Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ÚR VERINU ÞETTA HELST ... Fyrstu lög vetrarins Þingfundur gærdagsins stóð langt fram á kvöld en engu að síður þurfti að taka nokkur mál út af dagskrá. Frumvarp um frestun vatnalaga um eitt ár var afgreitt sem lög og varð því að fyrstu lögum þessa þings. Þá tókst að klára fyrstu umræðu um frumvarp um léttvín og bjór í búðir en ljóst er að skoðanir eru mjög skiptar. Ljótasti bandormur sögunnar Miklar umræður spunnust um frum- varp forsætisráðherra um tilfærslu á verkefnum innan stjórnarráðsins. Um er að ræða bandormsfrumvarp en það eru frumvörp sem snerta mörg ráðuneyti jafnan kölluð. Guðni Ágústsson var ekki par hrifinn af frumvarpinu og kallaði það „ljótasta bandorm sem hafi verið fluttur á Al- þingi“. Guðni var m.a. ósáttur við að skógrækt og landgræðsla færist yfir til umhverfisráðuneytis sem og að Landbúnaðarháskólinn fari undir stjórn menntamálaráðuneytis. Vinstri græn gagnrýndu vinnulag við breytingarnar og voru ósátt við lítið samráð. Til hamingju, Samfylking Guðni lét mikið að sér kveða í gær og óskaði Samfylkingunni m.a. til ham- ingju með að standa í lappirnar gagn- vart Sjálfstæðisflokknum og koma þannig í veg fyrir einkavæðingu Landsvirkjunar. „Til hamingju Sam- fylking, þið hafið tekið við okkar hlut- verki Framsóknarflokksins í þessu,“ sagði Guðni og uppskar hlátur þing- manna. Dagskrá þingsins Í dag hefjast kjördæmadagar og næsti þingfundur verður ekki fyrr en þriðjudaginn 30. október. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÍSLAND er mjög aftarlega á mer- inni með að grípa til aðgerða til að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda. Þetta sagði Kolbrún Halldórs- dóttir, þingmaður Vinstri grænna, í utandagskrárumræðum um stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum. „Í dag losum við tólf tonn á mann meðan Evrópusambandið er komið niður í ellefu tonn,“ sagði Kolbrún og bætti við að þegar álverið á Reyðarfirði verði gangsett verði losun komin upp í sautján tonn á mann á ári. Kolbrún sagði sökina jafnvel frek- ar liggja hjá ríkisstjórninni sem fór frá völdum í vor og hún og flokks- systkin hennar höfðu áhyggjur af því að vel meinandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefði við of ramman reip að draga innan stjórnarráðsins. Markaðurinn frekar en bönn Þórunn blés á það og sagðist ekki vera einmana í ríkisstjórn. Hún sagð- ist vonast til þess að geta lagt fram raunhæfa aðgerðaáætlun í vor til að vinna að framtíðarskuldbindingu í loftslagsmálum þegar sérfræðinga- nefnd skilar niðurstöðum sínum. „Ég skal alveg viðurkenna að það mun verða býsna stórt verk að vinna upp þann tapaða tíma sem fyrirrennarar mínir þar í starfi töpuðu á síðustu kjörtímabilum,“ sagði Þórunn en bætti við að nú væri búið að bretta upp ermarnar og heilmikil vinna væri í gangi. Kyoto-bókunin rennur út árið 2012 en Þórunn sagði ljóst að þá verði gerðar kröfur á Ísland um sam- drátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Valgerður Sverrisdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, sagði hins vegar að Ísland hefði ekki fengið undanþágu frá Kyoto-bókuninni á sínum tíma að ástæðulausu heldur vegna þess að umhverfisráðherrar heims hafi hugsað hnattrænt. „Og ég undrast það ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að standa með henni [umhverf- isráðherra] í því að kasta á glæ þessu ákvæði sem svo mjög var barist fyrir á sínum tíma og er a.m.k. tveggja milljarða virði á ári,“ sagði Valgerð- ur og Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslyndum, tók í sama streng: „Íslenska ákvæðið sem hér hefur verið nefnt er mikilvægt í alþjóðlegu samhengi,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hvatti til þess að markaðurinn yrði nýttur við að finna lausnir varðandi minnkandi losun fremur en að nota boð og bönn og hrósaði sérstaklega forseta Íslands fyrir að hafa dregið fyrirtæki að samningaborðinu. