Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 29
sari
veraldar“
Í nýju þýðingunni hefur texti að nokkru leyti verið
lagaður að íslensku nútímamáli. Karl segir að í því
felist alltaf ákveðin glíma að ákveða hversu langt eigi
að ganga í þessu. „Hluti af því að Biblían er lifandi
bók er að margir þekkja sig aftur í orðfæri og tján-
ingarmáta Biblíunnar, það er eitthvað sem menn
þekkja gegnum mikilvæg atvik í lífi sínu,“ segir hann.
Þess vegna sé ekki ástæða til að breyta einungis
breytinganna vegna. „Þessi bók hefur ríka hefð í okk-
ar samfélagi og menningu. Þess vegna er í raun ekki
verið að breyta nema þar sem ástæða þykir til. Menn
eru aldrei á einu máli um það, það sýnist sitt hverjum
og það verður örugglega deilt um einhverjar nið-
urstöður í einstaka atriðum,“ segir biskup.
Reynt hafi verið að fara bil beggja, til dæmis hvað
varðar orðin vér og oss. „Þetta er hin gamla fleirtala
sem mikið til er horfin úr daglegu máli. En þó þætti
okkur mjög einkennilegt að segja „faðir okkar“ í stað
„faðir vor“. Hins vegar hafi náðst niðurstaða um að
slíkar orðmyndir skyldu halda sér í bænatextum og á
ljóðrænum stöðum, en að öðru leyti stuðst við nú-
tímamál.
Og Karl er ánægður með verkið. „Ég held að það
hafi vel til tekist. Þau sem unnu þetta verk hafi verið
vandanum vaxin og skilað góðu verki,“ segir Karl.
Hann viti hins vegar að áreiðanlega muni ýmsir
hnjóta um eitthvað í þýðingunni sem þeir hefðu viljað
hafa öðruvísi. „En það verður alltaf svoleiðis,“ segir
Karl.
»Nýja Biblían er prentuð í tveimurlitum, svörtu og rauðu.
»Hún inniheldur tímatal, litprentuðkort á átta blaðsíðum, orðaskýr-
ingar og skrá yfir mikilvæga ritning-
arstaði.
»Hún er 1.872 blaðsíður. » Í Biblíunni er að finna nýtt tilvís-unarkerfi neðanmáls með lyk-
ilorðum og skrá yfir staðarnöfn á kort-
unum.
» Í nýju Biblíuútgáfunni er að finnaformála að hverri bók þar sem m.a.
eru upplýsingar um ritunartíma og -að-
stæður hverrar bókar fyrir sig.
»Þetta er fyrsta heildarþýðing Bibl-íunnar frá árinu 1912, en sú sjötta
frá upphafi.
»Nýja Biblían er til að byrja meðprentuð í 20 þúsund eintökum.
Biblía 21. aldar
éttir og kvíði, því nú á eft-
g mönnum fellur textinn.
taki menn honum for-
jái þeir að hann er nú
“ segir Guðrún Kvaran,
ngarnefndar Gamla testa-
átttakandi í þýðingarnefnd
tisins, þegar hún er spurð
ng það sé að fylgja nýju
nni úr hlaði, en í dag kem-
ldarþýðingin á Biblíunni á
heila öld.
rúnar hefur útgáfan átt
raganda, en unnið hefur
gunni í um 20 ár. Ritnefnd
ntisins var skipuð 1990 og
haldið vel á sjöunda
fundi. Ritnefnd Nýja
var komið á árið 2002 og
m 100 vinnufundi. Áætla
tugu manns hafi komið að
x þýðendur, tvær þýðing-
aðar sjö aðilum, allmargir
mist guðfræðingar, mál-
slenskufræðingar auk
ara frá JPV útgáfu.
ráð í þýðingarferli
nar var í þýðingarferlinu
em víðtækast samráð við
g og fræðimenn. Þannig
mál nýju Biblíunnar gefið
m til kynningar og til að
Biblíulesenda. Alls voru
nningarhefti með texta
ntisins, en tíunda kynn-
tileinkað Nýja testament-
ð viðurkenna að almenn
amla testamentinu urðu
ég hafði vænst,“ segir
ur fram að nefndin hafi
ð góð viðbrögð frá þeim
sem hún bað sérstaklega
„Þegar kom að Nýja testa-
u töluvert meiri viðbrögð
menn eru miklu hand-
texta. Þar fengum við vel
ugasemda. Sumar voru
aðrar snertu einstök orð
fór þýðingarnefnd Nýja
mjög rækilega yfir,
tillit til athugasemdanna
ga var hægt og velja það
“
ir Guðrún það vandratað
a Biblíuna yfir á læsilegt
viðhalda jafnframt hátíð-
almenningur vilji skynja í
textanum. Bendir hún á að á þýðing-
arferlinu hafi t.d. verið leitað til fram-
haldsskólanemenda og þeir fengnir til að
samlesa kafla úr útgáfunni frá 1981 og
nýja þýðingu. „Við höfðum sérstakan
áhuga á að vita hvað ungu fólk fyndist og
afstaða þeirra kom okkur mjög á óvart.
