Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 37
✝ Baldur Björns-son fæddist í
Þórunnarseli í
Kelduhverfi 14. júlí
1921. Hann lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Uppsölum á Fá-
skrúðsfirði 11.
október síðastlið-
inn. Faðir Baldurs
var Björn Daní-
elsson frá Ólafs-
gerði í Keldu-
hverfi, f. 1882, d.
1969. Móðir Bald-
urs var Guðný Elísabet Ein-
arsdóttir frá Fáskrúðsfirði, f.
1897, d. 1964. Björn og Guðný
eignuðust tvær dætur auk Bald-
urs, Hrefnu, f. 1924, d. 1928 og
Hrefnu, f. 1929.
Hinn 2. nóvember 1946 kvænt-
ist Baldur Valborgu Björgvins-
dóttur, f. á Fáskrúðsfirði 16.
mars 1925, dóttur Oddnýjar
Sveinsdóttur og Björgvins Þor-
steinssonar. Valborg lést 1.
febrúar 1996. Baldur og Val-
borg eignuðust tvö börn, Björg-
vin, f. 15. apríl 1947 og Birnu, f.
30. apríl 1964. Börn Björgvins
og Önnu Þóru Pétursdóttur eru:
1) Valborg, f. 6. apríl 1967, gift
Bjartþóri Jóhannssyni og eru
börn þeirra Hilmar Freyr og
Anna Björg. 2) Pétur, f. 30. júlí
1968, kvæntur Guðfinnu Stef-
ánsdóttur og eru synir þeirra
Björgvin Stefán, Fannar Bjarki
og Arnar Freyr.
Fyrir átti Pétur
dótturina Hildi
Ósk. 3) Anna
Björg, f. 2. október
1971, maki Chri-
stopher Salter og
dóttir þeirra
Christina Lind.
Dætur Birnu og
Bærings Bjarnars
Jónssonar eru
Birta, f. 5. febrúar
1993, Valdís, f. 30.
ágúst 1997 og
Katla, f. 17. janúar
2002.
Baldur ólst upp til tíu ára ald-
urs í Kelduhverfi, en flutti með
foreldrum sínum til Fáskrúðs-
fjarðar árið 1931 og átti heima
þar alla tíð síðan. Baldur fór
ungur til sjós, vann síðar við
verslunarstörf og rak verslunina
Kompaníið á Fáskrúðsfirði
ásamt konu sinni í áratug. Eftir
það vann Baldur í Sparisjóði Fá-
skrúðsfjarðar og síðar Lands-
bankanum á Fáskrúðsfirði þar
til starfsævi lauk. Baldur var
íþróttamaður og einn stofnenda
Ungmennafélagsins Leiknis á
Fáskrúðsfirði árið 1940. Baldur
tók virkan þátt í stjórnmálum
og sat mörg ár í sveitarstjórn
Búðahrepps fyrir Alþýðubanda-
lagið.
Baldur verður jarðsunginn frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Bjartar bernskuminningar
vakna þegar Baldur er kvaddur.
Baldur var hluti af æsku minni,
giftur ástkærri móðursystur, Val-
borgu Björgvinsdóttur.
Húsið þeirra, Kaupvangur, var
mitt annað heimili. Ég þráði að
sitja við eldhúsgluggann hjá þeim,
horfa út yfir fjörðinn, litlu bryggj-
una og sjóhúsið þar sem Baldur
geymdi sjettuna sína sem skóp
speglun í hafi á lognkyrrum vor-
kvöldum.
Hann var fallegur maður og
íþróttalega vaxinn, kærasti móð-
ursystur minnar, enda þekktur
frjálsíþrótta- og fótboltamaður í
fjarðaríkinu. Baldur var yfir fer-
tugt þegar hann lék sinn síðasta
kappleik í fótbolta.
Ég sá þau fyrst saman í rauðu
sólarlagi. Þarna komu þau gang-
andi eftir fjörunni með sjóblautan
kettling í fanginu. Kötturinn Kalli
varð mikill gleðigjafi. Kisur voru
alltaf í Kaupvangi í sátt og sam-
lyndi með hundinum Nóa.
Baldur vaknaði til vitundar í
sveitinni innan um dýr og gróður,
en sakir heilsuleysis móður var
flutt frá Þórunnarseli í Keldu-
hverfi. Flutningarnir voru afar
erfiðir fyrir tíu ára strák, en fögur
náttúra fjarðarins var læknandi.
