Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 25
Þegar Víkverji varungur drengur var hans mynd af himnaríki langstærsta bókasafnið; svo mörgum sinnum stærra en safnið í heimabæ Víkverja og ef út í það er farið núna, þá miklu stærra en Þjóðar- bókhlaðan, eiginlega hver Þjóðarbókhlaðan af ann- arri út í það óendanlega. Englar Víkverja sátu aldrei og sitja ekki á skýjum og spila á hörpu; þeir eru allir með bók í höndunum; Lykla-Pétur er náttúrlega með Lífsins bók og í slíkum önnum við hana, að hann kemst vart til að lesa nokkuð ann- að af viti. En hinir englarnir lesa allt það sem hugur þeirra girnist. Og þeir hafa eilífðina fyrir sér. x x x Nýjar bækur eru farnar að ber-ast og Víkverji hugsar sér gott til glóðarinnar á bökkum Bókafljóts. Víkverji á sérýmsa uppá- haldsstaði í Reykjavík, en fáir eru honum kærari en Þjóðarbók- hlaðan. Að koma inn í slíka bók- hlöðu er upplífg- andi og dvölin betrunarvist. Vík- verji leitar oft í Þjóðarbókhlöðuna starfs síns vegna, en þess utan gerir hann sér ferðir þangað, þegar sá gállinn er á honum. Það er engu líkt að standa þarna innan um all- ar bækurnar, láta kylfu ráða kasti hvar borið er niður og halda svo afsíðis með fenginn og njóta hans. Einn daginn er það ljóðabók, ann- an skáldsaga, þriðja ævisaga, fjórða þjóðlegur fróðleikur og svo framvegis og svo framvegis. Vík- verji sér aldrei fyrir endann á bókakostinum og er alltaf að upp- götva eitthvað nýtt.        Víkverji skrifar | vikverji@mbl.is mælt með MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 25 Hákon Aðalsteinssonskógarbóndi orti kveðjukvæði til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra: Situr Villi sár og hryggur, sefur illa um nætur. Framsókn enn í leyni liggur, litla barnið grætur. Bakherbergja bráður vandi, bræðralagið klýfur. Glöggt má sjá að Alfreðs andi, yfir vötnum svífur. Grétar Hallur Þórisson segist hafa frétt af niðurstöðu leynifundar sjálfstæðismanna á dögunum og skilaboðum þeirra til Vilhjálms: Að Villa baki þrjótar þinga þeir una ekki sínum hag: Hættu að bjóða Birni Inga blessaðan og góðan Dag. Hallmundur Kristinsson yrkir: Í greiningarferli góðra siða getur stundum margt kyndugt skeð: Ég skrifaði vísu á minnismiða, sem ég man ekki eftir að hafa séð! Þegar fréttist af væntanlegri ævisögu Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknar, varð Má Högnasyni að orði á bloggi sínu: Mikið er þetta merkilegt rit manninum lýsir í þaula af fögnuði með sitt flokksbundna vit framsóknarkýrnar baula. VÍSNAHORNIÐ Af kúm og minnismiða pebl@mbl.is Út í kuldann Nú þegar rúm vika er í fyrsta vetrardag mega Frónbúar búast við alls konar veðratilbrigðum í nátt- úrunni. Vonandi eru allir búnir að taka fram kuldagallana, húfurnar og vettlingana því það getur bara verið hressandi að bjóða vetur konung í allri sinni dýrð velkominn með hressandi útiveru. Jól í skókassa Hafi menn lokið öllum haustverk- um, má nota kalda daga til að nostra við föndur með krílunum, til dæmis heimagerð jólakort eða jólagjafir fyrir þurfandi börn í útlöndum því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það er til dæmis verðugt að taka þátt í verkefninu „Jól í skókassa“, sem tíu ungmenni innan KFUM og KFUK standa að nú í fjórða sinn og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að setja nokkrar gjafir í skókassa. Kössum þessum er síðan útdeilt til þurfandi barna í Úkraínu. Tekið er á móti skókössum í aðal- stöðvum KFUK og K alla virka daga og er síðasti skiladagur 3. nóvember. Eftir að gjöfin er komin í kassann þarf að pakka skókassanum inn í jólagjafapappír og merkja fyrir hvaða aldurshóp og kyn gjöfin á að vera. Æskan á Hvammstanga Þrjú hundruð unglingar ætla að koma saman á Hvammstanga um helgina og njóta samveru í leik og starfi því Æskulýðssamband þjóð- kirkjunnar stendur fyrir landsmóti fyrir öll æskulýðsfélög kirkjunnar. Mótið ber yfirskriftina „Ljós á veg- um mínum“ og hefst í dag. Þema mótsins að þessu sinni er Biblían, tónlist og trúartákn. Ungdómurinn ætlar m.a. að spreyta sig á að breyta Biblíuversum í sms-skilaboð. Trúar- tákn verða búin til úr ýmsum efni- viði. Hljómsveit verður búin til á staðnum auk þess sem starfandi verða kvikmynda- og stutt- myndahópar, fréttahópar og haldnar kvöldvökur. Skák og mát Skákáhugamenn geta kæst um helgina því Íslandsmótið í atskák 2007 fer nú fram í húsnæði Tafl- félags Reykjavíkur við Faxafen. Öllum er heimil þátttaka og er teflt með útsláttarfyrirkomulagi. Meðal keppenda er Íslandmeist- arinn í skák Hannes Hlífar Stef- ánsson og Íslandsmeistarinn í at- skák Arnar E. Gunnarsson. Stelpuskákmót Olís og Hellis fer svo líka fram í höfuðstöðvum Olís við Sundagarða á morgun og hefst mót- ið kl. 13. Öllum stelpum á grunn- skólaaldri er heimil þátttaka, en mótið verður aldursskipt og verð- laun eru í boði. Þetta er í þriðja sinn sem mótið fer fram. Í fyrra sigraði Tinna Kristín Finnbogadóttir og þar áður fór Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir með sigur af hólmi. Vetrarhátíð í Vesturhlíð Frístundaheimilið Vesturhlíð hef- ur ákveðið að blása til vetrarhátíðar á morgun þar sem starfsfólk, börn og fjölskyldur ætla að skemmta sér saman. Heimilið er fyrir börn og unglinga úr Öskjuhlíðarskóla og því sérsniðið að börnum með fötlun. Ætlunin er að sýna gestum og gang- andi starfsemi heimilisins í vinnu- og leiksmiðjum, m.a. til að gefa fólki já- kvæða sýn á starfið, sem þar fer fram. Framlag Íslands til umheimsins Fyrir vísindaáhugamenn má svo að lokum geta þess að Leó Krist- jánsson, vísindamaður við Raunvís- indastofnun HÍ, ætlar að flytja fyr- irlestur um það sem hann kallar „merkasta framlag Íslands til mann- kynssögunnar“. Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröð í tilefni árs jarðarinnar 2008, verður haldinn í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ, sal 132, kl. 14 á morgun. Í erindi sínu ræðir Leó um hið fjölbreytta og oft ómissandi hlutverk silfurbergsins í merkum vísindauppgötvunum, sem sumar hverjar urðu tilefni Nóbels- verðlauna. Hann segir að lítil náma við Helgustaði í Reyðarfirði hafi haft mikil áhrif á mannkynssöguna því silfurbergskristallar þaðan hafi ver- ið ómissandi við rannsóknir á ýms- um sviðum raunvísinda og á þeim grunni hafi ótal tækniframfarir byggt á. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Kristján Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.