Nemendunum fannst nýja gerðin læsi-
legri, en skorta hátíðlegan blæ. Það virð-
ist vera almenn skoðun í þjóðfélaginu að
Biblíutexti eigi að vera fremur hátíðleg-
ur,“ segir Guðrún.
Spurð hvort margir kaflar Biblíunnar
haldi sér óbreyttir frá þýðingu Odds
Gottskálkssonar frá 1540 svarar Guðrún
því neitandi, en bendir á að nokkuð sé um
kafla þar sem texti annars vegar Odds og
hins vegar Guðbrands Þorlákssonar frá
1584 skíni í gegn. „Því ef texti er mjög vel
orðaður þá er ástæðulaust að breyta hon-
um breytinganna vegna, sérstaklega
textum sem eru fólki mjög kærir. Það eru
helst slíkir textar sem hafa lifað, vegna
þess að fólk lærir þá ekki af bókinni held-
ur munnlega.“ En á Guðrún von á því að
nýja þýðingin endist jafnlengi og sú síð-
asta, þ.e. í hundrað ár? „Það ætla ég rétt
að vona að hún geri ekki. Ég hygg að það
sé lágmark að Biblían komi út tvisvar á
öld, því mér finnst hundrað ár fulllangur
tími. Hins vegar væri hægt að endur-
skoða þessa útgáfu eftir svona 20 ár, ef
eitthvað er sem menn eru ekki sáttir við
eða vilja breyta,“ segir Guðrún að lokum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tvisvar á öld Guðrún Kvaran telur
vænlegt að endurskoðuð og þýdd Biblía
komi út á a.m.k. fimmtíu ára fresti.
ðingin vand-
að einstigi
heildarþýðingu Biblíunnar frá árinu 1912, en þá sjöttu frá upphafi. Aftur á móti er þetta ellefta íslenska Biblíuútgáfan.
kra aðstandendur útgáfunnar, sem verið hefur í undirbúningi sl. tvo áratugi.
11. útgáfa – Árið 2007
Biblían kemur út í nýrri íslenskri
þýðingu.
10. útgáfa – Árið 1981
Guðspjöllin og Postulasagan voru
endurþýdd úr frumtexta, og fyrri
þýðing annarra rita Nýja testament-
isins voru endurskoðuð. Nokkrar um-
bætur höfðu og verið gerðar á fyrri
þýðingu Gamla testamentisins.
9. útgáfa – Árin 1912-1914
Biblían var prentuð í Reykjavík 1908
og endurprentuð 1912 með nokkrum
lagfæringum. Vasaútgáfa var gefin út
af sömu þýðingu með nokkrum breyt-
ingum 1914. Þessi þýðing hefur verið
endurprentuð margoft og nú síðast
1978.
8. útgáfa
Lundúna-Biblían 1866
Gefin út á kostnað Hins breska og er-
lenda Biblíufélags.
7. útgáfa
Reykjavíkur-útgáfan 1859
Endurprentun fyrri útgáfu Hins ís-
lenska Biblíufélags. Þá voru apókrýfu
bækurnar síðast prentaðar í íslensku
Biblíunni.
6. útgáfa
Viðeyjar-Biblía 1841
Fyrsta útgáfa Hins íslenska Biblíu-
félags.
5. útgáfa
Hendersons-Biblía 1813
Fyrsta íslenska útgáfa Biblíunnar,
sem gefin var út á kostnað breska og
erlenda Biblíufélagsins. Hún var
prentuð í Kaupmannahöfn á erfiðum
stríðstímum. Hún þótti ófullkomin á
ýmsan hátt en þjóðinni ómetanlega
dýrmæt eins og þá stóð á.
4. útgáfa
Vajsenhús-Biblía 1747
Ludvig Harboe stóð að þessari útgáfu
og var hún prentuð í Kaupmanna-
höfn.
3. útgáfa
Steins-Biblía 1728
Steinn biskup Jónsson annaðist út-
gáfuna.
2. útgáfa
Þorláks-Biblía 1644
Þorlákur biskup Skúlason annaðist
útgáfuna.
1. útgáfa
Guðbrands-Biblía 1584
Fyrsta útgáfa Biblíunnar allrar á ís-
lensku var gefin út á Hólum. Guð-
brandur biskup Þorláksson annaðist
hana. Hún er talin ein mesta gersemi
íslenskrar bókagerðar.
Íslenskar útgáfur
FYRSTA eintakið af nýju Biblíunni verður afhent forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, við hátíð-
lega athöfn sem fram fer í Dómkirkjunni í dag kl. 11 og er sú athöfn öllum opin. Í framhaldinu verður
ráðherrum og þingmönnum afhent eintak af bókinni í Alþingishúsinu.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, opnar kl. 17 í dag yfirlitssýninguna „Heilög ritning – orð Guðs
og móðurmálið“ í Þjóðarbókhlöðunni.
Málþing undir sömu yfirskrift fer fram í Þjóðarbókhlöðunni á morgun og hefst það kl. 13.30. Þar
flytja erindi þau Guðrún Kvaran, Gunnlaugur A. Jónsson, Gauti Kristmannsson og Gunnar Kristjánsson.
