Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 24
|föstudagur|19. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf Úrval vína í fríhöfninni er athygl- isvert og þar má fá mörg spenn- andi vín sem ekki fást í hinum hefðbundnu vínbúðum. »31 vín Ferill Þráins Freys Vigfússonar, sem um síðustu helgi var valinn matreiðslumaður ársins, byrj- aði í eldhúsi á Sauðárkróki. »30 matur UPPFINNINGASEMI manna virðast stundum enginn tak- mörk sett er kemur að því að finna upp nýjar „nauð- synjavörur“. Konan á mynd- inni er starfsmaður fyrirtæk- isins Sidereal Co. Ltd sem sett hefur á markað björg- unarjakka fyrir gæludýr og var búnaðurinn kynntur á öryggis- og björgunarsýn- ingu í Tókýó í Japan á dög- unum. Björgunarjakkinn er jafnt ætlaður hundum sem köttum og geymir björgunarbúnað og mat sem grípa á til í hamförum. Verðið á herleg- heitunum er svo frá 15.000- 26.000 kr. Björgunar- hundur Reuters UPPSÖFNUÐ streita, sem oft er fylgifiskur slæmra sam- banda, getur aukið hættu á hjartakvillum, að því er ný rannsókn bendir til. Ömurlegt hjónaband eða önnur afleit samskipti við ættingja og nána vini gæti því í bók- staflegri merkingu kallað fram veikindi og lagt fólk í rúmið, að því er segir nýlega á vefmiðli NBC. Rannsókn mun hafa verið gerð á ríflega níu þúsund breskum borgurum í hjóna- bandi og þeim fylgt eftir í tólf ár. Í ljós kom að þeir ein- staklingar, sem lifðu við slæm samskipti við sína nánustu, voru 34% líklegri en hinir, sem bjuggu við gott atlæti, til að fá hjartakvilla af einhverju tagi. Rannsókn þessi fylgir í kjölfar rannsóknar sem tengdi slæmt heilsufar við það að vera einhleypur og eiga fáa vini en að þessu sinni var athyglinni meira beint að gæðum samskiptanna við maka eða mikilvæga vini. „Almennt séð er gott og gilt að vera í hjónabandi, en það þarf fyrir alla muni að vanda valið vel því gæði sam- bandanna skipta miklu máli,“ segir Roberto De Vogli, sér- fræðingur við University Col- lege í Lundúnum. Slæm sambönd heilsuspillandi Morgunblaðið/ÞÖK  Parasambönd Gæði sambands- ins skipta máli fyrir heilsuna. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Uppskrift að góðri helgi er í faðmifjölskyldunnar. Ég vil fá að vakna ígóðu veðri á laugardegi og eigagóða morgunstund með mínum nánustu og svo vil ég geta eytt helgunum í eitt- hvert dundur, sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman. Okkur finnst til dæmis gaman að fara á sýningar, á skauta, koma við í bakaríinu og kíkja í heimsóknir og svo er það orðin hefð hjá okkur stórfjölskyldunni, sem nú telur orðið níu manns, að borða saman og eiga góða stund á laugardagskvöldum. Það er voða notalegt, finnst okkur,“ segir Dagmar Haraldsdóttir, viðburðastjóri hjá Íslandsmóti, skipuleggj- anda Hönnunar og heimilis, sem fram fer í Laugardalshöll um helgina. Skjótast í Flórídasól á veturna Þegar Dagmar talar um stórfjölskylduna á hún auðvitað við sjálfa sig og eiginmanninn, Pétur Pétursson ljósmyndara, fjögur börn, tvö tengdabörn og svo barnabarnið Natalíu Marín sem er alveg að verða eins árs. „Á sumrin notum við tækifærið til að ferðast um okkar fallega land þar sem ljósmyndarinn maðurinn minn er yfirleitt upptekinn við brúð- kaupsmyndatökur og boltann þess á milli flest- ar helgar. Það er hins vegar orðinn árlegur viðburður hjá okkur að skjótast í sólina til Flórída í tvær til fjórar vikur í janúar eða febr- úar á meðan hávetur er á Íslandi. Og næst stefna allir í fjölskyldunni að að koma með.“ Allt það nýjasta á einum stað Dagmar, sem haldið hefur utan um sýn- ingahald undanfarin níu ár, er nú að kveðja þann vettvang og ætlar nú að fara að snúa sér að afmarkaðri viðburðum og námi. „Óhætt er að segja að sýningin Hönnun og heimili sé fjöl- breytt að þessu sinni. Fagfólk sem og almenn- ingur getur komið og kynnt sér allt það nýj- asta í vöru og þjónustu fyrir hönnun heimila á einum stað.