Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Andrés-son fæddist á Snotrunesi á Borg- arfirði eystra 3. mars 1919. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 10. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Andrés Bjarni Björnsson, bóndi á Snotrunesi, f. 10.9. 1893, d. 20.4 1974, og Valgerður Jóns- dóttir, f. 26.9. 1890, d. 18.6. 1967. Björn var elstur af sex systkinum. Hin eru Elín Björgheiður, f. 16.2. 1920, d. 6.3. 1998, Jón, f. 4.12. 1921, d. 13.7. 2003, Vilborg Ingibjörg, f. 4.9. 1924, Skúli, f. 26.5. 1928, og Anna Þuríður, f. 15.6. 1930, d. 8.7. 1943. Auk þess ólst upp með þeim Halldór Vilmundur Andrésson, f. 5.7. 1938. Björn kvæntist 1949 Guðrúnu Ásthildi Pétursdóttur, f. 1.7. 1924. Foreldar hennar voru Pétur Pét- ursson, póstur í Njarðvík, f. 6.8. 1878, d. 21.11. 1968, og Guðrún Jónsdóttir, f. 23.3. 1883, d. 7.7. 1959. Björn og Ásta eignuðust tvo syni, þeir eru: 1) Pétur Reynir, f. kona Anna María Guðmunds- dóttir. Björn og Guðrún Ásthildur ólu einnig upp Hrefnu Hrund Eronsdóttir f. 1. 7. 1968. Björn og Ásta hófu búskap í Njarðvík 1948 og bjuggu þar til 1974 þegar þau fluttust til Egils- staða. Árið 1976 fluttust þau að Ullartanga 6 í Fellabæ og áttu þar heima þar til þau fluttu á Dvalar- heimili aldraðra, Lagarási 17, Egilsstöðum. Björn ólst upp á Snotrunesi við hefðbundin bústörf og sjó- mennsku. Hann gekk í skóla á Borgarfirði eystra og fór svo í Al- þýðuskólann á Eiðum haustið 1939, þar sem hann var tvo vetur. Björn stundaði íþróttir á yngri ár- um og vann til verðlauna í víða- vangshlaupum. Á seinni árum stundaði hann bridds og vann þar til verðlauna. Auk búskaparins í Njarðvík var Björn póstur milli Héraðs og Borgarfjarðar og sá seinna um áætlunarferðir á sömu leið. Eftir að Björn fluttist upp á Hérað sá hann um skólaakstur í Fellahreppi og Fljótsdal auk hóp- ferðaaksturs. Eftir að Björn hætti akstrinum sá hann um golfvöllinn á Ekkjufelli og bar út póst í Fella- bæ, auk annarra starfa. Útför Björns fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Fellabæ. 17.5. 1948. Fyrsta sambýliskona hans var Maggý Stella Sigurðardóttir. Dæt- ur þeirra eru: a) Ást- hildur Magnea, f. 26.8. 1969, gift Jó- hanni Nikulási Bóas- syni, börn þeirra eru Maggý Rut, f. 27.3. 1996, Sandra Dröfn, f. 12.1. 1998, og Reynir Þór, f. 2.7. 2006. b) Anna Sig- fríður, f. 29.7. 1972, gift Helga Ólafi Jak- obssyni, börn þeirra eru Anton Logi, f. 14.8. 1993, og Sóldís Ninja, f. 6.1. 2003. Fyrir átti hún soninn Elvar Má Sigurðsson, f. 8.12. 1989. Önnur kona Péturs Reynis var Anna Stefanía Guðmundsdóttir. Dóttir þeirra er Birna Björk Reyn- isdóttir, f. 15.10. 1979, sambýlis- maður Haraldur Geir Eðvaldsson, sonur þeirra er Viktor Óli, f. 10.7. 2006. Eiginkona Péturs Reynis er Anna Sigríður Gústafsdóttir, f. 7.8. 1943. 2) Andrés Valgarð, f. 14.7. 1951, sambýliskona Kolbrún Pétursdóttir, f. 14.7. 1952. Börn þeirra eru Sigrún, f. 26.11. 1974, og Björn, f. 14.4. 1976, sambýlis- Elskulegur afi minn. Sem barn man ég eftir þér sem dásamlegum afa. Afa sem alltaf gaf sér tíma í að leika við mig og taka þátt í þeim leikjum sem ég og aðrir krakk- ar vorum í. Ég man eftir því að þú sast stundum með mér og litaðir með mér í litabækurnar mínar og mér fannst svo merkileg litatæknin þín. Þú litaðir nefnilega alltaf í pínulitla hringi sem gerði mjög skemmtilega áferð. Ég man að ég fékk alltaf að brasa í rútunum meðan þú varst að gera við og örugglega hef ég oftar en ekki þvælst fyrir þér en aldrei rakstu mig samt frá. Ég man að þegar Fljót- ið var ísilagt kannaðirðu fyrir mig hvort ísinn væri nægilega traustur til að skauta á og röltir svo með mér á ísnum á meðan ég staulaðist um á skautunum. Það voru ófáar stundirn- ar sem ég sat á gólfinu á skrifstofunni þinni og hlustaði á Emil í Kattholti og oftar en ekki hlustaðirðu með mér og laumaðir saltpillum upp í mig við og við. Ég man líka hversu mikið þú lagðir þig fram við að kenna mér að borða skyrhræring en án nokkurs ár- angurs. Sem