Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er meira en að segja það að taka þátt í keppninni um matreiðslu- mann ársins. Fyrst er haldin und- ankeppni og um síðustu helgi var svo keppnin sjálf haldin á Akur- eyri. Þráinn Freyr Vigfússon tók í fyrsta sinn þátt þetta árið og segir að keppnin hafi verið skemmtileg en erfið. Reyndi á hugmyndaflugið „Við fengum körfu kvöldið fyrir keppnina þar sem fram kom úr hverju átti að elda og klukkustund síðar áttum við að skila inn til- lögu að þriggja rétta matseðli. Auk þess sem hráefnið var tíundað kom fram prósentuhlut- fall af hráefninu sem vera átti í matnum. Það reyndi virkilega á hugmyndaflugið Hráefnið var ekki það sem maður bjóst við heldur fóru þeir ótroðnar slóðir sem settu saman hráefnið. Ég bauð semsagt upp á saltfisks ravíólí með basil og tómat og reyktri kúskelsfroðu í for- rétt. Í aðalrétt voru rauðrófur sem voru mat- reiddar á þrjá mismunandi vegu með „lamba- confit“ og „nautaprime“ og í eftirrétt lime ostakaka með bláberja muffins og eplasorbet og bláberjasósu.“ Mamma lærði líka á Grillinu Þráinn útskrifaðist sem matreiðslumaður fyrir tveimur árum. Hann hóf námið á Café Óperu en fór síðan yfir í Grillið á Hótel Sögu. Þegar hann útskrifaðist sem matreiðslumaður hélt hann áfram á Grillinu og hefur verið þar með hléi þegar hann fór til Frakklands að afla sér frekari reynslu í matargerðinni. Nú starf- ar hann sem aðstoðar yfirmatreiðslumeistari á Grillinu. „Mamma mín, Lovísa Birna Björnsdóttir, er matreiðslumaður líka og þegar hún varð ófrísk af mér var hún að læra á Grillinu. Það má því kannski segja að ég hafi fengið matreiðslu- áhugann með móðurmjólkinni. Satt best að segja var ég alltaf staðráðinn í að vera kokkur. Þegar ég var unglingur fór ég svo að vinna í eldhúsi í hóteli á Sauðárkróki og var þar meira og minna á sumrin þangað til ég fór í skólann til að læra að verða matreiðslu- maður. Ég sé ekki eftir því. Þetta á rosalega vel við mig.“ Hlakka til að mæta í vinnuna Þráinn segir að veran á Grillinu sé líka ein- stök. „Yfirmatreiðslumeistarinn, Bjarni Gunn- ar Kristinsson, er rosalega fær. Hann er mikið fyrir að þróa rétti og við erum alltaf að fikra okkur áfram. Tveir réttir á matseðlinum eru alltaf opnir sem þýðir að þar höfum við rými til að spreyta okkur á einhverju spennandi. Ég hlakka til að mæta í vinnuna. Maður fær kannski hugmyndir heima og getur svo ekki beðið eftir að mæta í vinnuna og reyna að koma hugmyndinni á disk. Bjarni hefur mikla reynslu og það er margt sem við lærum af honum.“ Hörpuskel einföld og frábær – Ertu mikill matmaður sjálfur? „Já, mér finnst rosalega gott að borða þó það sjáist að vísu ekki á mér. Ég er þó oft of upptekinn til að gefa mér tíma til að borða. Það breytist kannski allt seinna þegar maður stofnar sína eigin fjölskyldu.“ Honum finnst skemmtilegast að elda hörpu- skel því hún er einföld en frábært hráefni. Reyndar bætir hann við að allur ferskur fiskur sé fyrsta flokks hráefni að elda úr. – Hvað er svo framundan? „Auk vinnunnar fer ég nú að búa mig undir Norðurlandakeppni matreiðslumanna. Titl- inum matreiðslumaður ársins fylgir ferðalag með kokkalandsliðinu svo það er á dagskránni líka“. Allir unnið á Grillinu Þeir fimm íslensku matreiðslumeistarar semkepptu að lokinni undankeppni um titilinn matreiðslumeistari ársins eiga eitt