“ Sérstakt svæði verður á staðnum sem er verslun tileinkuð íslenskum hönnuðum, en þar munu þrjátíu íslenskir hönnuðir kynna og selja vörur sínar. Á öðru svæði verður sér- stök áhersla lögð á íslenska og erlenda hönnun og sýningu frá Listaháskóla Íslands. Einnig verða kynntar nýjungar í hönnun og tækni fyr- ir nútímaheimili, eins og stýrikerfi fyrir raf- kerfi heimila, svo sem ljósa-, hita- og hljóð- kerfi.“ Þar sem Íslendingar eru mjög áhugasamir um hönnun heimila spáir Dagmar því að sýn- ingin eigi án efa eftir að vekja athygli og draga til sín fjölda gesta, en þegar sýningin var síð- ast haldin árið 2005 mættu 25 þúsund gestir. Framboð á hönnunarvörum á Íslandi hafi stór- aukist á undanförnum árum og eftirspurn eftir þjónustu fagaðila sjaldan verið jafn mikil og nú enda séu Íslendingar þekktir fyrir að leggja sérstaka alúð við hönnun heimila sinna. Pappír hrífandi hönnunarefni Nokkrir erlendir gestir koma til með að kynna hönnun sína á sýningunni. Þeirra á meðal er þýski iðnhönnuðurinn Mareike Gast, sem flytja mun fyrirlestur á sérstakri fagstefnu í dag og hún verð- ur einnig með í farteskinu pappírssýn- inguna Paper Lab, sem hún vann í samvinnu við Nicola Stattmann fyrir fyrirtækið Materialworks í tengslum við The Design Annual. Unnið er úr pappír í tví- og þrí- vídd, en við hönnun á vöru hefur efnisval mikil áhrif á eiginleika, virkni og framleiðslu. Pappír er einfalt og jafnframt hrífandi efni, sem býður upp á fjölda góðra eiginleika og notk- unarmöguleika. Pappír er hagkvæmur, léttur um- hverfisvænn, sveigjanlegur, sterkur og fáanlegur í miklu magni. Öflug þróunar- og rannsóknarvinna hefur gert pappír að hráefni í hæsta gæða- flokki, en í fyrirlestri sínum ætlar Mareike að útskýra eiginleika pappírsins og fara yfir sýn- inguna Paper Lab, sem veitir góða innsýn í möguleika hönnuða með pappír, að sögn Dag- marar, sem bætir við að 100 fermetra rými verði lagt undir Paper Lab-sýninguna þar sem Mareiki og aðrir aðstandendur sýningarinnar verða með leiðsögn um hana. Fjölskyldustemning í forgangi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sýningin Hönnun + heimili fer fram í Laug- ardalshöll um helgina og er opin frá 11-18 laugardag og sunnudag. Í dag fer hins vegar fram fagstefnan „Framsækin hönnun“ fyrir fagfólk. Göngutúrinn: Það er yndislegt að labba um Laugardalinn og Laugarnestangann. Það er mitt svæði. Sundlaugin: Laugardalslaugin verður oftast fyrir valinu og svo leita ég alltaf uppi nýjar sundlaugar þegar ég kem á nýja staði. Besti maturinn: Bara íslenska lambakjötið í allri sinni dýrð er það besta sem ég fæ. Uppáhaldsveitingastaðurinn: Laugarás eða Madonna verður oftast fyrir valinu þegar stórfjölskyldan fer saman út að borða. Fallegasti staðurinn: Mér finnst ósköp vænt um Laugarnesið. Þar er ég uppalin og bý nú enn eftir nokkurra ára hlé í millitíðinni. Dagmar mælir með ... Íslenskt Ýmissa grasa kennir á sýningunni. Viðburðastjórinn Dagmar Haraldsdóttir nýtur þess að slappa af í sólinni á Flórída yfir hávetrartímann þegar myrkrið og kuldinn grúfir yfir Íslandi. PERLURNAR sem hér sjást prýddu eitt sinn háls Maríu Antoinette síðustu drottningar Frakklands. Perlurnar sendi hún til Bret- lands með vinkonu sinni Lafði Sutherland á tímum frönsku byltingarinnar. Ári síðar var María Antoinette tekin af lífi og perlurnar, sem síðar urðu hluti af þessari demants-, rúbín- og perluhálsfesti, verða seldar á upp- boði hjá Christie’s-uppboðshúsinu nú í desem- ber. Búist er við að um 800.000 dalir, eða um 48 milljónir kr., fáist fyrir menið. Af hálsi Maríu Antoinette Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.