fullorðinn einstaklingur mun ég muna hversu hlýr þú varst, glettn- ina í augum þínum og prakkaralegt bros þitt. Ég mun muna hversu lang- afabörn þín glöddu ávallt hjarta þitt og hvernig andlit þitt ljómaði í hvert sinn sem þú sást stutta fætur. Ég mun muna hvað þú varðst glaður þeg- ar ég sagði þér frá því að Viktor Óli væri væntanlegur og hversu montinn þú varst þegar þú sast með Viktor Óla og Reyni Þór báða í fanginu á skírn- ardag Viktors. Ég mun muna allar skemmtilegu sögurnar sem runnu upp úr þér í hverri heimsókn og aldrei kom sama sagan. Oft voru það sögur þar sem þú sagðir rogginn frá glæst- um íþróttaferli. Jafnvel þessa síðustu daga sem þú lifðir komu fleiri sögur sem ég mun geyma með mér. Elsku afi, ég kveð þig nú með sökn- uð í hjarta og mikilli eftirsjá. Ég veit þó að þú ert kominn á betri stað, ef- laust búinn að hnýta á þig hlaupas- kóna og hleypur yfir fjöll og firnindi. Ég þakka þér fyrir að gefa mér allar þessar ljúfu minningar um þig. Birna Björk. Okkur minnir að það hafi verið veturinn sem alla tíð síðan hefur verið nefndur ,,Snjóaveturinn mikli“ hér fyrir austan að Björn Andrésson hóf fyrstur manna að aka skólabörnum úr Fellasveit austur í Egilsstaðaskóla. Þessu starfi sinnti Björn í mörg ár þar á eftir. Alla skólatíð okkar sá hann um að aka okkur og öðrum börnum úr Fellum í skólann að morgni og heim aftur undir kvöld. Ekki vitum við annað en að Birni hafi farið þetta ábyrgðarmikla starf vel úr hendi. Reyndar má segja að hendur hans hafi komið mikið við sögu í skólaakstrinum. Ekki var nóg með að styrkar hendur hans héldu um stýri rútunnar og skiptu um gír með gírstöng sem okkur fannst ná lengst aftur í rútu! Nei, Björn þurfti líka í ófá skipti að taka fram rekuna og moka sig í gegnum einn og einn snjóskafl sem á vegi hans varð. Sam- göngur voru á þeim árum ekki jafn greiðar og nú. Það var heldur ekki verið að moka vegina á hverjum degi eins og fólk gerir kröfur um nú til dags. En Björn gafst ekki upp þótt það hríðaði svolítið og færðin væri ekki sem best. Hann fór sína leið hvern dag sem fært var og reyndar stundum þegar ýmsir hefðu talið næstum því ófært! Stundum fannst okkur krökkunum sem hann hefði nú alveg mátt sleppa því að fara inn Fell svo við hefðum getað kúrað heima á meðan það hríð- aði úti! Birni var á hinn bóginn mikið í mun að halda sínu striki. Fyrir hon- um skipti öllu að skila sínu verki sam- viskusamlega og hann siðlaði af stað á rútunni sinni ef nokkur kostur var. Einstöku sinnum var reyndar komið eitthvað fram á morguninn þegar hann skilaði okkur Fellakrökkunum á Egilsstaði! En það skipti engu því Björn var búinn að skila sínu. Hann var einn þeirra sem komust þótt hægt færu. Við systkinin frá Krossi minnumst með þökkum þessa trausta og góða karls sem skilaði okkur og hinum Fellakrökkunum í skólann og heim aftur öll þessi ár. Systkinin frá Krossi, Sigfús, Einar, Þorbjörg Jóna og Hugi. Í dag kveðjum við heiðursmanninn Björn Andrésson frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra. Kynni mín af Birni og Ástu konu hans hófust árið 1980 er ég var í sölumennsku á Aust- fjörðum og efnisleit um sögu síðari heimsstyrjaldar þar um slóðir. Þá um sumarið fór Björn m.a. með mér í langa gönguferð á Selvogsnes við Héraðsflóa og sýndi mér hvar tveir Íslendingar og einn Þjóðverji höfðu verið settir leynilega í land af þýskum kafbáti árið 1944. Fylgdum við síðan nákvæmlega þeirri slóð er menn þessir höfðu farið af Selvogsnesinu og yfir fjöllin til Njarðvíkur þar sem þeir voru eltir uppi og handteknir af amer- ískum hermönnum sem bækistöðvar höfðu á Seyðisfirði. Betri leiðsögu- mann um þessar slóðir heldur en Björn Andrésson var vart hægt að hugsa sér. Þau Ásta bjuggu um árabil í Njarðvíkinni þar sem hún var uppal- in og var Björn þá póstur milli Borg- arfjarðar og Héraðs enda gjörkunn- ugur öllu þessu svæði. Eftir að þau Ásta hættu búskap í Njarðvík fluttust þau í Lagarás í Fellabæ og starfaði Björn þar lengi við akstur skóla- barna. Gisti