Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 33 ÉG, sem útlendingur og Pólverji og þátttakandi í íslensku samfélagi, vil viðurkenna og held að allir séu sammála mér að það sem kom fyrir mann Unnar Maríu aðfaranótt 7. október sl. er tvímælalaust hræði- legt og átti ekki að eiga sér stað. Við viljum öll lifa áfram í góðu og öruggu samfélagi og það er skilj- anlegt. Í hverri viku heyrast fréttir um árásir, nauðganir, fíkniefnamál og þjófnaði – glæpi framda bæði af Ís- lendingum og útlendingum. Mér myndi aldrei detta í hug að halda því hér fram að allir útlendingar sem koma til Íslands séu saklausir, frábærir einstaklingar og fjöl- skyldumenn. En ég get ekki heldur sagt það um alla Íslendinga. Það sem mig langar að vekja athygli á erum við – útlendingar sem erum á móti öllum glæpum alveg sama hvort þeir tengjast Íslendingum eða erlendum borgurum. Neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum gagnvart útlendingum hefur í för með sér afleiðingar sérstaklega fyr- ir okkur – saklaust fólk sem vill ekki annað en að lifa sínu venjulega lífi: fara í skóla eða vinnu, fara að versla, fara út að borða eða út að skemmta sér. Í hvert skipti sem einn landa okkar fremur glæp þurf- um við hin að líða fyrir það. Þetta er ekki beint ofbeldi gagnvart okk- ur hinum en þetta kallast andlegt ofbeldi að fólk þurfi að finna fyrir óvingjarnlegum svip, fá verri þjón- ustu eða heyra niðurlægjandi at- hugasemdir þegar maður gengur í rólegheitum í bænum með vinum sinum. Allt í einu er allt sem mis- ferst í samfélaginu okkur að kenna. Fyrsta skiptið sem maður mætir slíkri framkomu er ekki svo slæmt – maður gleymir því strax og geng- ur áfram. En þegar það endurtekur sig aftur og aftur á öllum sviðum lífsins: á húsaleigumarkaði, í búð- um, út á götu, í strætó, í skóla, í vinnu þá er það ekki lengur til- viljun og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að hrista það af sér og láta eins og ekkert sé. Það versta er þegar maður fer að halda að það sé raunverulega eitthvað að manni og maður fer að trúa því að maður sé annars flokks manneskja. Við erum öll á móti glæpum. Við erum öll á móti ofbeldi. Við erum öll á móti einelti. Erum við líka öll á móti fordómum? Er það ekki það sama einelti í skóla og einelti í dag- legu lífi? Andlegt ofbeldi heima og andlegt ofbeldi í samfélaginu? Er ekki ákjósanlegra að byggja í sam- einingu upp samfélag þar sem fólk sýnir hvað öðru gagnkvæma virð- ingu – sama af hvaða þjóðerni eða uppruna fólk er? Mér finnst fordómar hafa farið vaxandi á Íslandi síðan ég kom hingað fyrir 3 árum, sérstaklega gagnvart Pólverjum. Þetta finnst mér sérstaklega undarlegt í því ljósi að íslenskt samfélag kallar á okkur og það ætti því að vera gagnkvæmur vilji allra til að láta þessa sambúð vera samfélaginu öllu til góða í stað þess að líta á okkur sem annars flokks íbúa þessa lands. Vaxandi fordómar á Íslandi Joanna Dominiczak skrifar í tilefni greinar Unnar Maríu Birgisdóttur Joanna Dominiczak »Neikvæð umfjöllun ífjölmiðlum gagnvart útlendingum hefur í för með sér afleiðingar sér- staklega fyrir okkur – saklaust fólk sem vill ekki annað en að lifa sínu venjulega lífi. Höfundur er Pólverji, háskólanemi, túlkur og íslenskukennari fyrir út- lendinga. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tek- ið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar. Móttökukerfi aðsendra greina                     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.