Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 9
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
MJÖG færist í vöxt að stjórnvöld
semji sérstaklega við einstaklinga,
lögaðila eða sveitarfélög um marg-
vísleg mál sem áður hafa verið leyst
með hefðbundnum stjórnvalds-
ákvörðunum eða átt undir reglur
sem settar hafa verið á grundvelli
laga, segir m.a. í skýrslu umboðs-
manns Alþingis fyrir árið 2006.
Umboðsmaður, Tryggvi Gunn-
arsson, nefnir sem dæmi samning
við ákveðinn hóp flugfarþega vegna
öryggiseftirlits. Spyr umboðsmaður
því hvort ríkisstofnun geti upp á
sitt eindæmi samið um að veita
ákveðnum hópi sérþjónustu gegn
viðbótargreiðslu án þess að taka til-
lit til laga Alþingis um gjaldtökuna.
„Stundum hvarflar það meira að
segja að manni hvort stjórnvöld
kjósi að fara samningaleiðina bein-
línis til að komast hjá því að fylgja
nákvæmlega þeim leiðum sem lög
mæla fyrir um, bæði um efni máls
og málsmeðferð,“ segir í skýrsl-
unni.
Umboðsmaður segir einnig að
varasamt sé að
menn reyni að
nota reglur við-
skiptalífsins og
einkamarkaðar-
ins í stjórnsýsl-
unni vegna þess
að á markaðnum
eigi menn yfir-
leitt kost á að
nýta sér sam-
keppni en ríkið
sé oft eini þjónustuaðilinn. Hann
minnir á grundvallarregluna um
jafnræði borgaranna og hvetur til
þess að við styrk- og stöðuveitingar
sé tryggt að þeir sem áhuga hafi
komi til greina við val milli umsækj-
enda. Segir hann áhersluna í starfi
embættisins á árinu 2006 ekki síst
hafa verið að hvetja stjórnvöld til
að skipuleggja meðferð mála fyr-
irfram „þannig að það ráðist ekki
aðeins af tilviljunum og kunnáttu
einstakra starfsmanna hvort þeim
réttaröryggisreglum sem Alþingi
hefur ákveðið að stjórnsýsla skuli
fylgja við úrlausn á málum borg-
aranna sé fylgt“.
Tekið er fram að það heyri til al-
gerra undantekninga ef ekki sé far-
ið að tilmælum umboðsmanns um
að taka mál til meðferðar að nýju.
Sjávarútvegsráðuneytið hafi þó að
mati umboðsmanns ekki farið að til-
mælunum í einu máli. Það snerist
um úthlutun byggðakvóta 2004-
2005, maður sem ekki fékk veiði-
kvóta taldi að ekki hefði verið farið
að reglum. Rökstuddi ráðuneytið
synjun með því að ekki væri raun-
hæft eða tilefni til að taka málið
upp. Kvótinn hafi verið bundinn
umræddum árum.
Umboðsmaður segir að vissulega
geti einstaklingur í slíkri stöðu leit-
að réttar síns gagnvart ríkinu með
skaðabótamáli en það geti verið
dýrt vegna þess að gjafsókn fáist
sjaldnast og ríkið dragi ekki af sér í
málskostnaðarkröfum.
Reglur ekki í tísku?
Umboðsmaður Alþingis varar við geðþóttaákvörðunum
Tryggvi
Gunnarsson
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Við eigum 15 ára afmæli
að því tilefni bjóðum við
15% afslátt
af öllum vörum
verslunarinnar
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Kjólar og leggings
str. 36-56
Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16
og í Eddufelli kl. 10-14
M
b
l 9
15
49
3
Laugavegi 44 • Sími 561 4000
www.diza.is
Diza
Fjölbreytt
og forvitnileg
m
bl
9
18
55
8
Mjódd, sími 557 5900
JENSEN DAGAR
Úlpur, jakkar, buxur, pils og margt fleira frá JENSEN.
Sjón er sögu ríkari.
Munið 15% afsl. þessa viku.
Verið velkomnar
m
bl
9
22
53
7
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Heimsóknavinir
Rauði krossinn í Kópavogi auglýsir eftir sjálfboða-
liðum í heimsóknaþjónustu.
Markmið verkefnisins er að rjúfa einsemd og félags-
lega einangrun fólks.
Sjálfboðaliðar heimsækja fólk á öllum aldri, af báðum
kynjum oftast einu sinni í viku, klukkustund í senn. Má
þar nefna heimsóknir á einkaheimili, sambýli aldraðra í
Kópavogi, í Sunnuhlíð og Rjóðrið, heimsóknir hunda og
eigenda þeirra og jafningjaheimsóknir fyrir ungt fólk.
Nánari upplýsingar í síma 554 6626
og á raudikrossinn.is
styrkir þetta verkefni
Laugavegi 53 • Sími 552 3737
Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16
Jólafötin streyma inn
Jólanáttfötin komin
Nýjar vörur Mbl 924851