Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 17 SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR TLF.: 55 00 800 Á LAUGADAGINN Mættu snemma. Allar LEGO vörur á hálfvirði. Opið frá kl: 11-18. Á FÖSTUDAGINN Mun Teenage Muta nt Ninja Turtles koma til okka og heilsa upp á þig. Á FÖSTUDAGINN KL. 16.30 Íþróttaálfurinn kemu r í heimsókn í TOYS”R” US og sp jallar við krakkana og syngu r jafnvel nokkur lög. Það má enginn missa af þessu! Til bo ði ð gi ld ir til og m eð 2 0. 10 .2 00 7 og a ðe in s í S m ar at or g. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g vö ru fra m bo ð. ÞAÐ ER ALLTAFOPIÐ LENGIVirkadaga 10-20Nema fimmtudaga 10-21laugadaga 11-18Sunnudaga 13-18 BJÖRGVIN Sigurðsson við- skiptaráðherra var gestur á morg- unfundi Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, í gær þar sem hann um leið opnaði endurbættan vef samtakanna, www.svth.is Fundurinn var haldinn í sam- vinnu við Rannsóknasetur versl- unarinnar og Háskólann í Bifröst. Auk þess að fara yfir helstu þing- mál á vegum viðskiptaráðuneyt- isins í vetur lýsti hann yfir vilja til efla nýsköpun og þróun í verslun og þjónustu. Taka þyrfti utan um þessa atvinnugrein í góðu samstarfi við hagsmunaaðila. Ljóst væri t.d. að verslun og þjónusta væri orðinn grundvöllur nýrrar sóknar bæði kjarna- og jaðarsvæða á lands- byggðinni. Umræða um atvinnulífið hefði til þessa einskorðast um of við stóriðjuframkvæmdir, landbúnað og sjávarútveg og verslun og þjón- ustugreinar orðið út undan. Yfirlýsingu Björgvins var fagnað á fundinum, en þar fór Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, einnig yfir helstu baráttumál og verkefni samtakanna, s.s. útvistun opinberrar þjónustu, afnám vöru- og stimpilgjalda og niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum. Hyggst efla nýsköpun og þróun í þjónustugreinum Morgunblaðið/Frikki Þjónusta Björgvin Sigurðsson ávarpar morgunfund SVÞ, í forgrunni eru Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri og Hrund Runólfsdóttir formaður. KNÚTUR Þórhallsson hefur ver- ið kjörinn stjórnarformaður hjá Deloitte. Hjá fyrirtækinu starfar Knútur sem end- urskoðandi auk þess sem hann er einn af eigendum fyrirtækisins. Knútur er löggilt- ur endurskoðandi og viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands. Hjá Deloitte hefur hann haft umsjón og verkefnastjórnun í tengslum við endurskoðun og reikningsskil, skatta- og félagarétt auk ýmissa sér- verkefna. Knútur hefur haldið ýmsa fyrirlestra og kynningar á ráð- stefnum og fundum sem Deloitte hefur staðið fyrir, jafnt fyrir við- skiptavini og starfsmenn. Knútur er kvæntur Berglindi Víð- isdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn. Stjórnarfor- maður Deloitte Knútur Þórhallsson SAP, einn stærsti hugbúnaðar- framleiðandi heims, hagnaðist um 408 milljónir evra á þriðja ársfjórð- ungi, jafnvirði um 35 milljarða króna, borið saman við 370 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Þetta er því aukning um 10% og er mun betri afkoma en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Tekjur SAP jukust um 9% í fjórð- ungnum og námu 2,42 milljörðum evra samanborið við 2,21 milljarð evra í fyrra, eða um 190 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa bættu af- komu lækkuðu hlutabréf SAP í kauphöllinni Frankfurt í upphafi við- skipta í gær. Nýverið greindi SAP frá því að það ætlaði að kaupa franska hugbún- aðarfyrirtækið Business Objects á 6,8 milljarða evra. Þá var tilkynnt í gær um samning við Wal-Mart, stærstu verslanakeðju heims, sem ætlaði að kaupa hugbúnað frá SAP í verslanir sínar. Gróði SAP jókst um 10% SENDIRÁÐ Íslands í Japan efndi nýlega til viðskiptaþings þar í landi í samvinnu við japansk-íslenska versl- unarráðið í Japan, Glitni og Fjárfest- ingastofu Japans. Frá þessu greinir í Stiklum utanríkisráðuneytisins. Meðal fyrirlesara var Isao Na- kasu, forseti Samtaka japanskra fyr- irtækja í sjávarútvegi. Sagði hann japönsk fyrirtæki í auknum mæli ætla að fara með vörur framleiddar í Asíu á erlenda markaði, ekki síst til Evrópu og N-Ameríku. Auka þyrfti samstarf við erlend fyrirtæki og þar gætu Íslendingar komið sterklega til greina. Tilgangur viðskiptaþingsins var að kynna japönskum viðskiptaaðil- um tækifæri til aukinna samskipta við íslensk fyrirtæki, einkum hvað varðar sölu og markaðssetningu sjávarafurða á alþjóðavettvangi. Ennfremur var fjallað um viðskipta- umhverfið á Íslandi og beina erlenda fjárfestingu hér á landi og í Japan, en til þessa hefur ekki verið mikið um beinar fjárfestingar að ræða á milli landanna, að því er fram kemur í Stiklum. Aukin tæki- færi í Japan Morgunblaðið/Einar Falur ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.