Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 46
Helsti kosturinn er
að minni spámenn, ef
svo má kalla, fá þarna gott
tækifæri á að láta ljós
sitt skína … 52
»
reykjavíkreykjavík
„ÉG hafna þessari goðsögn að það
sé erfitt að fá konur til þess að tjá sig
og vera með í opinberri umræðu, það
er bara ekki tilfellið,“ segir Ólína
Þorvarðardóttir sem er að fara af
stað með umræðuþátt þar sem kon-
ur verða í aðalhlutverki. Þátturinn
heitir Mér finnst og er sýndur á nýju
sjónvarpsstöðinni ÍNN. Hann hefur
göngu sína í kvöld klukkan átta.
Ólína er þaulreynd í frétta-
mennsku og þáttastjórn frá því hún
vann hjá Ríkissjónvarpinu, en hún
hætti störfum þar árið 1992. „Það
hefur nú fallið eitthvað á silfrið á
fimmtán árum, ég þarf svolítið að
pússa það.“
Þær Marta, Salvör og Jóna, sem
heimsækja Ólínu í kvöld, eiga það
sameiginlegt að halda úti síðum á
Moggablogginu. Finnst henni blogg-
ið geta verið þrep fyrir konur inn í
þjóðmálaumræðuna? „Ég er ekki frá
því,“ segir Ólína. „Þær feta sig var-
lega inn á bloggið og átta sig á því að
þær geta þetta vel. Þar ná þær tök-
um á því að koma skoðunum sínum á
framfæri og vera þátttakendur í um-
ræðunni.“
Skoðanaskipti jafningja
Ólína lýsir þættinum sem jafn-
ingjaþætti, þar sem konur með
sterkar skoðanir deila sínum sjón-
armiðum og hyggst hún sjálf taka
virkan þátt í þeim skoðanaskiptum.
„Mig langar að hafa þátttakendurna
fyrst og fremst konur til þess að
vega upp á móti þeim umræðuþátt-
um þar sem karlmenn hafa verið í
yfirgnæfandi meirihluta, eins og við
höfum sums staðar séð. Konur vilja
tjá sig, þær eru líflegir og skemmti-
legir álitsgjafar og ég ætla að leyfa
áhorfendum þessarar stöðvar að
njóta þess að sjá reyndar og glæsi-
legar konur tjá sig um málefni líð-
andi stundar.“
Ólína pússar silfrið
Bloggvinkonur Marta B. Helga-
dóttir, Salvör Gissurardóttir og
Jóna Á. Gísladóttir með þáttastýr-
unni, Ólínu Þorvarðardóttur.
Nýr þjóðmálaþáttur þar sem konur verða í aðalhlutverki
Já, það fer
ekki á milli
mála að
Sprengjuhöll-
in er vinsæl-
asta hljómsveit
landsins um
þessar mundir.
Fyrsta upplag að plötunni Tímarnir
okkar er uppurið sem þýðir að
3.000 aðdáendur sveitarinnar hafa
lagt það á sig að stökkva út í búð og
kaupa gripinn. Ekkert smáafrek á
þessum net- og niðurhalstímum.
Hins vegar skal það viðurkennt að
fáar aðrar plötur/hljómsveitir sem
ógnað gætu Sprengjuhöllinni hafa
gefið út plötu á síðustu vikum og
því öruggt að samkeppnin mun
harðna þegar fram í sækir og líða
fer að jólum og því flóði sem þá allt-
af fylgir.
Tímarnir okkar uppseld
hjá útgefanda
Framleið-
endur Reyka-
vodka sjá nú
væntanlega
fram á tölu-
verða aukn-
ingu í sölu eft-
ir að vel
merktri
Reyka-flösku
sést bregða
fyrir í hinum vinsæla þætti Boston
Legal. Boston Legal hefur að
mörgu leyti tekið við af Dallas sem
sá þáttur sem sýnir hvað mesta
áfengisneyslu á daglegum „basis“
og áfengismettað spjall þeirra fé-
laga Denny Crane og Alan Shore er
fastur liður í lok þáttanna. Á mynd-
inni sést Reyka-flaskan neðst í
hægra horninu en Denny Crane
(William Shatner) styður við Chi-
vaz Regal viskíflösku.