ég oft í Fellabænum að sumarlagi á heimili þeirra hjóna og á þaðan margar ánægjulegar minning- ar. Spiluðum við þá oft „manna“ og hafði Björn þá oftast betur enda ann- álaður spilamaður. Við eldhúsborðið í Lagarásnum leið stundin jafnan of fljótt við spésögur og spilamennsku. Fyrir allar þær góðu stundir og gest- risni færi ég nú mínar alúðarþakkir. Með Birni Andréssyni er genginn minn tryggasti og besti vinur á Aust- fjörðum um áratuga skeið. Í meðför- um hans varð Borgfirsk saga bráðlif- andi og áhugaverð. Björn var ótæmandi brunnur af fróðleik og gamansögum um málefni og sérstætt fólk síns héraðs. Með skemmtilegum frásögnum og léttri lund skapaði hann glaðværð og auðgaði mannlífið í kringum sig. Hann stundaði íþróttir á yngri árum og vann til verðlauna í hlaupum. Sextugur að aldri var hann svo kvikur og frár á fæti að ég ungur maðurinn átti fullt í fangi með að fylgja honum eftir á gönguferðum okkar fyrir austan. Meðan ég bjó í Hveragerði heimsótti hann mig og mína fjölskyldu. Þá sem jafnan varð fagnaðarfundur er við hittumst. Að endingu vil færa þakkir fyrir þá ein- lægu vináttu sem ég naut hjá Birni og Ástu konu hans. Með þessu fáu orðum kveð ég nú góðvin minn Björn Andrésson frá Snotrunesi. Óska ég honum blessun- ar guðs og farsældar á óravíddum ei- lífðarinnar. Vonast ég eftir að fá tæki- færi til að hitta hann þar síðar. Þá verður gott að fá á ný að njóta leið- sagnar hans um ókunnar fjallaleiðir. Ég votta Ástu eiginkonu hans og afkomendum þeirra mína dýpstu samúð. Helgi Theódór Hauksson. Björn Andrésson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGA STRAUMLAND, lést sunnudaginn 14. október á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Garðakirkju, Garðaholti á Áftanesi, föstudaginn 19. október kl. 15.00. Svala Sigurleifsdóttir, Bjarney J. Sigurleifsdóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Kristín S. Sigurleifsdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, og barnabörn. ✝ MARGRÉT SIGÞÓRSDÓTTIR kennari, Víðihvammi 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 11. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Sigþór Magnússon, Hrund Magnúsdóttir, Eyrún Magnúsdóttir, Gunnar Þór Finnbjörnsson og barnabörn. ✝ Útför systur minnar, ÞÓRDÍSAR PÁLSDÓTTUR frá Hjálmsstöðum, sem lést 10. október sl., fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 20. október og hefst athöfnin kl. 13.00. Jarðsett verður í Miðdalskirkjugarði í Laugardal. Fyrir hönd aðstandenda, Ásgeir Pálsson. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, móðurbróðir, tengdafaðir, afi og langafi, REGINN VALTÝSSON rafeindavirkjameistari, Álfhólsvegi 101, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 24. október kl. 13.00. Svanhildur Árney Ásgeirsdóttir, Kolbrún Valtýsdóttir Rodeman, Robert Rodeman, Jón Pétursson, Kathy Pétursson, Theodóra Á. Sveinbjörnsdóttir, Sigmar Guðbjörnsson, Aðalheiður Svanhildardóttir, Snorri Arnarsson, Tómas Á. Sveinbjörnsson, Guðborg Kolbeins, Valtýr Reginsson, Ingibjörg Pétursdóttir Kolbeinn Reginsson, Ingveldur M. Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILLÝJAR KRISTJÁNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki á deild 3B á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Karl Harrý Sigurðsson, Hrönn Helgadóttir, Ari Guðmundsson, Fríður Sigurðardóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Jonathan Motzfeldt, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Hallsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR frá Húsagarði í Landsveit, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 16. október. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Garðar Ágústsson, Ingimunda Loftsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Bessi Aðalsteinsson, Svava Ágústsdóttir, Kristinn Gunnarsson, Hörður Gunnar Ágústsson, Hanna Larsen, Steingerður Ágústsdóttir, Þórður St. Guðmundsson, Áslaug Ágústsdóttir, Svanur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.