Fáskrúðsfjörður var Baldri og
Valborgu allt. Sumarferðin var á
bernskuslóðir í Kelduhverfi. Eitt
sinn til Kaupmannahafnar á náms-
árum dóttur. Að ferðast víðar – til
hvers? Í Kompaníinu afgreiddum
við Baldur vörurnar yfir gamla
búðarborðið þar sem allt var veg-
ið, rúsínur og sveskjur, hveiti og
sykur. Baldur talaði á léttum nót-
um við alla, kunni jafnvel að tala
við frönsku sjómennina, var trú-
lega sá síðasti sem kunni svo-
nefnda „Fáskrúðsfjarðarfrönsku“.
Baldur sá náttúruna með öðrum
augum en margir í dag, veiðimað-
urinn blundaði í honum, en sterk
siðferðiskennd bjó að baki. Eitt
sinn missti hann rjúpu sem hafði
orðið fyrir skoti og kom heim ekki
sáttur. Rjúpan var á jólaborðið,
aðeins var veitt til matar. Og ófáa
glitrandi silunga lagði hann á
borðið hjá Valborgu sinni. Reynt
var að fylgjast með honum við ár-
bakkann, en maðurinn rann fljótt
saman við árvatnið. Veiðimaðurinn
Baldur steig létt til jarðar, enda
afar fiskinn.
Steinarnir í fjallinu heilluðu
líka. Kaupvangur geymir geysi-
lega fallegt steinasafn, eitt hið
fegursta á landinu. Steinatínslan
var náttúruskoðun og tómstunda-
iðja. Ytra borð steinsins gaf
sjaldnast til kynna innri fegurð,
svo að segja má að þau hafi náð að
lesa í steina.
„Ég lærði það af foreldrum mín-
um að sjá það fagra í hinu hvers-
dagslega og smáa, horfa á sólar-
lagið – og stíga ekki á holtasól-
eyna,“ segir Birna Baldursdóttir,
dóttir þeirra. Já, virðing fyrir
náttúrunni sat eftir hjá þeim sem
báru gæfu til að ganga í fjallið
með Valborgu og Baldri.
Eitt haustið gerði Baldur út
leiðangur til að sækja stóran stein
upp í Hoffell. Steinninn var fluttur
í tunnu niður fjallið og opinberaði
ótrúlega litadýrð. Annar helming-
ur jaspisins fagra skreytir leiði
Valborgar, hinn verður nú fluttur
úr garðinum í Kaupvangi á leiði
Baldurs. Brátt munu tveir jaspisar
standa hlið við hlið með Hoffellið í
baksýn – tengja samstiga lífsföru-
nauta.
Með innilegu þakklæti fyrir
liðnar ævistundir og ástarkveðju
til Bögga og Birnu
Oddný Sv. Björgvins.
Meira: mbl.is/minningar
Áfram streymir elfur tímans,
örhratt líður hún hjá að okkur
finnst og sem í andrá snöggri hríf-
ur hún með sér einn af öðrum úr
hópnum, kæra samferðamenn,
sem skilja eftir sig gnótt góðra
minninga. Nú er Baldur Björnsson
vinur minn og félagi allur og mér
er þakklæti efst í huga fyrir ein-
staklega góða kynningu við þenn-
an heiðursmann. Á kveðjustund
reikar hugur til fyrstu funda okk-
ar austur á Búðum fyrir meira en
hálfri öld, en þá hitti ég þennan
hógværa og yfirlætislausa mann
sem bauð af sér þá skaphöfn að
augljóst var að honum mátti
treysta til allra góðra verka. Þeg-
ar við tókum svo tal saman fund-
um við báðir þann skoðanastreng
sem alla tíð síðan tengdi okkur
saman. Hugur leitar einnig til
samfundanna síðasta sumar, svo
feginn sem ég er nú að hafa heim-
sótt hann og átt með honum gjöf-
ula stund á Uppsölum, þar sem
hann kvaðst una hag sínum vel
miðað við aldur og heilsu.
Baldur Björnsson var einkar vel
greindur og gjörhugull um leið,
hann hrapaði ekki að neinu, með
rólegri yfirvegun var allt gaum-
gæft og ákvörðun síðan tekin.
Þetta einkenndi allar hans gjörðir,
ekki sízt þegar hann sat í sveit-
arstjórn á Búðum tvö kjörtímabil.
