Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞAÐ færðist mjög í aukana í kringum síðustu aldamót að fólk á Norðausturlandi, þjónustusvæði Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, skaðaði sig sjálft vísvitandi. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var af vísindateymi á sjúkrahúsinu (sem nú heitir Sjúkrahúsið á Akureyri) og dr. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir kynnti í gær. Tilvikunum fækkaði aftur fljótt en reyndar hafa ekki verið skoðaðar tölur frá því eftir 2003 þannig að ekki er vitað hver þróunin hefur verið síðan. Algengast hjá ungum konum Vísvitandi sjálfsskaðar eru mun algengari í yngri aldurshópum en á meðal eldra fólks, og miklu al- gengara er að ungar konur grípi til þessa ráðs en karlar. Brynj- ólfur Ingvarsson flutti erindi á málstofu heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri í gær, og skýrði frá niðurstöðu rannsóknar- innar. Stundum er talað um sjálfsvígs- tilraunir, en læknar telja sjálfs- skaða betra hugtak vegna þess að í mörgum tilvikum er fólk í raun ekki að reyna að svipta sig lífi heldur vekja athygli á erfiðleikum sínum; kalla á hjálp. Læknar á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri ákváðu að hefja rannsókn á þessu fyrir nokkrum árum. „Það má segja að í byrjun þessarar ald- ar hafi kviknað á perum á FSA,“ sagði Brynjólfur í erindi sínu í gær. Þá fengu læknar þar á til- finninguna að sjálfsskaðar hefðu aukist mjög og það reyndist rétt. Skoðaðar voru tölur frá 19 ára tímabili, frá 1985 til 2003, og á þeim tíma höfðu verið skráð 664 tilvik þar sem við sögu komu 414 einstaklingar. Kynjaskiptingin var þannig að um var að ræða 236 at- vik þar sem karlar áttu í hlut (171 einstaklingur) og 428 konur (243). Síðustu fimm ár þessa tímabils, 1999-2003, voru skráð 309 atvik og einstaklingarnir 181 – þannig að þá voru sjálfsskaðar hátt í helm- ingur af fjölda tímabilsins alls. Að sögn Brynjólfs er ekki ljóst hvers vegna þróunin var þessi, en það vekur athygli að árið 2000 voru sjálfsvíg á Íslandi mun fleiri en nokkru sinni fyrr, alls 50, næst- um því eitt í hverri viku. Síðan hefur sú tala lækkað mjög. Brýnt að halda áfram Algengasta aðferð til sjálfs- skaða er neysla lyfja, að sögn Brynjólfs. Hann nefndi geðlyf, svefnlyf og verkjalyf. Og hann tók fram, aðspurður, að þótt flokka mætti ofdrykkju, stórreykingar og ofát sem tilraun til sjálfsskaða væri slíkt framferði ekki talið með. Brynjólfur sagði í gær að um mjög ábyggilegar tölur væri að ræða. Sömu læknar, hjúkrunar- fræðingar og aðrir sérfræðingar hefðu í mörgum tilfellum unnið á FSA allan þennan tíma þannig að ljóst væri að sambærilegir hlutir væru bornir saman. Brynjólfur greindi frá því í gær að sá sem kæmi undir læknishend- ur vegna sjálfsskaða væri í hundr- aðfaldri hættu til þess að endur- taka slíkan verknað næsta árið. Hann telur mjög mikilvægt að rannsókninni verði haldið áfram og segir mikinn áhuga á því meðal fagfólks, í því skyni að reyna að finna skýringar – til þess að geta rétt umræddu fólki hjálparhönd. Brýnt að halda áfram rann- sóknum á tíðni sjálfsskaða Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Áreiðanlegur samanburður Brynjólfur Ingvarsson: Sama fagfólkið við störf í mörg ár og því ljóst að sambærilegur hlutir eru bornir saman. Í HNOTSKURN »Brynjólfur Ingvarsson seg-ir að þeir sem fremja sjálfs- víg séu miklu oftar haldnir geðröskunum en þeir sem skaða sjálfa sig, þótt það fólk sé vissulega einnig veikt. »Mikla fjölgun sjálfsskaða-tilfella á Norðausturlandi um aldamótin er ekki hægt að rekja til fjölgunar fólks, því íbúafjöldi stóð í stað. »Dæmi er um að sama fólkiðreyni oft að skaða sjálft sig. Flestir gera það aðeins einu sinni en sumir lenda inni á heil- brigðisstofnunum vegna þess nokkrum sinnum á ári. Í kringum aldamót varð gífurleg aukning í að fólk reyndi að skaða sjálft sig EYFIRSKA sveitin Helgi og hljóðfæraleik- ararnir heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og húsið verður opnað kl. 21.00. Helgi og félagar á Græna hattinum SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson, dokt- or í skipulagsfræðum, lýsti í vikunni þeirri skoðun sinni að hvergi væru betri að- stæður til áframhaldi uppbyggingar en á Akureyri, ef rétt yrði haldið á spöðunum. Þetta sagði hann í erindi í HA, eins og fram kom í blaðinu í gær. Það vakti athygli hvað dr. Sigmundur sagði um miðbæ höfuðstaðar Norðurlands, sem hann sagði að mörgu leyti mjög fal- legan en að