sameig- inlegt. Þrír þeirra starfa á Grillinu og hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn á Grillinu. Skyrmús 125 g skyr 250 g rjómi 300 g mjólk 100 g sykur 1 vanillustöng 3 matarlímsblöð ½ lime, börkur og safi Mjólk, sykur og vanillustöng er sett í pott og soðið uppá, matarlími síðan bætt út í. Skyri hrært rólega út í og síðan rjómi. Lime bætt saman við og smakkað til. Látið blönduna þykkna vel áður en henni er hellt yfir púðu- sykurbotninn. Sett í kæli. 50ml af eplakrap- ísnum brædd, 1matarlímsblaði bætt við síðan og hellt yfir músina. Púðursykurbotn 170 g þeytt smjör 75 g mjólkursúkkulaði 165 g egg 220 g púðusykur 90 g hveiti Púðursykur leystur upp í eggjunum, smjör- ið þeytt og bráðnu súkkulaðinu bætt í. Síðan er eggjablöndunni bætt í smátt og smátt og að síðustu hveitinu. Bakað við 170°C, í 10-12min. Crumble 120 g hveiti 120 g hrásykur 120 g möndluhveiti 120 g kalt smjör í teningum Hveiti, hrásykur og möndluhveiti sett í skál. Kaldir smjörteningar hrærðir saman við. Blöndunni stráð á smjörpappír, súkkulaði mollox stráð yfir og síðan bakað við 160°C í 5mín. Súkkulaði molloux 400 g súkkulaði 70 g smjör 80 g eggjarauður 380 g eggjahvítur 100 g sykur 50 g hveiti Bræðið súkkulaði og smjör. Bætið eggja- rauðunum saman við. Þeytið síðan eggjahvítur og sykur í gogg og blandið að lokum hveitinu saman við. Bakið við 180°C í 11mínútur. Eplasorbet 7 græn, epli skorin í teninga og fryst 1 lime, safi 500 ml vatn 700 g sykur ½ búnt mynta Lime, vatn og sykur er soðið saman. Bland- an er síðan maukuð með eplunum og pilluðu myntunni áður en að hún er fryst í ísvél. Rauðspretta með graskersmauki og peru og chilifroðu 4 rauðsprettuflök salt Rauðsprettuflökin eru steikt á sjóðandi heitri pönnu og krydduð með salti á roðið. Graskersmauk 1 grasker sem er skrælt og hreinsað innanúr Skornir eru teningar úr graskerinu, nokkrir á mann, afgangurinn er svo settur í pott með 300 ml af vatni og einum kjúklingateningi. Soðið þar til það er meyrt. Sett í mat- vinnsluvél og maukað. Graskersteningar eru hins vegar soðnir í söltu vatni uns þeir eru meyrir og svo létt- steiktir á pönnu. Blöðrukál blöðrukál beikon salt og pipar smjörklípa Græni hluti blöðrukálsins skorinn í strimla og það steikt á pönnu ásamt fínsöxuðu beikoni. Saltið og piprið. Bætið smjörklípu saman við. Peru- og chilifroða 1 pera skræld og skorin í teninga 1⁄2 chili rautt, hreinsað vel að innan og skorið í örlitla bita 1 salatlaukur 100 ml rjómi 100 ml mjólk Peruteningar, laukur og chili sett á pönnu og rétt steikt í smjörklípu. Bætið rjóma og mjólk saman við og smakkið til með kjúklinga- krafti, salti og pipar. Parmaskinka er síðan sett á diskinn með rauðsprettunni. Rauðspretta Lystilega fram borin. Skyrmús Þjóðlegt hnossgæti frá kokkinum. Matreiðslumað- ur ársins fetaði í fótspor mömmu Þráinn Freyr Vigfússon sigraði um síðustu helgi í keppninni um matreiðslumann ársins. Hann sagði Guðbjörgu R. Guðmunds- dóttur að ferilinn hefði hann byrjað í eldhúsi á Sauðárkróki. Meistarakokkur Þráinn Freyr Vigfússon segist alltaf hafa verið ákveðinn í því að verða kokk- ur. Skemmtilegasta hráefnið að hans mati er hörpuskelinn. Augnkonfekt Eftirréttir eru ekki síður fyrir auga en munn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti matur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.