Hann var í engu að halda hlut sín-
um fram, hélt sig í raun til hlés,
þegar félagarnir á Búðum freist-
uðu þess að fá hann til forystu í
sveitarstjórnarmálum 1974. Sann-
arlega þurftu þeir að hafa fyrir því
að fá hann til að leiða lista Al-
þýðubandalagsins, en gleðin þeim
mun meiri þegar það tókst. Undir
hans forystu varð Alþýðubanda-
lagið stærsti flokkurinn á Fá-
skrúðsfirði, en Baldur átti einnig
traust annarra en samherja, ein-
lægni hans dró enginn í efa sem
og það að vilja veg sveitarfé-
lagsins sem allra mestan.
Baldur var afar dagfarsprúður
maður, en hann gat kveðið fast að
orði, kímnin ávallt skammt undan,
orðhagur og orðheppinn.Hann var
fjölfróður og vel að sér um svo
margt og mikið var notalegt að
sækja þau Valborgu heim og njóta
rausnar þeirra beggja. Baldur var
veiðimaður af lífi og sál og vel
man ég eitt sinn, þegar ég hélt
fund á Búðum að þá saknaði ég
Baldurs, en leit til þeirra hjóna
um kvöldið og innti hann fregna af
fjarveru hans. Valborg hló við, en
Baldur leit á mig með sínu kank-
vísa brosi og sagði: Ég var auðvit-
að að veiða og veiddi vel, líklega
betur en þú, og svo hlógum við
báðir.
Þennan trygga og góða félaga
kveð ég nú með sannri eftirsjá og
þakka hlýja vináttu áranna og
samfylgd þjóðmálanna allt til loka-
dags. Sannur höfðingi sem átti
bæði til prúðmennsku og ákveðni
er kvaddur. Börnum hans og öðru
hans fólki sendum við Hanna hug-
heilar samúðarkveðjur. Hvíldar
mun þörf þreyttum en munabjarta
minning lætur Baldur Björnsson
eftir sig.
Blessuð sé sú minning.
Hanna og Helgi Seljan.
Baldur Björnsson
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVEINBJÖRN EIRÍKSSON,
Kirkjuvegi 10,
Keflavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann
13. október, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju
laugardaginn 20. október klukkan 13.
Berglind Ósk Sigurðardóttir,
Björn Axelsson,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSLAUGAR KJARTANSDÓTTUR CASSATA.
Sérstakar þakkir fær Guðlaug Þórólfsdóttir og starfsfólk Sóltúns,
fyrir umönnun Áslaugar í veikindum hennar.
Frank Arthur Cassata
og aðrir aðstandendur.
✝ Sigurður Magn-ús Magnússon
vélvirki frá Kirkju-
bæ fæddist á Akra-
nesi 7. febrúar
1928. Hann and-
aðist á heimili sínu
10. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Hólm-
fríður Oddsdóttir, f.
1899, d. 1984 og
Magnús Sveinsson,
f. 1892, d. 1951.
Systkini hans eru
Oddur Hannes, f.
1920, Aldís Fríða, f. 1923, Sig-
urbjörg Ásta, f. 1926, d. 1974,
Guðmundur Vilmar, f. 1929,
Bragi, f. 1930, Halldór, f. 1936,
Óttar Sævar, f. 1937 og Sigurlín,
f. 1942.
Hinn 14. desember 1957
kvæntist Sigurður Björnfríði
Guðmundsdóttur frá Arkarlæk, f.
3. júní 1936. Foreldrar hennar
voru Ásta Jónsdóttir, f. 1901, d.
1975 og Guð-
mundur Björnsson,
f. 1896, d. 1989.
Börn Sigurðar og
Björnfríðar eru: 1)
Magnús Hólm, f.
1955. Börn hans eru
Magnús Birkir, f.
1975 og Brynja
Dögg, f. 1996. 2)
Ásta Ósk, f. 1962.
Maki Jóel Bæring
Jónsson, f. 1962.
Börn þeirra eru
Sesselja, f. 1983,
Björgvin Gauti, f.
1985 og Heiðrún Harpa, f. 1987.
3) Selma, f. 1970. Sonur hennar
og Grétars Más Ómarssonar, f.
1965, er Sigurður Ingi, f. 1989.
Maki Selmu er Þorvaldur Sveins-
son, f. 1970. Börn þeirra eru
Sveinn Þór, f. 1998 og Birnir
Már, f. 2004.