Orð Guðs og móðurmálið
1981 Vér þökkum ávallt
Guði fyrir yður alla, er
vér minnumst yðar í bæn-
um vorum. Fyrir augsýn
Guðs og föður vors erum
vér sífellt minnugir starfs
yðar í trúnni, erfiðis yðar
í kærleikanum og stöðug-
lyndis yðar í voninni á
Drottin vorn Jesú Krist.
Guð elskar yður, bræður,
og vér vitum að hann hefur útvalið yður.
Fagnaðarerindi vort kom ekki til yðar í
orðum einum, heldur einnig í krafti og í
heilögum anda og með fullkominni sann-
færingu.
2007 Ég þakka ávallt Guði fyrir ykkur
öll er ég minnist ykkar í bænum mínum.
Ég minnist stöðugt fyrir augliti Guðs
vors og föður hve mikið þið starfið í
trúnni, stríðið í kærleikanum og eruð
staðföst í voninni á Drottin vorn Jesú
Krist. Guð elskar ykkur, systkin. Ég veit
að hann hefur útvalið ykkur. Fagnaðar-
erindi mitt kom ekki til ykkar í orðum
einum heldur í krafti og heilögum anda
með fyllstu sannfæringu. Eins vitið þið
hverju ég kom til vegar ykkar vegna. Þið
hafið gerst eftirbreytendur mínir og
Drottins. Þrátt fyrir mikla þrengingu
tókuð þið á móti orðinu með fögnuði sem
heilagur andi gefur. (1. Þess. 1.2-6)
Biblíutexti nútímavæddur
„ÞETTA er tvímælalaust stærsta áskor-
un sem ég hef nokkurn tímann tekist á
við,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, út-
gáfustjóri JPV útgáfu, um útgáfu Bibl-
íunnar.
„Annars vegar er náttúrlega um að
ræða bók bókanna, þ.e. heilaga ritningu
kristinna manna. Þannig að bókin hefur í
sjálfu sér gríðarlega þýðingu. Eins er
það hitt að ég hef ákaflega gaman af
vandaðri bókargerð og vel gerðum prent-
gripum, sem mér finnst ekki lögð nægi-
leg áhersla á í dag. Þessi gamla sígilda
prentlist virðist vera á miklu undanhaldi,
en mér finnst skipta óendanlega mikla
máli í sambandi við bækur að þær séu
fallega gerðir gripir. Það er því ekki
hægt að hugsa sér skemmtilegra verk-
efni en Biblíuna til þess að fá útrás fyrir
þessi bókagerðarsjónarmið.“
Ekkert til sparað
Að sögn Jóhanns Páls var ekkert til spar-
að til þess að gera nýju útgáfuna af Biblí-
unni eins glæsilega og vandaða úr garði
og frekast var kostur. Bendir hann á að
danskur aðili, sem sérhæfi sig í Bibl-
íuumbroti og unnið hefur fyrir Bibl-
íuútgefendur víða um heim, hafi verið
fenginn til að brjóta Biblíuna um. Segir
hann ýmislegt gert í uppsetningunni til
að gera Biblíuna aðgengilegri og læsi-
legri, en læsileiki felst að sögn Jóhans
Páls í samspili leturgerðar, leturstærðar,
dálkalengdar og bils milli lína, svo fátt
eitt sé nefnt. Auk þessa sé bókin prentuð
í tveimur litum, þ.e. svörtu og rauðu, en
rauði liturinn er t.d. notaður í fyrir-
sögnum og hausum. „Ég get fullyrt það
að þessi nýja útgáfa er miklu læsilegri og
aðgengilegri fólki en eldri útgáfur,“ segir
Jóhann Páll.
Aðspurður segir Jóhann Páll Biblíuna
prentaða í Hollandi, en fyrir valinu varð
sérhæfð prentsmiðja með langa reynslu í
Biblíuprenti. Bendir Jóhann Páll á að
hinn sérstaki pappír sem notaður sé í
Biblíum kalli á sérhæfð vinnubrögð.
Að sögn Jóhanns koma þetta haustið
út tvær stærðir af Biblíunni í fimm mis-
munandi gerðum, en samtals er bókin
prentuð í 20 þúsund eintökum. „Á næstu
árum munu koma miklu fleiri gerðir. Ég
hefði mjög gaman af því að gefa út Biblí-
una myndskreytta. Þá gæti ég séð fyrir
mér tvær útgáfur, annars vegar útgáfu
með gamalli íslenskri kirkjulist og hins
vegar útgáfu sem væri myndskreytt með
verkum núlifandi myndlistarmanna,“
segir Jóhann Páll og tekur fram að einn-
ig verði gefin út kiljuútgáfa af Biblíunni
þegar fram í sækir, auk þess sem Nýja
testamentið verði gefið út í sérútgáfu.
Morgunblaðið/Frikki
Læsilegri Jóhann Páll segir nýju Biblí-
una mun læsilegri en eldri gerðir.
Stærsta
áskorunin