið kl. 15.30,
jóga kl. 19.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-
16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, fótaaðgerð,
morgunkaffi/dagblöð, almenn handavinna, hádeg-
isverður, frjálst að spila í sal, kertaskreyting, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofan í handmennt opin.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í Gullsmára kl.
14, spjaldaverð 100 kr. Vinningsupphæðir fara eftir
fjölda þátttakenda.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í félags-
heimilinu Gullsmára 20. október kl. 14. Dagskrá: upp-
lestur o.fl., kaffiveitingar og harmonikkuleikur.
Skvettuball í félagsheimilinu Gullsmára 20. október
kl. 20-23. Miðaverð 500 kr. Þorvaldur Halldórsson
leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Færeyjafarar hittast
kl. 13. Námskeið í framsögn hefst 23. október, leið-
beinandi Bjarni Ingvarsson, skráning á skrifstofu FEB.
Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30, málm- og
silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, hádegisverður kl.
11.40 og félagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl.
9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 11.30, hádegisverður kl.
11.40, bingó kl. 14 og alþjóðl. hringdansar kl. 15.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi
kl. 12 og 13, félagsvist og námskeið í ullarþæfingu kl.
13. Bíll fer frá Garðabergi kl. 12.45.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-
16.30, m.a. bókband. Prjónakaffi/bragakaffi kl. 10,
ganga um Elliðaárdalinn kl. 10.30. Frá hádegi spilasal-
ur opinn. Kóræfing kl. 14.20. Miðvikud. 31. okt. er leik-
húsferð í Þjóðleikhúsið á leikritið Hjónabandsglæpir,
sýning hefst kl. 14, kaffiboð í Leikhúskjallaranum.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, aðst. við böðun,
smíðar og útskurður. Messa kl. 14, prestur sr. Ólafur
Jóhannsson, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn
Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar eftir
messu.
Hraunbær 105 | Kaffi, dagblöðin og spjall, almenn
handavinna kl. 9-12, hádegismatur kl. 12, bingó kl. 14,
bókabíllinn kl. 14.45 og kaffi kl. 15.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, leikfimi kl. 11.30,
brids kl. 13, boccia kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Opin
vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Böðun fyrir há-
degi. Sviðaveisla hefst kl. 18, matur, söngur og dans.
Hæðargarður 31 | Müllers-æfingar kl. 9.15. World
Class-hópur 3 í viku. Ferð á Ljósmyndasafn Rvk.
mánudag kl. 13. Hjördís Geirs alla fimmtudaga kl.
13.30. Miðar á Vínarhljómleika Sinfó 5. jan. 2008.
Uppl. 568-4132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl.
10, létt leikfimi kl. 11, opið hús spilað á spil kl. 13 og
kaffiveitingar kl. 14.30.
Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur | Leikfimi fyrir
eldri borgara kl. 11.30.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofan í hand-
mennt opin. Myndlistarnámskeið. Leikfimi kl. 10.
Guðsþjónusta fyrsta föstudag í mánuði.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16,
handavinna kl. 9.15-14.30, spænska – byrjendur kl.
10.15, hádegisverður 11.45, sungið v/flygilinn 13.30,
kaffiveitingar kl. 14.30 og dansað í Aðalsal kl. 14.30-
16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8,30, leirmótun
kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hár-
greiðslu- og fótaaðgerðastofan opin alla daga, bingó
kl 13.30. uppl. í síma 411-9450.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með hreyfi- og
bænastund á Dalbraut 27, kl. 10.15 í dag.
Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10-12. Kaffi,
djús og ávextir í boði.
Fríkirkjan Kefas | Tónlistarhópur kirkjunnar flytur lög
sem eiga rætur sínar að rekja í gospel- og sveita-
tónlist. Einnig mun Eva Dögg Sveinsdóttir gosp-
elsöngkona flytja nokkur lög. Eftir tónlistarflutning
verða kökur og kaffi til sölu. Kvöldið hefst kl. 20.
Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði | Sunnudagaskóli
næsta sunnudag kl. 11.
Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla þriðju-
daga og föstudaga kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og
spjall.
Kirkjuskólinn í Mýrdal | Samvera Kirkjuskólans í
Mýrdal í Víkurskóla á laugardagsmorgnum kl. 11.15.
Vegurinn, kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Unglinga-
samkoma 20. Ásta Knútsdóttir prédikar. Lofgjörð og
fyrirbæn.
Gullbrúðkaup | Hjónin Þorbjörg Páls-
dóttir og Eyjólfur Eysteinsson Suð-
urgötu 5, Keflavík, eiga gullbrúðkaup í
dag, 19. október. Þau verða ekki heima
á Fróni til þess að fagna þessum tíma-
mótum en þau eru á ferðalagi um Evr-
ópu um þessar mundir.
dagbók
Í dag er föstudagur 19. október, 292. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Mt. 10,31.)
Í Samtökunum ’78 verður Lif-andi laugardagur næstkom-andi laugardag. Þar ætlarKristín Elva Viðarsdóttir
kennari að halda fyrirlesturinn Áhrif
fræðslu á viðhorf kennara til hinseg-
in fólks.
Alvarlegar afleiðingar fordóma
Fyrirlesturinn byggir Kristín á
rannsókn sem hún vann sem hluta af
meistaranámi sínu við KHÍ undir
leiðsögn dr. Sifjar Einarsdóttur við
HÍ og dr. Sigrúnar Sveinbjörns-
dóttur við HA: „Rannsóknir sýna að
neikvæð viðhorf og fordómar í garð
sam- og tvíkynhneigðra í samfélag-
inu geta haft alvarlegar afleiðingar
fyrir sam- og tvíkynhneigð ung-
menni. Það er m.a. þekkt að ung-
menni sem verða fyrir fordómum
vegna kynhneigðar sinnar eru lík-
legri til að hafa lágt sjálfsmat, lenda
í erfiðleikum í skóla og þjást af
þunglyndi svo dæmi séu tekin. Al-
varalegasti flöturinn á þessu er að
þau eru í aukinni hættu á að fremja
sjálfsvíg,“ segir Kristín. „Kennarar
gegna lykilhlutverki í starfi skól-
anna, og geta viðbrögð þeirra og við-
horf skipt miklu máli.“
Kristín lagði spurningalista fyrir
starfandi kennara og leiðbeinendur í
þremur skólum í þéttbýliskjörnum á
landsbyggðinni til að meta viðhorf
þeirra til samkynhneigðar og þekk-
ingu á málaflokknum. Hópur svar-
enda fékk því næst fræðslunámskeið
um samkynhneigð. Eftir það voru
viðhorf og þekking aftur metin.
Þekking bætir viðhorf
„Niðurstöður rannsóknarinnar
gáfu m.a. vísbendingar um að þó að
viðhorf séu almennt jákvæð, þá eru
neikvæð viðhorf enn til staðar,“ segir
Kristín. „Niðurstöður leiddu einnig í
ljós að þekking þátttakenda á mál-
efnum samkynhneigðra jókst og við-
horf urðu jákvæðari eftir að hafa
setið fræðslunámskeiðið.“
Fyrirlestur Kristínar hefst kl.
13.30 og fer fram í Regnbogasal
Samtakanna ’78, Laugavegi 3, 4.
hæð. Aðgangur er öllum heimill og
ókeypis en umræður verða að er-
indinu loknu.
Finna má nánari upplýsingar á
slóðinni www.samtokin78.is.
Menntun | Fyrirlestur í Samtökunum ’78 á laugardag kl. 13.30
Tengsl fáfræði og fordóma
Kristín Elva
Viðarsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1973. Hún lauk
stúdentsprófi í Sví-
þjóð 1992, BEd-
gráðu frá Kenn-
araháskóla Íslands
1997, MEd-gráðu
frá sama skóla
2006, BA-gráðu í sálfræði frá HA 2007
og stundar nú Cand.Psych-nám við
HÍ. Kristín var grunnskólakennari við
Laugalækjarskóla. Hún er nú stunda-
kennari við HA og HÍ. Sambýliskona
Kristínar er Díanna Gunnarsdóttir,
lektor í sálfræði, og eiga þær eina
dóttur.
