Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FORSETI Íslands Ólafur Ragnar
Grímsson tók í fyrrakvöld við við-
urkenningu fyrir forystu um sam-
starf og sjálfbæra þróun á norð-
urslóðum. Þessi umhverfisverðlaun
norðurslóða voru veitt við hátíð-
lega athöfn í Anchorage í Alaska að
viðstöddum fjölmörgum þátttak-
endum á alþjóðlegri ráðstefnu um
orkumál á norðurslóðum og for-
ystumönnum Alaskaríkis.
Verðlaunin bera heitið The Ro-
bert O. Anderson Sustainable Arc-
tic Award og eru veitt af Norð-
urstofnuninni (Institute of the
North) sem hefur aðalstöðvar í
Anchorage.
Stofnandi hennar er Walter J.
Hickel fyrrum ríkisstjóri í Alaska
og innanríkisráðherra í ríkisstjórn
Nixons Bandaríkjaforseta.
Hann afhenti forseta Íslands
verðlaunin og sagði að þau væru
veitt fyrir ötula framgöngu um
málefni norðurslóða á und-
anförnum árum og baráttu fyrir
aukinni samvinnu íbúa á norð-
urslóðum, sjálfbærri þróun og
verndun náttúrunnar.
Forseti hefði gegnt lykilhlutverki
við að móta Hið nýja norður, en það
væri samheiti yfir breyttar
áherslur í samstarfi fólks á norð-
urslóðum.
Ljósmynd/Clark James Mishler
Afhending Ólafur Ragnar Grímsson tekur við verðlaunun úr hendi Walter
J. Hickel, stofnanda þeirra. Hickel er fyrrum innanríkisráðherra Nixons.
Forsetinn verðlaunaður
HVÍTFÁLKI sást í Arnardal í Skut-
ulsfirði í vikunni en þeir ku vera
sjaldgæfir gestir á Vestfjörðum.
Hvítfálki er litarafbrigði fálka.
Hann verpir á Grænlandi og er
sjaldgæft að þeir sjáist á Íslandi,
segir á fréttavef Bæjarins besta á
Ísafirði. Talið er að allt að fjórð-
ungur af Evrópustofni fálka verpi á
Íslandi. Fálkar eru alfriðaðir hér-
lendis.
Til gamans má geta þess að af
sjaldséðum gestum við Reykjavík-
urtjörn árið 2006 má nefna að hvít-
fálki sást 29. mars.
Hvítfálki Grænlands-Íslandsfálki
með rjúpu. Af vefnum veidi.is.
Hvítfálki
í Arnardal
KIRKJUÞING 2007 hefst laugardaginn 20. október nk.
kl. 9 árdegis með helgistund í Grensáskirkju. Síðan
flytja ávörp biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Fyrir þinginu liggja 19 mál að þessu sinni. Meðal
þeirra má nefna tvær tillögur er lúta að aðkomu kirkj-
unnar að staðfestri samvist. Þá liggur fyrir þinginu til-
laga um að stofnuð verði þjóðmálanefnd kirkjunnar sem
hafi frumkvæði að og efli opinbera umræðu um sam-
félagsmál út frá kristnum grunngildum sem styrki fag-
legan grunn fyrir þá umræðu. Einnig er lögð fram til-
laga um að skipaður verði starfshópur um mótun umhverfisstefnu
Þjóðkirkjunnar. Loks liggur fyrir tillaga um skipun nefndar til að endur-
skoða og efla upplýsinga- og almannatengsl á vegum Þjóðkirkjunnar.
Hægt er að skoða málaskrá kirkjuþings á vef kirkjunnar www.thjodkirkj-
an.is/kirkjuthing. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 fulltrúar.
Kirkjuþing hefst á morgun
Grensáskirkja.
ÁRNI Mathiesen fjármálaráðherra
hefur skipað Hönnu Björnsdóttur
til að gegna embætti skattstjóra á
skattstofu Norðurlandsumdæmis
vestra frá 1. desember 2007 til
fimm ára.
Hanna lauk B.Sc.-prófi í við-
skiptafræði frá Háskólanum á Ak-
ureyri árið 2006. Hún hefur starfað
á skattstofu Norðurlandsumdæmis
vestra, með hléum, frá 1992. Frá
2005 hefur Hanna sinnt starfi deild-
arstjóra og staðgengils skattstjóra.
Umsóknir um starfið voru þrjár.
Nýr skattstjóri
BROT 433 ökumanna voru mynduð
á Sæbraut sl. mánudag en fylgst
var með ökutækjum sem var ekið í
suðurátt, þ.e. yfir gatnamót Sæ-
brautar og Langholtsvegar. Um-
rædd vöktun stóð yfir í u.þ.b. sjö
klukkustundir en á tímabilinu fóru
5.153 ökutæki þessa akstursleið. 8%
ökumanna óku því of hratt eða yfir
afskiptahraða en við vöktun á sama
stað í síðustu viku var hlutfallið 6%.
