Morgunblaðið - 19.10.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 19.10.2007, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er meira en að segja það að taka þátt í keppninni um matreiðslu- mann ársins. Fyrst er haldin und- ankeppni og um síðustu helgi var svo keppnin sjálf haldin á Akur- eyri. Þráinn Freyr Vigfússon tók í fyrsta sinn þátt þetta árið og segir að keppnin hafi verið skemmtileg en erfið. Reyndi á hugmyndaflugið „Við fengum körfu kvöldið fyrir keppnina þar sem fram kom úr hverju átti að elda og klukkustund síðar áttum við að skila inn til- lögu að þriggja rétta matseðli. Auk þess sem hráefnið var tíundað kom fram prósentuhlut- fall af hráefninu sem vera átti í matnum. Það reyndi virkilega á hugmyndaflugið Hráefnið var ekki það sem maður bjóst við heldur fóru þeir ótroðnar slóðir sem settu saman hráefnið. Ég bauð semsagt upp á saltfisks ravíólí með basil og tómat og reyktri kúskelsfroðu í for- rétt. Í aðalrétt voru rauðrófur sem voru mat- reiddar á þrjá mismunandi vegu með „lamba- confit“ og „nautaprime“ og í eftirrétt lime ostakaka með bláberja muffins og eplasorbet og bláberjasósu.“ Mamma lærði líka á Grillinu Þráinn útskrifaðist sem matreiðslumaður fyrir tveimur árum. Hann hóf námið á Café Óperu en fór síðan yfir í Grillið á Hótel Sögu. Þegar hann útskrifaðist sem matreiðslumaður hélt hann áfram á Grillinu og hefur verið þar með hléi þegar hann fór til Frakklands að afla sér frekari reynslu í matargerðinni. Nú starf- ar hann sem aðstoðar yfirmatreiðslumeistari á Grillinu. „Mamma mín, Lovísa Birna Björnsdóttir, er matreiðslumaður líka og þegar hún varð ófrísk af mér var hún að læra á Grillinu. Það má því kannski segja að ég hafi fengið matreiðslu- áhugann með móðurmjólkinni. Satt best að segja var ég alltaf staðráðinn í að vera kokkur. Þegar ég var unglingur fór ég svo að vinna í eldhúsi í hóteli á Sauðárkróki og var þar meira og minna á sumrin þangað til ég fór í skólann til að læra að verða matreiðslu- maður. Ég sé ekki eftir því. Þetta á rosalega vel við mig.“ Hlakka til að mæta í vinnuna Þráinn segir að veran á Grillinu sé líka ein- stök. „Yfirmatreiðslumeistarinn, Bjarni Gunn- ar Kristinsson, er rosalega fær. Hann er mikið fyrir að þróa rétti og við erum alltaf að fikra okkur áfram. Tveir réttir á matseðlinum eru alltaf opnir sem þýðir að þar höfum við rými til að spreyta okkur á einhverju spennandi. Ég hlakka til að mæta í vinnuna. Maður fær kannski hugmyndir heima og getur svo ekki beðið eftir að mæta í vinnuna og reyna að koma hugmyndinni á disk. Bjarni hefur mikla reynslu og það er margt sem við lærum af honum.“ Hörpuskel einföld og frábær – Ertu mikill matmaður sjálfur? „Já, mér finnst rosalega gott að borða þó það sjáist að vísu ekki á mér. Ég er þó oft of upptekinn til að gefa mér tíma til að borða. Það breytist kannski allt seinna þegar maður stofnar sína eigin fjölskyldu.