Tónlist
Skálholtskirkja | Tónleikar 21. okt. kl.
16, austrið mætir vestri, trúar-
söngvar og vögguvísur. Egypska
söngkonan Hanany EL-Shemouty
syngur og leikur á qanun, Stein-
grímur Guðmundsson á darabuka,
Hilmar Örn Agnarsson á indverskt
orgel og Kammerkór Suðurlands
syngur.
Myndlist
Hafnarborg | Portrett Nú! Sam-
norræn sýning á verkum eftir 62
listamenn frá öllum Norðurlönd-
unum, þar af 6 íslenskir, valin fyrir
portrettsamkeppni. Stendur til 22.
desember nk. og er aðgangur ókeyp-
is.
Fyrirlestrar og fundir
Samtökin ’78 | Kristín Elva Við-
arstóttir fjallar um mastersritgerð
sína frá KHÍ um áhrif fræðslu á við-
horf kennara til hinsegin fólks. Erind-
ið fer fram 20. október kl. 13.30 og
verða umræður á eftir.
Þjóðminjasafn Íslands | Hópur
presta í samvinnu við Samtökin ’78
stendur fyrir málþingi um hjúskap og
staðfesta samvist kl. 13.30-16. Máls-
hefjendur verða Sólveig Anna Bóas-
dóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Lára
V. Júlíusdóttir og feðgarnir Kristján
Kolbeins og Eyjólfur Kolbeins.
ÞESSI fallegi regnbogi myndaðist yfir St. Peter und Paul-kirkjunni í þorpinu
Klein-Auheim sunnan við Frankfurt í gær.
Í öllum regnbogans litum
FRÉTTIR
NÁMSKEIÐ í kínversku
kjarna-qigong (Chinese Essence
Qigong) verður haldið í Valhúsa-
skóla á Seltjarnarnesi dagana
20.-21. október næstkomandi.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
er Susan O’Toole sem er einn af
fremstu kennurum í Evrópu á
þessu sviði, segir í tilkynningu.
Námskeiðið hentar bæði byrj-
endum og lengra komnum.
Í fréttatilkynningu segir að
Kjarna-qigong kerfið verði
kennt í heild sinni og að nám-
skeiðinu loknu sé gert ráð fyrir
að þátttakendur geti iðkað qi-
gong og æft af sjálfsdáðum.
Fjölmargir Íslendingar leggja
nú þegar stund á qigong-kerfi
sem Gunnar Eyjólfsson leikari
hefur kynnt hér á landi, en hann
stofnaði Aflann, félag qigong-
iðkenda, ásamt Birni Bjarnasyni
ráðherra.
Námskeið í kjarna-qigong
Í TILEFNI af Degi náms- og
starfsráðgjafar á morgun, laug-
ardaginn 20. október, heldur Fé-
lag náms- og starfsráðgjafa
námsstefnu undir heitinu
„Breytingarmáttur náms- og
starfsráðgjafar“. Námsstefnan
verður haldin í Flughótelinu í
Keflavík og hefst kl. 9 og lýkur
kl. 16. Námsstefnan er ætluð fé-
lagsmönnum í félagi náms- og
starfsráðgjafa.
Gestafyrirlesari verður Carol
A. Dahir, Ed.D frá New York
Institute of Technology. Carol
verður einnig gestafyrirlesari, í
meistaranámi í náms- og starfs-
ráðgjöf við Háskóla Íslands, í
dag, föstudaginn 19. október.
Það eru Félag náms- og
starfsráðgjafa og meistaranám í
náms- og starfsráðgjöf við Há-
skóla Íslands sem standa að
komu Carol A. Dahir til lands-
ins.
Nánari upplýsingar eru að
finna á heimasíðunni www.end-
urmenntun.is
Dagur náms- og starfsráðgjafar