öðru leyti ekki. Hann sýndi t.d. ljósmynd sem hann tók af Ráðhústorginu, sem honum finnst ekki mikið til koma eins og það er í dag. Sum gömlu húsin við göngugötuna eru afskaplega falleg að hans mati, en „segja má að göngugatan sé að hluta til alveg ekta austur-evrópsk“. Benti hann á nokkur háhýsi vestan megin götunnar í því sambandi. Og upplýsti að engir burðarbitar væru í framhliðum þeirra húsa þannig að ef menn vildu mætti auðveldlega fjarlægja þær og setja upp nýjar hliðar fram að götunni. Hann sýndi mörg dæmi í fyrirlestri sínum um að slíkt hefur verið gert í Austur-Evrópu. „Ekta austur-evr- ópsk“ göngugata? Falleg Akureyri er falleg, en halda verður vel á spöðunum á mati Sigmundar Davíðs. Morgunblaðið/Skapti Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG MUN taka þetta til athug- unar hér innanhúss og komast að niðurstöðu í málinu á næstu dög- um,“ sagði Páll Magnússon út- varpsstjóri eftir að honum voru af- hentir undirskriftalistar með yfir eitt þúsund nöfnum þar sem farið er fram á að dagskrárliðurinn Orð kvöldsins verði settur aftur á dag- skrá. Vaskur hópur eldri borgara, með Valgerði Gísladóttur, formann stjórnar ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma, og Pálma Matth- íasson sóknarprest fremst í flokki, hélt til fundar við Pál fyrir hádegið í gær. Vel fór á með útvarpsstjóra og hópnum og þakkaði Páll kær- lega fyrir viðbrögðin. „Ég er ávallt þakklátur þegar við fáum viðbrögð við því sem við erum að gera. Við hlustum á þá sem hlusta á okkur.“ Færir uppörvun og huggun Valgerður skýrði þá hvers vegna fólki væri mikið niðri fyrir, en Orð kvöldsins skipar stóran sess á síð- kvöldum fjölmargra eldri borgara. „Um leið og sá dagskrárliður datt út fór fólk að hringja í mig,“ sagði Valgerður. „Þessi dagskrárliður er mörgum kærkominn, sérstaklega eldra fólki sem bíður eftir Orði kvöldsins og finnur mikla upp- örvun og huggun í því sem flutt er.“ Valgerður bætti við að margt af því fólki sem hringt hefði í sig lifði í einsemd. Á þeim tíma sem Orð kvöldins hæfist væri það að búa sig undir næturhvíldina „og hlakkar til að taka inn kvöldlyfin, hátta, leggj- ast út af og hlusta á Orð kvöldsins. Þess vegna biðjum við þig af öllu hjarta að reyna að koma því til leiðar að dagskrárliðurinn verði settur aftur inn og á sama tíma“. Eftir að Páll hafði sagst myndu taka málið til athugunar bauð hann fundargestum að koma með fleiri ábendingar. Meðal þeirra sem bár- ust var að endurtaka Passíusálm- ana á morgnana – þeir eru sendir út á kvöldin – en það hefur verið ósk margra eldri borgara í gegnum árin. Einnig var rætt um misstyrk í útsendingu á milli auglýsinga og talmáls, sem kemur eldri borg- urum afar illa. Útvarpsstjóri hrip- aði samviskusamlega hjá sér allar ábendingar og að endingu lofaði hann að Leiðarljós yrði áfram á dagskrá. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í sátt Páll Magnússon fékk ýmsar ábendingar frá hópi eldri borgara. Orð kvöldsins þeim kærkomið Seltjarnarnes | Breytingar á deili- skipulagi á íþrótta- og skólasvæði hafa verið samþykktar á Seltjarn- arnesi. Þær eru til komnar vegna þess að ákveðið var að byggja stúku og búningsaðstöðu með öðrum hætti en í upphafi var áætlað. Svæðið er neðan Valhúsaskóla, við hliðina á sundlauginni. Þar er nú nýlegur gervigrasvöllur og gert var í upphafi ráð fyrir að byggja stúku og vall- arhús í einni byggingu, en íþrótta- og tómstundaráð á Seltjarnarnesi óskaði eftir því að umrætt húsnæði yrði í tveimur byggingum. „Þá vor- um við raun komin út fyrir svokall- aðan byggingarreit,“ segir Ingimar Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar á Seltjarnarnesi, „og þá þurftum við að auglýsa nýja breyt- ingu á deiliskipulaginu.“ Hann segir í raun ekki um að ræða neina efn- islega breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var fyrir einu og hálfu ári. Stúkan verður byggð á „land- kvóta“, vallarhúsið verður þar við hliðina og ekki grafið niður. „Á Hrólfsskálamelnum var jafnframt verið að samþykkja frekari stækkun á íþróttahúsinu til að geta stækkað fimleikahúsið,“ segir Ingimar. „Þar var í upphafi gert ráð fyrir ákveðinni stækkun en við fórum í að stækka það töluvert meira.“ Framkvæmdir á íþrótta- og skóla- svæði hefjast bráðlega og reiknað er með að þeim verði lokið fyrir vor 2008. Morgunblaðið/Kristinn Gervigras Í nálægð við gervigrasvöllinn kemur nýtt vallarhús og stúka. Stúka og vallar- hús stækkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.