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, tók undir með honum en spurði jafnframt hvort langtíma- markmið Íslands væru nógu metn- aðarfull. „Við getum ekki verið eft- irbátar Evrópusambandsríkjanna í þessum málum,“ sagði Helgi. Ísland aftarlega á mer- inni í loftslagsmálum Ráðherra segir verk að vinna upp tímann sem hefur tapast Morgunblaðið/Golli Hmmm… Kristinn H. Gunnarsson hefur kannski verið að klóra sér í koll- inum yfir losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og á heimsvísu. NÚVERANDI stjórnvöld ætla sér ekki að einkavæða Landsvirkjun en spurningunni um hvort fyrirtækinu verður breytt í hlutafélag er enn ósvarað. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær en Höskuldur Þór- hallsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, vildi fá svör við því hvort einkavæðing stæði til. Flokksbróðir hans Bjarni Harð- arson var ekki sáttur: „Það er mik- ilvægt að þessari spurningu verði svarað sem fyrst,“ sagði Bjarni varðandi mögulega hluta- félagavæðingu og kallaði eftir sam- kvæmni hjá Sjálfstæðisflokknum um hvort ríkið ætti að vera í áhætturekstri. Stjórnarflokkarnir væru greinilega ekki sammála. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra minnti hins vegar á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu greitt atkvæði með hluta- félagavæðingu Hitaveitu Suð- urnesja og ættu því varla að hafa áhyggjur af því þótt Landsvirkjun yrði breytt í hlutafélag. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti hins veg- ar efasemdum sínum um að ríkið ætti að standa í stóriðjurekstri og sagði að skoða ætti það alvarlega hvort breyta ætti um eignarhald. Morgunblaðið/Golli Hf.? Landsvirkjun verður kannski breytt í hlutafélag. Ekki einka- vædd í bili HART var deilt á stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar á aðal- fundi Landssambands smábátaeig- enda í gær. Tillögur stofnunarinnar um 130.000 tonna hámarksafla voru sagðar í hróplegu ósamræmi við reynslu sjómanna. Reynsla þeirra og afladagbækur sýndu það að miklu meira væri af þorski á miðunum en Hafró teldi. Arthur Bogason, formaður LS, sendi stofnuninni og stjórnvöldum tóninn: „Sú ákvörðun stjórnvalda að fara í einu og öllu eftir ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunarinnar varðandi þorskveiðar stingur gersamlega í stúf við allt þetta,“ sagði Arthur. „Fyrir lá vitnisburður ótal fiski- manna sem og fréttir til vikna, mán- aða og ára um að reynsla þeirra á miðunum væri í fullkominni þver- sögn við tillögur stofnunarinnar. Þessar staðreyndir breyttu engu. Niðurstaðan er því sú, sem hlýtur að teljast til tíðinda; reynslan er lygn- ust. Það skiptir engu hvað menn upplifa við dagleg störf, þeir hafa einfaldlega rangt fyrir sér, reynsla þeirra er lygi. Öld sérfræðinga Þessi furðulega staða hlýtur að leiða til þess að litið sé á málið í stærra samhengi. Það eru aðeins ör- fá ár síðan við Vesturlandabúar fögnuðum þúsaldamótum með pomp og prakt. En inn í hvaða öld vorum við að fara? Öld sannleikans? Öld upplýstrar umræðu? Öld jafnræðis milli sjónarmiða? Er einhver hér inni tilbúinn að staðfesta það? Ég held varla. Þúsaldamótin virðast hafa skipt álíka miklu í þessu tilliti og hvort ótiltekinn hundur dillaði róf- unni til hægri eða vinstri. Það sem hins vegar blasir við er að öld „sérfræðinga og umhverfisöfgas- inna er runnin upp. Hvað sem gert er, hvert sem hugurinn stefnir, skulu ætíð kallaðir til „sérfræðingar til að skera úr um mál ásamt því að leggja við hlustir hvað náttúruverndarsam- tök hvers konar leggja til málanna. Fátt veldur mér jafn miklum heila- brotum og þessi staðreynd. Ég fæ ekki betur séð en að stjórnmálamenn samtímans, hérlendis sem erlendis, séu hægt og rólega að afsala sér ákvörðunarvaldinu og bresti æ oftar kjark til að spyrna við fótum og taka eigin ákvarðanir. Hrikaleg gjá Í byrjun júní fundaði stjórn Landssambands smábátaeigenda með Hafrannsóknastofnuninni. Á þeim fundi kom skýrt fram sú hrika- lega gjá sem myndast hefur á milli vísindamannanna, sérfræðinganna