“ Honum finnst skemmtilegast að elda hörpu- skel því hún er einföld en frábært hráefni. Reyndar bætir hann við að allur ferskur fiskur sé fyrsta flokks hráefni að elda úr. – Hvað er svo framundan? „Auk vinnunnar fer ég nú að búa mig undir Norðurlandakeppni matreiðslumanna. Titl- inum matreiðslumaður ársins fylgir ferðalag með kokkalandsliðinu svo það er á dagskránni líka“. Allir unnið á Grillinu Þeir fimm íslensku matreiðslumeistarar semkepptu að lokinni undankeppni um titilinn matreiðslumeistari ársins eiga eitt sameig- inlegt. Þrír þeirra starfa á Grillinu og hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn á Grillinu. Skyrmús 125 g skyr 250 g rjómi 300 g mjólk 100 g sykur 1 vanillustöng 3 matarlímsblöð ½ lime, börkur og safi Mjólk, sykur og vanillustöng er sett í pott og soðið uppá, matarlími síðan bætt út í. Skyri hrært rólega út í og síðan rjómi. Lime bætt saman við og smakkað til. Látið blönduna þykkna vel áður en henni er hellt yfir púðu- sykurbotninn. Sett í kæli. 50ml af eplakrap- ísnum brædd, 1matarlímsblaði bætt við síðan og hellt yfir músina. Púðursykurbotn 170 g þeytt smjör 75 g mjólkursúkkulaði 165 g egg 220 g púðusykur 90 g hveiti Púðursykur leystur upp í eggjunum, smjör- ið þeytt og bráðnu súkkulaðinu bætt í. Síðan er eggjablöndunni bætt í smátt og smátt og að síðustu hveitinu. Bakað við 170°C, í 10-12min. Crumble 120 g hveiti 120 g hrásykur 120 g möndluhveiti 120 g kalt smjör í teningum Hveiti, hrásykur og möndluhveiti sett í skál. Kaldir smjörteningar hrærðir saman við. Blöndunni stráð á smjörpappír, súkkulaði mollox stráð yfir og síðan bakað við 160°C í 5mín. Súkkulaði molloux 400 g súkkulaði 70 g smjör 80 g eggjarauður 380 g eggjahvítur 100 g sykur 50 g hveiti Bræðið súkkulaði og smjör. Bætið eggja- rauðunum saman við. Þeytið síðan eggjahvítur og sykur í gogg og blandið að lokum hveitinu saman við. Bakið við 180°C í 11mínútur. Eplasorbet 7 græn, epli skorin í teninga og fryst 1 lime, safi 500 ml vatn 700 g sykur ½ búnt mynta Lime, vatn og sykur er soðið saman. Bland- an er síðan maukuð með eplunum og pilluðu myntunni áður en að hún er fryst í ísvél. Rauðspretta með graskersmauki og peru og chilifroðu 4 rauðsprettuflök salt Rauðsprettuflökin eru steikt á sjóðandi heitri pönnu og krydduð með salti á roðið. Graskersmauk 1 grasker sem er skrælt og hreinsað innanúr Skornir eru teningar úr graskerinu, nokkrir á mann, afgangurinn er svo settur í pott með 300 ml af vatni og einum kjúklingateningi. Soðið þar til það er meyrt. Sett í mat- vinnsluvél og maukað. Graskersteningar eru hins vegar soðnir í söltu vatni uns þeir eru meyrir og svo létt- steiktir á pönnu. Blöðrukál blöðrukál beikon salt og pipar smjörklípa Græni hluti blöðrukálsins skorinn í strimla og það steikt á pönnu ásamt fínsöxuðu beikoni. Saltið og piprið. Bætið smjörklípu saman við. Peru- og chilifroða 1 pera skræld og skorin í teninga 1⁄2 chili rautt, hreinsað vel að innan og skorið í örlitla bita 1 salatlaukur 100 ml rjómi 100 ml mjólk Peruteningar, laukur og chili sett á pönnu og rétt steikt í smjörklípu. Bætið rjóma og mjólk saman við og smakkið til með kjúklinga- krafti, salti og pipar. Parmaskinka er síðan sett á diskinn með rauðsprettunni. Rauðspretta Lystilega fram borin. Skyrmús Þjóðlegt hnossgæti frá kokkinum. Matreiðslumað- ur ársins fetaði í fótspor mömmu Þráinn Freyr Vigfússon sigraði um síðustu helgi í keppninni um matreiðslumann ársins. Hann sagði Guðbjörgu R. Guðmunds- dóttur að ferilinn hefði hann byrjað í eldhúsi á Sauðárkróki. Meistarakokkur Þráinn Freyr Vigfússon segist alltaf hafa verið ákveðinn í því að verða kokk- ur. Skemmtilegasta hráefnið að hans mati er hörpuskelinn. Augnkonfekt Eftirréttir eru ekki síður fyrir auga en munn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti matur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.