Útför Sigurðar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Kveðjustund er eitt af því sem
er öruggt í lífinu og við upplifum
öll fyrr eða síðar, en að fá ekki að
hafa þig lengur verð ég að læra að
lifa með. Nú þegar ég rifja upp
minningar um þig veit ég ekki
hvar ég á að byrja því við bröll-
uðum svo mikið saman. Þú tókst
mikinn þátt í mínu lífi og hafðir
alltaf tíma fyrir mig, hvort sem
var um að ræða að passa eða eitt-
hvað sem þurfti að laga. Þegar ég
var 9 ára vorum við saman á grá-
sleppuveiðum og gerðum út frá
Höfðavík og lagði ég hrognin inn
hjá Vigni og keypti mér svo
dúkkuvagn í vertíðarlok. Ferðalag-
ið með ykkur mömmu um Strand-
irnar þegar ég seldi ykkur kaffið
og meðlætið sem mamma hafði
útbúið. Öll skiptin sem ég fór með
þér í sveitina og þá sérstaklega að
Fiskilæk og sláturhúsið við Laxá.
Oft kom ég til þín í vélsmiðjuna
ykkar Villa frá Efstabæ og af því
að þú vannst sjálfstætt þá var auð-
veldara að hafa mig með, hvort
sem þú varst að vinna úti í bæ eða
uppi í sveit. Ófáar voru ferðirnar
okkar á bryggjuna og lærði ég öll
bátanöfn og númer á bátunum í
Akraneshöfn. Það má segja að
Siggi minn hafi svo tekið við af
mér því allt hans líf hefur hann
verið meira og minna með þér og
mömmu og er ljúft til þess að
hugsa.
Þín uppáhaldstala var 21 og átt-
ir þú bílnúmerið E 21 á fyrsta og
síðasta bílnum þínum, báturinn
þinn var Ak 21 og klukkan var 21,
þegar þú kvaddir okkur hinn 10.
október 2007 eftir veikindi, en 10.
október 2006 greindist loks
sjúkdómurinn þinn sem var því
miður ólæknandi.
Ég er svo þakklát fyrir allan
þann tíma sem við áttum saman
og þá miklu umhyggju sem þú
sýndir mér og minni fjölskyldu.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þín dóttir
Selma.
Elsku afi, það er sárt til þess að
hugsa að þú sért dáinn, en maður
fær víst ekki að ráða því. Ég er
samt sáttur með að þú fékkst ósk
þína uppfyllta, að deyja heima í
þinni holu eins og þú kallaðir rúm-
ið þitt, og með að hafa fengið að
vera hjá þér þegar þú kvaddir.
Við vorum alltaf bestu vinir og
það er gott að hugsa til baka og
rifja upp allan þann frábæra tíma
sem við áttum saman og allar
stundirnar sem við áttum í bátn-
um og á bryggjunni. Þú vannst
mikið en hafðir alltaf tíma til að
hafa mig með þegar þú varst að
vinna og bauðst mér oft með í
vinnuferðirnar í sveitina og það er
svo margt sem ég lærði af þér. Þú
kenndir mér að keyra, rafsjóða,
renna í rennibekk, gera hnúta og
margt fleira. Þú varst vinur vina
þinna og alltaf tilbúinn að hjálpa
þeim sem þér þótti vænt um.
Öll mín ár hefur verið notalegt
að koma á Esjubrautina til ykkar
ömmu og er hægt að telja þá fáu
daga sem ég kom ekki til ykkar.
Það má segja að Esjubrautin hafi
verið mitt annað heimili alla mína
tíð og um tíma var hún mitt aðal-
heimili og eru þær margar næt-
urnar sem ég fékk að gista hjá
ykkur ömmu og var það alltaf
gott.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig og mun ég minnast þín alla
mína ævi. Guð veri með þér.
Þinn afadrengur,
Sigurður.
Elsku afi.
Takk fyrir allt sem þú kenndir
mér, t.d. að veiða, spila, stýra bát,
brandara, ólsen-ólsen, fagur fiskur
í sjó og laga dekkin á hjólinu mínu.
Takk fyrir alla 500-kallana sem
þú gafst mér alltaf þegar ég fór í
ferðalag. Það var alltaf svo gaman
þegar við fórum í sumarbústað á
Laugarvatni og rifjuðum upp
sundtökin þín saman. Ég varð
mjög leiður þegar þú veiktist. Eft-
ir veikindi í eitt ár kom að kveðju-
stundinni.
Guð blessi minningu þína.
Hvíl í friði, afi minn.
Sveinn Þór Þorvaldsson.
Sigurður Magnús
Magnússon
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Minningargreinar