og þeirra sem starfa á vettvangi, þeirra sem engar skamm- stafanir hafa öðru hvorum megin við nafnið sitt. Stjórnarmenn LS röktu hver af öðrum reynslu sína – sem að langstærstu leyti var eins og að framan var rakið og klukkustund- um saman reyndu sér- fræðingarnir að sannfæra menn um réttmæti til- lagna Hafrannsókna- stofnunarinnar. Það mis- tókst með öllu. Það situr ýmislegt fast í mér eftir þennan fund, ekki síst sú staðreynd að einn sér- fræðinganna notaði þau rök fyrir því að viðhalda togararallinu að 2-3 millj- örðum hefði verið eytt í það. Ég spyr: hvers konar öngstræti er stofnun komin í sem þarf að grípa til málflutnings af þessu tagi? Á annarri plánetu? Landssamband smábátaeigenda lagði til að stjórnvöld gæfu út jafn- stöðuafla næstu 3 árin upp á 220 þús- und tonn, u.þ.b. 70% hærri tölu en Hafrannsóknastofnunin lagði til. Þessi tillaga fékk litla umfjöllun í fjölmiðlum – hvað þá að þeir könn- uðu að nokkru marki sjónarmiðin þar að baki. Lengst gekk þó löngu fyrrverandi iðnaðarráðherra, Hjör- leifur Guttormsson í grein í Morg- unblaðinu, þegar hann lýsti því að „forsvarsmenn LS hlytu að koma frá annarri plánetu með tillögur sínar. Þetta er að verða hin athyglisverð- asta staða fyrir smábátaeigendur: Reynsla þeirra er tóm lygi og vinnu- staðurinn – Íslandsmið – eru á ann- arri plánetu“, sagði Arthur Bogason. Er reynsla sjómanna lygi? Formaður LS er ósáttur við að fiskifræði sjómanna sé ekki tekin til greina við mat Hafró á stærð þorskstofnsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ræða Arthur Bogason, formaður LS. „ÉG VERÐ að viðurkenna og segja hér hreinskilnislega að það stofn- stærðarmat sem Landssamband smábátaeigenda leggur til grund- vallar því að fara nær 100 þúsund tonnum fram úr veiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunarinnar finnst mér afskaplega ótrúverðugt,“ sagði Ein- ar Kristinn Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra á aðalfundi Landssam- bands smábátaeigenda í gær. LS hafði lagt til að gefinn yrði út 220.000 tonn þorskkvóti fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hafrannsóknastofnunin lagði til 130.000 tonna hámarksafla og fóru stjórnvöld að þeim tilmælum. Ósammála tillögu LS Og ráðherra hélt áfram: „Því þótt skekkja kunni að vera til staðar og sé sannarlega til staðar í stofnstærðar- matinu sjálfu, þá trúi ég því ekki að sú skekkja nemi slíku magni að það réttlæti að fara tæplega 100 þúsund tonnum fram úr ráðleggingum Haf- rannsóknastofnunarinnar. Ég er því ósammála tillögu Landssambands smábátaeigenda. Reyndar höfðu all- ir aðrir hagsmunaaðilar hugmyndir um heildaraflamark sem var mun lægra og fól í sér niðurskurð sem um munaði í langflestum tilvikum.“ Um byggðakvótann sagði ráðherra að hann eigi að endurspegla betur breytingar sem verða í heildarafla- marki einstakra byggðarlaga t.d. við sölu eða kaup á kvóta og eðlilegt sé að stefna að því að byggðakvótinn renni til færri byggðarlaga en nú sé. „Þetta mun auðvitað hafa röskun í för með sér. Það verða menn að gera sér ljóst. Mér finnst nefnilega eins og ýmsir líti þannig á að byggðakvót- inn sé eins konar almenn uppbót á aflaheimildir manna. Sú er þó ekki hugsunin á bak við byggðakvótann. Hann á að þjóna tilteknum tilgangi. Ég tel að byggðakvótinn eigi ekki að vera stór og við eigum ekki að stefna að því að stækka hann frá því sem nú er. Það myndi síst af öllu leysa vanda heldur skapa ennþá fleiri vandamál en þau sem við glímum við um þessar mundir.“ Hvað snertir línuívilnun benti ráð- herra á að hún dreifist víða um land en áhrifa hennar gæti markvissast og mest á þremur landsvæðum, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Suður- nesjum. Því sé ósanngjörn sú gagn- rýni að línuívilnun lýsi sérhags- munapoti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fundir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hlusta á ræðu formanns LS. Stofnstærðarmat LS ótrúverðugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.