Meðalhraði hinna brotlegu var 75
km/klst sem er sama niðurstaða og
fékkst við síðustu mælingu.
433 brotlegir
Á DAG, föstudag, verður haldinn
stofnfundur Ákærendafélags Ís-
lands í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu.
Fundurinn hefst kl. 15 og munu
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra og Bogi Nilsson rík-
issaksóknari halda tölu í upphafi
fundarins.
Félaginu er meðal annars ætlað
að vera málsvari ákærenda gagn-
vart fjölmiðlum og almenningi,
segir í tilkynningu fundarboðenda.
Félag ákærenda
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FULLTRÚAR þeirra fimmtán
borga sem taka þátt í evrópska for-
varnarverkefninu Youth in Europe –
A Drug Prevention Programme
taka nú þátt í alþjóðlegri ráðstefnu
sem hófst í Laugardalshöll í gærdag
– og lýkur í dag. Markmið ráðstefn-
unnar er fyrst og fremst að styrkja
tengslanet milli borganna en einnig
að miðla upplýsingum til og frá.
Verkefnið hófst árið 2005 að frum-
kvæði ECAD, Evrópskra borga
gegn eiturlyfjum. Verkefninu er
stýrt frá Íslandi og byggist það að
nokkru leyti á verkefninu Ísland án
eiturlyfja. „Íslendingar þykja mjög
öfundsverðir, þar sem allt landið er
tekið með í mælingum okkar, en
gögnum hefur verið safnað hjá 8. og
10. bekk grunnskóla. Þá eigum við
gögn langt aftur í tímann og út frá
niðurstöðum okkar útbúum við svo
forvarnarstefnu – sem hefur tekist
vel hingað til,“ segir Sigríður Kr.
Hrafnkelsdóttir, starfsmaður hjá
Rannsóknum & greiningu, en í verk-
efninu er m.a. öðrum borgum hjálp-
að við að setja upp sambærilegan
gagnabanka. „Verkefninu lýkur svo
árið 2010 og þá verða niðurstöður
teknar saman, púslað saman hvað er
að gerast í hverri borg og hvernig
best er að takast á við vandann.“
Annað verkefni tekur við
Sigríður segir að spurningalistar
hafi einu sinni verið lagðir fyrir í
borgunum og á næsta ári verður hið
sama gert öðru sinni. „Svo árið 2010
verðum við komin með einhverja
vitneskju sem við höfum ekki í dag,
og þó svo að ekki hafi verið gefið út
hvað verður gert eftir 2010 er afar
líklegt að annað verkefni muni
spretta úr þessu.“
Um fjörutíu fulltrúar borganna
sátu ráðstefnuna í gær, auk þess
sem fræðimenn frá Bandaríkjunum
voru þar einnig. Fræðimennirnir
voru fengnir af hálfu Johns Alle-
grante, sitjandi forseta kennslu-
fræða- og lýðheilsudeildar Háskól-
ans í Reykjavík. John hefur komið
töluvert að vinnu við forvarnarstarf
hér á landi, ekki síst í tengslum við
Youth in Europe-verkefnið.
Hann segist ekki í vafa um að
verkefnið hafi afar mikla þýðingu
fyrir Ísland. „Ísland leiðir verkefnið
og það er afar stórt fyrir landið. Ef
við berum saman niðurstöður frá Ís-
landi við niðurstöður úr öðrum borg-
um í verkefninu eru niðurstöðurnar
héðan miklu mun betri,“ segir David
og bætir við að hér hafi verið tekið á
málunum af mikilli skynsemi. „Ár-
angurinn sem náðst hefur hér á
landi er ekki síst tilkominn vegna
samstillts og þrepaskipts átaks hjá
stjórnvöldum, sem aftur hefur áttað
sig á mikilvægi þess að virkja sam-
félagið í baráttunni gegn eitur-
lyfjanotkun ungmenna.“
John segir einnig afar mikilvægt
að halda ráðstefnu sem þessa, s.s. til
að bera saman bækur og finna sam-
eiginlega betri leiðir í forvarn-
armálum.
Mikilvægt að bera sam-
an bækur í forvörnum
Morgunblaðið/Kristinn
Ráðstefna Fjörutíu fulltrúar frá fimmtán evrópskum borgum taka þátt í
ráðstefnu um forvarnarverkefni ECAD, sem leitt er af Reykjavíkurborg.
Í HNOTSKURN
»Forvarnarverkefnið Youthin Europe – A Drug Pre-
vention Programme hófst árið
2005 og stendur til ársins
2010. Þá verður gögnum safn-
að saman frá öllum samstarfs-
borgunum.
»Óvíst er hvað tekur við eft-ir 2010 en talið líklegt að
annað verkefni spretti upp af
hinu fyrra.