Reyka í Boston Legal
Upptök tveggja dularfullra frið-
arsúlna sem prýddu kvöldhimininn
á miðvikudag, í kapp við Friðarsúlu
Yoko Ono, eru nú orðin ljós. Komu
þær frá veislu sem haldin var við
vígslu nýs Hilton-hótels við Suður-
landsbraut. Málið telst upplýst.
Ljóstrað upp um Hilton
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG tel mig vera að gera þetta eins heiðarlega og
eins mikið frá hjartanu og hægt er, án þess þó að
fara út í tilfinningaklám,“ segir Ari Alexander
Ergis Magnússon, sem ásamt Bergsteini Björg-
úlfssyni leikstýrir Syndum feðranna, heimild-
armynd sem frumsýnd verður í Háskólabíói í
kvöld. Um er að ræða átakanlega mynd sem segir
sögu 128 drengja sem vistaðir voru í Breiðavík á
árunum 1952 til 1973 og sættu miklu líkamlegu,
andlegu og kynferðislegu ofbeldi.
Fyrir um það bil sjö árum hóf Bergsteinn að
rannsaka málið og taka viðtöl við hlutaðeigandi,
en erfiðlega gekk að koma myndinni á koppinn.
„Þetta hefur verið erfitt framleiðsluferli því það
hefur verið mjög erfitt að fjármagna myndina,“
segir Ari sem kom inn í verkefnið í febrúar á
þessu ári, í kjölfar þess að Breiðavíkurmálið tröll-
reið íslenskum fjölmiðlum. Við það breyttust for-
sendur myndarinnar og því var kallað í Ara. „Ég
hef unnið mikið með Bergsteini undanfarin ár og
því fylgst með myndinni úr fjarlægð í fjögur til
fimm ár,“ segir hann. „Bergsteinn sýndi mér
grófklipp af myndinni og það þurfti að gera tölu-
verðar lagfæringar. Ég lagði til að við myndum
henda þessu klippi og byrja upp á nýtt, kæmum
inn með nýjan klippara, ráðgjafa, tónlistarmann
og pródúsent. Í raun umpóluðum við verkefninu.“
Lagðist í rúmið
Ari segir að fimm viðmælendur hafi verið vald-
ir til að segja sögu sína, en allir höfðu þeir ólíkan
bakgrunn áður en þeir voru sendir í Breiðavík.
„Svo fylgjumst við með því hvernig þeir náðu að
vinna úr sínum málum. Fyrir mér er þetta hetju-
saga, hvernig þessir strákar lifðu þetta af. Þessi
mynd hefur verið mannbætandi fyrir mig, að hafa
fengið að kynnast þessum drengjum.“
Aðspurður segir Ari að Syndir feðranna bæti
miklu við þá fjölmiðlaumfjöllun sem átti sér stað
fyrr á þessu ári. „Við gefum þessum mönnum
mikið rými til þess að segja frá sinni upplifun, og
ekki bara frá því sem gerðist í Breiðavík heldur
líka í kjölfarið. Þeir fóru flestir beint í fangelsi, 16
og 17 ára gamlir. Þessir drengir voru bara á ver-
gangi í lífinu, en þetta eru samt menn sem hafa
náð að vinna úr þessari reynslu, og hafa síðan
orðið virkir þegnar í samfélaginu.“
Að sögn Ara er myndin vissulega mjög átak-
anleg, og erfið á að horfa. „Þegar ég horfði á
fyrsta grófklippið lagðist ég bara upp í rúm í
nokkrar vikur, þetta fór svo djúpt inn í mig. Ég sá
ekki hvernig ég gæti sagt þessa sögu án þess að
segja endalausar hryllingssögur. Það er mjög
auðvelt að detta í þann pytt, en ég hef reynt að
forða myndinni frá því,“ segir hann. „En ég
myndi segja að þetta væri mynd sem allir verða
að sjá.“
Mannbætandi hetjusaga
Syndir feðranna, örlagasaga Breiðavíkurdrengja, frumsýnd í Háskólabíói í kvöld
Morgunblaðið/Eggert
Syndir feðranna „Þetta hefur verið erfitt framleiðsluferli því það hefur verið mjög erfitt að fjármagna myndina.“ Ari Alexander og Bergsteinn.