Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 47 BANDARÍSKA leitarvélin Google er langvinsælasta leitarvél heims ef marka má niðurstöður gagnaöfl- unarfyrirtækisins ComScore. Sam- kvæmt niðurstöðunum voru 37 millj- arðar leitaraðgerða framkvæmdar hjá Google í ágúst síðastliðnum, sem er meira en helmingur allra leit- araðgerða í heiminum í sama mán- uði. Leitarvélin Yahoo hafnaði í öðru sæti með 8,5 milljarða aðgerða og hin kínverska Baidu í því þriðja með 3,2 milljarða. Reuters Sáttur Larry Page, annar stofn- enda Google, má vel við una. 37 milljarð- ar „googla“ í ágúst Vinsælustu leitarvélar heims og fjöldi leitaraðgerða í milljörðum: Google 37 Yahoo 8,5 Baidu 3,2 Microsoft 2,1 NHN 2 eBay 1,3 Time Warner 1,2 Ask 0,743 Fox 0,638 Lycos 0,441 GEORGE Clooney er nú orðinn fyr- irmynd Davids Beckhams í hárlit. Fótboltakappinn, sem er frægur fyrir síbreytilegt útlit, hefur við- urkennt að hann finni orðið grá hár meðal sinna ljósu lokka. „Ég hef fundið nokkur grá hár en á meðan þetta er George Clooney-grátt er mér sama. George er einn mynd- arlegasti maður í heimi,“ var haft eftir Beckham á dögunum. Beckham hefur löngum haft áhrif á hártísku karlmanna en hann hefur m.a. skartað nettum hana- kambi, broddaklippingu og hár- bandi. Reuters Beckham Með ljósa brodda. Orðinn gráhærður LISTAHÁTÍÐIN Sequences – Real time art festival hófst síðast- liðið föstudagskvöld með gjörn- ingnum „Óður“ sem var framinn við rætur tilvonandi tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn og var hluti af þríleik Haralds Jónsson á hátíð- inni. Fyrir gjörninginn hafði Har- aldur leitað aðstoðar hjá Ólöfu Björnsdóttur sem hefur notað ým- is hliðarsjálf sín í gjörninga og í myrkvum húsgrunni tilvonandi tónlistarhússins tók hún lagið á meðan Haraldur beindi að henni ljóskastara og lýsti upp dívu- kjólinn með litrófinu. Það er vissu- lega eitthvað fallegt við að fjalla um það sem er að verða, eða er enn einhvers staðar ófætt í myrkrinu og fannst mér Haraldur skila þeirri ætlun sinni vel. Fyrst með því að gefa tóninn í tímaritinu Sjónauka með myndverkinu „Myrkur“ sem sýnir kolsvart form á hvítum fleti sem myndar grunn- mynd tónlistarhússins og síðan að vinna þennan gjörning sem eins- konar spegilmynd framtíðar. Verkið hafði þar með alla burði til að snerta mann djúpt og þess vegna átti ég afar erfitt með fífla- lætin í Ólöfu þegar spunasöngur hennar stóð yfir. Og fyrir mitt leyti missti fagurfræðilegur grunnurinn, sem sjálfur gjörning- urinn var reistur á, marks vegna þessara misheppnuðu tilrauna til fyndni. Þriðja framlag Haraldar til Se- quences-hátíðarinnar er að finna í bakgarði verslunarinnar Tólf tóna við Skólavörðustíg. Þar á bak við kjallaraglugga gellur barnsrödd sem telur frá einum upp í eitt hundrað. Aftur virðist listamað- urinn vera að vinna með eitthvað sem er að verða. Þ.e. að barnið vex og verður að manni og taln- ingin fer hækkandi og fer upp í hundrað, en á sama tíma er barnið barn á meðan það er barn og tala er sú tala sem hún er á meðan hún er. Haraldur beinir okkur þannig að millibilsástandi sem raunverulegu ástandi. Ég hrífst jafnan mest af verkum Haraldar þegar þau eru aðstæður frekar en ímyndir, og sú er raunin með „Talningu“ í Tólf tónum. Einfalt en hrífandi. Er og verður Myndlist Sequences – Real time art festival „Óður“, gjörningur í samvinnu við Ólöfu Björnsdóttur við Reykjavíkurhöfn föstu- daginn 12. október. „Talning“ í bakgarði Tólf tóna. Lokadagur er 21. október. Haraldur Jónsson Myrkur (grunnmynd). Í tímaritinu Sjónauki Jón B.K. Ransu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.